Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 76
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA ] 10 GuðjónÚLhf. I 91-27233 I Yfirdráttur á téKKareiKninga launafóiKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. V estmannaeyjar: Yfirvinnu- bann boðað ÉNN hefur ekkert verið ákveðið utn framhald samningaviðræðna við þau þrjú félögf sem drógu sig út úr Akureyrarviðræðunum. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja boðaði yfirvinnubann í gær, en það tekur gildi á þriðjudag í næstu viku. Verkalýðsfélagið Ársæll á Hofsósi samþykkti Ak- ureyrarsamningana á fundi i gær með 24 atkvæðum gegn fimm. Á skírdag voru samningarnir samþykktir samhljóða hjá Verka- lýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík ogþann 30. mars voru þeir samþykktir hjá Verkamannafélaginu Árvakri á Eskifírði með 98 atkvæðum gegn , v. 43. Akureyrarsamningamir hafa verið samþykktir í öllum þeim félög- um þar sem þeir hafa verið bomir upp. Enn er eftir að afgreiða samn- ingana í þremur félögum á Vestur- landi og í flestum félögum á Norð- urlandi og Austurlandi, en frestur til þess rennur út þriðjudaginn 12. apríl. Morgunblaðið/Hákon Aðalsteinsson Snjóbíllinn Tanni á leið til byggða með flakið af jeppanum, sem lenti í gilinu norðaustan Vatnajökuls. Ásgeir Þröstur Bengtson f Vilhjálmur Birgisson Tveir fórust í fiallaferðum RÖSKLEGA tvítugur Skagfirð- ingur lést þegar snjósleði hans fór fram af háu hamrabelti í Gijótárdal, suður af Hjaltadal, á föstudaginn langa og níu ára -gamall drengur lést er jeppa- bifreið, sem hann var í, valt ofan í gil á hálendinu norðaust- an Vatnajökuls á laugardag. Maðurinn sem fórst í Gijótárdal hét Ásgeir Þröstur Bengtson, fæddur 22. maí 1965, vélamaður og bílstjóri, til heimilis að Skógar- götu 18 á Sauðárkróki. Hann lætur eftir sig unnustu, Helgu Jónsdóttur. Drengurinn sem fórst í jeppa- slysinu hét Vilhjálmur Birgisson, fæddur 29. ágúst 1978, til heimil- is að Ástúni 14 í Kópavogi. í jepp- anum vom auk drengsins faðir hans og annar maður og slösuð- ust þeir báðir. Sjá frásagnir af slysunum á miðopnu. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Lyftarinn frægi á Höfn og Ingvar Ágústsson, Guðmundur Ólafs- son og Siguijón Eðvarðsson sem starfa við hann. Lyftarinn fær frí á meðan sjónvarpið er Uöfn, Homafirði. UNDANFARIÐ hefur verulegra truflana gætt í sjónvarpsútsend- ingum hér á Höfn og hafa tækni- menn Pósts og síma komist að þvi að ákveðin farartæki hafi truflandi áhrif á merkjasending- ar sjónvarpsins. Eitt farartækið hefur þó verið sýnu verst, en það er eldri lyftari, sem notaður er „niðri á Höfða“. Rafmagnsverkið í honum bókstaf- lega umtumar merkjasendingum sjónvarpsins, þannig að úr verða brak og brestir. Nú á að gefá þessum lyftara frí á útsendingartíma sjónvarpsins og vonast áhorfendur til þess, að gæð- in muni nú lagast. - JGG Félagsdómur: Verkfall KÍ úr- skurðað ólöglegt FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær að ólöglega hefði verið stað- ið að verkfallsboðun Kennara- sambands Islands, og mun verk- fall kennara í KÍ því ekki hefjast næsta mánudag, eins og fyrir- hugað var. Loftur Magnússon, varaformaður KÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki séð úrskurð Félags- dóms og stjórn KI hefði ekki fjallað um hann. Hann sagði að væntanlega yrði rætt um næstu skref í málinu á fulltrúaráðs- fundi KÍ, sem á að hefjast í dag klukkan 16. Niðurstaða Félagsdóms byggir á túlkun á fimmtándu grein laga um Gámafiskur um Frakk- land til Þýzkalands? FERSKAN fisk í gámum má ekki selja héðan til Þýzkalands fyrr en í næstu viku. Mikið fer hins vegar út nú af gámafiski til Bretlands og töluvert til Frakklands. Samúel Hreinsson umboðsmaður í Cux- haven sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi það illa grund- aða ákvörðun að loka fyrir gáma inn á afmarkað svæði, því fiskur- kæmi bara aðrar leiðir inn, eins og um Frakkland. tökum um að greiða lágt verð fyrir Vigri RE landaði 240 af 340 tonna afla sínum í Bremerhaven í gær. Meðalverð var lágt, rétt rúmar 50 krónur á kíló. Samúel Hreinsson segir, að markaðamir í Cuxhaven og Brem- erhaven hafí þolað einu skipi meira en kom fyrir páskana. Svo virtist sem kaupendur hefðu bundizt sam- fískinn og svo hefði verið raunin þar til selt hefði verið úr síðasta skipinu, Ottó N. Þorlákssyni, að samstaðan hefði riðlazt. Fiskurinn úr honum hefði að meðaltali farið á 63.71 krónu, en flest fyrri skipin hefðu fengið um 10 krónum lægra. Einnig hefðu stórir kaupendur brugðið á það ráð að kaupa heilan farm af norskum frystitogara. „Mér fínnst gámabannið á markaðina í Cuxhaven og Bremerhaven vera illa grunduð ákvörðun. Með henni er aðeins lokað einni leið af mörgum inn á svæðið. Við getum lítið eða ekkert ráðið um framboð þó við reynum að takmarka það með gámabanni. Aðrir geta komið inn, hægt er að kaupa fískinn á öðrum mörkuðum og jafnframt er leyfílegt að selja beint til kaupenda. Það er bara lokað á markaðina," sagði Samúel. kjarasamninga opinberra starfs- manna, að sögn Garðars Gíslason- ar, borgardómara, en samkvæmt henni á að fara fram allsheijarat- kvæðagreiðsla um verkfallsboðun- ina sjálfa og tilgreina dagsetningu væntanlegs verkfalls. Félagsdómur taldi hins vegar að atkvæðagreiðsla KÍ hefði einungis fjallað um að veita KÍ heimild til verkfallsboðunar og engin dagsetning á væntanlegu verkfalli hefði komið fram á at- kvæðaseðlinum. Hið íslenska kennarafélag lagði í gær inn beiðni um úrskurð Félags- dóms um hvort verkfallsboðun HIK væri lögmæt, en svo er ekki ef auðir seðlar eru taldir með í at- kvæðagreiðslu sem fram fór meðal félaga HÍK. Garðar Gíslason sagði að málflutningur í því máli færi fram öðru hvoru megin við helgina og úrskurður myndi liggja fyrir áður en HÍK ætlar í verkfall á mið- vikudaginn 13. apríl. Átta ökumenn óku of greitt ÁTTA ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi í Reykjavík fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra, sem hraðast ók, var á 102 km hraða í Artúnsbrekku. Lögreglan hóf hraðamælingarn- ar um kl. 20 og um þremur stundum síðar höfðu ökumennirnir átta verið stöðvaðir. Allir óku þeir á nærri 100 km hraða, eða frá 93 km upp í 102 km. Enginn nýr samnmgafundur hef- ur verið boðaður í deilu kennarafé- laganna tveggja við ríkið. Fjörutíu mál í þing- flokkum FJÖRUTÍU mál eru enn óaf- greidd í þingflokkum ríkisstjórn- arinnar af þeim 95 málum sem rikisstjórnin áætlaði að leggja fram á þessu þingi. Frestur til að leggja fram frumvörp á Al- þingi rennur út mánudaginn 11. apríl þegar þing kemur aftur saman að loknu páskaleyfi. Viðamestu málin eru upptaka virðisaukaskatts og aðskilnaður dómsvalds og stjómsýslustarfs í héraði en hvorugt þessara mála hafa enn verið afgreidd endanlega í þingflokkunum. Önnur mál eru minni í sniðum og sum í tengslum við þessi aðalmál. Frumvarpið um virðisaukaskatt- inn hefur verið afgreitt frá Al- þýðuflokki og Sjálfstæðisflokki en Framsóknarflokkur gerði athuga- semdir við nokkur atriði, sem fjár- málaráðherra hefur svarað. Þau svör og frumvarpið í heild verða tekin fyrir á þingflokksfundi í dag. Þegar liggur þó fyrir samkomulag um að virðisaukaskattur verður ekki tekinn upp fyrr en um mitt næsta ár í stað ársbyrjunar eins og áður var gert ráð fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.