Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Frá Borgarfirði eystra. Örin bendir á Vinaminni sem brann aðfaranótt föstudagsins langa. Húsbruni á Borgarfirði eystra: Ég lá á bíiflautunni til að vekja föður minn og nágrannana - segir Hallgrímur Vigfússon, einn af íbúum hússins ÍBÚÐARHÚSIÐ Vinaminni Fyrsti heildarflutn- ingur Passíusálmannæ Þettavar stórkostleg tilfinning - segir flytjand- inn, Eyvindur Er- lendsson „Þetta var stórkostleg tilfinning, sem ég hafði lengi beðið eftir,“ sagði Eyvindur Erlendsson leik- stjóri í samtali við Morgunblaðið um flutning sinn á Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar öllum fimmtíu í einu lagi í Hall- grimskirkju á föstudaginn langa. Flutningurinn tók alls hálfan fimmta tíma. Að sögn Eyvindar komu fjölmargir til þess að hlýða á flutninginn og sumir sátu allan t.ímann. „Það er stórkostlegt að standa svona lengi frammi fyrir fólki, sem greinilega elskaði það sem maður var að gera. Ég hef ekki kynnst þessu liku áður,“ sagði Eyvindur. „Þetta gekk svona eins og yið var að búast," sagði Eyvindur. „Ég var hræddastur um að eitthvað mistæ- kist, en svo fór nú ekki. Ég vissi svo sem ekkert hvað ég var að gera, en bjóst þó ekki við að þetta yrði nein sérstök líkamleg eða andleg þolraun. Ég hef aldrei staðið uppi svona lengi í einu.“ Eyvindur sagði að hlé hefði hann ekki gert á lestrinum nema nokkrum sinnum í tvær mínútur í senn, þegar stuttum tónlistaratriðum var skotið inn í lesturinn. Einnig hefði verið gert stutt hlé, þar sem fyrirsjá- anlegt hefði verið að nókkrir áheyr- endur ætluðu að vera allan tímann og þeim hefði verið gefið tækifæri að teygja úr sér. „Það vita allir, sem eitthvað velta því fyrir sér, hvemig mál er flutt, að það skiptir máli hvemig Passíu- sálmamir eru fluttir," sagði Eyvind- ur. „Þeir, sem halda upp á þennan kveðskap eru mér sammála í því að þetta efni sé ákaflega vandmeðfarið, einkum í því að ofgera því ekki á neinn hátt. Annars fer það mikið eft- ir skilningi og þroska hvers og eins, sem flytur þessa sálma, hvemig það er gert. Það er auðvitað mikilvægt að hver og einn skilji þá í samræmi við sjálfan sig. Þar að auki eru ákveð- in lögmál um kvæðisflutning, rétt eins og f söng. Munurinn er sá að f tónlistinni hafa menn nótur fyrir framan sig, hún er lengra - eða styttra, eftir því hvemig á það er lit- ið - komin en ljóðið, að því leyti að það er hægt að gefa mjög nákvæm fyrirmæli um flutningsmáta hennar. Þetta er ekki hægt að gera í ljóði, en lögmálin eru þar engu að síður, og það er alltof mikið gert af því að bijóta þau eða leita ekki nógu vel eftir þeim,“ sagði Eyvindur. Eyvindur sagði að fáir hefðu nennt að skoða Passfusálmana grannt, bæði að lesa þá f einrúmi og hlusta á þá alla f einu lagi. „Það er langir kaflar í sálmunum afar leiðinlegir og jafn- vel stagl,“ sagði Eyvindur. „En ein- mitt af því að Hallgrímur er að yrkja sig að ákveðnum niðurstöðum, rísa tindamir miklu hærra í ljósi þess. Þessi frægu erindi, sem margir kunna úr Passíusálmunum og kunna að virð- ast tiltölulega sléttkveðinn kveðskap- ur, verða allt f einu svo stórkostleg, þegar þau ero sett í samband við það sem á undan kemur,“ sagði Eyvindur. Að sögn Eyvindar vita menn ekki til þess að Passfusálmamir hafi áður verið fluttir í einu lagi. Eyvindur Erlendsson leikstjóri Borgarfirði eystra brann til kaldra kola aðfaranótt föstu- UNDIRBÚNINGUR að Sönglista- hátfð Pólýfónkórsins, sem haldin verður f Háskólabfói á laugardag- inn kemur, stendur nú sem hæst og hófiist æfíngar með Sinfóníu- hljómsveit íslands f gær, en af þessu tilefni bætist hljómsveitinni liðsauki frá ungu hljómlistarfólki, sem er að Ijúka námi eða starfar erlendis. Efnisskráin spannar 400 ár f tónlistarsögunni, frá Monte- verdi til Carls Orff. Kór, hljóm- sveit og einsöngvarar flytja hiua fjölbreyttu efnisskrá, samtals um 220 manns undir sfjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Unga hljómlistarfólkið, sem kemur til liðs við Sinfónfuhljómsveitina í til- dagsins langa. Tvær fjölskyldur bjuggu f Vinaminni sem var for- skalað timburhús byggt árið efni af Sönglistahátíðinni, er ýmist að ljúka námi við nokkra af þekkt- ustu tónlistarskólum vestan hafs og austan eða eru þegar starfandi hljómlistarmenn erlendis. Fiðluleik- arinn María Ingólfsdóttir kemur frá Bem, þar sem hún er búsett og leið- ir eina af þekktustu kammersveitum Sviss. Valur Pálsson kontrabassa- leikari kemur einnig frá Sviss. Hann er nú starfandi í Genf. Helga Oddrún Guðmundsdóttir víóluleikari stundar nám við Konservatoríið í París. Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir sellóleikari er í framhaldsnámi hjá Erling Blöndal Bengtson og kemur frá Kaupmannahöfn. Gerður Gunn- arsdóttir fiðluleikari kemur frá Köln þar sem hún er í framhaldsnámi við 1908, ein hæð og ris. Þegar eld- urinn kom upp, um miðnættið, voru einungis þijár manneskjur tónlistarháskólahn. Kristján Matt- híasson fiðluleikari og Guðmundur Kristmundsson vfóluleikari eru menntaðir við tónlistarháskólann f Brussel. Dóra Björgvinsdóttir fíðlu- leikari er starfandi í Chicago og kem- ur þaðan. Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari kemur frá Boston þar sem hún er að ljúka framhaldsnámi frá tónlistardeild háskólans og Svava Bemharðsdóttir víóluleikari er að ljúka meistaraprófi frá Juliard tón- listarskólanum í New York. Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikarí hefur stund- að nám undanfarin ár við tónlistar- háskólana í Brussel og Amsterdam og er nú stödd hér á landi og leikur einnig með. í húsinu, hjónin Hallgrímur Vig- fússon og Emilía Lorange og faðir Hallgríms, Vigfús Helga- son. Þau voru sofandi þegar eld- urinn kom upp en Hallgrímur, sem er fatlaður, vaknaði og vakti eiginkonu sína og föður. Emilía skarst á hendi þegar hún braut glugga til að komast út úr húsinu en að öðru leyti sluppu þau öll ómeidd. Móðir HaUgríms var fiutt á sjúkrahús í Reykjavík daginn fyrir brunann og dóttir Hallgríms og Emilíu var í Reykjavík að kaupa sér ferming- arföt. Húsið og innbúið var frekar lágt vátryggt, að sögn Hallgríms, og ekki tókst að bjarga neinu af inn- búinu. Talið er að kviknað hafi í út frá nokkurra ára gömlu sjón- varpstæki og nýlegu myndbands- tæki. Fjölskyldumar bjuggu í sitt hvorum helmingi hússins og þegar eldurinn kom upp sváfu hjónin í risinu en faðir Hallgríms á jarð- hæðinni. Hallgrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar þau hjónin fóru að sofa hefði verið kveikt á sjónvarps- og myndbands- tæki þeirra því þau hefðu ætlað að taka upp á myndbandstækið. „Ég vaknaði við reyk og óþæg- indi,“ sagði Hallgrímur, „og fór því fram og opnaði svefnherbergis- dymar. Þá gaus kolbikasvartur reykjarmökkurinn á móti mér og ég kallaði þá á Emilíu og vakti hana. Rafmagnið var farið og því kolniðamyrkur f húsinu en ég pauf- aðist þó einhvem veginn niður stig- ann og út. Emilía viidi hins vegar frekar fara út um glugga á risinu vegna hitans og reyksins í stiganum en það var hins vegar enginn eldur sjáanlegur. Ég fór út í bílinn okkar og lagðist á flautuna og vakti þann- ig föður minn og nágrannana," sagði Hallgrímur. Emilía sagði að vegna þess að Hallgrímur væri með bæklaðan fót hefði verið betra fyrir hann að fara niður stigann en út um glugga. „Eftir að Hallgrímur var farinn nið- ur stigann," sagði Emilía, „var ég fyrst að hugsa um að fara í föt og bjarga hljómflutningstækjum sem dóttir mín átti að fá í fermingar- gjöf. Mér varð hins vegar svo erfitt um andardrátt vegna reyksins að ég opnaði glugga til að geta andað. Það var saumavél í herberginu og pijónabaukur ofan á henni. Ég tók baukinn og tókst að brjóta glugga- rúðuna með honum en skarst á hendi við það. Ég klifraði svo út á skúrþak fyrir neðan gluggann, kastaði mér niður og var gripin," sagði Emilía. Sungið fyrir Jóhannes Pál páfa i Vatikaninu í Róm árið 1985. Sönglistahátíð Pólýfónkórsins: Sinfóníuhljómsveitin styrkt með ungfu tónlistarfólki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.