Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Skreið þurrkuð og flokkuð í Eyjafirði. Morgunbiaðið/RAX Skreiðarskuldirnar eru að hálfu tapaðar Lagt til að hagnaður af kaupum nígerískra skuldabréfa verði notaður til að létta byrði framleiðenda NEFND, sem kannað hefur skreiðarsölu íslendinga, telur að útistand- andi fjárkröfur vegna sölu skreiðar til Nígeríu nemi um 824,5 mil\j- ónum króna. Þar af sé að minnsta kosti rúmlega helmingurinn glat- aður eða 438,1 milljón króna. Nefndin leggur til að framleiðendum verði bætt tap sitt vegna þess með því að Seðlabanki íslands leggi út fé, 154,4 milljónir króna, fyrir framleiðendur til kaupa á skulda- bréfum, sem Seðlabanki Nígeríu hefur gefið út. Þau bréf fást á allt að fimmtungi nafnverðs. Seðlabankinn kaupi bréfin síðan á nafn- virði og mismunurinn verði notaður til að bæta tap framleiðenda. Talið er að með því megi afla rúmlega 600 milljóna króna. Reykjavík: Umönnun aldraðra á einka- heimili OPNUÐ hefur verið dagvist- un fyrir aldraða á einka- heimili að Miklubraut 26 í Reylgavík. Húsmóðirin, Val- gerður Þóra Másdóttir, hef- ur fengið leyfi til að annast 7 einstaklinga á heimili sínu og greiðir Tryggingastofnun kostnaðinn. Valgerður sagði hún væri rétt að byija, hefði fengið leyf- ið 1. febrúar. Hún hefði verið með fátt fólk á þessum reynslu- tíma en vel hefði gengið. Hún sagði að fólkið kæmi klukkan 9 og væri til 16. Það fengi morgunverð, hádegismat og kaffi á þessum tíma og reynt væri að hafa ofan af fyrir því með upplestri og öðru eftir því sem óskað væri. Fólkið væri saman eins og fjölskylda. Valgerður taldi að slík þjón- usta hefði ekki áður verið veitt á einkaheimili, en þörfín væri fyrir hendi þar sem langir bið- listar væru hjá opinberum stofnunum sem veittu daglega aðhlynningu. Varnarliðsflutningar: Einkarétt- urRainbow afnuminn ÚTBOÐSGÖGN vegua flutninga á vörum frá Bandaríkjunum til varn- arliðsins á næsta ári liggja nú frammi. Að sögn blaðafulltrúa bandarikjahers hefur bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation ekki lengur einkarétt á að bjóða í flutningana fyrir hönd Banda- ríkjanna. Á síðasta ári náðist samkomulag milli ríkisstjórnar íslands og Banda- ríkjanna um að tvö skipafélög, eitt frá hvoru landi, skyldu annast flutn- ingana og gilda sömu reglur nú. Það skipafélag sem býður lægst fær 65% flutninganna en 35% þeirra koma í hlut lægstbjóðanda frá hinu landinu. Tilboðum skal skila 25. apríl næst- komandi. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur undanfarnar vikur rannsakað mál, sem varðar innflutning á 12,3 kílóum af hassi til landsins. Einn maður var úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins, en honum hefur nú verið sleppt og er rannsókn að mestu lokið. Þetta er með stærstu hasssendingum sem fíkniefnalögreglan hefur lagt hald á. Að sögn Amars Jenssonar, lög- reglufulltrúa, hafði starfsfólk fyrir- tækis í Reykjavík samband við fíkniefnalögregluna þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn og tilkynnti um grunsamlega pakka, sem borist höfðu til fyrirtækisins. Þegar lög- reglan kannaði málið kom í ljós að í pökkunum voru samtals 12,3 kíló af hassi. Hvert gramm af hassi er selt á um 1000 krónur til neytenda, Skýrsla nefndarinnar, en formað- ur hennar er Einar B. Ingvarsson, nær yfír flesta þætti þessara við- skipta og lánveitinga vegna þeirra. Veigamesti kafli hennar fjallar um útistandandi kröfur vegna Afríku- skreiðar og gang viðskipta í Nígeríu. Sá kafli skýrslunnar verður ekki birtur, þar sem hann er talinn hafa að geyma viðkvæmar upplýs- ingar. Um sölu skreiðar til Nígeriu segir þó, að ráðlegt hafí verið talið að bera saman endanlegt verð til einstakra framleiðenda frá ýmsum svo fyrir þetta magn hefðu fengist rúmar 12 milljónir króna. Tveimur dögum síðar, eða þann 10. mars, var maður úrskurðaður í 21 dags gæsluvarðhald, grunaður um innflutning á hassinu. Hann var látinn laus þann 29. mars. Amar Jensson sagði að rannsókn málsins væri að mestu lokið og yrði það sent til ríkissaksóknara innan skamms. Að öðru leyti færðist hann undan því að veita nánari upplýs- ingar um málið. Þessi hasssending er með þeim stærstu, sem fíkniefnalögreglan hefur lagt hald á. Árið 1986 var lagt hald á 10,4 kíló allt árið, en í nóvember í fyrra fur.dust 10,7 kíló í einni sendingu. Hassið var þá fal- ið í málningardósum. Það fólk, sem að því smygli stóð, játaði að hafa flutt 65 kfló af hassi inn á tveggja ára tímabili. útflytjendum á sambærilegum tíma. Við þann samanburð hafí ekki kom- ið fram marktækur mismunur, enda þótt flutningskostnaður hafí í ein- staka tilfellum verið óeðlilega hár. Sá munur geti byggzt á skýranleg- um ástæðum. Komið hafí í ljós að skreið héðan hafí verið seld í gegn- um fyrirtæki í mörgum löndum svo sem Englandi, Sviss, Frakklandi og Þýzkalandi. Hugsanlegt sé að um einhver undirboð hafí verið að ræða síðari hluta ársins 1986 og fram á mitt síðasta ár, þó ekki sé hægt að benda á tiltekin dæmi. Fullyrt sé að innflytjendur í Nígeríu hafi orðið að greiða þóknun fyrir inn- flutningsleyfi, sem gengið hafi kaupum og sölum. Nefndar hafi verið tölur eins og 15 til 20% af verðmæti innflutningsins. Spilling er sögð mikil og að mútur og undir- mál hafí einkennt viðskiptin, þegar innflutningur hefur verið háður leyfum. Útflytjendur skreiðar héðan hafí því orðið að gefa afslátt, 15 til 20% frá reiknuðu verði, og oft greiða hann í gjaldeyri. Þannig hafí nígerískir innflytjendur komið fjármunum úr landi. Talið er einnig að há flutningsgjöld hafi verið notuð í sama tilgangi. Samkvæmt upplýsingum frá bönkum og sparisjóðum voru í bankakerfínu útistandandi 505,7 milljónir króna í afurðalánum um áramót, þar af 44,2 sem skráðar eru sem skuldir útflytjenda vegna flutningsgjalda, mútugreiðslna og fleira. Stjómvöld hafa, til að létta undir með framleiðendum, meðal annars fellt niður eða dregið úr innheimtu gengismunar af skreið og fellt niður eða lækkað útflutn- ingsgjöld. í sérstakar aðgerðir hef- ur verið varið sem svarar 252 millj- ónum króna og til sameiginlegra aðgerða 113,5 milljónum. Talið er að taprekstur framleiðenda geti numið allt að milljarði króna, ekki aðeins vegna glataðs fjár við sölu skreiðarinnar heldur einnig vegna verðlækkunar og afsláttar frá reikniverði. Vegna þess, hefur skila- verð ekki alltaf nægt til greiðslu afurðalána, sem hafa mest verið 75% af áætluðu skilaverði. Nefndin leggur til að byrði fram- leiðenda verði létt með því að afla fjár með kaupum á nígerískum skuldabréfum. Bréf þessi, eru gefín út af Seðlabanka Nígeríu, til greiðslu á ýmsum skuldum lands- manna. Bréfín eru í dölum til 22 ára með 5,2% vöxtum og verða endurgreidd með 88 misserislegum greiðslum í fyrsta sinn í aprfl á þessu ári. Talið er að hægt sé að kaupa þessi bréf fyrir allt að fímmt- ungi nafnvirðis. Hugmynd nefndar- innar er að reynt verði að semja við Seðlabanka íslands um að hann Vogum. Á athafnasvæði Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja hefur eitt þúsund til fimmtán hundruð tonnum af brotajárni verið safn- að saman í mikinn haug. Brotajámshaugurinn hjá Sorp- eyðingarstöðinni varð til á einu ári, en gert er ráð fyrir að um eitt þús- und tonn af brotajámi falli til í sveitarfélögunum á Suðuresjum og leggi út 4 milljónir dala, 154,4 millj- ónir króna, til kaupa á þessum skuldabréfum. Fyrir þá upphæð gæti verið hægt að kaupa bréf að nafnverði um 20 milljónir dala, 772 milljónir króna. Það þýði um 16 milljóna dala, 617,6 milljóna króna gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, sem að vísu séu lánaðar til 22 ára. Bankinn keypti síðan bréfín á nafn- verði, en fyrir því séu fordæmi við skreiðarsölu. Á móti yrðu eigendur skreiðarinnar, sem hugmyndin er að greiða með þessum íjármunum, að framselja bankanum allar kröfur sína. Endanlegt kaupverð bréfanna gæti orðið um 55% af nafnverði þeirra. Alls vom ógreiddir 107.770 pakkar af skreið og 78.311 af haus- um um siðastliðin áramót. Fram- leiðendum yrðu þá greiddir 135 dalir fyrir pakka af a-skreið, 110 af b-skreið, 90 af c-skreið og 45 fyrir hausapakkann, verði af þess- um hugmyndum. Samtals yrðu þetta þá tæpar 16 milljónir dala, um 617 milljónir króna. er þá ótalið það magn sem fellur til á Keflavíkurflugvelli. Eiríkur Alexandersson fram- kvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðumesja segir einu lausnina til að losna við brotajámið vera að koma stálbræðslu á laggimar, en hugmyndir eru uppi um stálbræðslu í Vatnsleysustrandarhreppi. - EG Flutti 12,3 kíló af hassi til landsins Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja eru eitt þúsund til fimmtán hundr- uð tonn af brotajárni. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 1000 tonn af brotajárni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.