Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.03.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Vikan að kvennablaði NOKKRAR breytingar hafa ver- ið gerðar á timaritinu Vikunni. Hún er nú orðin kvennablað auk þess sem Bryndís Kristjánsdótt- ir sest í annan ritstjórastólinn. Þá hefur prentsmiðjan Oddi tek- ið við prentverkinu og verður Vikan eftirleiðis prentuð á vand- aðan myndapappír og helming- ur blaðsins í lit. Vikan mun koma út aðra hveija viku á meðan hún er að taka á sig end- anlega mynd. Breytingamar eru gerðar í kjöl- far skoðanakönnunar sem Vikan INNLENT gerði meðal lesenda sinna. í frétt frá Sam-útgáfunni segir að blaðið sé nú sniðað að þörfum kvenna þó að karlmenn muni eflaust finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal efnis í nýjasta tölublaði Vikunnar má nefna viðtöi við nokkra karlmenn um hvemig konu þeir vilji, greinar um popp, matargerð, gallabuxur og framhjáhald kvenna, svo eitt- hvað sé nefnt. Bryndís hefur gegnt starfi rit- stjómarfulltrúa Vikunnar síðast- liðið hálft ár og mun hún ritstýra því ásamt Þórami Jóni Magnús- syni. Þau ritstýra einnig tímaritinu Hús og hýbýli. Magnús Guðmunds- son hefur látið af starfí ritstjóra Vikunnar. í tilefni hálfrar aldar afmæli Vikunnar efnir blaðið til sérstakrar afmælisgetraunar þar sem aðal- vinningurinn er bifreið af gerðinni Peugeot 205. íslenskir karlmenn Guðfræðinemar: Sólarhringsvaka í Dómkii-kjunni til styrktar Rússlandsferð Grindavíkursamkomulagið: Orsakar verðbólgnnnar er ekki að leita í Grindavík Guðfræðinemar halda sólar- hringslanga biblíulestrarvöku í Dómkirkjunni á sunnudag, 13. mars, og hefst hún á miðnætti aðfararnótt sunnudagsins. Til- gangurinn með vökunni er sá að vekja athygli á Rússlands- ferð guðfræðinema í júni í sum- ar, en þá heldur rússneska kirkjan upp á 1000 ára afmæli sitt. Fjársöfnun er nú i gangi til styrktar Rússlandsförinni,. en guðfræðinemar áforma m.a. að taka þátt í helgihaldi grísk- kaþólsku kirkjunnar i Kiev, eða Kænugarði, og að heimsækja elstu starfandi kirkjudeild i heimi í Armeníu. Að sögn Þórhalls Heimisson, guðfræðinema, fara fímmtán nemar ásamt kennara til Rúss- lands þann 1. júní og verða þeir þrjár vikur í ferðinni. Tilganginn með ferðinni sagði Þórhallur vera þann, fyrir utan að taka þátt í hátíðarhöldunum, að efla tengsl íslendinga við kirkjudeildimar eystra og sýna þeim stuðning. Þórhallur sagði að fom tengsl væru á milli kirkjunnar á islandi og í Rússlandi, enda hefði verið samgangur á milli landanna á víkingatímanum. Jónas Gíslason dósent mun flytja fyrirlestur um tengsl íslensku og rússnesku kirknanna í Kænugarði, en sam- kvæmt íslendingabók voru hér ermskir trúboðsbiskupar frá á ferð á undan kaþólskum. Jónas mun einnig flytja fyrirlestur sinn í Dómkirkjunni klukkan 20 á sunnudag. Hópurinn dvelur fyrst í vik- utíma í Kænugarði, þar sem aðal- hátíðahöldin fara fram, en síðan verður haldið til Jerevan, eða ein- hverrar annarrar borgar í Arm- eníu, ef leyfí fæst hjá sovéskum yfírvöldum. Síðustu vikuna munu islensku guðfræðinemamir svo nota til að skoða kirkjur í Moskvu og Leningrad. Að sögn Þórhalls er þetta dýr og löng för fyrir stúd- enta með lítil fjárráð og því vildu guðfræðinemar biðja þá sem styrkja vildu förina að leggja inn fé á gíróreikning eða á biblíulestr- arvökunni. Biblíulestrarvakan hefst með lestri úr Daviðssálmum á mið- nætti í kvöld, laugardag, og stend- ur hann fram undir klukkan átta um sunnudagsmorguninn, með söng og tónlist inn á milli. Þá hefjast morguntíðir sem Adda Steina Bjömsdóttir, guðfræði- nemi, stjómar, en klukkan 11 Dómkirkjan i Reykjavík. messar séra Hjalti Guðmundsson, en Gunnbjörg Óladóttir, guð- fræðinemi predikar. Klukkan 14 á sunnudag er aftur messa þar sem séra Þórir Stephensen mess- ar, en Þórhallur Heimisson, guð- fræðinemi, predikar. Eftir síðari messu hefst aftur biblíulestur með stuttum fyrirlestrum um sögu og stöðu kirkjunnar í Rússlandi og Armeníu inn á milli, en klukkan 21 hefst kompletoríum sem Adda Steina Bjömsdóttir stjómar. Gregorsk messa í anda austur- kirkjunnar hefst klukkan 23 á sunnudagskvöldið, þar sem séra , Heimir Steinsson messar, Kristin Jens, guðfræðkiemi, predikar og Jón Stefánsson, organisti, spilar undir. Biblíulestrarvökunni lýkur svo á miðnætti á sunnudaginn. - segir Gunnar Tómassson, fiskverkandi Grindavík. „ÞAÐ kann að vera að sumum finnist samfélagið hér í Grindavík ekki stórt á landsvísu, en svo mikið er víst að hér er mikið unnið og héðan koma veru- leg verðmæti til þjóðarbúsins," sagði Gunnar Tómasson, fisk- verkandi í Grindavík er hann var inntur álits á yfirlýsingum Þór- arins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSÍ, í fjölmiðlum vegna Grindavíkursamkomu- lagsins. „Satt að segja skyldi ég þá fram- kvæmdastjómarmenn VSI þannig á fundum okkar í fyrradag að það skipti verulegu máli fyrir samtök vinnuveitenda og reyndar heildar- samningsgerðina að hafa okkur vinnuveitendur í Grindavík þar inn- anborðs. Sjálfsagt segja menn meira en þeir ætla sér í hita leiks- ins á tímum nútíma ijölmiðlunar. Við Grindvíkingar tókum hins vegar þá ákvörðun eftir viðræður við framkvæmdastjóm VSÍ og stjóm Sambands fiskvinnslustöðvanna að taka þátt í endurbótum á kaupauka- kerfi í saltfíski sem í raun var löngu orðið tímabært," sagði Gunnar enn- fremur. „Okkur er einnig löngu orðið ljóst að það er hagur sjávarútvegsins að verðbólga fari ekki á fulla ferð í þjóðfélaginu. Því þurfa menn að endurskoða þá frelsisstefnu sem hefur ríkt í landinu og er í rauninni verðbólguhvatinn. Frelsið kemur Sjónvarpstæki í ljósum logum Kleppjárnsreykjum. ELDUR kom upp í sjónvarpstæki á Kirkjubóli í Hvítársíðu snemma á laugardagsmorguninn. Heimil- isfólkinu tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið Borgarfjarð- ardala kom á staðinn. Um kl. 8.40 á laugardagsmorgun- inn vaknaði heimilisfólkið á Kirkju- bóli í Hvítársíðu við að reykskynjar- inn fór í gang og var þá kominn all nokkur reykur í stofuna, því að lok- að var úr stofu og fram á gang þar sem reykskynjarinn er. Þegar Ragn- ar bóndi Sigurðsson opnaði stofuna, sá hann að sjónvarpstækið stóð í Ijósum logum og eldtungurnar teygðu sig til lofts. Hljóp hann þá til og náði í handslökkvitæki, en það var óvirkt svo hann náði í vatn og slökkti eldinn. Húsið, sem um ræðir, er eldra húsið á Kirkjubóli en í því bjó áður Guðmundur Böðvarsson, skáld og bóndi. Húsið er timburhús svo illa hefði getað farið ef reykskynjarinn hefði ekki farið í gang. Rétt er að benda fólki á að athuga slökkvitæk- in sín. Það er of algengt að þau séu ekki í lagi þegar á þeim þarf að halda. — Bernhard Sjónvarpstækið eftir brunann. Morgunblaíið/Bemhard Jóhanneason okkur þannig fyrir sjónir í sjávarút- veginum að verslunar- og þjónustu- greinamar hafa hafta- og eftirlits- laust velt öllum kostnaðarhækkun- um út í þjóðfélagið meðan sjávarút- veginum hefur algjörlega verið skammtaðar tekjur í formi fast- gengisstefnu og „skattgreiðslna“ í verðjöfnunarsjóði fískiðnaðarins. Við stöðvum ekki þensluna og ijár- festingaræðið í verslunar- og þjón- ustugreinunum með því að neita okkar verkafólki um leiðréttingar á kaupi, sem verslunar- og þjónustu- aðilar eru löngu búnir að færa sínu fólki. Það er orðið alvarlegt mál þegar reikningsmeistarar ríkis- starfsmanna og annarra launþega úr öðrum atvinnugreinum fínnst það orðið sjálfsögð regla að taka einfaldar krónutöluhækkanir af kaupi fiskvinnslufólks og reikna það yfír í prósentur. Fara síðan í grein- ar í sínum samningum þar sem kveðið er svo á um að þeir eigi að fá allar hækkanir sem aðrir laun- þegahópar semja um, en undir slíka samninga hefur ríkisstjómin sjálf skrifað fyrir sitt fólk og má því segja að allrar ábyrgðar á verð- bólgustefriu ríkisstjómarinnar sé annars staðar að leita en í Grindavík," sagði Gunnar að lokum. Kr. Ben. Richard Dreyfuss og Barbra Streisand í hlutverkum sínum í kvik- myndinni „Nuts“ sem sýnd er í Bíóborginni. Bíóborgin frumsýnir kvikmyndina „Nuts“ Bíóborgin hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Nuts“. Leik- stjóri myndarinnar er Martin Ritt, handritshöfundur Tom Top- or og með aðalhlutverk fara Barbra Streisand, Richard Dreyfus, Maureen Stapleton, Karl Walden og Eli Wallach. Kládía Draper, sem leikin er af Barbra Streisand, er í vanda stödd því hún hefur gert sig seka um manndráp, sem getur kostað hana . 25 ára fangelsi ef engar ástæður finnast til að milda dóminn. Hún hefur engan áhuga á að hjálpa til við vömina en geðlæknamir sem eiga að dæma um sakhæfi hennar hafa mikinn áhuga á að fá hana í sína umsjá. (Fréttatilkynning) Tónleikar í Lækjartungli ROKKABILLY- og blústónleikar verða haldnir í Lækjartungli sunnudaginn 13. mars kl. 22—01. Þar koma fram Rokkabillyband Reykjavíkur auk Bobby Harri- sons ásamt aðstoðarmönnum. Rokkabillyband Reykjavíkur er hljómsveit sem leikur rokkabillytón- list tónlist frá ýmsum tímum. Með- limir hljómsveitarinnar eiga allir ættir og uppeldi að rekja til lands- byggðarinnar. Rokkabillyband Reykjavíkur skipa Ásmundur Magnússon, söngur, Bjöm Vil- hjálmsson á bassa, Tómas Tómas- son á gítar og Sigfús Óttarsson á trommur. Bobby Harrison ásamt góðum hóp manna mun leika lög af plöt- unni „Solid Silver". Flutningsmenn eru: Bobby Harrison, sem spilar á trommur og syngur, Rúnar Júlíus- son, sem spilar á bassa og syngur, Micky Duff á gítar og Sigurður Sigurðsson, sem syngur og spilar á munnhörpu. (Fréttatiikynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.