Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Söngvakeppni sjónvarpsins hefst í kvöld; Sjö nýir höfundar o g frumraun ellefu flytjenda SÖNGVAKEPPNI sjónvarpsins hefst í kvöld með því að kynnt verða tvö fyrstu lögin af þeim tíu, sem komust í úrslit keppninnar i ár. Næstu kvöld verða svo tvö lög í senn kynnt í sjónvarpinu og laugardaginn 19. mars verða öll lögin sýnd og leikin, mönnum til nánari glöggvunar. Mánudaginn 21. mars verður svo úrslita- keppnin í beinni útsendingu úr sjónvarpssal en þá velja dómnefnd- ir úr átta kjördæmum landsins lagið sem sent verður sem fram- lag íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer i Dublin á írlandi i maímánuði næstkomandi. Lagið „Ástarævintýri“ (Á vetrarbraut), i flutningi höfunda sjáfra, þeirra Inga Gunnars Jóhannssonar og Eyjólfs Krisljánssonar. Textahöfundur er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Lagið verður frumflutt i sjónvaroinu annað kvöld, sunnudaginn 13. mars. Fjórir af þeim lagahöfundum sem nú keppa til úrslita hafa áður átt lög í úrslitakeppninni, þeir Eyjólfur Kristjánsson, Gunnar Þórðarson, Geirmundur Valtýsson og Jakob Frímann Magnússon, en nýliðamir eru þeir Grétar Örv- arsson, Kristinn Svavarsson, Magnús Kjartansson,' Guðmundur Ámason, Sverrir Stormsker og Valgeir Skagfjörð auk Inga Gunn- ars Jóhannssonar, sem samdi eitt laganna í samvinnu við Eyjólf Kristjánsson. Textahöfundar að þessu sinni eru Halldór Gunnars- son og Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, sem eiga texta við tvö lög hvor, og Ingólfur Steinsson, Jakob Magnússon, Hjálmar Jóns- son, Sverrir Stormsker, Þorsteinn Eggertsson og Valgeir Skagfjörð. Fjórir af flytjendum laganna að þessu sinni hafa áður komið við sögu keppninnar, þeir Björg- vin Halldórsson, Pálmi Gunnars- son, Eyjólfur Kristjánsson og Edda Borg. Þeir sem nú þreyta frumraun sína á þessu sviði eru Bjami Arason, Grétar Örvarsson, Gígja Sigurðardóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ingi Gunnar Jó- hannsson, Magnús Kjartansson, Margrét Gauja Magnúsdóttir, Sigrún Waage, Stefán Hilmarsson og tvíburasystumar Hildur og Hulda Ragnarsdætur. Grétar örvarsson og Gígja Sigurðardóttir í lagi Grétars „1 fyrra- sumar", við texta Ingólfs Steinssonar. Frumflutt í sjónvarpi í Björgvin Halldórsson syngur lag Gunnars Þórðarson- ar, „I tangó", með aðstoð Eddu Borg. Textahöfundur er Þorsteinn Eggertsson. Lagið verður frumflutt mið- vikudagskvöldið 16. mars. Níu af þessum lögum mun koma út á safnplötu, ásamt fimm öðrum nýjum íslenskum lögum, sem Steinar h.f. gefur út í lok þessa mánaðar. Lag Jakobs Magnússonar mun hins vegar koma út á sólóplötu Bjama Ara- sonar, sem væntanleg er með vorinu. Sjónvarpið hefur haft með höndum alla vinnu og undirbúning keppninnar, en framkvæmd og upptökustjóm annaðist Bjöm Emilsson. Kynnir Söngvakeppn- innar að þessu sinni er Hermann Gunnarsson. Sv.G. Eyjólfur Kristjánsson og sigrun waage flytja lagið „Mánaskin" eftir Guðmund Arnason við texta Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar. Lagið verður frumflutt i sjón- varpinu mánudagskvöldið 14. mars. kvöld. Magnús Kjartansson og Margrét Gauja Magnúsdóttir ásamt hljómsveitinni Bræðrabandalaginu flytja lag Magnúsar „Sólar- sömbu“. Textahöfundur er Halldór Gunnarsson. Frumflutt i sjón- varpinu annað kvöld, sunnudagskvöldið 13. mars. Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar flytja lag Kristins Svavarssonar, „Eitt vor“. Höfundur er lengst til hægri á myndinni. Textahöfundur er Halldór Gunnarsson. Frum- flutt í sjónvarpinu í kvöld, laugardaginn 12. mars. dætur í dæmigerðri „geirmundarsveiflu" í laginu „Látum söng- inn hljóma“ eftir Geirmund Valtýsson. Textahöfundur er sem fyrr séra Hjálmar Jónsson. Lagið verður frumflutt í sjónvarpinu þriðjudaginn 15. mars. Sverrir Stormsker við flygilinn og Stefán Hilmarsson söngvari I lagi Sverris „Þú og þeir“, sem verður frumflutt í sjónvarpinu þriðjudagskvöldið 15. mars. Bjarni Arason syngur lag Jak- obs Magnússonar „Aftur og aftur", sem frumflutt verður í sjónvarpi mánudagskvöldið 14. mars. Guðrún Gunnarsdóttir syngur lag Valgeirs Skagfjörð „Dag eftir dag“. Höfundur er við píanóið lengst til hægri. Frumflutningur lagsins f sjónvarpinu verður miðvikudaginn 16. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.