Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
Söngvakeppni sjónvarpsins hefst í kvöld;
Sjö nýir höfundar o g
frumraun ellefu flytjenda
SÖNGVAKEPPNI sjónvarpsins hefst í kvöld með því að kynnt
verða tvö fyrstu lögin af þeim tíu, sem komust í úrslit keppninnar
i ár. Næstu kvöld verða svo tvö lög í senn kynnt í sjónvarpinu
og laugardaginn 19. mars verða öll lögin sýnd og leikin, mönnum
til nánari glöggvunar. Mánudaginn 21. mars verður svo úrslita-
keppnin í beinni útsendingu úr sjónvarpssal en þá velja dómnefnd-
ir úr átta kjördæmum landsins lagið sem sent verður sem fram-
lag íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram
fer i Dublin á írlandi i maímánuði næstkomandi.
Lagið „Ástarævintýri“ (Á vetrarbraut), i flutningi höfunda sjáfra,
þeirra Inga Gunnars Jóhannssonar og Eyjólfs Krisljánssonar.
Textahöfundur er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Lagið verður
frumflutt i sjónvaroinu annað kvöld, sunnudaginn 13. mars.
Fjórir af þeim lagahöfundum
sem nú keppa til úrslita hafa áður
átt lög í úrslitakeppninni, þeir
Eyjólfur Kristjánsson, Gunnar
Þórðarson, Geirmundur Valtýsson
og Jakob Frímann Magnússon,
en nýliðamir eru þeir Grétar Örv-
arsson, Kristinn Svavarsson,
Magnús Kjartansson,' Guðmundur
Ámason, Sverrir Stormsker og
Valgeir Skagfjörð auk Inga Gunn-
ars Jóhannssonar, sem samdi eitt
laganna í samvinnu við Eyjólf
Kristjánsson. Textahöfundar að
þessu sinni eru Halldór Gunnars-
son og Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson, sem eiga texta við tvö
lög hvor, og Ingólfur Steinsson,
Jakob Magnússon, Hjálmar Jóns-
son, Sverrir Stormsker, Þorsteinn
Eggertsson og Valgeir Skagfjörð.
Fjórir af flytjendum laganna
að þessu sinni hafa áður komið
við sögu keppninnar, þeir Björg-
vin Halldórsson, Pálmi Gunnars-
son, Eyjólfur Kristjánsson og
Edda Borg. Þeir sem nú þreyta
frumraun sína á þessu sviði eru
Bjami Arason, Grétar Örvarsson,
Gígja Sigurðardóttir, Guðrún
Gunnarsdóttir, Ingi Gunnar Jó-
hannsson, Magnús Kjartansson,
Margrét Gauja Magnúsdóttir,
Sigrún Waage, Stefán Hilmarsson
og tvíburasystumar Hildur og
Hulda Ragnarsdætur.
Grétar örvarsson og Gígja Sigurðardóttir í lagi Grétars „1 fyrra-
sumar", við texta Ingólfs Steinssonar. Frumflutt í sjónvarpi í
Björgvin Halldórsson syngur lag Gunnars Þórðarson-
ar, „I tangó", með aðstoð Eddu Borg. Textahöfundur
er Þorsteinn Eggertsson. Lagið verður frumflutt mið-
vikudagskvöldið 16. mars.
Níu af þessum lögum mun
koma út á safnplötu, ásamt fimm
öðrum nýjum íslenskum lögum,
sem Steinar h.f. gefur út í lok
þessa mánaðar. Lag Jakobs
Magnússonar mun hins vegar
koma út á sólóplötu Bjama Ara-
sonar, sem væntanleg er með
vorinu.
Sjónvarpið hefur haft með
höndum alla vinnu og undirbúning
keppninnar, en framkvæmd og
upptökustjóm annaðist Bjöm
Emilsson. Kynnir Söngvakeppn-
innar að þessu sinni er Hermann
Gunnarsson. Sv.G.
Eyjólfur Kristjánsson og sigrun waage
flytja lagið „Mánaskin" eftir Guðmund
Arnason við texta Aðalsteins Ásbergs Sig-
urðssonar. Lagið verður frumflutt i sjón-
varpinu mánudagskvöldið 14. mars.
kvöld.
Magnús Kjartansson og Margrét Gauja Magnúsdóttir ásamt
hljómsveitinni Bræðrabandalaginu flytja lag Magnúsar „Sólar-
sömbu“. Textahöfundur er Halldór Gunnarsson. Frumflutt i sjón-
varpinu annað kvöld, sunnudagskvöldið 13. mars.
Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar flytja lag Kristins Svavarssonar,
„Eitt vor“. Höfundur er lengst til hægri á myndinni. Textahöfundur er Halldór Gunnarsson. Frum-
flutt í sjónvarpinu í kvöld, laugardaginn 12. mars.
dætur í dæmigerðri „geirmundarsveiflu" í laginu „Látum söng-
inn hljóma“ eftir Geirmund Valtýsson. Textahöfundur er sem
fyrr séra Hjálmar Jónsson. Lagið verður frumflutt í sjónvarpinu
þriðjudaginn 15. mars.
Sverrir Stormsker við flygilinn og Stefán Hilmarsson söngvari
I lagi Sverris „Þú og þeir“, sem verður frumflutt í sjónvarpinu
þriðjudagskvöldið 15. mars.
Bjarni Arason syngur lag Jak-
obs Magnússonar „Aftur og
aftur", sem frumflutt verður í
sjónvarpi mánudagskvöldið 14.
mars.
Guðrún Gunnarsdóttir syngur lag Valgeirs Skagfjörð „Dag eftir
dag“. Höfundur er við píanóið lengst til hægri. Frumflutningur
lagsins f sjónvarpinu verður miðvikudaginn 16. mars.