Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
3-/V
/,HaUó, s\rv\$ti><5. Bg x.tta- ab láibja.
um „colle-ct" s\miAL oiS cLýnzgcxrbirw.."
*
Ast er ...
. . • lífgandi.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
ct9B4 Los Angeles T.'.nes Syndicate
Að hundurinn reyki vindla
er kjaftæði! Mér sýnist aft-
ur á móti sennilegt að hann
hafi étið köttinn minn ...
Með
morgnnkaffinu
AQ8
Reyna nú hvorki að klóra
né bíta!
HÖGNI HREKKVÍSI
Þingeyri:
Húshitun-
ar kostnað-
ur óheyri-
legamikill
Hulda Sigmundsdóttir á Þing-
eyri skrifar:
VART er nema von að Vestfirðing-
ar flýi heimabyggðina svo dýrt
sem það er að halda hita í híbýlum
fólks hér um slóðir. Að ógleymdu
því að sjónvarpið dettur út að jafn-
aði á Þingeyri ef kular í Stykkis-
hólmi, en þaðan fá Þingeyringar
geislann til endurvarps á Sanda-
felli.
Atvinnulífið er einhæft, launa-
skrið vart til, nema vera kynni að
þeir fáu sem svo til skammta sér
kaup sjálfír geti hagrætt því eitt-
hvað. Hinn almenni launþegi er
ekki yfirborgaður.
Er menn voru spurðir um hitun-
arkostnað síðustu þtjá mánuði,
desember, janúar og febrúar, kom
í ljós að meðaltal þessara þriggja
mánaða var um 7—14.000 krónur
miðað við steinsteypt einbýlishús.
Timburhús væri hægt að kynda
minna án þess þau lægju undir
skemmdum með því að hafa ónot-
uð herbergi aðeins ylvolg svo ekki
frysi á ofnum. Þau fáu hús sem
kynt væru fyrir minna en áður-
nefnda upphæð þekktust úr, sagði
einn viðmælandinn, því þau lykt-
uðu af raka og slaga.
Hér skiptu menn ekki auðveld-
lega um atvinnu eða húsnæði. Ein-
staklingar sem byggju einir í góðu
einbýlishúsi yrðu því að greiða
mánaðarlega um 7.000 krónur í
upphitunarkostnað. Undraði því
engan þótt fólki fækkaði á þessum
stöðum og sækti suður í lægri
upphitunarkostnað.
Frá Þingeyri
Vönduð
Til Velvakanda.
Að undanfömu hafa verið fluttir
í útvarpinu mjög athyglisverðir og
vandaðir þættir um skáldið Einar
Benediktsson. Þættir þessir, sem
eru alls fjórir, voru fluttir á sunnu-
dögum kl. 13.30 og er það mjög
góður hlustunartími hjá mörgum. I
einu orði sagt var þetta mjög fróð-
leg og vel unnin dagskrá og tel ég
að þetta hafi verið eitt vandaðasta
dagskráratriðið í töluðu máli á þess-
um vetri.
Handritið var tekið saman af
þeim kunna fræðimanni Gils Guð-
mundssyni, en Klemenz Jónsson
leikari stjómaði flutningi. Ef ég
man rétt, þá voru þeir félagar með
svipaða þætti í útvarpinu á síðasta
vetri um Hannes Hafstein ráðherra
og skáld og vöktu þeir verðskuldaða
athygli. Þetta dagskrárfyrirkomu-
lag virðist falla hlustendum vel í
geð. Þess vegna hvet ég þá félaga,
að koma með fleiri svona þætti, um
ævi og störf merkra íslenskra
skálda og afreksmanna, því af nógu
er að taka.
Allir flytjendur í dagskrá þessari
stóðu sig með mikilli prýði, enda
var þar valið lið góðra upplesara.
Stjórnandinn tengdi svo atriðin
saman með sönglögum, sem til eru
við ljóð Einars. Einnig virtist mér
vera flutt nokkur stef úr tónlist
Griegs við Pétur Gaut.
Því miður missti ég af einum
þessara þátta, en vænti þess fast-
dagskrá
lega að þeir verði endurfluttir, því
það virðist vera orðin venja hjá út-
varpinu, að endurtaka dagskrárat-
riði sem vel hafa tekist. Þetta var
vissulega eitt af þeim.
Jón Sigurðsson
Þakkir til
prests
Kærar þakkir til ríkissjónvarps-
ins fyrir þáttinn um sendiráðsprest-
inn í London, séra Jón E. Baldvins-
son. Ég kynntist Jóni lítillega þegar
ég var aðstandandi sjúklings í Lon-
don fyrir 2 ámm. Séra Jón er ein-
staka maður og á trúlega fáa sína
líka hvað fómarlund og hlýlega
framkomu snertir. Oft hlýtur að
reyna á þolinmæði og skilning hans
í samskiptum við sjúklinga og að-
standendur þeirra. Okkur mönnun-
um er gjamt að þiggja og þiggja
af öðrum án þess að gefa eitthvað
í staðinn, svo uppteknir sem við
emm af eigin vandamálum. Oft hef
ég undrast það hvað Jón fær lítið
þakklæti á opinbemm vettvangi, en
vonandi fær hann það persónulega.
Séra Jón og frú. Bestu þakkir
fyrir einstaka hjartahlýju og fórn-
fúst starf. 7499-1025
Yíkverji
*
Ogleymanlegt var að sitja í
Hallgrímskirkju á föstudaginn
langa og hlusta á Eyvind Erlends-
son, leikara, lesa Passíusálma séra
Hallgríms Péturssonar í einni lotu.
Víkverji viðurkennir að hann sat
ekki allan tímann undir lestrinum.
Dagskráin hófst klukkan 13.30 og
henni lauk um 18.10. Var hún kynnt
með þeim hætti meðal annars hér
í blaðinu, að fólki væri velkomið
að líta inn í kirkjuna og staldra þar
við í lengri eða skemmri tíma og
hlusta á lesturirin og orgelleik.
Ætlaði Víkverji að dveljast í kirkj-
unni í hálftíma eða svo en sat þar
í um þijá klukkutíma og hlustaði á
Eyvind lesa frá 16. sálmi eða svo
þar til yfir lauk með 50. sálmi.
Eyvindur hafði þann hátt á, að
hann las fimm sálma í senn og síðan
var leikið sálmalag á orgel kirkjunn-
ar. Þá gekk Eyvindur að hljóðnem-
anum að nýju og hélt lestrinum
áfram. Þegar verkið var hálfnað
gerði Eyvindur um 10 míútna hlé.
Hann sagðist sjá, að sumir áheyr-
enda ætluðu greinilega að hlusta á
sáimana alla og vildi gefa þeim
færi á að hreyfa sig. Við kirkjudyr
lágu Passíusálmamir frammi og
gátu áheyrendur fengið eintak af
þeim og fylgst þannig betur með
lestrinum.
skrifar
XXX
Að mati Víkveija sýndi Eyvindur
Erlendsson ótrúlega einbeit-
ingu í upplestrinum og úthaldið var
þannig að krafturinn virtist síður
en svo uppurinn í lokaversinu. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson, prestur í
Hallgrímskirkju, ávarpaði Eyvind í
lok athafnarinnar og sagði hann
hafa sýnt ótrúlegt þolgæði í þeirri
píslargöngu, sem hann hefði sjálf-
viljugur lagt í með því að ráðast í
það þrekvirki að lesa Passíusálmana
þannig í einni lotu. Taldi séra Ragn-
ar einsdæmi að þetta væri gert og
afhenti Eyvindi mynd af Hallgríms-
kirkju ásamt með bréfi í þakklætis-
og viðurkenningarskyni. Stóðu við-
staddir síðan upp og klöppuðu Ey-
vindi lof í lófa.
í þakkarræðu sinni komst séra
Ragnar Fjalar þannig að orði, að
það væri einstök reynsla að hlýða
á hina miklu hljómkviðu sem
Passíusálmamir væru flutta þannig
í heild. Tekur Víkveiji heilshugar
undir þetta og sér hann mest eftir
að hafa ekki komið fyrr í Hallgríms-
kirkju þennan dag til að ná því að
heyra meistaraverkið allt. En kapp-
hlaupið við tímann er samt við sig
og menn telja sig alltaf hafa svo
mikið að gera, að þeir geti ekki
einu sinni séð af fimm klukkustund-
um á föstudaginn langa til að sitja
í kirkju, þótt um einstakan atburð
sé að ræða. Á hinn bóginn finnst
þeim það lítil tímasóun að bíða
tímunum saman við skíðalyftur eða
í bílum sínum á leið heim af skíða-
svæðum, eins og margir Bláfjalla-
farar og líklega fleiri þurftu að
gera um hátíðarnar.
XXX
Vikveiji sagði kunningjum
sínum frá þessum sérstaka
atburði í Hallgrímskirkju og lýsti
jafnframt þeirri skoðun sinni, að
líklega yrði þetta ekki í síðasta sinn
sem leikari réðist í þetta stórvirki
og einhveijir myndu vafalaust feta
í fótspor Eyvinds enda hlyti hér að
vera um mikla ögrun fyrir leikara
að ræða. í samtali um þetta kom
fram, að fyrir nokkrum árum hefði
kunnur breskur leikari tekið sig til
og lært Markúsarguðspjall utan að
og flutt opinberlega. Fór svo að
hann varð að endurtaka flutninginn
margsinnis vegna mikils áhuga
þakklátra áheyrenda.