Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 47

Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 47 Georg Skærings- son - Kveðjuorð Fæddur 30. ágúst 1915 Dáinn 16. mars 1988 Laugardaginn 26. mars var bor- inn til grafar hér í Vestmannaeyjum Georg Skæringsson húsvörður við Bamaskólann í Vestmannaeyjum. Fljótlega eftir að við hófum störf í haust fór að bera á veikindum hjá Georg eða Gogga eins og við kölluð- um hann. Var hann mikið frá og lét að lokum af störfum um ára- mót. Þó lét hann sjá sig á kennara- stofunni og datt okkur síst í hug að við værum að sjá hann í síðasta skipti þegar hann kom til að óska okkur gleðilegs árs. Oft var gaman á kennarastofunni þegar hann var nálægt. Hann lét okkur „heyra það“ ef honum fannst við eiga og þá hressilega en átti til að brosa út í annað um leið. Hann hafði mjög gaman af að stríða okk- ur og leiddist ekki að fá góð við- brögð á móti. Goggi var mikill dýravinur og uppi í risi skólans hafði hann safn- að dúfum, enda varð einu barni að orði er því var sagt að hann væri dáinn. „Mamma, hver á þá að hugsa um dúfurnar?“ Mikill sjónarsviptir er að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Georg Skærings- syni fyrir samfylgdina og votta eig- inkonu hans og ástvinum okkar dýpstu samúð. Unnur, Erna Björk og Helga. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR. Gunnar Pétursson, Unnur Pótursdóttir, Pétur Pótursson, Sigriður Skarphéðinsdóttir, Þórey Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður hald- inn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, fimmtudag- inn 14. apríl 1988 og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram til- laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU JÓHANNSDÓTTUR Syðra-Garðshorni, Svarfaðardal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar. Steinunn Daníelsdóttir, Jóhanna M. Danfelsdóttir, JúlfusJ. Danfelsson, Jóhann Daníelsson, Björn Daníelsson, Halldór Jóhannesson, Jónas M. Árnason, Þuríður Árnadóttir, Gíslína Gísladóttir, Pjóla Guðmundsdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. MICROSOFT HUGBÚNAÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.