Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 35

Morgunblaðið - 12.03.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Vikan að kvennablaði NOKKRAR breytingar hafa ver- ið gerðar á timaritinu Vikunni. Hún er nú orðin kvennablað auk þess sem Bryndís Kristjánsdótt- ir sest í annan ritstjórastólinn. Þá hefur prentsmiðjan Oddi tek- ið við prentverkinu og verður Vikan eftirleiðis prentuð á vand- aðan myndapappír og helming- ur blaðsins í lit. Vikan mun koma út aðra hveija viku á meðan hún er að taka á sig end- anlega mynd. Breytingamar eru gerðar í kjöl- far skoðanakönnunar sem Vikan INNLENT gerði meðal lesenda sinna. í frétt frá Sam-útgáfunni segir að blaðið sé nú sniðað að þörfum kvenna þó að karlmenn muni eflaust finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal efnis í nýjasta tölublaði Vikunnar má nefna viðtöi við nokkra karlmenn um hvemig konu þeir vilji, greinar um popp, matargerð, gallabuxur og framhjáhald kvenna, svo eitt- hvað sé nefnt. Bryndís hefur gegnt starfi rit- stjómarfulltrúa Vikunnar síðast- liðið hálft ár og mun hún ritstýra því ásamt Þórami Jóni Magnús- syni. Þau ritstýra einnig tímaritinu Hús og hýbýli. Magnús Guðmunds- son hefur látið af starfí ritstjóra Vikunnar. í tilefni hálfrar aldar afmæli Vikunnar efnir blaðið til sérstakrar afmælisgetraunar þar sem aðal- vinningurinn er bifreið af gerðinni Peugeot 205. íslenskir karlmenn Guðfræðinemar: Sólarhringsvaka í Dómkii-kjunni til styrktar Rússlandsferð Grindavíkursamkomulagið: Orsakar verðbólgnnnar er ekki að leita í Grindavík Guðfræðinemar halda sólar- hringslanga biblíulestrarvöku í Dómkirkjunni á sunnudag, 13. mars, og hefst hún á miðnætti aðfararnótt sunnudagsins. Til- gangurinn með vökunni er sá að vekja athygli á Rússlands- ferð guðfræðinema í júni í sum- ar, en þá heldur rússneska kirkjan upp á 1000 ára afmæli sitt. Fjársöfnun er nú i gangi til styrktar Rússlandsförinni,. en guðfræðinemar áforma m.a. að taka þátt í helgihaldi grísk- kaþólsku kirkjunnar i Kiev, eða Kænugarði, og að heimsækja elstu starfandi kirkjudeild i heimi í Armeníu. Að sögn Þórhalls Heimisson, guðfræðinema, fara fímmtán nemar ásamt kennara til Rúss- lands þann 1. júní og verða þeir þrjár vikur í ferðinni. Tilganginn með ferðinni sagði Þórhallur vera þann, fyrir utan að taka þátt í hátíðarhöldunum, að efla tengsl íslendinga við kirkjudeildimar eystra og sýna þeim stuðning. Þórhallur sagði að fom tengsl væru á milli kirkjunnar á islandi og í Rússlandi, enda hefði verið samgangur á milli landanna á víkingatímanum. Jónas Gíslason dósent mun flytja fyrirlestur um tengsl íslensku og rússnesku kirknanna í Kænugarði, en sam- kvæmt íslendingabók voru hér ermskir trúboðsbiskupar frá á ferð á undan kaþólskum. Jónas mun einnig flytja fyrirlestur sinn í Dómkirkjunni klukkan 20 á sunnudag. Hópurinn dvelur fyrst í vik- utíma í Kænugarði, þar sem aðal- hátíðahöldin fara fram, en síðan verður haldið til Jerevan, eða ein- hverrar annarrar borgar í Arm- eníu, ef leyfí fæst hjá sovéskum yfírvöldum. Síðustu vikuna munu islensku guðfræðinemamir svo nota til að skoða kirkjur í Moskvu og Leningrad. Að sögn Þórhalls er þetta dýr og löng för fyrir stúd- enta með lítil fjárráð og því vildu guðfræðinemar biðja þá sem styrkja vildu förina að leggja inn fé á gíróreikning eða á biblíulestr- arvökunni. Biblíulestrarvakan hefst með lestri úr Daviðssálmum á mið- nætti í kvöld, laugardag, og stend- ur hann fram undir klukkan átta um sunnudagsmorguninn, með söng og tónlist inn á milli. Þá hefjast morguntíðir sem Adda Steina Bjömsdóttir, guðfræði- nemi, stjómar, en klukkan 11 Dómkirkjan i Reykjavík. messar séra Hjalti Guðmundsson, en Gunnbjörg Óladóttir, guð- fræðinemi predikar. Klukkan 14 á sunnudag er aftur messa þar sem séra Þórir Stephensen mess- ar, en Þórhallur Heimisson, guð- fræðinemi, predikar. Eftir síðari messu hefst aftur biblíulestur með stuttum fyrirlestrum um sögu og stöðu kirkjunnar í Rússlandi og Armeníu inn á milli, en klukkan 21 hefst kompletoríum sem Adda Steina Bjömsdóttir stjómar. Gregorsk messa í anda austur- kirkjunnar hefst klukkan 23 á sunnudagskvöldið, þar sem séra , Heimir Steinsson messar, Kristin Jens, guðfræðkiemi, predikar og Jón Stefánsson, organisti, spilar undir. Biblíulestrarvökunni lýkur svo á miðnætti á sunnudaginn. - segir Gunnar Tómassson, fiskverkandi Grindavík. „ÞAÐ kann að vera að sumum finnist samfélagið hér í Grindavík ekki stórt á landsvísu, en svo mikið er víst að hér er mikið unnið og héðan koma veru- leg verðmæti til þjóðarbúsins," sagði Gunnar Tómasson, fisk- verkandi í Grindavík er hann var inntur álits á yfirlýsingum Þór- arins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSÍ, í fjölmiðlum vegna Grindavíkursamkomu- lagsins. „Satt að segja skyldi ég þá fram- kvæmdastjómarmenn VSI þannig á fundum okkar í fyrradag að það skipti verulegu máli fyrir samtök vinnuveitenda og reyndar heildar- samningsgerðina að hafa okkur vinnuveitendur í Grindavík þar inn- anborðs. Sjálfsagt segja menn meira en þeir ætla sér í hita leiks- ins á tímum nútíma ijölmiðlunar. Við Grindvíkingar tókum hins vegar þá ákvörðun eftir viðræður við framkvæmdastjóm VSÍ og stjóm Sambands fiskvinnslustöðvanna að taka þátt í endurbótum á kaupauka- kerfi í saltfíski sem í raun var löngu orðið tímabært," sagði Gunnar enn- fremur. „Okkur er einnig löngu orðið ljóst að það er hagur sjávarútvegsins að verðbólga fari ekki á fulla ferð í þjóðfélaginu. Því þurfa menn að endurskoða þá frelsisstefnu sem hefur ríkt í landinu og er í rauninni verðbólguhvatinn. Frelsið kemur Sjónvarpstæki í ljósum logum Kleppjárnsreykjum. ELDUR kom upp í sjónvarpstæki á Kirkjubóli í Hvítársíðu snemma á laugardagsmorguninn. Heimil- isfólkinu tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið Borgarfjarð- ardala kom á staðinn. Um kl. 8.40 á laugardagsmorgun- inn vaknaði heimilisfólkið á Kirkju- bóli í Hvítársíðu við að reykskynjar- inn fór í gang og var þá kominn all nokkur reykur í stofuna, því að lok- að var úr stofu og fram á gang þar sem reykskynjarinn er. Þegar Ragn- ar bóndi Sigurðsson opnaði stofuna, sá hann að sjónvarpstækið stóð í Ijósum logum og eldtungurnar teygðu sig til lofts. Hljóp hann þá til og náði í handslökkvitæki, en það var óvirkt svo hann náði í vatn og slökkti eldinn. Húsið, sem um ræðir, er eldra húsið á Kirkjubóli en í því bjó áður Guðmundur Böðvarsson, skáld og bóndi. Húsið er timburhús svo illa hefði getað farið ef reykskynjarinn hefði ekki farið í gang. Rétt er að benda fólki á að athuga slökkvitæk- in sín. Það er of algengt að þau séu ekki í lagi þegar á þeim þarf að halda. — Bernhard Sjónvarpstækið eftir brunann. Morgunblaíið/Bemhard Jóhanneason okkur þannig fyrir sjónir í sjávarút- veginum að verslunar- og þjónustu- greinamar hafa hafta- og eftirlits- laust velt öllum kostnaðarhækkun- um út í þjóðfélagið meðan sjávarút- veginum hefur algjörlega verið skammtaðar tekjur í formi fast- gengisstefnu og „skattgreiðslna“ í verðjöfnunarsjóði fískiðnaðarins. Við stöðvum ekki þensluna og ijár- festingaræðið í verslunar- og þjón- ustugreinunum með því að neita okkar verkafólki um leiðréttingar á kaupi, sem verslunar- og þjónustu- aðilar eru löngu búnir að færa sínu fólki. Það er orðið alvarlegt mál þegar reikningsmeistarar ríkis- starfsmanna og annarra launþega úr öðrum atvinnugreinum fínnst það orðið sjálfsögð regla að taka einfaldar krónutöluhækkanir af kaupi fiskvinnslufólks og reikna það yfír í prósentur. Fara síðan í grein- ar í sínum samningum þar sem kveðið er svo á um að þeir eigi að fá allar hækkanir sem aðrir laun- þegahópar semja um, en undir slíka samninga hefur ríkisstjómin sjálf skrifað fyrir sitt fólk og má því segja að allrar ábyrgðar á verð- bólgustefriu ríkisstjómarinnar sé annars staðar að leita en í Grindavík," sagði Gunnar að lokum. Kr. Ben. Richard Dreyfuss og Barbra Streisand í hlutverkum sínum í kvik- myndinni „Nuts“ sem sýnd er í Bíóborginni. Bíóborgin frumsýnir kvikmyndina „Nuts“ Bíóborgin hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Nuts“. Leik- stjóri myndarinnar er Martin Ritt, handritshöfundur Tom Top- or og með aðalhlutverk fara Barbra Streisand, Richard Dreyfus, Maureen Stapleton, Karl Walden og Eli Wallach. Kládía Draper, sem leikin er af Barbra Streisand, er í vanda stödd því hún hefur gert sig seka um manndráp, sem getur kostað hana . 25 ára fangelsi ef engar ástæður finnast til að milda dóminn. Hún hefur engan áhuga á að hjálpa til við vömina en geðlæknamir sem eiga að dæma um sakhæfi hennar hafa mikinn áhuga á að fá hana í sína umsjá. (Fréttatilkynning) Tónleikar í Lækjartungli ROKKABILLY- og blústónleikar verða haldnir í Lækjartungli sunnudaginn 13. mars kl. 22—01. Þar koma fram Rokkabillyband Reykjavíkur auk Bobby Harri- sons ásamt aðstoðarmönnum. Rokkabillyband Reykjavíkur er hljómsveit sem leikur rokkabillytón- list tónlist frá ýmsum tímum. Með- limir hljómsveitarinnar eiga allir ættir og uppeldi að rekja til lands- byggðarinnar. Rokkabillyband Reykjavíkur skipa Ásmundur Magnússon, söngur, Bjöm Vil- hjálmsson á bassa, Tómas Tómas- son á gítar og Sigfús Óttarsson á trommur. Bobby Harrison ásamt góðum hóp manna mun leika lög af plöt- unni „Solid Silver". Flutningsmenn eru: Bobby Harrison, sem spilar á trommur og syngur, Rúnar Júlíus- son, sem spilar á bassa og syngur, Micky Duff á gítar og Sigurður Sigurðsson, sem syngur og spilar á munnhörpu. (Fréttatiikynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.