Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 76
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA ]
10 GuðjónÚLhf.
I 91-27233 I
Yfirdráttur
á téKKareiKninga
launafóiKs
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDSHF
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
V estmannaeyjar:
Yfirvinnu-
bann boðað
ÉNN hefur ekkert verið ákveðið
utn framhald samningaviðræðna
við þau þrjú félögf sem drógu sig
út úr Akureyrarviðræðunum.
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
boðaði yfirvinnubann í gær, en
það tekur gildi á þriðjudag í
næstu viku. Verkalýðsfélagið
Ársæll á Hofsósi samþykkti Ak-
ureyrarsamningana á fundi i gær
með 24 atkvæðum gegn fimm.
Á skírdag voru samningarnir
samþykktir samhljóða hjá Verka-
lýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík ogþann
30. mars voru þeir samþykktir hjá
Verkamannafélaginu Árvakri á
Eskifírði með 98 atkvæðum gegn
, v. 43. Akureyrarsamningamir hafa
verið samþykktir í öllum þeim félög-
um þar sem þeir hafa verið bomir
upp. Enn er eftir að afgreiða samn-
ingana í þremur félögum á Vestur-
landi og í flestum félögum á Norð-
urlandi og Austurlandi, en frestur
til þess rennur út þriðjudaginn 12.
apríl.
Morgunblaðið/Hákon Aðalsteinsson
Snjóbíllinn Tanni á leið til byggða með flakið af jeppanum, sem
lenti í gilinu norðaustan Vatnajökuls.
Ásgeir Þröstur Bengtson
f
Vilhjálmur Birgisson
Tveir fórust í fiallaferðum
RÖSKLEGA tvítugur Skagfirð-
ingur lést þegar snjósleði hans
fór fram af háu hamrabelti í
Gijótárdal, suður af Hjaltadal,
á föstudaginn langa og níu ára
-gamall drengur lést er jeppa-
bifreið, sem hann var í, valt
ofan í gil á hálendinu norðaust-
an Vatnajökuls á laugardag.
Maðurinn sem fórst í Gijótárdal
hét Ásgeir Þröstur Bengtson,
fæddur 22. maí 1965, vélamaður
og bílstjóri, til heimilis að Skógar-
götu 18 á Sauðárkróki. Hann
lætur eftir sig unnustu, Helgu
Jónsdóttur.
Drengurinn sem fórst í jeppa-
slysinu hét Vilhjálmur Birgisson,
fæddur 29. ágúst 1978, til heimil-
is að Ástúni 14 í Kópavogi. í jepp-
anum vom auk drengsins faðir
hans og annar maður og slösuð-
ust þeir báðir.
Sjá frásagnir af slysunum á
miðopnu.
Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson
Lyftarinn frægi á Höfn og Ingvar Ágústsson, Guðmundur Ólafs-
son og Siguijón Eðvarðsson sem starfa við hann.
Lyftarinn fær frí á
meðan sjónvarpið er
Uöfn, Homafirði.
UNDANFARIÐ hefur verulegra
truflana gætt í sjónvarpsútsend-
ingum hér á Höfn og hafa tækni-
menn Pósts og síma komist að
þvi að ákveðin farartæki hafi
truflandi áhrif á merkjasending-
ar sjónvarpsins.
Eitt farartækið hefur þó verið
sýnu verst, en það er eldri lyftari,
sem notaður er „niðri á Höfða“.
Rafmagnsverkið í honum bókstaf-
lega umtumar merkjasendingum
sjónvarpsins, þannig að úr verða
brak og brestir.
Nú á að gefá þessum lyftara frí
á útsendingartíma sjónvarpsins og
vonast áhorfendur til þess, að gæð-
in muni nú lagast.
- JGG
Félagsdómur:
Verkfall KÍ úr-
skurðað ólöglegt
FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í
gær að ólöglega hefði verið stað-
ið að verkfallsboðun Kennara-
sambands Islands, og mun verk-
fall kennara í KÍ því ekki hefjast
næsta mánudag, eins og fyrir-
hugað var. Loftur Magnússon,
varaformaður KÍ, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að hann
hefði ekki séð úrskurð Félags-
dóms og stjórn KI hefði ekki
fjallað um hann. Hann sagði að
væntanlega yrði rætt um næstu
skref í málinu á fulltrúaráðs-
fundi KÍ, sem á að hefjast í dag
klukkan 16.
Niðurstaða Félagsdóms byggir á
túlkun á fimmtándu grein laga um
Gámafiskur um Frakk-
land til Þýzkalands?
FERSKAN fisk í gámum má ekki selja héðan til Þýzkalands fyrr en
í næstu viku. Mikið fer hins vegar út nú af gámafiski til Bretlands
og töluvert til Frakklands. Samúel Hreinsson umboðsmaður í Cux-
haven sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi það illa grund-
aða ákvörðun að loka fyrir gáma inn á afmarkað svæði, því fiskur-
kæmi bara aðrar leiðir inn, eins og um Frakkland.
tökum um að greiða lágt verð fyrir
Vigri RE landaði 240 af 340
tonna afla sínum í Bremerhaven í
gær. Meðalverð var lágt, rétt rúmar
50 krónur á kíló.
Samúel Hreinsson segir, að
markaðamir í Cuxhaven og Brem-
erhaven hafí þolað einu skipi meira
en kom fyrir páskana. Svo virtist
sem kaupendur hefðu bundizt sam-
fískinn og svo hefði verið raunin
þar til selt hefði verið úr síðasta
skipinu, Ottó N. Þorlákssyni, að
samstaðan hefði riðlazt. Fiskurinn
úr honum hefði að meðaltali farið
á 63.71 krónu, en flest fyrri skipin
hefðu fengið um 10 krónum lægra.
Einnig hefðu stórir kaupendur
brugðið á það ráð að kaupa heilan
farm af norskum frystitogara. „Mér
fínnst gámabannið á markaðina í
Cuxhaven og Bremerhaven vera illa
grunduð ákvörðun. Með henni er
aðeins lokað einni leið af mörgum
inn á svæðið. Við getum lítið eða
ekkert ráðið um framboð þó við
reynum að takmarka það með
gámabanni. Aðrir geta komið inn,
hægt er að kaupa fískinn á öðrum
mörkuðum og jafnframt er leyfílegt
að selja beint til kaupenda. Það er
bara lokað á markaðina," sagði
Samúel.
kjarasamninga opinberra starfs-
manna, að sögn Garðars Gíslason-
ar, borgardómara, en samkvæmt
henni á að fara fram allsheijarat-
kvæðagreiðsla um verkfallsboðun-
ina sjálfa og tilgreina dagsetningu
væntanlegs verkfalls. Félagsdómur
taldi hins vegar að atkvæðagreiðsla
KÍ hefði einungis fjallað um að
veita KÍ heimild til verkfallsboðunar
og engin dagsetning á væntanlegu
verkfalli hefði komið fram á at-
kvæðaseðlinum.
Hið íslenska kennarafélag lagði
í gær inn beiðni um úrskurð Félags-
dóms um hvort verkfallsboðun HIK
væri lögmæt, en svo er ekki ef
auðir seðlar eru taldir með í at-
kvæðagreiðslu sem fram fór meðal
félaga HÍK. Garðar Gíslason sagði
að málflutningur í því máli færi
fram öðru hvoru megin við helgina
og úrskurður myndi liggja fyrir
áður en HÍK ætlar í verkfall á mið-
vikudaginn 13. apríl.
Átta ökumenn
óku of greitt
ÁTTA ökumenn voru stöðvaðir
í gærkvöldi í Reykjavík fyrir of
hraðan akstur. Sá þeirra, sem
hraðast ók, var á 102 km hraða
í Artúnsbrekku.
Lögreglan hóf hraðamælingarn-
ar um kl. 20 og um þremur stundum
síðar höfðu ökumennirnir átta verið
stöðvaðir. Allir óku þeir á nærri 100
km hraða, eða frá 93 km upp í 102
km.
Enginn nýr samnmgafundur hef-
ur verið boðaður í deilu kennarafé-
laganna tveggja við ríkið.
Fjörutíu
mál í þing-
flokkum
FJÖRUTÍU mál eru enn óaf-
greidd í þingflokkum ríkisstjórn-
arinnar af þeim 95 málum sem
rikisstjórnin áætlaði að leggja
fram á þessu þingi. Frestur til
að leggja fram frumvörp á Al-
þingi rennur út mánudaginn 11.
apríl þegar þing kemur aftur
saman að loknu páskaleyfi.
Viðamestu málin eru upptaka
virðisaukaskatts og aðskilnaður
dómsvalds og stjómsýslustarfs í
héraði en hvorugt þessara mála
hafa enn verið afgreidd endanlega
í þingflokkunum. Önnur mál eru
minni í sniðum og sum í tengslum
við þessi aðalmál.
Frumvarpið um virðisaukaskatt-
inn hefur verið afgreitt frá Al-
þýðuflokki og Sjálfstæðisflokki en
Framsóknarflokkur gerði athuga-
semdir við nokkur atriði, sem fjár-
málaráðherra hefur svarað. Þau
svör og frumvarpið í heild verða
tekin fyrir á þingflokksfundi í dag.
Þegar liggur þó fyrir samkomulag
um að virðisaukaskattur verður
ekki tekinn upp fyrr en um mitt
næsta ár í stað ársbyrjunar eins og
áður var gert ráð fyrir.