Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 48
Almenna auglýsingast./SÍA
I
sólarplast
IVOFALI og ÞREFALT
FYRIR GRÓÐURHÓS 06 SÓI.SKÁI.A
Góð einangrun. y'TTT
Dacryl hefur 50% betri
einangrun en einfalt
gler og er helmingi
léttara.
Dacryl er úr acryl
píastgleri sem hefur
meiri veörunarþol en
önnur plastefni.
Dacryl er einfalt í
uppsetningu með
álprófílum.
Afmæliskveðja:
Valtýr Guðmundsson
PLASI í PLÖTUM ER OKKAR SÉRGREIN
Valtýr er fæddur í Ólafsvík 6.
apríl 1908. Foreldrar hans voru
Elínborg Jónsdóttir og Guðmundur
Kristmundsson, en hann ólst upp
hjá föður sínum og stjúpmóður,
Guðríði Davíðsdóttur. Hálfsystkini
hans eru Matthías fyrrv. póstmeist-
ari í Reykjavík og Jóhanna, sem
er nýlátin. Hún var starfsmaður
Sundhallar Reykjavíkur frá stofnun
og starfaði þar til 70 ára aldurs.
1910 flyst Valtýr með þeim til
Reykjavíkur og er þar fram yfir
fermingaraldur. 12 ára fór hann
sem vikadrengur til Bjarna Ólafs-
sonar á Böðmóðsstöðum, sem síðar
bjó á Ketilvöllum. Næstu ábúendur
á Böðmóðsstöðum voru Guðmundur
Njálsson og Karólína Árnadóttir.
Valtýr festi rætur við þennan stað
og var þar viðloðandi þar til hann
fór í íþróttaskóla Sigurðar Hauks-
sonar í Haukadal. Valtýr hefur allt-
af haft brennandi áhuga á íþróttum,
sérstaklega knattspyrnu, hann
gekk ungur í Fram og hefur haldið
með því liði síðan. Valtýr fór svo í
Héraðsskólann á Laugarvatni. Þar
kynntist hann konu sinni, Sigríði
Böðvarsdóttur frá Laugarvatni,
síðar ljósmóðir í Laugardal.
Þegar ég renni huganum til baka
til þess tíma þegar ég kynntist
Valtý fyrst, þá minnist ég orða
Böðvars á Laugarvatni. Þá vorum
við Inga nýgift 1947 í heimsókn
hjá frændfólki hennar í Laugardaln-
um. Böðvar sagði: „Svo komið þið ■.
að sjálfsögðu við hjá Valtý og Siggu
í Miðdalskoti. Það var að vísu kot
A BESTA STAÐIBÆNUM
Aðeins mínútugangur í
helstu banka, verslanir,
kvikmyndahús, sundlaug,
leikhús, pósthús o.fl.
Vistleg og björt gisti-
herbergi, vel búin húsgögnum.
Sér snyrting, sturta,
sjónvarp, útvarp og sími.
Veitingasalurinn Lindin er
opinn allan daginn. Glæsilegur
matseðill í hádeginu og á kvöldin
og girnilegar tertur siðdegis.
Veislu-, funda-
og ráðstefnusalur fyrir allt að
100 manna fermingaveislur, erfis-
drykkjur, afmælisveislur, fundakaffi
o.s.frv. Salurinn er vel búinn tækjum
;.s. myndvörpum, skuggmynda-
élum, töflum, Ijósritunarvél, telexi,
eöupúlti, hátalarakerfi, planói o.m.fl.
HOTCL
UMV
RAUÐARARSTlG 18-SlMI 623350
þegar þau komu þangað, en í sam-
einingu hafa þau gert þetta að stór-
býli.“ Þetta var ekki ofmælt því
myndarlegra bú og snyrtilegra hef
ég vart séð áður.
Þau byijuðu sinn búskap í Mið-
dal í sambýli við Magnús bróður
Sigríðar og konu hans Aðalbjörgu.
Þar bjuggu þau þar til þau fengu
Miðdalskot til ábúðar. Þau byggðu
þar allt upp frá grunni og var það
ærið verkefni. Kom sér vel að Val-
týr var duglegur og dverghagur.
Þau hættu búskap vorið 1962 og
fluttu til Reykjavíkur. Seinna fengu
þau smáland úr Miðdalskoti sem
þau hafa ræktað og byggðu sér þar
sumarhús. Þar er þeirra sælureitur
og þangað er gaman að koma í
heimsókn til þeirra hjóna.
I Reykjavík gerðist Valtýr starfs-
maður hjá Raforkumálastofnun og
síðar Orkustofnun, en þar var hann
húsvörður er hann lét af störfum á
síðastliðnu ári. Allir sem kynnst
hafa Valtý vita, áð þar fer einstak-
ur drengskaparmaður, bjartsýnn og
góðviljaður. Það er því ekki að
undra að hann var ákaflega vel lið-
inn starfskraftur á þessum stöðum.
Börn Valtýs og Sigríðar eru:
Ingunn íþróttakennari, f. 3.10. ’34,
gift Þóri Ólafssyni prófessor við
Kennaraháskóla Islands.
Guðmundur Rafnar skólastjóri við
bamaskólann á Laugarvatni, f.
13.10. ’37, giftur Ásdísi Einars-
dóttur húsmæðrakennara.
Böðvar rafvirkjameistari, f.13.7.
’39, giftur Hólmfríði Guðjónsdóttur
bókara.
Gunnar læknir, f.7.11. ’45, giftur
Sólveigu Þorsteinsdóttur yfirbóka-
verði.
Að lokum óskum við Inga ykkur
hjónum friðsæls ævikvölds í glöðum
hópi bama og bamabama, og þökk-
um vináttu frá fyrstu kynnum.
Guðmundur Jónsson
Fertugasta
bókin um
ísfólkið
ÚT er nú komin 40. bókin í bóka-
flokknum um ísfólkið. Hún heitir
Fangi tímans. Höfundur bók-
anna, Margit Sandemo, hefur
samið rúmlega 50 framhaldssög-
ur. Sögurnar um ísfólkið skrifar
hún samkvæmt beiðni norska
útgáfufyrirtækisins Bladkomp-
aniet og koma bækurnar samtím-
is út á íslandi, í Noregi og í
Svíþjóð.
Fangi tímans Qallar um afkom-
endur Þengils hins illa. Nataniel,
Þúfa og Ellen rannsaka drauga-
gang um borð í gamalli ferju og
lenda í sjávarháska. Þúfa hverfur
en tekst að koma hjálparbeiðni til
Nataniels sem fer að leita að henni
og lendir í ýmsum raunum.
(Fréttatilkynning)
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988