Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 43

Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 43 Margeir Pétursson á skákmótum í New York: Hálfum vinningi frá verð- launasæti á öðru mótinu MARGEIR Pétursson tók þátt í tveimur sterkum opnum skák- mótum í New York fyrir og um páskana. Hann endaði með 4'/2 vinning af 9 í New York Open en en 5'/2 vinning af 8 í New York International og var þar hálfum vinningi frá verðlauna- sæti. A annað þúsund manns tóku þátt í mótunum. Pétur Gunnarsson Þórarinn Eldjárn Kristján Þórður Hrafnsson Besti vinur ljóðsins: Skáld tveggja kynslóða á Hótel Borg í kvöld BESTI vinur ljóðsins heldur skáldakvöld á Hótel Borg í kvöld klukkan 21 í samvinnu við Framtíðina og Listafélag Menntaskólans í Reykjavík. Skáldakvöldið er haldið til að fagna útkomu bókar sem hefur að geyma ljóð og smásögur menntaskólanema og munu skáld tveggja kynslóða lesa úr verkum sínum. Fyrir rúmlega tveimur áratugum kom út í skólanum bókin Mennta- skólaljóð og áttu þar hlut að ýmsir sem síðan hafa látið mjög að sér kveða. Þrír þeirra tólf sem ljóð áttu í þeirri bók lesa á skáldakvöldinu: Sigurður Pálsson, Þórarinn Eldjárn og Pétur Gunnarsson. Þá mun Hrafn Jökulsson lesa ljóð Vilmund- ar heitins Gylfasonar. Það verða sex ungskáld sem lesa ljóð sín: Kristján Þórður Hrafnsson, Elsa Valsdóttir, Sindri Freysson, Baldur A. Kristinsson, Ari Gísli Bragason og Melkorka Olafsdóttir. Hin nýja bók menntaskólanema verður á boðstólum í kvöld á sér- stöku tilboðsverði. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega, enda er jafnan góð aðsókn að ljóðakvöldum Besta vinarins. Veitingasala Hótels Borg- ar verður opin í kvöld af þessu til- efni. (Fréttatilkynning) í New York Open tefldu 60 skák- menn í efsta styrkleikaflokki, þar af 36 stórmeistarar. Sovétmaðurinn Vassilíj Ivantsjuk varð öruggur sig- urvegari í mótinu og hafði fengið 6V2 vinning úr 7 fyrstu skákunum. Ivantsjuk varð Evrópumeistari unglinga fyrir tveimur árum en sig- ur hans á þessu móti kom samt á óvart. Ivantsjuk varð 20 þúsund dölum ríkari á mótinu eða 800 þús- und krónum. í öðru sæti varð Garcia frá Kúbu og Bent Larsen varð í 3. sæti. Garc- ia er fyrsti Kúbaninn sem teflir í Bandaríkjunum síðan Fidel Kastro komst til valda og samkvæmt bandarískum lögum mátti ekki greiða honum út verðlaunaféð sem man 10 þúsund dölum. Margeir missti af tveimur fyrstu umferðum mótsins þar sem hann var að tefla á Akureyri, og fékk hálfan vinning í hvorri umferð. Hann vann Júgóslavana Ivkov og Damljanovic, en tapaði fyrir Garcia og Júgóslavanum Duric. Hann gerði síðan jafntefli við Júgóslavann Drashko, Ungveijann Grosspeter og Dimitrij Gúrevitsj, sem var að- stoðarmaður Viktors Kortsjnojs í St. John. New York International var hraðmót þar sem telfdar voru tvær umferðir á dag, alls 8 umferðir. 170 skákmenn tóku þátt í sterkasta flokknum og varð Kanadamaðurinn Ivanov efstur en Bandaríkjamenn- imir Gúrevitsj og DeFirmian urðu í 2-3. sæti. Margeir vann Lenchner og Sto- yko frá Bandaríkjunum, Krimic og Milavanovic frá Júgóslavíu og Szal- anczi fra Ungverjalandi. Hann gerði jafntefli við Garcia en tapaði fyrir Bandaríkjamönnunum Alburt og Dlugy. NAMSKEK) Sækið námskeið hjá traust- um aðila gegn vægu gjaidi Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni á vegum Verzlunarskóla íslands: Tölvunotkun: Gagnagrunnur(dBase III +) Tölvubókhald (Ópus) Töflureiknir (Multiplan) 9.-10. apríl. 16.-17. apríl. 23.-24. apríl. Skrifstofu- og verslunarstörf: Vélritun (byrjendanámskeið) Bókhald (færslur og uppgjör) Skjalavarsla (virk skjöl) Þjónustunámskeið (samskipti við viðskiptavini) Sölu- og afgreiðslustörf i verslunum 18., 20., 21., 25., 27. og 28. apríl. 5., 7., 9., 12., 14. og 16. apríl. 11.-13. apríl. 26. og 27. apríl. 5., 7., 12. og 14. apríl. Stjórnun fyrirtækja og deilda: Fjárfestingar Samskipti og hvatning í starfi Starfsmannaþjónusta/-hald 5.. 7..9..12..14. og 16. apríl. 10. og 11. maí. 3.. 4. og 5. mai. - Innritun fer fram á skrifstofu skólans - VR og BSRB félagar fá styrk sirina stéttarfélaga. Frek- ari upplýsingar veitir Þorlákur Karlsson í síma 688400. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS o HAFSPIL HF. FJÖLNISGATA 2B • R BOX 176 - 602 AKUREYRI SÍMI (96) 26608 • NNR. 9344-9487 -Framleiðir vökvadrifin tæki fyrir báta og fiskiskip - Löndunarspil með inn- byggðri vökvabremsu. 3stærðir,1-5tonn. Bómusvingarar 2stærðirmeð innbyggðri vökvabremsu. Bakstroffuspil með eða án innbyggðri vökvabremsu. 3 stærðir, 2-5 tonn. Einnig framleiðum við Borðstokksrúllur • allarstærðir Splittvindur • meðvírastýri • fríhjóiun • innbyggðri diska- bremsu í olíubaði • fjarstýringu á fríhjólun og bremsu Hjálparspil 1-2tonn. Netaspil í allar stærðirbáta. 2 stærðir af netadrögurum. Línuspil, 5 gerðir. 0 HAFSPIL HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.