Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR ». APRÍL 1988 Ránið á farþegaþotunni frá Kuwait: Ég kyssi hönd yðar og grátbið um lendingarleyfi - bað flugstjórinn fyrir daufum eyrum flugvallaryfirvalda í Beirút Bcirút, Reuter. Flugræningjarnir f þotunni frá Kuwaít neyddu i gær flugstjórann til þess að fara frá flugvellinum i Mashad eftir að hafa hótað gíslunum um borð öllu illu. Fór vélin frá íran klukkan 11.15 að islenskum tíma. íranir höfðu kom- ið fyrir tálmiim á flugbrautinni, en fjarlægðu þá eftir að flugrœn- ingjarnir kðstuðu handsprengju út um dyr þotunnar og skutu við- vörunarskotum að írðnskum ör- yggissveitum. Til þess að auka orðum sinum áherslu hótuðu þeir að auki að sprengja vélina i loft UPP °g báðu fyrir kveðju til „hins bölvaða fursta af Kuwait" þar sem þeir sögðu hann hafa Uf gíslanna í hendi sér og að vélin yrði sprengd í tœtlur yrði hann ekki við kröfum þéirra um að láta 17 menn lausa úr haldi, en þeir stóðu að flugráni svipuðu þessu árið 1984. Eftir að ljóst var að Beirút var fyrirhugaður áfangastaður flug- ræningjanna var viðbúnaður á flug- vellinum þar hertur til muna og sýr- lenskar hersveitir voru í viðbragðs- stöðu. Kom vélin yfir Beirút um klukkan 15 í gær. Eftir að vélin hafði hringsólað yfir fiugvellinum þar í nokkra tíma hótuðu ræn- ingjarnir að neyða flugstjórann til lendingar hvað sem það kostaði. „Við eigum einskis annars úrkosti en að brotlenda vélinni á flugvellin- um. Þotan og farþegamir munu Reuter Sýrlenskar hersveitir voru f viðbragðsstöðu á flugvellinum f Beirút og hótuðu yfirmenn þeirra að skjóta vélina niður ef hún reyndi að lenda. sprínga i tætlur við það," sagði einn ræningjanna i samtali við flugturn- inn. „Við munum brotlenda og þið beríð ábyrgðina" Flugræningjarnir sögðu líbönsk yfirvöld vera ábyrg fyrir lífi og lim- um gíslanna og kröfðust þess að fá tafarlaust lendingarleyfi. Viðkom- andi flugumferðarstjóri benti þeim þá á að þeir væru sjálfir ábyrgir, þar sem þeir hefðu rænt vélinni, en flugræninginn svaraði: „Við munum brotlenda og hvað sem gerist munuð þið vera ábyrgir." Greip þá flugstjór- inn inní og sagði: „Ef flugvöllurinn verður ekki opnaður innan nokkurra mínútna munum við brotlenda." Háttsettur yfirmaður í líbönsku leyniþjónustunni sagði að flugrænin- gjarnir tilheyrðu libönsku sámtökun- Friðarsamkomulag um Afganistan: <_' Miklar líkur á að Banda- ríkin styðji samninginn - segir talsmaður Bandaríkjastjórnar Santa Barbara, Kalif orniu, Reuter. STJORNVÖLD f Banda- ríkjunum lýstu í gær yfir ánægju sinni með friðarsam- komulagið um Afganistan sem tekist hefur fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Diego Cordovez, sáttasemjari SÞ, lýsti þvf yfir f gærmorgun að samkomulagið milli Afganist- ans, Pakistans, Sovétrfkjanna og Bandaríkjaima værí tilbúið til undirritunar. Stjómvöld f Bandaríkjunum sðgðu að miklar líkur væru á því að Bandaríkin myndu lfkt og Sovétríkin styðja samkomu- lagið en búist er við að það verði undirritað í síðasta lagi þann 14. aprfl. , Howerd Baker, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, lagði engu síður á það áherslu að Banda- ríkin myndu ekki fella dóm um samninginn fyrr en borist hefði formleg tilkynning um tilhögun brottflutnings sovésks herliðs frá Afganistan. „Ég held í raun að líkurnar séu miklar á því að Bandaríkin gangi í ábyrgð fyrir samkomulagið," sagði Baker. „Ef samningurinn er í raun það sem hann virðist vera þá litur út fyrir að hann sé glæsilegur árangur." Baker hafði þann fyrirvara á að ákvæði samningsins varðandi hemaðaraðstoð Bandarikjanna við skæruliða i Afganistan væru Bandaríkjamönnum að skapi. Bandaríkjamenn hafa ætíð kraf- ist þess að þeim sé heimilt að styðja skæruliðana á meðan Sov- étmenn styðja stjórnina í Kabúl. Perez de Cuellar: Hörmungar Afgana opnuðu augu manna Sameinuðu þjóðunum, Beuter. Samkomulagið um Afganist- an sem tókst í Genf á f östudag er fyrsta skrefið f þá átt að binda enda á þjáningar Afgana og þegar menn gerðu sér grein fyrir hörmungunum sem dunið hafa á þjóðinni þá var sfðustu Reuter hindruninni fyrir samkomulagi rutt úr vegi, sagði Perez de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna f gær. Yfirlýsing de Cuellars var var- lega orðuð og virtist ekki útiloka þann möguleika að áfram yrði barist í Afganistan eftir að Sovét- menn verða farnir á brott. Hann sagði að samningurinn skapaði grundvöll fyrir því að „afganska þjóðin gæti ráðið sínum málum sjálf og án utanaðkomandi íhlut- unar." Diego Cordovez, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna f viðræð- um fjögurra ríkja um framtfð Afganistans sem staðið hafa f sex ár, var hróðugur þegar hann tilkynnti f gærmorgun að samkomulag væri tilbúið til undirritunar. Eftir sjö ferðalög til Af ganistans og Pakistans og tólf samningalotur er ekki nema von að hann segi að „stál- taugar hafi þurft til að ná sam- komulagi". um Hizbollah, Flokki Guðs, en þau hafa verið hliðholl íransstjórn. Ræningjarnir rændu vélinni á leið frá Bangkok í Thailandi til Kuwait og neyddu hana til lendingar í Mas- hed í norðausturhluta frans. Þaðan hélt hún sem fyrr sagði áleiðis til Beirút, höfuðborgar Líbanons og öllum innanborðs hótað lífláti ef lendingarleyfi yrði ekki veitt án taf- ar. „Flugturn, flugturn ... heyrið þið í mér, heyrið þið í mér," kallaði flugmaðurinn. „Þeir neyða mig til lendingar og segjast munu skjóta okkur ef við hlýðum ekki." Sýrlensk hernaðaryfirvöld sögðu flugumferðarstjóranum að koma þeim skilaboðum á framfæri að ef flugstiórinn reyndi að lenda vélinni yrði á hana skotið og hún skotin niður ef þörf krefði. Flugumferðar- stjórinn bað ræningjana um að styggjast ekki, en hann gæti því miður ekki leyft þeim að lenda. Flugumferðarstjórinn bað aftur: „Ég vil lénda, ég á engra kosta völ. Ég verð að taka eldsneyti og koma mér í loftið aftur." „Byssu er beint að höfðimér..." Tók flugstjórinn þá til við að hringsóla yfir flugvellinnum og i hvert sinn sem hann fór yfir hann lækkaði hann flugið og slökkti ljósin og var engu líkara en hann væri í aðflugi í hvertr skipti. Þegar þotan sveimaði í sjöunda skipti yfir flug- völlinn skutu Sýrlendingar tveimur viðvörunarskotum að henni, en flug- stjórinn bað þá hætta — margir far- þeganna væru gripnir móðursýki. „Byssu er beint að höfði mér. Hjálp- ið mér. Ég hef ekki eldsneyti. Gefið • mér lendingarleyfi," grátbændi hann mennina í turninum. Flugumferðar- stjórinn svaraði: „Svarið er nei, end- urtek nei." Þessu næst komu tveir farþeg- anna í talstöðina til þess að biðja sér Hfs. „Ég er Anwar Khaled al- Shabah, einn farþeganna. Leyfið okkur vinsamlegast að lenda," sagði kona ein með grátstafinn i kverkun- um, en hún er fjarskyldur ættingi furstans í Kuwait. Næstur var mað- ur sem talaði skjálfandi röddu: „Ég heiti Khaled al-Ghabandi og er far- pegi f vélinni. Þotan er eldsneytis- laus og við verðum að lenda. Far- þegarnir eru dauðskelkaðir og ég tala fyrir munn allra farþeganha." Flugstjórinn hélt áfram: „Eg grát- bæni ykkur, ég kyssi hönd yðar, ég grátbæni ykkur enn og aftur um að leyfa mér að lenda. Ég skil allar ástæður ykkar gegn því, en ég bið ykkur því ég ber ábyrgð á fjölda mannslífa. Eg grátbæni ykkur um lendingarleyfi," sagði hann. „Vin- samlegast hafið sjúkrabifreiðir til taks. Við verðum að lenda," bætti hann við. Við þessari bón var hins vegar ekki orðið og að lokum létu ræningj- arnir undan og vélin hélt til Larn- aka-flugvallar á Kýpur. Þar lenti hún síðan kl. rúmlega 18.00 þrátt fyrir að flugvallaryfirvöld segðu völl- inn lokaðan og slökkt væri á flestum flugvallarljósum. Hafði vélin því sveimað yfir.Beirút í um 3 klukku- stundir en það tekur aðeins um 20 mínútur eða svo að fljúga þotu frá Beirút til Kýpur. Morgunblaöiö / AM Noregur: Verðbréfamiðl- ari sóttur til saka Ónló. Frá Rune Timberiid, fréttaritara HorgfunblaA&úu. FRANSKUR verðbréfamiðlari hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið valdur að þvf, að Den norske Creditbank (DnC) tapaði 20 milljónum norskra króna (rfflega 80 millj. ísl. kr.). í mars í fyrra var Phillipe Hec- ker, sem er 38 ára að aldri, gerður að yfirmanni verðbréfadeildar DnC. Rífandi gangur var þá í þessari deild, sem keypti og seldi mikið af erlendum verðbréfum. í nóvember- mánuði komst upp, að Hecker hafði beitt brögðum, sem hefðu getað fært honum og fjölskyldu hans mik- inn gróða, hefði alpjóðlega verð- bréfahrunið ekki orðið til þess, að brallið var afhjúpað. Hecker notaði m.a. nafn móður sinnar og mágkonu, er hann reyndi, að sögn lögreglunnar, að svíkja fé út úr DnC. Hann stofnaði tvo reikn- inga í DnC, annan á nafhi móður sinnar og hinn á nafni mágkonu sinnar. Síðan keypti hann verðbréf fyrir 507 millj. n. kr. á nafni móður- innar og 750 millj. í nafni mág- konunnar án þess að hafa lagt fé inn á reikningana eða fengið láns- heimild til kaupanna Þegar upp komst um svikin, var 95 millj. n. kr. skuld á reikningun- um, en verðbréfin, sem keypt höfðu verið, voru 75 milíj. n. kr. virði. Þar með hafði DnC tapað 20 millj., fyrst og fremst vegna alþjóðlega verð- bréfahrunsins síðastliðið haust. Árið f fyrra reyndist DnC þungt i skauti. Tapaði bankinn alls yfir 1,2 milljörðum (ríflega 7 milljörðum fsl. kr.), þar af hundruðum miUjóna á alþjóðlegum verðbréfaviðskiptum. Æðstu yfirmenn bankans hafa fok- ið hver af öðrum upp á sfðkastið. Bæði yfirbankastjórinn, Leif Terje, og 511 bankastiórnin hafa orðið að fara frá f kjðlfar þessara áfalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.