Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 -f HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ Þorbjöm sakaður um mútur Frölunda hyggst kæra leikinn gegn IFK Malmö. „Mútuþefinn leggur langar leiðir," segir KristerNáás, þjálfari Frölunda. „Ekkerttil íþessu," segir Þorbjörn Guðmundssson IFK Malmö, liðið sem Þorbjörn Guðmundsson þjálfar og Gunnar Gunnarsson leikur með, hef ur verið sakað um mútur fyrir leik liðsins gegn Irsta ífyrrakvöld. Malmö þurfti að vinna með 14 marka mun, en var einu marki undir í leik- hlái, 17:18. ísíðari hálfleik skoraði Malmö hinsvegar 22 mörk gegn 4 og sigraði 39:22. Það nœgði Malmö til að kom- ast í 1. deildina, með hagstœð- ara markahlutfall en Frölunda sem var með jafnmörg stig. Leikmenn Frölunda sœtta sig ekki við þessi málalok og hafa kœrt leikinn til sænska hand- knattleikssambandsins. Claum Hollgren þjálfari og leikmað- ur með Irsta er sakaður um að hafa þegið mútur. Hann hefur leikið fjölda landsleikja fyrir Svíþjóð. Þjálfari Irsta er enginn annar en Claus Hellgren sem var landsliðsmarkvörður Svía í mörg ár. Hann lék með liðinu í þessum leik og er sakaður um að hafa þeg- ið mútur Þessar ásakanir koma frá félögum hans í landsliðinu, en í liði Frölunda eru fjórir sænskir lands- liðsmenn. Kriste Náas, þjálfari Frölunda, sagði í gær í viðtali við Kvallpost-. en: „Það leggur af þessu mútuþef- inn langar leiðir og ég mun fara fram á það við stjórn liðsins að þessi leikur verði kærður. Við krefj- umst þess einnig að fá að sjá mynd- band af leiknum." »Úr lausu loftl griplð" Sænsku blöðin fjölluðu um þetta mál í gær, en ekkert hefur komið fram sem styrkir grun um mútur. „Þetta var ótrúlegur leikur. Við vorum einu marki undir í Ieikhléi, en unnum með 17 marka mun," sagði Þorbjöm Jensson í samtali við Morgunblaðiðl gær. „í hálfleik sagði ég strákunum að nú væri að duga eða drepast. Við yrðum að spila flata vörn og freista þess að fá Irsta til að skjóta fyrr f sóknum sínum. Það gekk upp, vörnin varði mörg skot og markvörðurinn sá um afganginn. Svo skoruðum við mikið úr hraðaupphlaupum. Ég neita því ekki að þetta eru ótrúlegar lokatöl- ur, en allar sögur um mútur eru úr lausu lofti gripnar. Þetta mál á þó eftir að vara svolít- inn tíma. í þessu liði eru fjórir lands- liðsmenn og áhrifamenn innan sænska handknattleikssambands- ins. Þeir leika dæmigerðan sænskan handknattleik og hreinlega neita að sætta sig við sæti í 2. deild. KNATTSPYRNA Siegfried Held „njósnar" í Aue ÍA-Þýskalandi SIGGI Held, landsliðsþjálfari um eftir að liðið mætir Hollandi íslands í knattspyrnu, fer til í Doetinchem. AuefA-Þýskalandiáþriðju- Holland og Portugal gerðu jafn- daginn. Þar „njósnar" hann tefli, 0:0, i riðlinum i sl. viku í um A-Þjóðverja og Portugala, Hollandi. Staðan í ólympíuriðlin- mótherja íslendinga íundan- um er nú þessi: keppniÓL. ítalía................6 3 3 0 5:1 9 ; A-Þýskaland....6 2 3 1 6:5 7 Islenska ólympíuliðið Ieikur Portugal..........6 14 1 3:3 6 gegn A-Þjóðverjum í Bischofs- ísland..............4 112 5:6 3 werda 30. apríl, eða þremur dög- Holland............7 0 3 3 5:9 2 Morgunblaðið/Júlfus Þorbjörn Jensson f landsleik gegn Dönuin. Hann segir allar ásakanir um mútur úr lausu lofti gripnar. „Sastta sig ekkl vtð 2. delld „Þeir bera það á Hellgren, félaga þeirra úr landsliðinu, að hann hafi þegið mútur og ekki lagt sig fram í leiknum. Það er fáranlegt. Hann varði mjög vel og markverðir Irsta vörðu samtals 20 skot í leiknum," sagði Þorbjörn. „Það væri líka fáránlegt að þyggja mútur og vera svo einu marki yfir í hálfleik. Það hefði þá verið mun gáfulegra að vera nokkrum mörk- um undir eftir fyrri hálfleik og KNATTSPYRNA „Oákveðið hvað ég geri" - segirSævarJónsson Það er allt óákveðið hvað ég geri í sumar - hvort að ég komi heim, eða verð áfram úti. Ég mun leika þá níu leiki sem Solot- hurn á eftir," sagði Sævar Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er samningsbundinn Solothurn til 24. maí. „Ég tek ekki ákvörðun um hvað ég geri, fyrr en samningstími minn er útrunninn. Eftir það stendur allt opið," sagði Sævar. Solothurn hefur aðeins leikið einn deildarleik eftir vetrarfrí. Gerði jafhtefli, 0:0, í leiknum. -_«- SPÁÐU i LIDIN OG SPiLAÐUMEÐ Hægt er að spá í leikina símleiðis og . greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. -^ Síminn er 688 322 ÍSLENSKARGETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Lelkir 9. aprft 1988 K _L X 2 1 Luton - Wimbledon1 2 Nott'm Forest - Llverpooli 3 Chelsea - Derby2 4 Coventry - Charlton* 5 Newcastle-Q.P.R.2 6 Southampton - Arsena|2 7 Watford - Oxford' 8 Crystal Palace - Aston Vllla3 9 Middlesbro - Man. City-'' 10 Oldham - Stoke* 11 Swindon • Blackburns 12 W.B.A.-ielcester^ sleppa því að verja öll þessi skot." í liði Frölunda eru fjórir landsliðs- menn, Per Öberg, Stefan Kenn- igárd, Lars Ahlest og Thomas Uhlson. Liðið leikur mjög svipaðan handknattleik og sænska landsliðið hefur leikið undanfarin ár og voru bundnar miklar vonir við liðið. Þær rættust ekki og liðið hefur valdið miklum vonbrigðum. „Ætla að koma helm" „Þrátt fyrir að við höfum unnið okkur sæti í 1. deildinni þá ætla ég að koma heim," sagi Þorbjörn. „Það er freistandi að halda áfram hér, en það eru aðrir hlutir sem skipta máli en bara handboltinn. Ég vil til dæmis að dóttir mín kom- ist í íslenskan menntaskóla. Ég neita því ekki að íslensk félög hfa haft samband við mig varðandi þjálfun, en ég vil ekki gefa upp að svo stöddu hvaða lið það eru. En það er svo gott sem öruggt að ég komi heim næsta vetur." Iþróttir helgarinnar Körfuknattlelkur Valur og Njarðvík mætast í íþróttahúsi Vals í dag kl. 14 í sfðari leik liðanna í úrslitakeppn- inni í úrvalsdeildúuú í körfuknatt- leik. Keflvíkingar sigruðu í fyrri leiknum og geta því tryggt sér sæti í úrslitaleiknum með sigri í dag. Á morgun leika svo Haukar og ÍBK kl. 20 í íþróttahúsinu við StrandgÖtu. Njarðvíkingar sigruðu í fyrri leiknum. Á mánudagskvöld er svo úrslita- loikurínn_ í 1. deild kvenna. Þá mætast ÍR og ÍBK í fþróttahúsi Seljaskólans kl. 20.Á sama tíma mætast KR og ÍS í 1. deild kvenna ! íþróttahúsi Hagaskólans. Knattspyma Ármann og ÍR mætast í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á gervigrasinu í Laugardal á morgun kl. 20.30. PH og ÍBK'leika fyrsta leikinn í Litlu-bikarkeppninni á morgun. leikurinn er á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og hefst kl. 13.30. ÍK og Augnablik leika síðasta leikinn í AHson-bikarnum i Kópa- vogi í dag kl. 12. á Vallargerðisvelli. ÍK getur tryggt sér sigur 5 mótinu með fímrn marka sigri. SfciBi Unglingameistaramót íslands á skíðum fer fram á Siglufirði um helgina. Á Akureyrí fer fram öld- ungamót íslands. Þá verður skíðamót haldið í fyrsta skipti í Grundarfírði í dag. Það hefst kl. 13.00. Keppt verður í 6 flokkum karla og 6 flokkum kvenna. Hiaup Hið árlega Víðavangshlaup ís- lands verður haldið við Gras- kSgglaverksmiðjuna á Saurbæ f Dalasýslu á morgun og hefst kl. 14. Keppt verður í fímm flokkum einstaklinga og einnig í sveita- keppni. BorðtennÍ3 Unglingameistaramót íslands f borðtennis fer fram utn helgina f íþróttahúsinu á Akureyri. Keppni hefst í dag kl. 9. Blak Víkingur og Þróttur leika til úr- slita í.bikarkeppní kvenna í dag í íþróttahúsi Hagaskólans kl. 14. Xefla I kvðld kl. 20 fer fram öskjuhlí- ðarmót í keilu í Keilusalnum við Öskjuhlíð. Keppt verður í fjórum flokkum. RITVELAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.