Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 53
 MORGUNBIiAÐIÐ', EAUÖARDAGUR 9. AFRÍUlSfS^f 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ilt l/WUI li-1 MJW//H rf/ffiitífiJ»/ífrií»Hff """íyi!M!maíiiíK ^.n^*-. ^ 'U.w." ^*"* Þjóðminjasafn fslands og byggðasöfnin Til Velvakanda. Fyrir skömmu var þess minnst, að 125 ár voru liðin frá stofnun l'jóðminjusafns íslands. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þess- ara tímamóta. Meðal annars var haldin sérstök dagskrá í Há- skólabíói, sem starfsmenn ttfóð- minjasafns önnuðust að miklu leyti sjálfir. í baksýn, á sviði Háskóla- bíós, voru til hliðanna leikmyndir eftir Sigurð Guðmundsson, er hann málaði fyrir frumuppfærslu á Skugga-Sveini, líklega 1862. Var skemmtilegt að bregða upp þessum myndum, sem eru afar merkilegar í íslenskri menningarsögu. Senni- lega eru þær upphaf að innlendri leikmyndagerð. Trúlega eiga fáar þjóðir slíkt í fórum sínum. Eg hygg t.d. að Englendingar gæfu mikið fyrir að eiga eitthvað af hinum fá- brotnu og einföldu leiktjöldum, sem notuð voru á tímum Elfsabetar I. er þeir voru upp á sitt besta, Sha- kespeare og Ben Jonson. En þeir sömdu leikrit sín fyrir afar fátækleg leikhús, þó þessi verk séu í dag sýnd með fullkomnustu tækni, sem völ er á. Eðlilegt er að staldra við á svona tímamótum og hugieiða hlutverk minjasafna í landinu. Ný lög um slík söfn eru í deiglunni. Ég hef ekki séð þau lög og veit ekki hvern- ig byggðasöfnum er markaður bás f þeim. En eins og allir vita eru þau söfn bæði smá og vanmegnug fjár- hagslega. Eins og aðrar menningar- stofrianir eiga þau undir högg að sækja. Ég hef heyrt raddir, sem eru t.d. andvígar því, að setja söfnin alfarið undir stjórn misviturra sveit- arstjórna. Hagir safnanna eru mjög mismunandi. Sum eru betur stödd en önnur, einkum þau er átt hafa ötula forvígismenn. Þeir hafa unnið baki brotnu við söfnun og ekki síst því að afla málefhinu fylgis almenn- ings og ráðamanna. Þessir menn hafa fyrst og fremst stuðlað að því að byggðasöfnin hafa hlotið varan- legan sess i nútímasamfélagi. Róð- urinn hefur oft verið þungur á þess- um miðum. En nú má svo telja að almennt sé viðurkennt, a.m.k. í orði, að söfnin eigi rétt á sér. En þetta var ekki svo. Þarf ekki að fara lengra aftur en tvo áratugi til að sjá hvert álit manna var. Um og eftir 1970 urðu miklar umræður um verndun gamalla húsa. Komu þar einkum til miklar deilur um Bernhöftstorfuna í Reykjavík, sem lauk á farsælan hátt. En þessar hræringar ýttu við mönnum um allt land. Jafnvel menn í sveitar- stjórnum tóku víða við sér og létu gera merkilegar athuganir á húsum og fornum mannvirkjum í byggðum sfnum. Af þessu hutu byggðasöfnin góðs vegna þess að athyglin beind- ist að þeim um leið. En þetta kost- aði mikil átök og stundum þarf mikið að ganga á til að breyta rfkjandi hugsunarhætti á hverjum tíma. Efla þarf kynningu á byggðasöfnum Eitt mesta nauðsynjamál byggðasafnanna er fjárhagur þeirra og hvernig ber að treysta hann. Ljóst er, að í jafnlitlu samfélagi og okkar hlýtur hann að hvíla að mestu á ríki og sveitarfélögum. Vegna fámennis er og sýnt að í náinni framtfð verða íslensk söfn enn að styðjast við áhugasama einstakl- inga. Byggðasöfnin þurfa fyrst og fremst á velvild almennings að halda. Án þess eru söfnin dauða- dæmd. Um byggðasöfnin á aldrei að vera hljótt. Alls konar kynning- arstarf er nauðsynlegt. Ekkert fer þeim verr en að véra stjórnað eins og þau væru eign lítils hóps manna. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrífa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan hðfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Slfkir menn slíta sundur líftaug safna sinna. Akkeri safnanna og kjölfesta er áhugi almennings. Söfhin eiga sjálf að vekja áhuga, bæði á sögu ein.st.akra héraða og landsins alls. Byggðasöfh þurfa helst að vera stöðugt á dagskrá. Almenningur má ekki líta á þau sem stofnanir er geymi gamla rykfallna muni f dimmum skotum. Þau eiga að vera lifandi og andrúmsloft tutt- ugustu aldar þarf að leika um þau. Um söfnin eiga að vera umræður í blöðum, birta þarf fréttir af starfi þeirra, húsnæðis- og fjármálum. Fjalla þarf um einstaka muni í eigu þeirra og varpa ljósi á tengslin við heimabyggðir. Segja á frá nýjum munum, gestakomum og aðsókn. Helst að birta reglulegt yfirlit yfir starfíð ár hvert. Allt þetta er nauð- syn í starfi hvers safns. Skattgreið- endur fá þá innsýn f starfið — og sveitarstjórnamenn, sem ráðstafa fjármunum almennings, fá um leið að sjá hvernig þeim peningum er varið. Auk þess má hafa ýmsar sérsýningar, jafnvel upplestra og smáleiksýningar, eða annað eftir því sem húsnæði býður upp á. íslenskir sveitarstjórnamenn ættu að skoða erlend byggðasöfn, ef þeir hafa tök á. Einkum á Norð- urlöndum. Ekki síst, ef þeir í fram- tfðinni eiga einir að veita fé til byggðasafna. Einnig ættu starfs- menn Þjóðminjasafhs að fá tæki- færi til að fræða stjórnendur sveit- arfélaga um byggðasöfnin og starf þeirra. Samband íslenskra sveitar- félaga gæti liðsinnt í þessu efhi. Einnig væri athugandi að efla kynni þeirra norrænna safhmanna er starfa við byggðasöfn og fslenskra safnvarða. Gefa íslendingum t.d. kost á að kynna sér söfn ytra. ÖU slík tengsl yrðu örugglega til að sýna mönnum fram á hve nágrann- ar okkar búa un betur að söfnunum en hér er gert. Að vísu eru þjóðir Norðurlanda fólksfleiri og ríkari en við, en þær eru skyldastar okkur í menningar- og sögulegu samhengi. Nauðsynlegt er, eftir því sem fjármunir leyfa, að Sjónvarp ríkisins taki að sér gerð þátta um byggða- söfnin. Þættir þessir gætu verið stuttir, en gæfu um leið góðan þver- skurð af fslenskri menningu og at- vinnuháttum til lands og sjávar. Aukin kynning og umræða um íslensk minjasöfn, er ein besta af- mælisgjöfin sem íslensk þjóð getur gefið Þjóðminjasafhi sínu. Ef það kynni að auka aðsókn að söfnunum er markinu náð. Skúli Magnússon, Keflavfk ' ÞAKLEKAVANDAMAL Leysum öll lekavandamál, svo sem þakleka á flötum þökum, svalirfyrirofan íbúðir, samskeyti milli húsa. Fillcoat á bárujárn svo ekki leki með nöglum og samskeytum. Sprunguvið- gerðirogsílanúðun. gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök og pappaþök. Fillcoat Þétting hf. kvöldsími: 54410 dagsímí:651710. MICROSOFT HUGBÚNAÐUR **¦ Símar 35408 og 83033 UTHVERFI Ármúli o.fl. Síðumúli o.fl. MIÐBÆR Óðinsgata Pl«0iuti!&lto^ií»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.