Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 17 að hafa forystu um skipulagningu og framkvæmd þessa verks. Svip- mót bygginganna í nágrenni Ráð- hússins, t.d. hússins, sem Happ- drætti Haskólans hefur í hyggju að reisa á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, svo og svipmót þess húss eða húsa, sem kunna að verða byggð austan þess Ráðhúsgarðs, sem hér er rætt um, skipta auðvit- að miklu máli. Þáu mega hvorki skyggja á eða yfirgnæfa Ráðhúsið eða Alþingishúsið. Þá er einnig eðlilegt að reyna að hafa áhrif á hvaða starfsemi yrði rekin í þessum húsum sem og þeim húsum, sem eru þarna fyrir. Það gæti t.d. vérið æskilegt að sem flestar ferðaskrifstofur bæjarins og önnur ferðamannaþjónusta, með tilheyrandi minjagripaversl- unum og gjafavörubúðum, list- munaverslánir og tfskuverslanir væru staðsettar þarna og auk þess auðvitað töluvert af íbúðum og þjónustufyrirtækjum. Nýtum Tjarnarsvæðið á þann hátt að Reykvíkingar og aðrir landsmenn hafi not af því og það sé þeim til ánægju þegar þeir þurfa að reka erindi í miðbæ höfuð- borgarinnar. Tjörnin ætti að verða þáttur í daglegu lífi borgaranna — (en ekki bara andapollur). Aukin þjónusta og bætt og list- rænt umhverfi Tjarnarinnar verður áreiðanlega til þess að auka gleði og ánægju mannsandans og ann- arra anda. Tjörnin lengi lifi. Höfundur ergamall Reykvíking- ur, þekktaslur scm Itagnar í Mark- aðinum eða Ragnar I Glaumbæ. Flugstjórnarmiðstöðin tengist ratsjá á Stokksnesi: Ratsjársvæði miðstöðv- arimiar stækkar um 70% Flugstjórnarmiðstöð Flugmála- stjórnar i Reykjavík hefur tekið i notkun nýjan ratsjárbúnað, sem tengdur er ratsjárstöð Atlants- hafsbandalagsins á Stokksnesi. Við þetta stækkar radarsvœði flugstjórnarmiðstöðvarinnar um 70%. Fyrirhugað er að flugstjórn- armiðstöðin muni einnig tengjast ratsjárstöðvunum sem eru i bygg- ingu á Gunnólfsvíkurfjalli og Stigahlíð, svo og ratsjárstöð NATO í Færeyjum. í fréttatilkynningu frá Flugmála- stjórn segir að með bættum ratsjár- búnaði megi minnka mjög aðskilnað milli flugvéla og auka öryggi f flug- umferðarstjórnun. Gert er ráð fyrir að eftir tvö til þrjú ár muni flugstjórn- armiðstöðin geta fylgst nákvæmlega með 200-400 sjómflna breiðu belti frá Noregi og Bretlandi og vestur fyrir ísland. Það mun gera kleift að stytta vegalengdina milli flugvéla þannig að hún verði aðeins sjöttungur þess, sem skylda er annars staðar á Atl- antshafi. Frá 1984 hefur ftugstjórnarmið- stöðin tengst nýjum aðflugsratsjár- tækjum Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, og hafa Bandarfkjamenn tekið þátt í framkvæmd þeirrar áætl- unar', sem nú er að verða að veru- leika. Hugmyndir munu einnig vera uppi um að taka á móti ratsjármerkj- um frá ratsjárstöðvum Bandaríkja- manna á Grænlandi. Það er furðulegt að ráðherra skuli ekki hafa verið kynnt áform um að stækka húsið, en allar teikn- ingar þar að lútandi voru lagðar ' fyrir byggingarnefnd aðeins 3 dðg- um eftir að ráðherra staðfesti skipu- lagsuppdráttinn. Æðsta stjómvald skipulagsmála virðist ekki undan- þegið óskammfeilni borgaryfirvalda frekar en almenningur. Næst vil ég svara háðsglósum varðandi skerðingu á Tjörninni og grunnflöt ráðhússins. Samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum sjálfum nemur skerðingin á Tjörninni um 2.300 m2 eftir nýsamþykkta stækk- un á byggingarreit. Reiknisdæmið lítur svona út: byggingarreitur sá sem yfirvöld mörkuðu sér í upphufi nam 3.248 m2. Við hann bætist nýfengin 300 m2 aukning (því ég leyfi mér að afþakka að „skilað sé aftur" 6 m breiðri spildu milli gang- stéttar Vonarstrætis og norður- veggjar hússins). Þetta eru 3,548 m2. þar af eru 1,271 m2 á landi, en 2.277 m2 í vatni. Sé grunnflötur ráðhúsbygginganna aðeins 1,721 m2 en þéssi byggingarreitur engu að siður nauðsynlegur, sýnir það hversu mikið pláss mun fara í bilið á milli húsanna, vatnsþróna við norðurhornið, stéttir og annað sem húsunum tilheyrir, en ekki verður undanskilið þegar rætt er um fyrir- ferð þessa mannvirkis. Þá röksemd að Tjörnin verði að- eins skert um 1% hafa menn séð í gegnum fyrir löngu. Vatnsþróin norðúr við húsin og rennan á milli þeirra koma ekki í stað þeirrar nátt- úrulegu Tjarnar sem við viljum varðveita. Prósentureikningur virð- ist í raun fáránlegur í þessu sam- bandi, því sá skaði sem umhverfi Tjarnarinnar og heildarsvipur þess mun bíða við þessar framkvæmdir verður ekki mældur hvorki í pró- sentum né krónum og aurum. Arkitektarnir klykkja út með því að aðrar „rangfærslur", mér eign- aðar, hafí borgarverkfræðingur þegar hrakið. Ekki varð ég vör við það, en við skulum leita. Hann fer á kostum við að útskýra hvernig breyta megi 697 m2 stækkun i 258 j m2, á þeirri forsendu, að mér skilst, ! að þorri þessarar stækkunar hafi í verið nauðsynlegur. Það getur vel I verið, en það breytir ekki því, að • húsið hefur stækkað um tæpa 700 -m2 frá staðfestu skipulagi. Hann minnist hins vegar ekki einu orði á þá staðreynd að húsið hefur vaxið um 5.000 rúmmetra. Það gera arkitektarnir ekki heldur. Þau geta ekki snúið út úr þessum tölum, og geta ekki hrakið þær. En rúmtak byggingarinnar er ein- mitt það sem skiptir mestu máli í þessari baráttu tala ég fyrir munn þeirra sem hafa áhyggjur af þvi hvernig þetta hús mun líta út utan frá séð. Okkur varðar ekki svo mjög um gólffleti hér og þar innan stokks, en umfang hússins skiptir máli. Hversu hátt er það, hversu stórt er það? í lok nóvember skrifar borgarstjóri að þessi bygging sé 19.000 rúmmetrar. Nú er sótt um byggingarleyfi fyrir 24.336-rúm- metrum. Þetta er 28% aukning. Ég skora á borgaryfirvöld og arkitekt- ana að hrekja þessar tölur ef þau geta. Sfðari hluti greinar borgarverk- fræðings, þar sem rætt er um með- alstærð tillagna að ráðhúsi sem bárust í tugatali, fellur um sjálfa sig. Eina tillagan sem máli skiptir er verðlaunatillagan, og það eru breytingar á henni frá staðfestu skipulagi sem nú er deilt um. 1 lok greinar sinnar benda arki- tektar á meðfylgjandi mynd af ráð- húsinu „eins og það var kynnt". Þessir uppdrættir hafa aldrei hlotið lögboðna kynningu, enda sýna þeir umdeilda stækkun. Þar sést, svo ekki yerður um villst, að í n^justu mynd sinni nær húsið mun lengra til austurs en áður var. Það má því með sanni segja að mynd segi meira en þúsund orð, því hvorki nefndu arkitektarnir né borgarvferkfræð- ingur þessa stækkun einu orði. Ég tek undir hugleiðingar arkitekta um að menn skuli leita sannleikans og raunveruleikans, og vona að þau verði fundvísari í framtíðinni en hingað til, því raunveruleikinn er sá að nú er beðið um byggingar- leyfi fyrir ráðhúsi sem er 28% stærra en það var á þeim upp- drætti sem félagsmálaráðherra staðfesti. Borgarstjóri segist aldrei hafa þurft að búa við aðrar eins hártog- anir og falsanir og fram hafi komið hjá andstæðingum ráðhússins um stærð þess, eins og haft er eftir honum í Morgunblaðinu i gær. Þessum kvörtunum vfsa ég til föð- urhúsanna, og tel að hugarvfl hans stafi frernur af því að loks rísa upp menn sem hika ekki við að standa uppi í hárinu á honum, og var sann- arlega kominn tfmi til. Ilöfundur er háskólakennarí. GRÆNLAND Ratsjársvæðið það er var Stækkun ratsjár- svæðisins með tengingu við rat- sjá á Stokksnesi Á þessu korti má sjá stækkun ratsjársvæðis flugstjómarmiðstöðvar- innar. Hringlaga svæðið með miðju f Keflavík er gamla radarsvæð- ið, en skyggða svæðið tíl hægri bætíst nú við með tengingunni tíl Stokksness. Þegar tengingu verður komið á við ratsjárstöðvarnar á Gimnólfsvfkurfjalli og Stigahlíð, auk ratsjárstöðvar NATO í Færeyj- um, mun ratsjársvæðið ná yfir um það bil allt flugumferðarsvæði íslendinga, sem sýnt er á kortínu. VELA-TENGI Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengiö aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stardir fastar og frá- tengjanlegar Vesturgötu 16, sími 13280 IJLr ^ús9 ¦;.¦ ;;:¦;.:¦; ÁRMULA44.SIMI 32035. Opiö laugardag kl. 10.00-16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.