Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
25
Það gengiir oft mikið á þegar boríð er saman skor milli borða. Hér
er silfurlið Pólarís að gera upp síðasta leikinn. Færrí komast að en
vilja.
Sveit Samvinnuferða/Landsýn sigraði í B-keppninni. Talið frá vinstrí:
Hrannar Erlingsson, Matthías Þorvaldsson, Svavar Magnússon, Björn
Eysteinsson, og Ragnar Hermannsson. A myndina vantar Helga Jó-
hannsson, einn meðlima sveitarinnar
Samvinnuferðir/Landsýn voru
sigurvegarar þrátt fyrir jafna skor
þar sem þeir unnu sveit Sigfúsar
17-13.
Allnokkuð var um áhorfendur
allt mótið. Keppnisstjóri var Agnar
Jörgensson. Reykingar meðal
áhorfenda voru bannaðar í spila-
salnum og verður það að teljast
nokkuð hæpin ákvörðun á meðan
spilarar mega reykja eins og
strompar.
Ýmislegt skondið gerist á móti
sem þessu. Var undirritaður t.d.
vitni að því að einn af okkar sterk-
ari spilurum var að spila 2 spaða.
Höfðu hann og félagi hans komist
í besta samninginn á spili með 4
spaða hvor sem þykir mjög heppi-
legt. Svo ólánlega vildi þó til að
andstæðingamir fengu 5 slagi á
tromp, þ.e. á öll trompin sín, og
sagnhafí tapaði spilinu.
Fréttabréf Oryrkjabandalagsins:
Fréttaflutningur með
prenti, mynd og hljóði
Öryrkjabandalag íslands hef-
ur hafið útgáfu fréttabréfs, sem
hefur nokkra sérstöðu fyrir þær
sakir að auk þess að koma út í
blaðformi, er það gefið út á
myndbandi fyrir heyrnarskerta
og á hljóðsnældu fyrir blinda.
í inngangsorðum fréttabréfsins
segir Arnþór Helgason, formaður
stjómar ÖBÍ, að þess sé vænst að
fréttabréfið flytji fréttir af starfi
aðildarsamtaka bandalagsins og að
forystumenn þeirra taki þátt í að
móta fréttabréfið. Hins vegar sé
ekki ætlunin að birta fræðilegar
greinar um málefni fatlaðra. Auk
þess segir Amþór tilgang frétta-
bréfsins vera þann, að tengja betur
saman aðildarfélög ÖBÍ og styrkja
stöðu þess sem hagsmunasamtaka.
í fréttabréfmu er meðal annars
fjallað um starf Öryrkjabandalags-
ins á síðasta ári, þar er að finna
viðtöl við þá sem starfað hafa að
málefnum fatlaðra, greinar um nýj-
ungar í aðhlynningu og félagsstarfí
fatlaðra og fréttir af aðildarfélögum
ÖBÍ.
Abyrgðarmaður Fréttabréfs Ör-
omRon
AFGRE/ÐSL UKASSAR
Forsíða hinnar prentuðu útgáfu
Fréttabréfs ÖBI.
yrkjabandalagsins er Helgi Seljan,
sem ráðinn var til bandalagsins
síðastliðið haust til þess að sjá um
kynningarstarf þess.
Námstefna í ferðamálum
Ferðamálanefnd Vestnorden gengst fyrir námstefnu í
sölu og markaðsmálum ferðaþjónustunnar dagana 14.
og 15. apríl á Egilsstöðum.
Framsögumenn á námstefnunni verða:
Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri
Kjartan Lárusson, formaður ferðamálaráðs
Peter Morell Hansen, Arctic Adventure Kaupmannahöfn
DieterW. Jóhannsson, skrifstofu Ferðamálaráðs Frankfurt
John Melchior, Scanscape Travel London
Beat Iseli, Saga Reisen Sviss
Sigfús Erlingsson, Flugleiðir
Hildur Jónsdóttir, Samvinnuferðir
Jakup Veyhe, ferðamálastjóri Færeyjum
Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig eigi síðar en 8. apríl nk.
Allar nánari upplýsingar veitir Reynir Adólfsson í símum 96-22453
og 26234.
Ferðamáianefnd Ifestnorden
SveH'ÝÍ'
Tramp 8
Hollofil fylling
+ 25° C — + 5° C
Þyngd 1.700 gr
Verð 4.890,-
Femund
Hollofil fylling
+ 25° C — + 8° C
Þyngd 1.800 gr.
Verð 5.680,-
Igloo
Hollofil fylling
+ 25° C — + 15° C
Þyngd 2.000 gr.
Verð 6.790,-
Jaguar S 75
75 lltrar
Þyngd 1.800 gr.
Verð 7.490,-
Panther 3
65 Ktrar
Þyngd 1.800 gr.
Verð 5.490,-
Skátabúðin - skarar framúr. f)!®1:®81 72
72 lítrar
Þyngd 1.400 gr.
Verð 3.590,-
SKÁTABUÐIN
Snorrabraut 60 sími 12045