Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 44

Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 44
8Rf>r JJOTA a HIIOAaUMIVGIM .aiaAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 HAGKVÆMNIFJARFESTINGA 11.4. INNRIWNTIL 8.APRÍL SIMI: 621066 HVENÆR ER FJARFESTING RETTA RÁÐIÐ TIL AÐ AUKA SAMKEPPNIS- HÆFNl OG REKSTRARHAGNAÐ? Hér er fjallað um það, m.a. hvernig verðbólgan gerir mörgum erfitt fyrir um mat á arðsemi. Einnig kemur vaxtareikningur, áhætta vegna fjárfestingar, núvirði og afkastavextir við sögu. Þá er tölvutækni við mat fjárfestingarvalkosta líka kynnt. LEIÐBEINANDI: Gísli S. Arason, rekstrarhagfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 11.-12. apríl kl. 8.30-17.30 fyrri daginn og 8.30- 12.30 seinni daginn, að Ánanaustum 15. MANNLEGIÞATTURINN -FÓLK ÍFYRIRRÚMI INNRITUNTIL B.APRÍL SIMI 621066 FYRIRTÆKINU VEGNAR BETUR, NÝTI STARFSMENN SAMSKIPTAHÆFNI SÍNA TIL FULLS. ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐ FYRIR EINSTAKLINGA OG STARFSMANNAHÓPA. Magnað námskeið af nýju tegundinni og því er ætlað að skila árangri strax. Þetta er námskeiðið sem Flugleiðir sendu allt sitt starfsfólk á. NÁMSKEIÐIÐ Á: • Að auka þátttöku og áhuga starfsfólks á starfsemi fyrirtækisins • Að auka skilning allra á mikilvægi þess að uppfylla þarfir viðskiptavinarins. • Að kynna raunhæfar aðferðir til samskipta innan fyrirtækis og utan • Að taka breytingum pneð jákvæðum hætti • Að bæta starfsandann l • Að skapa skilning á því að þjónustan innan fyrirtækisins \J hefur mikil áhrif á þjónustuna út á við. LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TÍMI OG STAÐUR: 11-12 apríl kl. 8.30-17.30 á Hótel Loftleiðum, Kristalssal. LAGERTÆKNI D 2.4. INNRITUN TIL 11. APRÍL SÍMI: 621066 Er vörulagerinn of stór? Birgðakostnaður of hár? Er beitt nýjustu tækni við vörumóttöku, geymslu, flutninga innan húss og samsetningu pantana? Eru tengsl við framleiðslu, innkaup og dreifingarkerfi nægjanleg? Er birgðastýringin í samræmi við kröfur um lágmarkskostnað og hámarksþjónustu? LEIÐBEINANDI: Thomas Möller, hagverkfræðingur. TlMI OG STAÐUR: 12. og 13. apríl kl. 13:30- 17:30 aðÁna jP| rSK ■ i naustum 15. VIÐTALSTÆKNI 13.4. INNRITUNTIL ll.APRÍL SÍMI: 621066 HVORKI FYRIRTÆKI NE STARFS- MANNI ER GREIÐI GERÐUR, RÁÐIST HANN TIL STARFS, SEM HANN RÆÐUR EKKI VIÐ. MEÐAL EFNIS: Fyrirtækið og starfsmaðurinn • Undirstöðuatriði viðtalstækni • Greining á starfsumsóknum • Gerð starfslýsinga. LEIÐBEINANDI: Sölvína Konráðs, sálfræöingur. TÍMI OG STAÐUR: 13.-14. apríl kl. 8.30-12.30. STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKIR FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 Símr 62 10 66 =! Ur teiknimyndinni um Alvin og félaga hans. Span og spól og rokk og ról Kvikmyndir Arnaldur Indriðason AJvin og félagar („The Chip- munk Adventure"). Sýnd í Laug7 arásbíói. Bandarísk teiknimynd. Leik- stjóri: Janice Karman. Handrit: Janice Karman og Ross Bagdas- arian. Framleiðandi: Ross Bagd- asarian. Alvin og vinir hans eru þrír íkomabræður og þrjár íkomasyst- ur, sem í einskonar afbrigði af Kringum jörðina á 80 dögum keppa um það, strákar á móti stelpum, hverjir verði fljótari í kringum jörð- ina í loftbelg. í hinni fjörugu teiknimynd, Alvin og félagar („The Chipmunk Ad- venture"), sem sýnd er í Laugarás- bíói, segir frá hinu háfleyga ferða- lagi. Sögumar um Alvin em ekkert nýtt fyrirbæri, á 28 ára ferli munu meira en 35 milljón plötur með þeim hafa selst, þær hafa unnið til verð- launa, verið sýndar í 80 löndum og em nú, eftir því sem segir í kynn- ingu, í efsta sæti vinsældalista laug- ardagsteiknimyndanna vestra. Af teiknimynd Laugarásbíós að dæma er aðalsmerki saganna um Alvin og félaga, fyrir utan vönduð tæknileg vinnubrögð, hröð og grípandi atburðarás, spennandi aukapersónur (sérstaklega em óþokkamir Kládía og Klaus Fur- stein skemmtilega útfærðir, jafnt ógnandi og hjákátlegir), framandi sögusvið og síðast en ekki síst dúndrandi rokk og ról hvenær sem færi gefst. Þá hrökkva Alvin og félagar, sem em ákaflega indælar sögupersónur, í e.k. Madonnu Jack- son-gervi og dilla sér í takt. Það minnir helst á Fantaauglýsingu, er ofkeyrt og truflar óþarflega frá- sögnina auk þess sem það er spum- ing hvað krakkar á teiknimynda- aldri hafa gaman af slíku. Eins og alltaf em það vondu og góðu kallamir sem takast á en í sögunni gabba Kládía og Klás þá Alvin og félaga til að taka þátt í gimsteinasmygli. Leikurinn berst um allan hnöttinn; til undirdjúpanna við Bermuda, yfir Alpana, til Egyptalands og Amazon-fljótsins. Hugmyndaflug þeirra Janice Karmans og Ross Bagdasarian nær oft töluverðri hæð. Má þar nefna slöngudansinn og hákarlaárásina. Talsetningar var sárt saknað, það má bóka. „Gugge Hedrenius Big Blues Band.“ Hljómsveit Gugge Hedrenius Jasshljómsveit sænska píanó- Ieikarans Gugge Hedrenius held- ur tónleika á Hótel íslandi 7. april. Hljómsveitin hefur starfað síðan 1971 og meðal þeirra er leikið hafa í henni má nefna Janne Schaffer, Pétur Ostlund, Hank Crawford og Mel Lewis. Þeir sem skipa sveitina í þessari ferð em: Willie Cook, Rolf Ericson, Bosse Broberg og Thomas Driving á trompeta, Ulf Johanson, Dick Hedrenius og Lennart Löfgren á básúnur, Bent Rosengren, John Högman, Wage Finer og Hákan Levin á saxófóna, Gugge Hedrenius á píanó, Lasse Lundström á bassa, Mans Ekman á trommur og Claes Jansen sér um söng. (Fréttatilkynnmg.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.