Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 66

Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 66
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 «6 fclk í fréttum SÖGUR MUNCHAUSEN Lifandi fyrirmynd... Breski leikarinn Jack Purvis stendur fyrir aftan skop- brúðu af sjálfum sér í kvikmynda- veri í Róm fyrir skömmu. Þar fara fram tökur á kvikmyndinni „Ævintýri Munchhausens baróns" og fer Purvis með hlutverk Gustavusar nokkurs. Leikstjóri myndarinnar er Terry Giiliam, en tökum verður fram haldið í Lund- únum. Sögurnar af Munchausen barón eru heimsþekktar ýkjusögur er fyrst komu út á engilsaxnesku árið 1785. Þær eru kenndar við Karl Friðrik Hjerónýmus, fríherra af Munchausen, sem uppi var á árunum 1720 til 1797. Sumar sagnanna eru þó taldar mun eldri og sóttar til ýmissa þjóðlanda. Morgunblaðið/Kr.Ben. UÓSMYNDUN Beðið eftir réttu augnabliki Grindavík Oft getur tekið langan tíma og mikla þolinmæði að ná góðri mynd. Fyrir þá sem leggja fyrir sig ljósmyndun er því nauðsyn að gera sér grein fyrir að það þarf að hafa nægan tíma og góðan útbúnað til að árangur náist. Snorri Snorrason fyrrum flug- maður er einn þeirra sem ferðast um og tekur atvinnulífsmyndir og landslagsmyndir og er löngu orðinn landskunnur fyrir fallegar litmyndir bæði í Morgunblaðinu og á alma- nökum og víðar. Einn sá staður sem Snorri leggur oft leið sína á til að ná sérstæðum myndum er innsiglingin til Grindavíkur, en þar dugar ekkert annað en þolinmæði og góður út- búnaður. Fréttaritari blaðsins rakst á Snorra þar í nepjunni eitt sinn, þar sem hann beið með Hasselblad myndavél og 500 millimetra linsu til að ná bátunum fremst í innsigl- ingunni. Kr.Ben. Skoller lítur íbygginn yfir salinn. Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENSKA ÓPERAN Anægjuleg' kvöldstund með Skoller og Mathilde Danski grínistinn Eddie Skoll- er og kýrin Mathilde áttu hug og hjörtu áhorfenda í íslensku óperunni þann 28. mars síðastlið- inn á skemmtun sem Lionsklúb- burin Njörður stóð fyrir. Var skemmtunin ein af þremur sem Skoller hélt fyrir fullu húsi og mátti glöggt heyra á undirtektun- um að áhorfendur kunnu vel að meta það sem hann hafði fram að færa enda hafði hann greini- lega lagt sig fram um að kynna sér það sem helst er áberandi í íslensku þjóðlífí. Skoller hóf skemmtun sína með því að bjóða áhorfendum gott kvöld á íslensku við góðar undir- tektir. Var svo farið um það sem hann hafði fram að færa þetta kvöld, að íslenskutilraunir hans og úttekt á íslensku þjóðlífi vöktu mesta lukku. Þá rúmlega tvo tíma sem skemmtunin stóð yfír, þrum- aði Skoller yfír áhorfendum á ensku, dönsku sem hann talaði gjama með „sænskum" hreim til að auðvelda fyrir-áhorfendum, og svo íslensku. Oðrum þjóðtungum brá einnig fyrir, þó í mun minni mæli. A efnisskránni voru skrum- skælingar á þekktum sönglögum. Er þar skemmst að minnast „katt- ardúettsins" en við flutning hans brá Skoller sér í allra kvikinda líki og kýrin Mathilde baulaði með. Einnig fengu verk Jaques Brel „If You Go Away“ og „Amst- erdarn" og sögur H.C. Andersen, „sem var annar frægur Dani“, að kenna á kímnigáfu Skollers. „Út um græna grundu,“ söng SkoIIer fyrir áhorfendur í íslensku óper- unni. Skoller reytti af sér brandara úr ýmsum áttum, sem sumir voru skot yfír markið. Þá söng hann stutt lög, til dæmis óborganlegan söng um Ljóta andarungann og liðsforingjann Sambra sem klifrar upp metorðastigann. Ekki lét Skoller sig muna um að verðlauna skemmtilega áhorf- endur með því að gefa þeim jarð- arber en gerði einum þeirra ljótan grikk með því að kalla hann upp á svið í síma sem þar hafði verið komið fyrir og tilkynnti honum að hann væri orðinn faðir, að tvíburum, og að móðirin væri ekki kona hans. í tilefni Islandsdvalar sinnar dró Skoller þjóðareinkenni lan- dans saman í setninguna „ís fyrir alla, mamma borga“. A eftir fylgdi úttekt hans á íslenskri popptónlist en sönginn um „Arna sem segir dojojojojong“ taldi hann lýsa best þvi sem hann hefði heyrt á meðan dvöl hans hér stóð. Skoller er nokkuð snjall gítar- leikari, hélt blaðamaður. Það kom honum því í opna skjöldu að þekkt gítarrómansa skyldi leikin af bandi og einnig lag Skollers um strákinn sem langaði til að læra á gítar. Því skutu efasemdir um að allt annað væri flutt á staðn- um, upp kollinum. Undir lok kvöldstundarinnar sýndi Skoller og sannaði að hann er stórgóð eftirherma er hann söng hið góðkunna lag Pauls Anka, „Diane“ í gervi Bob Dyl- ans, Rod Stewarts og Leonards Cohen. Ekki var síðri útgáfa Skollers á lagi Dylans „Blowing in the Wind“ sem hann söng upp á „Presleysku" Að lokinni góðri frammistöðu var Skoller klappaður þrisvar upp og linntu áhorfendur ekki látum fyrr en hann hafði sungið „What Did You Leam In School Today", sem hefur tekið smávægilegum breytingum frá því lagið var þrykkt á plast. Hefur Skoller bætt tveimur þýskum, einu norsku og einu íslensku versi við sönginn um það sem böm frá ýmsum lönd- um læra í skólanum. Ekki þótti blaðamanni þau verri en hin sem fyrir voru...Dýrt kveðin og sungin við raust með viðeigandi hreim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.