Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C 77. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðartillögnr Bandaríkjamanna: Shultz treystir á stuðning Jórdana Damaskus, Amman, Tel Aviv. Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, leggur nú allt traust sitt á að Jórdanir sam- þykki tillögur Bandaríkjastjórnar um frið í Miðausturlöndum. Með þvi móti yrði Yitzhak Shamir, for- sætisráðherra ísraels, knúinn til samþykkis við tillögurnar, að sögn háttsettra jórdanskra og ísra- elskra embættismanna. Shultz ræddi i gær við ráðamenn í ísra- el, Jórdaníu og Sýrlandi. Shultz sagði eftir fund sinn með Hussein Jórdaníukonungi í gær, að enginn hefði vísað tillögum Banda- ríkjamanna á bug ennþá og því mundi hann reyna áfram að finna samningaleið, sem deiluaðilar gætu sætt sig við. Sagði hann viðræður við Hussein og Assad Sýrlandsfor- seta hafa verið „gagnlegar". Flestir þjóðarleiðtogar í Miðausturlöndum hafa séð agnúa á tillögunum og að- eins Egyptar hafa lýst yfir stuðningi við þær. Tillögur Bandaríkjamanna gera ráð fyrir alþjóðlegri friðarráðstefnu og skiptingu lands til að tryggja frið. Sýrlendingar vilja að friðarráðstefna með þátttöku Frelsissamtaka Pal- estínumanna (PLO) fái úrslitavald um málefni Miðausturlanda, og að ísraelar hverfí frá hemumdu svæð- unum, Gaza-svæðinu og vesturbakka árinnar Jórdan. Embættismenn í Damaskus sögðu að heimsókn Shultz hefði í engu breytt þeirri afstöðu. Shultz sagði í viðtali við jórdönsk blöð að ýmsir leiðtogar í ísrael væru hlynntir tillögum sínum. Shimon Per- es, utanríkisráðherra, sem verið hef- ur stuðningsmaður tillagnanna, setti nýja fyrirvara við samþykki þeirra í gaer. Tók hann fyrir samninga við PLO, lagðist gegn stofnun ríkis Pa- lestínumanna, sagðist andvígur veru útlendra gæzlusveita á vesturbakk- anum og upprætingu landnáms gyð- inga á herteknu svæðunum. Sjá „Shultz ræðir við Jórdani og Sýrlendinga" á bls. 36. Ævitíma í Gúlaginu minnst Reuter Séra Dick Rodgers lauk um páskana 45 daga vist í eftirlíkingu af sovéskum fangelsisklefa, en presturinn fastaði einnig þennan tíma. Þetta gerði séra Rodgers til þess að minna umheiminn á séra Vasílíj Shípílov, en sovésk stjórnvöld hafa haldið honum í fangelsi í 47 ár vegna trúarskoð- ana hans. Eftirlíkingin af fangelsisklefanum var í anddyri kirkju heilags Marteins, sem stendur við Trafalgar-torg í miðborg Lundúna. Þessa 45 daga hafa rúmlega 31.000 manns undirritað áskorun til Sovétstjórnarinnar um að Shípílov verði látinn laus. Að sögn sovéskra embættis- manna er í hyggju að Shípílov verði fluttur úr fangelsinu og á sjúkrastofnun. Ekki er ljóst hvort þar ræðir um geðveikrahæli eða hefð- bundið sjúkrahús. Vopnasaia Svía: Yfirlýsing- ar Carlssons a skjon við sænsk lög Stokkhólmi. Frá Cláa von Hofsten, frétta- ritara Morgunblaðsins i Svíþjóð. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra, sagði við yfirheyrslur hjá stjórnarskrárnefnd sænska þings- ins í gær, að Svíar myndu selja Indverjum vopn þótt þeir ættu í stríði. Yfirlýsingar Carlssons stríða gegn sænskum lögum, sem banna sölu vopna til ríkja sem eiga í stríði eða þar sem innanlandsófriður ríkir. Indveijar neyddu Svía til að sam- þykkja að vopnasölusamningurinn yrði haldinn á hveiju sem gengi og að ríkisstjómin ábyrgðist vopnasend- ingar. Að öðm leyti hefðu Svfar aldrei náð samningnum sem hljóðar upp á 8 milljarða sænskra króna. Yfirlýsing Ingvars Carlssonar er einnig talin til marks um tvöfalt sið- gæði stjómar jafnaðarmanna í vopna- sölumálum. Sænskir fjölmiðlar hafa i allan vetur harðlega gagnrýnt stjómina fyrir hveija ólöglega vopna- söluna af annarri. Við yfirheyrslumar hjá stjómar- skrámefndinni var Carlsson spurður að því hvort hann gæti ekki aflétt leynd, sem hvíldi yfir vopnasölu- samningum, til þess að draga úr vax- andi vantrú almennings. Hann vísaði því á bug en sagði að skipuð hefði verið nefnd óbreyttra borgara til þess að rannsaka vopnasölumálin. Rændu þotu á leiðinni frá Bangkok til Kuwait: Hótuðu konungbom- um farþegum lífláti Niknnín Kiiwnit Rpntpr Nikósíu, Kuwait. Reuter. Flugræningjar, sem tóku Boeing-747 þotu frá ríkisflugfé laginu í Kuwait, hótuðu i gær að lífláta þrjá meðlimi konungs- Vísindaritið Nature: Stafar dýralífi í Bretlandi hætta af heimilisköttum? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SEX milljónir heimiliskatta eru í Bretlandi, að því er talið er. Þeir drepa um 100 milljónir fugla og smádýra á ári, sam- kvæmt frétt i The Times sfðast- liðinn laugardag. í síðustu viku birtist ritgerð í vísindaritinu Nature, þar sem gerð er grein fyrir rannsóknum, sem lúta að þessu. Tveir breskir líffræð- ingar fengu alla kattareigendur í smábænum Felmersham við Ouse- ána nálægt Bedford til liðs við sig. f bænum eru 70 kettir. í ljós kom, að kettimir í Felmers- ham drápu 1070 smádýr á heilu ári. Flest þeirra voru húsamýs, því næst spörfuglar, hagamýs, þrestir, rauðbrystingar og kanínur. 340 spörfuglar voru í bænum fyrir varptímann, og talið var, að þeir hefðu venð um 700 að honum loknum. Vitað var, að kettimir drápu 170 spörfugla. Talið er, að kettir komi ekki heim með nema helming þess sem þeir drepa. Sé það rétt, bera kett- imir ábyrgð á dauða allra spör- fugla í þessum bæ þetta árið. Ef einungis er gengið út frá tölum um það, sem kettirnir báru heim, og þær alhæfðar, kemur í ljós, að kettir drepa a.m.k. 100 milljónir smádýra og fugla í Bret- landi á hveiju ári. Dýralífi Bretlands stafar hætta af þessu óargadýri. Robert May, prófessor við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum, sem ritaði grein- ina í Nature, segir það gegna furðu, að enginn skuli hafa áhyggjur af þessu. Krafist sé, að sótt sé um leyfi innanríkisráðuneytisins í hvert sinn, sem köttur sé látinn drepa lifandi fugl í tilraunum, en enginn hreyfi andmælum við, að vel aldir heimiliskettir leiki sér að því að drepa tíu milljónir spörfugla á hveiju ári. fjölskyldu Kuwait sem eru með- al farþega þotunnar. A mið- nætti bárust þær fregnir að ræningjarnir hefðu sleppt 24 konum úr hópi farþega. Óljóst var hvort fleiri konur væru í þotunni en þær sem sleppt var. í gær var hjartveikum manni sleppt. Hann sagði ræningjana tala arabísku og vera sex eða sjö talsins. Flugræningjamir sögðu hina konungbomu farþega í bráðri hættu og veittu yfirvöldum í Kuwa- it frest þar til á hádegi í dag að verða við kröfum þeirra. Er þar um að ræða tvo bræður og systur þeirra, sem sögð eru fjarskyld þjóð- höfðingjanum, Jaber al-Ahmed al- Sabah prins. Ólíklegt var talið að kröfumar yrðu teknar til greina. Ræningjamir vilja fá 17 félaga sína, sem sitja í fangelsum í Kuwa- it, leysta úr haldi. Fangamir em félagar í samtökum sem em hlið- holl írönum. Ríkisstjóm Kuwait kom saman til neyðarfundar vegna flugránsins í gærkvöldi og var fallist á beiðni írana um aðstoð við að tryggja frelsi farþega og áhafnar þotunn- ar. Hélt nefnd háttsettra manna þegar í stað til Teheran. Að sögn írönsku fréttastofunnar samþykktu ræningjamir eftir samningaviðræður við nefnd undir forystu Aliresa Moayyeri, aðstoð- arforsætisráðherra, að sleppa kon- um meðal farþega. A annað huhdr- að manns vom um borð í þotunni þegar henni var rænt í áætlunar- flugi frá Bangkok í Thailandi til Kuwait árla í gær. Flugstjórinn fékk að lenda á flugvellinum í Mashad í norðausturhluta írans, vegna eldsneytisskorts. Ræningj- amir kröfðust þess að fá eldsneyti til að geta haldið ferðinni áfram en írönsk yfirvöld urðu ekki við því. Ræningjamir vom vopnaðir handsprengjum og skammbyssum. Bundu þeir hendur farþeganna og skipuðu þeim að halda kyrrn fyrir aftast í þotunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.