Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Matseðill franskrar viku Catherine Deneuve í myndinni Ógöngur. í sveitinni; úr myndinni Á veraldarvegi. DEKRAÐU VIÐ BILINN ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF BÍLASNYRTIVÖRUM. KAUPMANNAHÖFN 14xíviku FLUGLEIDIR -fyrír þíg- Upplýsingasími: 685111 Nágrannarnir í Tengibrúnni. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Enn bjóða Frakkar uppá lokkandi kvikmyndaviku í Regnboganum og hefst hún með frumsýningu myndarinnar „Le grand chemin" eða Á veraldarvegi, eftir Jean-Loup Hubert klukkan 14.30 í dag. Frönsku kvikmyndavikurnar hafa nú um nokkurra ára skeið ver- ið kœrkominn viðburður í bíólífinu í borginni. Þær gefa kvikmynda- áhugafólki tækifærí til að kynnast lítillega því sem er að gerast í franskrí kvikmyndalist sem er mjög fjörug og blómleg nú sem endra- nær. Því miður hlýtur áhorfendahópurinn að takmarkast við þá sem skilja frönsku eða eru fljótir að lesa ensku því íslenskur texti er ekki á myndunum heldur annaðhvort er enskur texti eða enginn. I þetta sinn er boðið uppá sjö nýlegar myndir en þar af er ein þeirra Teresa sem einnig var sýnd á síðustu kvikmyndaviku Frakka og á Kvikmyndahátíð Listahátíðar sl. haust. Þeir sem misstu af henni í þau skipti ættu ekki að láta hana framhjá sér fara í þetta sinn. Hún er sýnd með enskum texta. Hinar myndirnar eru: Á veráldar- vegi frá 1987, Tengibrúin („La passerelle") frá 1987, „Baton Rouge" frá 1985, Munkurinn og nornin („Le moine et la sorciére") frá 1987, Ógöngur („Le lieu du crime) frá 1986 og Sjöunda víddin(„La septiéme dimension") frá 1987. Verða þær kynntar hér hver og ein og stuðst við upplýsing- ar frá Regnboganum. Á veraldarvegi gerist árið 1959 í þorpi einu á Bretagne. Sumarið virðist ekki lofa góðu fyrirLois, níu ára Parísarstrák. Hann dvelur á bóndabæ þetta sumar og á eftir að komast að ýmsu um gang lífsins. Hann lifir í heimi þar sem saklaus- ir leikir snúast upp ( andstæðu sína, hann verður skelkaður og tekur að hræðast hið óþekkta. Leikstjórinn Jean-Loup Hubert fæddist árið 1949 en hann er fyrst_ og fremst teiknimyndahöfundur. Á veraldar- vegi er þriðja mynd hans. Með aðal- hlutverkin í henni fara Anémone, Richard Bohringer og Antoine Hub- ert. Hún er sýnd með enskum texta. Tengibrúin segir frá Coru Elbaz og Jean Nevers sem búa á sömu hæð í fjölbýlishúsi en þekkjast mjög lítið. Jean er alvörugefínn og stífur og býr einn en Cora er ung einstæð móðir. Sonur hennar slasast óvart af völdum Jean og þannig takast kynni með nágrönnunum sem ein- kennast af duldum ástríðum og tor- tryggni. Leikstjóri er Jean-Claude Sussefeld sem hefur unnið mikið með kvikmyndagerðarmönnum eins og Jean-Luc Godard, Claude Sautet og Yves Boisset. Tengibrúin er þriðja mynd Sussfeld í fullri lengd en með aðalhlutverkin í henni fara Pierre Arditi, Mathilda May og Jany Holt. Hún er sýnd með enskum texta. . „Baton Rouge" segir frá þremur félögum sem halda til draumalands- ins Bandaríkjanna í leit að, ja, hverju? Þeir komast til New York og halda til á Baton Rouge. Þar verður einn þeirra ástfanginn af blússöngkonunni Viktoríu en hinir tveir fá vinnu á skyndibitastað. En Útlendingaeftirlitið vill senda þá heim til sín aftur. Sá ástfangni nær að verða eftir en hinir hverfa aftur til Frakklands og fara þegar í það að koma sér upp skyndibitastað. Leikstjóri er Rachid Bouchareb en hann er fæddur árið 1953 og hefur áður starfað við franska ríkissjón- varpið. Með helstu hlutverk fara Jacques Penot, Pierre-Loup Rajot og Hammou Graia. Hún er sýnd með enskum texta. Munkurinn og nornin gerist árið 1239 þegar dominikamunkurinn Etienne de Bourbon kemur í þorp eitt til að uppræta villutrú. Athygli hans beinist fljótt að Eldu sem hann grunar um græsku. Við kynni þeirra mætast tveir ólíkir heimar, annars vegar hið einstrengingslega og lærða viðhorf munksins en hins vegar eðlislæg gáfa Eldu. Yndis- þokki og líkamleg nálægð Eldu koma munknum í uppnám og vekja hjá honum tilfinningar sem hann hvorki vill né getur viðurkennt. Hann vill ekki yfirgefa regluna og friðar samvisku sína með því að dæma ungu konuna á bálköstinn. Leikstjóri myndarinnar er Suzanne Schiffmann en hún hóf sinn kvik- myndaferil sem skrifta. Munkurinn og nornin er hennar fyrsta mynd. Með aðalhlutverkin fara Christine Boisson og Tcheky Karyo, sem bæði verða viðstödd frumsýningu myndarinnar á kvikmyndavikunni. Myndin er á frönsku og án texta. Ógöngur segir frá Tónrasi sem er 14 ára og býr í smáþorpi í suð- vesturhluta Frakklands þar sem fátt spennandi gerist yfirleitt. En dag einn eiga sér stað atburðir sem breyta lífi hans, aðstandenda hans og Martins, sem er eftirlýstur af- brotamaður er gengur svo langt að fremja morð til að vernda Tómas. Leikstjóri er André Téchiné en hann er fæddur árið 1943. Hann skrifaði í kvikmyndaritið Cahiers du Cinéma frá 1954 til 1967 en gerði sína fyrstu mynd árið 1969. Með helstu hlutverk fara Catherine Deneuve, Victor Lanoux og Danielle Darr- ieux. Myndin er á frönsku og án texta. Sjöunda víddin er gerð af sjö kvikmyndagerðarmönnum sem túlka sömu söguna hver á sinn hátt. Með aðalhlutverkin fara Jean-Michel Dupuy, Francis Frapp- at, Marie-Armel Deguy, Michel Aumont og Hubert Deschamps. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN -+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.