Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 17 Kammertónleikar Tónlist JónÁsgeirsson Þriðju tónleikamir hjá Kam- mermúsíkklúbbnum voru haldnir í Bústaðakirkju miðvikudaginn fyrir páska og flutt tónlist eftir snillingana Mozart, Schumann og Brahms. Flytjendur voru Einar Jóhannesson á klarinett, Guðný Guðmundsdóttir á lágflðlu, Gunn- ar Kvaran á celló og Delana Thomsen á píanó, en hún er bandarískur píanóleikari og hefur leikið með Guðnýju á ferðum hennar vestra. Delana Thomsen er ágætur píanóleikari svo að hér var á ferð- inni hópur fyrsta flokks flytjenda. Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari lék ekki á fíðlu að þessu sinni, heldur á lágfíðlu, sem er íslensk smíð. Smiðurinn er Hans Jóhannsson, en hann er búsettur ytra og starfar þar sem flðlusmið- ur. Hann hefur þegar smíðað nokkur hljóðfæri fyrir íslenska tónlistarmenn og svo sem vel mátti heyra, er lágfíðlan hennar Guðnýjar mjög tónfalleg. í heild voru tónleikamir góðir og sérstaklega margt fallegt að heyra í Brahms og Schumann. Stflhreinleikinn hjá Mozart er svo viðkvæmur að þar þurfa hljóð- færaleikarar að samstillast í blæ- mótun, eða eins og einn tónleika- gestur orðaði það, „að hugsa eins“. í Márchenbilder eftir Schumann er skemmtilegur leikur með hljóðfall, sérstaklega í ann- arri og þriðju myndinni, sem hefði mátt leika meira með og snúa þar með svolítið á taktfestuna, sem einkennir um of okkar tíma. En það er eins og fýrr var sagt, að í skáldskap kammertónlistar þurfa samleikendur „að hugsa eins“, vera ekki aðeins samvirkir í leik heldur og túlkun, sem lærist ekki nema á löngum tíma, svo sem dæmin um ýmsa fræga kammer- hópa sanna. Tið mannaskipti hafa háð þeim er staðið hafa fyrir flutn- ingi kammertónlistar, svo að enn er ekki starfandi eiginlegur kam- merhópur hér á landi, enda auk þess erfítt um vik hvað varðar fjárhagsafkomu slíkrar starfsemi, sem í raun er meginástæðan fyrir því, að enn um sinn mun flutning- ur kammertónlistar vera að mestu áhuga- og íhlaupastarf þeirra er skila fullum vinnudegi við önnur tónlistarstörf. Snurpað á Sjávarborginni fyrr á vertíðinni. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Tvö loðnuskip enn að veiðum AÐEINS tvö loðnuskip eru enn að veiðum og reiknað er með að þau hætti um helgina. Þau eiga lítið eftir af kvóta, en endanlega er ekki ljóst hve mikið er óveitt af heildarkvóta, þar sem ekki hefur verið geng- ið frá millifærslum að fullu. Þrjú skip lönduðu afla á skírdag; Dagfari ÞH fór til Sand- gerðis með 70 tonn, Helga II RE til Reykjavíkur með 150 og Júpít- er á sama stað með 20 tonn. Helga og Júpíter eru úti og höfðu síðdeg- is í gær ekki fundið veiðanlega loðnu. Aflinn frá upphafí vertíðar er orðinn um 917.000 tonn. ■ I ■ ■ ■ ■ ■ I ■ ■ i OKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréf askólanum átt þú mögulelka á auknum starfsf rama og betur launaöri vinnu. Þú stundar námið heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miðann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aðeins einn reit). Námskeiöin eru öil á ensku. □ Tölvuforritun □ Almenntnám □ Rafvirkjun □ Bifvélavirkjun □ Ritstörf □ Nytjalist □ Bókhald □ Stjórnun □ Vélvirkjun fyrirtækja □ Garöyrkja □ Kjólasaumur □ Innanhús- arkitektúr q Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaöamennska □ Kælitækni og loftræsting Nafn:........................................................ Heimilisfang:................................................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM1 1PR, England. Krt. ’Æ'gyfi (Ky.'.v; ’ostrísí r.'1! ■ W0Í ||@$ÉÍÍ apBMÍ m&éÉmm vsr I *,-W 1 •y.Jtí»u’. S'r. - • l .'•vi’V-'íí >V nn mmmmj iiteÉÉÍS mmwm mmmm mim TÓNLISTARVIÐBURÐUR Á HÓTEL ÍSLAND Gugge Hedrenius bigblues band HALDATÓNLEIKA FIMMTUDAGINN 7. APRÍL Hér eráferðinnieinaf helstu stórsveitum Evrópu með sveiflu eins og hún gerist best. Auk „Opusa Gugga" eru verk Ellingtons og Basie ofarlegaáefnisskránni. Láttu sveifluna heilla þig eina kvöldstund á HÓTEL ÍSLANDI. HúsiA opnaö kl. 21.00. Miða- og borðapantanir ísima 687111. MiAaverð kr. 800.- 1ÍÓTET, Jazzvakning FUJI FILMUR lækka um 260/o í nýlegri verðkönnun Verðlagsstofnunar kom í Ijós, að FUJI filmur höfðu lækkað mest allra filma, eða um 26%. Fuji filmur hafa því lækkað um meira en 3% meira en tollalækkanir gáfu tilefni til. Ástæðan eru hagstæðari magninnkaup okkar á filmum, — beint frá FUJI í Japan. í gæðakönnunum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hafa FUJI filmur (t.d. FUJI SHR 100) sannað frábær filmugæði og verið í fyrsta sæti fyrir litgæði og skerpu. Okkar takmark hefur alltaf verið: BETRI MYNDIR fyrir MINNI PENING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.