Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Heímsbíkarkeppnin ískákerhafin Skák Margeir Pétursson Fyrsta heimsbikarmótið í skák hófst í Brussel í Belg-íu um pásk- ana. Alls munu fara fram sex mót á þessu og næsta árí. 25 stór- meistarar taka þátt í mótunum, hver þeirra teflir í fjórum. Það eru alþjóðasamtök stórmeistara sem hafa skipulagt keppnina og er vonast eftir að hún marki tímamót í skákinni. Þess má vænta að þessi sex stórmót veki niikla athygli hér á landi, þvi við eigum einn þátttakanda, Jóhann Hjartarson, sem vann sér þátt- tökurétt með sigri sínum á milli- svæðamótinu í Szirak í fyrra. Þá er ákveðið að eitt mótanna sex farí fram í Reykjavík í október næstkomandi á veg-um Stöðvar 2. Verður það í fyrsta skipti sem heimsmeistarinn í skák teflir í alþjóðlegu móti á íslandi. Það er ekki heiglum hent að komast í þessa keppni, sem tryggir öllum þátttakendunum verulegar verðlaunatekjur. Sovétmennirnir Kasparov, heimsmeistari, Karpov, Jusupov, Sokolov og Vaganjan og Hollendingurinn Timman, voru sjálfvaldir vegna frammistöðu sinnar í síðustu heimsmeistara- keppni. Á millisvæðamótunum sl. sumar var teflt um tólf sæti. Jóhann Hjart- arson, Salov (Sovétríkjunum), Port- isch (Ungverjalandi) og Nunn (Eng- landi) urðu efstir á mótinu í Szirak. í Subotica Englendingarnir Speel- man og Short, Sax (Ungverjalandi) og Tal (Sovétríkjunum). Frá Zagreb komust áfram þeir Korchnoi (Sviss), Seirawan (Bandaríkjunum), Ehlvest (Sovétríkjunum) og Nogu- eiras (Kúbu). Síðustu sjö sætunum var síðan deilt út eftir stigum. Þau hrepptu þeir Andersson (Svíþjóð), Ljubojevic (Júgóslavíu), Beljavsky (Sovétríkj- unum), Hubner (V-Þýzkalandi), Spassky (Frakklandi), Ribli (Ung- verjalandi) og Nikolic (Júgóslavíu) Heimsbikarmótin munu fara fram á eftirtöldum stöðum: 1. Brussel í Belgíu frá 1. til 22. apríl 1988. 2. Belfort í Frakklandi frá 12. júnítil 5. júlí 1988. 3. Reykjavík frá 1. til 26. október 1988. 4. Barcelona á Spáni frá 1. til 27. aprfl 1989. 5. Rotterdam í Hollandi frá 1. til 27. júní 1989. 6. Skell- efteá í Svíþjóð frá 10. ágúst til 4. september 1989. Á þessu ári mun Jóhann tefla á mótunum í Belfort og í Reykjavík. Hann tekur því ekki þátt í þessu fyrsta móti. Þar sem.Kasparov er þar ekki á meðal þátttakenda er það auðvitað Anatoly Karpov sem talinn er sigur- stranglegastur. Líklegastir til að veita honum keppni eru landi hans Alexander Beljavsky, sem reyndar lagði hann að velli í fimmtu um- ferðinni í fyrrakvöld, Jan Tirhman og Ljubomir Ljubojevic. Þessir þrír skákmenn hafa allir náð að sigra á mjög sterkum skákmótum nýverið. Beljavsky er sá sem hefur reynst sterkastur í fyrstu umferðunum. Hann vann Bandaríkjamanninn Seirawan í aðeins tuttugu leikjum í annarri umferð og náði síðan for- ystunni með þvf að vinna- sjálfan Karpov. Beljavsky er afskaplega mistækur skákmaður. Á milli- svæðamótinu í Szirak mistókst hon- um að komast áfram, en þegar hann nær sér ástrik standast hon- um fáir snúning. Skemmst er að minnast stórmótsins í Tilburg 1986. Þá sigraði hann mjög sannfærandi og Iagði m.a. Karpov að velli. Efstur á mótinu er enski stór- meistarinn Jonathan Speelman, en hann hefur teflt einni skák fleira en Beljavsky og unnið belgíska al- þjóðameistarann Winants, sem tefl- ir sem gestur á mótinu. Speelman Vetrarferðir Helga Jónssonar: Ævintýraferðir á hundasleða FLUGSKÓLI Helga Jónssonar á Reykjavíkurflugvelli hefur í vetur flogið með ferðamenn frá meginl- andi Evrópu í „ævintýraferðir" til Grænlainds, þar sem fólki gefst meðal annars kostur á að ferðast á hundasleða. Aukin aðsókn mun nú vera að þessum ferðum og nú um páskana fluttu flugvélar Helga Jónssonar á sjðunda tug ferðamanna til Grænlands. Þær upplýsingar fengust hjá Helga Jónssyni, að ferðir þessar væru einnig opnar íslendingum, en þeir hefðu lítið nýtt sér þær, enda væru þær lítið auglýstar innanlands. Hins vegar væri stefnt að því að bjóða upp á helgarferðir fyrir Islend- inga í sumar, og að fljúga fjórum sinnum í viku til Grænlands yfir sum- artímann. Erlendu ferðamennirnir hrifust af því, sem fyrir augu bar í ferðunum, Á hundasleða á Grænlandi. sérstaklega hundasleðaferðinni, Angmassalik í Kulusuk, en sleðaferð- samkvæmt upplýsingum fyrirtækis- irnar hafa verið farnar til staðar er ins. Hóparnir hafa gist á Hótel Tinitlaq heitir. Jóhann Hjartarson hefur tekið gífurlegum framförum síðustu árin eftir að honum tókst að sigrást á slæmum augnsjúkdómi. Það varpaði skugga á fimmtu umferð mótsins að sovézki stór- meistarinn Rafael Vaganjan varð að fara heim til Erevan þar sem bróðir hans lézt sviplega. Hann hafði gert fjögur jafntefli sem voru strikuð út. Staðan eftir fímm umferð- ir: 1. Speelman 3V2 v. 1. Beljavsky 3 v. (af 4) 2-4. Ljubojevic, Salov og Korchnoi 3y. 5-7. Tal, Speelman og Portisch 2V2 v. (af 4) 8-10. Karpov, Nogueiras og And- ersson 2V2 v. 11-12. Timman og Nunn 2 v. (af 4) 14-15. Nikolic, Sokolov og Seiraw- an 2 v. 16-17. Sax og Winants 1 v. Það er greinilegt af slakri byrjun þeirra Sokolovs og Sax að þeir hafa ekki fyllilega náð sér eftir þung áföll í áskorendaeinvígjum sínum í Saint John. Viktor Korchnoi, fjand- vinur okkar (sbr. bók hans „Anti- Chess", sem Högni Torfason nefndi „fjandskák" í íslenskri þýðingu sinni) er hins vegar vanur áföllun- um og þyrstir nú vafalaust í upp- reisn æru. Hann hefur byrjað vel, með sigri yfir Timman og fjórum jafnteflum. Það mætti segja mér að hann yrði í fremstu röð á þessu móti. Bandaríski stórmeistarinn Yass- er Seirawan leggur mikla áherzlu á það í skákum sínum að hafa traustari peðastöðu en andstæðing- urinn, andstætt við sóknarskák- menn sem leggja áherzlu á að nýta tímann til að koma mönnum sínum á framfæri. í skákinni við Beljavsky fékk Seirawan hrikalegan skell vegna þess að hann virtist alveg gleyma kóngsvængnum í ákafa sfnum við að skapa varanlegan peðaveikleika á drottningarvæng andstæðingsins. Skákin er einnig merkileg fyrir þá sök að fá afbrigði þykja jafh traust á hvítt og einmitt það sem Seiraw- an velur, þ.e. uppskiþtaafbrigði Slavnesku varnarinnar. Hvitt: Seirawan (Bandaríkjun- um) Svart: Beljavsky (Sovétríkjunum) Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - Rf6 4. cxd5 - cxd5 5. Bf4 - Rc6 6. e3 - Bf5 7. Rf3 - e6 8. Bb5 - Rd7 9. 0-0 Hér er langoftast pressað á drottningarvæng með 9. Da4. 9. - Be7 10. Bxc6 - bxc6 11. Hcl - Hc8 12. Ra4? Seirawan vill negla. niður bak- stæða peðið á c6, en þetta er allt of hægfara. Beljavsky hrifsar strax frumkvæðið á einfaldan hátt. Miklu betra var 12. Re5. 12. - g5! 13. Bg3 - h5 14. h3 - g4 15. hxg4 - hxg4 16. Re5 - Rxe5 17. Bxe5 - f6 18. Bg3 — Kf7 19. Hel? Það virðist sem Seirawan hafi yfirsézt 21. leikur svarts og talið sig geta bjargað kóngnum með flótta. Nauðsynlegt var 19. Rc3 Hh5 20. f3, þótt hvíta staðan sé ekki glæsileg með h-línuna galopna inn á kónginn. 19. - Hh5 20. Dd2 - Be4! 21. Kf 1. Hvíta staðan var vonlaus, en nú lýkur Beljavsky skákinni mjög smekklega: 21. — Bf3! og hvítur gafst upp, því hann er óverjandi mát. Er lögreglumaðurinn Derrick af íslenskum ættum...? Undan skilningstrjenu Egill Egilsson Eftir nýlegt ættfræðigrúsk leikur grunur á að hinn kunni téði lögreglumaður sé rammís- lenskur lengst fram f ættir, nánar tiltekið íslenskari en Reagan sjálf- ur. Enn nánar tiltekið er hann af svonefndum Hrosslegg, kenndum við bæinn Hrossa f Endalausadal í Seyruhreppi. Ekki hefur þetta enn fengist staðfest, og hefur Stephan, eins og hann heitir, hvorki játað né neitað. Harry nokkur Klein heldur hins vegar fram að svo sé, og mun honum ganga til ertni að nokkru, Af fjölmörgum grunuðum ættingjum hans hér á landi hef ég þó aðeins náð tali af einum, sem sé mér sjálfum. En upp komst um málið þegar fræðaþulur nokk- ur var sem endranær að blaða í skræðum. Leikur og grunur á að Stephan hafi vitað af þessu og ekki viljað hafa hátt um. Allt um það, þá má rekja ættir hans aftur til móðuharðinda, og er ættin þá kennd við bæinn Derr- ingsstaði f téðum hreppi. Mun nafninu kenndu- við bæinn hafa verið breytt til að fella það að þýsku. Um þessa ætt er fátt vitað nema það sem hún hefur haft umfram aðrar ættir dauðar sem lifandi, að hún lifði móðuharðindin af. Enn nánar tiltekið munum við Stephan vera af fjórða annars vegar og fimmta til sjöunda hins- vegar, en óvíst hvort. Liggur það vafaatriði utan viðfangs þessa greinarstúfs. Öllu þessu til enn frekari stað- festingar, þá má rekja ætt þessa enn lengra aftur í aldir, og verður hún þá æ kunnuglegri ættfróðum. En sé karlleggnum gerð skil, þá er hann skýr og ljós og öngvum vafa undirorpið hver hann er, nema á einum stað verður hann eilítið útfrymiskenndur. Hét sá Siggeir er bjó að Derringsstöðum skömmu fyrir móðuharðindi, en þar áður tvo tigi ára við sult á Seyru. Var sá af Þveitarætt eldri, Guðmundarson Pálssonar á Hark- hólum, Gunnbjarnarsonar að Hurðarási, Öxlum, Guðgeirssonar þess er týndi jöxlum í glfmunni frægu við Þorgeirsbola við Fjallsá. Var hann talinn heldur en ekki karl sá. Hallsonar á Karlsá, Gott- skálkssonar á Strympu, Jónasson- ar þess er bekktist við Lyga-Þuru við Hálfdán og gat við henni út- burð. Vilhallssonar lögmanns í Æruleysu son Ráðhildar þeirrar er lagði sýslumann þeirra Hún- vetninga á mjaðmahnykk á Kald- árbökkum. En um faðernið segir svo, að draugur hafi vitjað Ráð- hildar þessarar í svefni og gengist við barni því er hún bæri undir belti. Mátti hún og vel merkja að þar fór karldraugur. Kenndi hún aldrei karlmanns síðar en þetta varð, og var haft eftir henni í kör, að aldrei hefði hún verið við karímann kennd. Er því við brugð- ið hvað Gunnbjörn þessi hafi átt góða hesta. Lögmaður andaðist f hárri elli úr torkennilegu innan- meini. Afkomendur Siggeirs téðs eru kenndir við Hrossa í Endalausad- al, og eru komnir þangað skömmu eftir móðuharðindin. Skiptast þar á Edilonar og Jónar allt fram til þess er bærinn fór í auðn í góðær- inu á miili heimsstrfða. Um einn Jóna þessara er það mælt að álf- kona nokkur er aldrei náði ástum hans hafi lagt á hann að hann myndi hvergi yndi festa á ís- landi, og mun hann hafa komist á erlenda duggu. Er sá talinn for- faðir hins fræga þýska leynilög- reglumanns. Þrátt fyrir sífelldar eftirgöngur hefur ei tekist að fá lögreglufor- ingjann til að tjá sig um þetta mál. Talsmaður Mortkommision í Munchen kvað hann of upptekínn í morðmáli sem stæði til að geta verið að hafa áhyggjur af fslensku ætterni sínu. En aðspurt að gefnu tilefhi kvaðst heimilisfólk að Streitu, sem er næsti byggði bær við Hrossa, hafa fullan hug á að efna til ættarmóts næsta sumar, enda telur það sig stórfrændur hins fræga vinsæla þýska lög- reglumanns. Yrði hann þar sérleg- ur heiðursgestur. í stuttu símtali sem hægt var að hafa út úr Harry Klein sam- starfsmanni hans, vildi hann ekki taka afstöðu til hugmynda fólks- ins á Streitu, og kvað undirtektir yfirmanns síns myndu fara mjög eftir því hvernig stæði á morði f Munchen þegar ættarmótið færi fram. Kvaðst hann þó myndu orða hugmyndina við hann þegar hlé gæfist fyrir morðöldunni í Munchen. Tók hann sér það Bes- saleyfi að skila kveðju til allra vina á íslandi frá Herrn Stephan, með þakklæti fyrir þann áhuga sem f slendingar sýndu starfi sínu. Að lokum skal þess en getið, að tilgáta þessi er ekki enn talin fullsönnuð af ættfræðingum, en á móti kemur sú spurning hvaða ætt eða kirkjubókafærsla megi teljast fullsönnuð eða ábyggileg á þessu landi. Málinu til stuðnings má benda á að f Kringlunni má oft sjá karlmenn á eftir konum f búðarhugleiðingum, sem líkjast Derrick ákaflega mikið, einkum er áberandi sérkenni mikið og bert efra tannhold. Tel ég að þar fari fólk af Hrossaætt eða kennt við Derringsstaði. '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.