Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
33
Hercules-flugvél frá flugfélaginu Southern Air Transport á Keflavíkurflugvelli 26. júlí 1987.
Vopnaflutning-avélin á Keflavíkurflugvelli:
Málið í höndum
bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins
Flutningnrinn varnarliðinu með öllu óviðkomandi
KVORTUN íslenskra stjórnvalda vegna óleyfilegrar lendingar
flugvélar frá bandaríska flugfélaginu Southern Air Transport á
Keflavíkurflugvelli þann 12. janúar 1987 hefur verið komið á
framfæri við bandaríska utanríkisráðuneytið. Flugvélin hafði inn-
anborðs vélknúna fallbyssu og var hún tekin út er gert var við
bilun í hjólabúnaði flugvélarinnar, sem var af Hercules-gerð. Vél
frá flugfélaginu hefur lent a.mk. einu sinni hér á landi frá því
þetta gerðist. Lendingarheimildir flugvéla hér á landi og þar
með allir vöruflutningar heyra undir utanrikisráðuneytið og eru
varnarliðinu í Keflavík með öllu óviðkomandi.
iu er
mítt
% 11. mars 1938,
laðið
1979. „Ég gæti ekki hugsað mér
betra starf en ég hef í þingi Evr-
ópubandalagsins. Sameining Evr-
ópu er helsta áhugamál mitt og í
Strassborg get ég unnið að því.“
Skólarnir hafa brugðist
í sagnfræðikennslu
Áhugi Austurríkismanna á
Habsburgartímabilinu hefur aukist
mjög að undanfömu. Eftirspum
eftir bókum, vinsældir sagnfræði-
legra sýninga og áhugi á sjón-
vargsefni frá þessum tíma bera
vitni um það. Otto von Habsburg
taldi þó ekki að þetta benti til þess
að þjóðin vildi eindurreisa keisara-
dæmið. „Fjöldi fólks hafði óbeit á
keisaradæminu en hefur nú komist
yfir þá fordóma," sagði hann.
„Þessi áhugi á sögu þjóðarinnar
er af hinu góða. Vandinn sem
Austurríki stendur nú frammi fyrir
á rætur sínar að rekja til þess að
sagan var hulin. Fortíðin nær sér
niðri á þeim sem reyna að afneita
henni. Og það viljum við forðast.
Við viljum að fortíðin sé rædd á
heiðarlegan hátt og allar hliðar
hennar litnar raunsæjum augum.
Áhugi á keisaradæminu hefur
vafalaust aukist vegna þess að
áhugi á sögu landsins hefur aukist
almennt. Það ber bara mest á keis-
urunum. En ég held ekki að þjóðin
vilji endurreisa keisaradæmið þrátt
fyrir þennan aukna áhuga á keis-
aratímabilinu.
Ég tel að tvær ástæður séu fyr-
ir þessari auknu forvitni um fortíð-
ina. I fyrsta lagi hefur sagnfræði-
kennsla i skólum brugðist. Nem-
endur útskrifast og hinir greindari
gera sér grein fyrir að þeir hafa
ekki lært neina sögu. Þess vegna
kaupir fólk á aldrinum 19 til 28
ára flestar sagnfræðibækur. I öðru
lagi lítur fólk gjaman til baka þeg-
ar svo mörg vandamál steðja að í
samtímanum eins og nú.“
Otto von Habsburg nýtur sjálfur
mikillar virðingar og trausts í
Austurríki og hefur verið nefndur
sem hugsaniegur eftirmaður Wald-
heims, þrátt fyrir stjórnarskrána.
Hann taldi að hann ætti ekki ein-
göngu vinsældum að fagna af því
að hann er sonur síðasta Habs-
burgarkeisarans. „Skorinorð af-
staða mín til nasismans skiptir
máli í þessu samhengi. Ég hef
einnig ávallt haft afskipti af stjórn-
málum og er nú virkur þátttakandi
í Evrópupólitíkinni. Flestar aðrar
stórar ættir Austurríkis hafa horf-
ið eða þeirra er aðeins getið í slúð-
urdálkum. Okkur hefur tekist að
lenda hvorki í þeim né að gleym-
ast. Við erum virkir stjómmála-
menn eins og forfeður okkar vom
þótt á öðm sviði sé.“ Hann sagðist
eiga von á að Karl, sonur sinn,
myndi fyrr eða seinna sækjast eft-
ir þingsæti í Austurríki. Otto von
Habsburg á fimm dætur og tvo
syni.
Sameining Evrópu
krefst þolinmæði
Paneuropa-hreyfingin, sem
hann hefur starfað með og stjómað
að mestu síðan á stríðsámnum,
berst fyrir sameinaðri Evrópu.
Hann er eindrægur stuðningsmað-
ur Evrópubandalagsins og vill ólm-
ur að Áusturríki gangi í það. En
hugmyndir hans um sameinaða
Evrópu ná ekki aðeins til vestur-
hluta álfunnar. „Leiðin að samein-
aðri Evrópu í austri og vestri er
löng og torfarin," sagði hann. „Við
verðum að vera þolinmóð af því
að það mun taka sinn tíma að sam-
eina svo margar þjóðir með ólík
tungumál, trúarbrögð og menn-
ingu í eina heild á lýðræðislegan
hátt. En þróun undanfarinna ára
er í rétta átt.
Sovétríkin em ekki hliðholl hug-
myndum mínum en þau verða ^ð
sætta sig við breytta tíma eins og
aðrar þjóðir. íbúar Armeníu, Kaz-
akhstans og Azerbajdzhans em
famir að láta til sín heyra. Sov-
étríkin em eina stóra nýlenduveld-
ið sem eftir er. Bismarck hafði
rétt fyrir sér þegar hann sagði:
„Maður getur fengið öllu fram-
gengt með byssustingjum en mað-
ur getur ekki setið á þeim.“ Sov-
étríkin sitja á byssustingjum.
Ég hef litla trú á kenningum
Gorbatsjovs um „sameiginlegt
heimili Evrópu". Á hvers konar
heimili er skotið á þann sem ætlar
úr austurherberginu yfir í vestur-
herbergið? Ég hef ekki orðið var
við miklar breytingar í samskiptum
mínum við fulltrúa Sovétríkjanna
og Austur-Evrópulanda síðan per-
estrojka og glasnost komust í há-
mæli. Þegar minnst er á vissa hluti
þá era viðbrögðin enn hin sömu
og þau vom undir Stalín. Og tak-
markað sjálfstæði Austur-Evrópu-
landanna hefur ekki batnað.“
Velferð Austurríkis
ofar öllu
Otto von Habsburg er eindreg-
inn lýðræðissinni. Svo harður að
hann telur austurrísku þjóðina
verða að sætta sig við Kurt Wald-
heim í forsetaembætti út kjörtíma-
bilið. „Ég mun ekki krefjast af-
sagnar hans,“ sagði hann. „Hann
er réttkjörinn forseti hvort sem
okkur iíkar það betur eða verr.
Ég tel það hættulega þróun ef
áróðursherferð hefur áhrif á niður-
stöðu lýðræðislegra kosninga.
Kjósendur vissu ekki allt um fortíð
Waldheims þegar þeir kusu hann
en hvaða stjómmálamaður hefur
alveg hreinan skjöld og leynir kjós-
endur sína engu? Og það má ekki
gleyma því að lýðræði okkar stend-
ur ekki á mjög traustum gmnni
og þolir kannski ekki of mikið álag.
Það gegnir öðm máli í gömlum
og rótgrónum lýðræðisþjóðum eins
og á Islandi og í Sviss.
Austurríkismenn verða að horf-
ast í augu við fortíðina og gera
hreint fyrir sínum dymm. Þess
vegna boða ég til hátíðarinnar á
Heldenplatz við Habsburg þar sem
þjóðin fagnaði komu Hitlers fyrir
fimmtíu ámm. Ég er ekki þeirrar
skoðunar að það megi ekki nota
orð sem slæmur maður notaði, eða
staði þar sem slæmur maður kom
fram. Ég tel mjög nauðsynlegt að
reynt sé að særa burt illa pólitíska
anda. Maður verður að betmm-
bæta sjálfur það sem slæmt er eða
hefur óorð á sér.“
Keisarasonurinn tók undir að
austurríska þjóðin væri nú klofín
í afstöðu sinni til þjóðhöfðingjans
en að hún gæti sameinast að nýju
ef óumdeildur maður yrði fenginn
til að taka við forsetaembættinu
af Kurt Waldheim. Myndi hann
taka embættið að sér ef þess yrði
farið á leit við hann?
„Ég vona að það komi ekki til
þess,“ sagði Otto von Habsburg.
„Ég er mjög ánægður í núverandi
starfí. En ef þörf krefðist hefði ég
ekki rétt til að færast undan skyldu
minni gagnvart þjóðinni. Velferð
landsins gengur að sjálfsögðu fyrir
minni eigin velferð."
■ Texti: Anna
Bjamadóttir
Talsmaður bandaríska utanrík-
isráðuneytisins, Tom Switzer,
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að kvörtunin, sem komið var
á framfæri á mánudag, hefði bor-
ist til Islandsdeildar bandaríska
utanríkisráðuneytisins. Sagði
hann að enn hefði kvörtun þessari
ekki verið svarað með formlegum
hætti en „viðbrögð" bandarískra
stjómvalda yrðu „viðeigandi".
Kvaðst hann búast við því að
íslenskir óg bandarískir embættis-
menn myndu taka mál þetta til
umfjöllunar.
Fyrirtækið Southem Air Tran-
sport sérhæfir sig í vömflutning-
um víða um heim. Blaðafulltrúi
þess sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að fyrirtækið hefði
verið stofnað árið 1947. Hjá því
starfa um 600 manns og hefur
það skrifstofur víða í Bandaríkjun-
um. Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst á félagið 11 flugvélar
þeirrar gerðar sem lenti hér á
landi. Er hér um að ræða lengri
gerð Hercules-flugvéla um munu
þær geta borið um 15 tonna farm.
Flugvélin kom hingað 12. jan-
úar 1987 samkvæmt áætlun frá
írlandi og hafði tæplega tveggja
sólarhringa viðdvöl. Bilun hafði
komið fram í hjólabúnaðinum og
var vélin affermd af þeim sökum.
Um borð í henni var vélknúin fall-
byssa, sem svipar mjög til lítils
skriðdreka. Fallbyssan er hins
vegar bæði minni og léttari þar
eð brynvöm hennar er ekki jaftiö-
flug og á venjulegum skriðdreka.
Ekki er vitað hverrar gerðar fall-
byssan var.
Flugleiðir annast alla þjónustu
við flugvélar í almennu flugi og
var vélin flutt í eitt flugskýlið.
Fallbyssan var hins vegar geymd
fyrir utan flugskýlið og gættu tveir
óvopnaðir herlögreglumenn henn-
ar. Viðgerðinni lauk þann 14. og
hélt flugvélin þá af landi brott til
Kanada.
Að sögn blaðafulltrúa vamar-
liðsins er það í höndum utanríkis-
ráðuneytisins og loftferðaeftirlits-
ins að veita flugvélum leyfí til
lendingar hér á landi. Varnarliðið
í Keflavík kemur þar hvergi nærri
enda heyrir allt almennt flug,
vömflutningar og tollskoðun undir
íslensk stjómvöld. Vaninnn mun
vera sá að flugvélar tilkynni að
þær séu í „almennum vömflutn-
ingum“ þegar óskað er eftir lend-
ingarleyfi. íslenskar reglur kveða
hins vegar á um að tilkynnt sé
um vopnaflutninga og gilda sér-
stakar reglur um þá. Svo virðist
sem tilkynnt hafi verið að flugvél-
in væri í almennum flutningum
og var því ekki gerð nein athuga-
semd varðandi lendingarleyfíð.
Jane’s Defence Weekly
Vélknúin fallbyssa. Ekki er vitað hverrar gerðar fallbyssan var, sem flugvél Southern Air Transport
hafði innanborðs er hún lenti hér á landi, en sú sem sést á myndinni er smíðuð af Vickers-fyrirtækinu
á Bretlandi.