Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 45 Minning: Helgi Þorsteins- son — Keilavík Fæddur 22.janúar 1905 Dáinn 8. febrúar 1988 Útför Helga Þorsteinssonar fór fram frá Keflavíkurkirkju 16. febr- úar síðastliðinn, eftir stutta sjúkra- húslegu, en hann var búinn að þjást af sykursýki í áratugi. Helgi var fæddur í Höfnunum. Foreldrar hans voru Gíslína Gísla- dóttir og Þorsteinn Árnason er bjuggu á Kirkjuvogi í Höfnum. Helgi stundaði sjósókn á yngri árum og þóttu Helgi og bræður hans miklir átakamenn, svo að til þess var tekið þegar þeir báru afl- ann á herðum sér úr fjörunni og upp í land. Lengst af ævinni bjó hann í Keflavík, nánar tiltekið á Skólavegi 4. Jlann var einn af stofnendum Aðalstöðvarinnar bf. í Keflavík og stundaði hann leigubílaakstur upp fráþví. Helgi var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Sigþóra Sveinsdóttir, en hana missti hann árið 1963. Seinni kona hans heitir Bergþóra Guð- laugsdóttir, ættuð frá Dalvík, og lifir hún mann sinn. Helgi eignaðist tvö börn, Ástráð Hermann, radar- og flugmeistara í flugher Banda- ríkjanna, en hann lést í flugslysi, og Ester, ljósmóður, gifta Davíð Davíðssyni, lækni. Mig, sem þetta ritar, langar að þakka Helga órofna tryggð og vin- áttu sem hann sýndi okkur frænd- fólki sínu, sem aldrei bar skugga á. Dagfarsprúður maður var Helgi og með eindæmum barngóður og nutu börnin hér á heimilinu þess í ríkum mæli. Hann kom fyrst í heim- sókn til foreldra minna þegar ég var um fermingu og ætíð síðan hefur hann komið og dvalið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma, ýmist einn eða með Bergþóru, konu sinni. Nú síðast á milli jóla og ný- árs hafði hann mikinn hug á að komast austur, en heilsa hans leyfði það ekki. Við heimilisfólkið sendum Bergþóru innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu hans. Þú Jesús ert lífið sem dauðann fær deytt lát dauðann úr sálunum vikja en lífið sem eilífan unað fær veitt með almættis krafti þar ríkja. Vigdís Þorsteinsdóttir Minning: Antonía K. Eiríks- dóttir, Hafnarnesi í dag verður til moldar borin frá Kolfreyjustaðarkirkju í Fáskrúðs- firði Antonía Katrfn Eiríksdóttir. Antonfa var fædd að Krosshjá- leigu, Krossþorpi á Berufjarðar- strönd hinn 6. janúar 1903. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Sig- urðardóttur og Eiríks Árnásonar er þar bjuggu. Antonfa var næstyngst sinna 9 systkina og var f foreldrahúsum fram að tfu ára aldri, að faðir henn- ar brá búi og fluttist f Breiðdal v/Breiðdalsvík. Var Antoníu þá komið fyrir á bænum Innri-Kleif, í Breiðdal og dvaldi hún þar næstu fjögur árin. Að þeim tfma liðnum liggur síðan leið hennar að Kðmbum v/Stöðvar- fjðrð þar sem hún dvelur um tíma. Sfðan flyst Antonfa að bænum Hvalnesi, sem er næsti bær þar við. Þaðan flytur hún svo til systur sinnar að bænum Gripalda sem var innsti bær f gamla Reyðarfjarðar- hreppi. Þar dvelur hún svo um skeið, hjá systur sinni er þar bjó. Þar næst liggur svo leið hennar í Hafnarnes v/Fáskrúðsfjörð og ræðst hún þangað sem vinnukona til hjónanna Jóhönnu Halldórsdótt- ur og Bergs Ásgrfmssonar, er þar bjuggu. I Hafnarnesi stöðvast síðan flutn- ingur Antoníu því þar kynnist hún svo væntanlegum eiginmanni sfnum, Guðmundi Níelssyni, er þar bjó ásamt systur sinni, Þuríði, og mági sínum, Sigurði Eiríkssyni. Antonía flytur sfðan ásamt eigin- manni sfnum Guðmundi Nfelssyni í nýbyggt fveruhús er þau hjón höfðu reist sér í Hafharnesi og þau köll- uðu Nýjabæ. Antoníu og Guðmundi varð ekki barna auðið, en þau ólu upp bróður- dóttur Guðmundar, Báru Jónsdótt- ur, er býr í Hafnarfirði, gifta undir- rituðum. Guðmundur maður An- tonfu andaðist árið 1966, og bjó Antonía þá um skeið á jörð þeirra hjóna. Þar kom þó til að hún varð að yfirgefa býli sitt og fluttist hún þá suður til Hafnarfjarðar til fóstur- dðttur sinnar þar sem hún dvelur svo um skeið ásamt því er hún þurfti að liggja á sjúkrahúsum sök- um veikinda. Sfðustu tólf árin hefur Antonía svo dvalist á Dvalarheimil- inu Ási í Hveragerði við góða að- hlynningu starfsfólks. Var henni ljúft um staðinn svo og allan viður- gjörning. Antonía var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana margir fallegir munir víðsvegar. Hún var mikil húsmóðir og hafði hún unun af því að taka á móti gestum sínum, er bar að garði. Eftirlifandi bróðir Antoníu, Einar Eiríksson, dvelur nú sem vistmaður ásamt eiginkonu sinni, Filipfu Krist- jánsdóttur, á vistheimilinu Seljahlíð í Breiðholti Reykjavík. Að lokum vil ég þakka fyrir þær góðu stundir sem við fengum að njóta hennar. Blessuð sé minning Antonfu. „Far þú i friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt." (V.Br.) Sigurður Hjartarson Minning: Ásgeir Sigurðs- son frá Bæjum Ásgeir Sigurðsson, járnsmíða- meistari, frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, andaðist á heimili sfnu á ísafirði þann 25. mars sl. Foreldrar Ásgeirs voru hjónin Sigurður Ólafs- son bóndi f Bæjum og kona hans, Marfa Ólafsdóttir, og með þeim ólst hann upp. . Þann 30. október 1941 kvæntist Ásgeir Önnu Hermannsdóttur frá Ögri í Ögursveit, en hún lifir mann sinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hermann Hermannsson útvegs- bóndi þar og kona hans, Salome R. Gunnarsdóttir. Þau Anna og Ásgeir eignuðust þrjú börn. Þau eru: Hermann Jón, tannlæknir í Kópavogi, kvæntur Guðfinnu Gunn- þórsdóttur, þau eiga 4 börn. Næst er Sigriður Borghildur og er hennar maður Ólafur Þórarinsson, trésmið- ur. Þau eiga 5 börn. Þriðja barnið er Kristín Anna og er hennar mað- ur Gísli J6n Hjaltason, skrifstofu- maður. Þau eiga 2 dætur. Ásgeir var járnsmiður að at- vinnu, hann vann við iðn sína í 40 ár hjá Marsellíusi Bernharðssyni skipasmfðameistara Síðustu árin vann hann við Raftækjaverksmiðju Pólsins hjá Óskari Eggertssyni. Ásgeir þótti jafnan mjðg hæfur maður í iðn sinni og var því eftir- sóttur til starfa. Atvikin höguðu því þannig, að sá sem þessar fáu lfnur ritar kynnt- ist Ásgejri mjög vel. Skoðanir okkar á tainum ýmsu málefnum sem um var fjallað hverju sinni voru oftast á einn veg. Með honum var ánægju- legt og uppörvandi að vinna að framgangi mála. Undirritaður telur sér það mikinn ávinning að hafa átt þess kost að kynnast og eiga samstarf við mannkostamanninn Ásgeir Sigurðsson. Jarðarför Ásgeirs var gerð þann 6. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Undirritaður vottar Önnu Her- mannsdóttur, börnum hennar og öðrum aðstandendum einlægrar samúðar. Jón Á. Jóhannsson t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON f rá Dœli, Jörvabyggð 3, Akureyri, lést í Kristnesspítala aðfaranótt fimmtudagsins 7. apríl. Guðmundur Þórhallsson, Áslaug Freysteinsdóttir, Kristján Þórhallsson, Þórgunnúr Ásgrímsdóttir, Aðalheiður Þórhallsdóttir, Alfreð Þórsson og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, HALLBERA HALLSDÓTTIR frá Neskaupstað til heimilis Álftalandi 7, Reykjavfk, lést á Landakotsspítalanum 7. apríl. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju miövikudaginn 13. apríl kl. 13.30. Agnar Ármannsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Erla Ármannsdóttir, Kolbrún Ármannsdottir, Reynir Sigurþórssón, Randver Ármannsson, Kristjana Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, EYRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Suöurgötu 12, Keflavflc, er lést i Sjúkrahúsi Keflavíkur 2. aprfl, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag laugardaginn,9. apríl kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Sjúkrahús Keflavíkur njóta Þess. » SigtryggurÁrnason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Utför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS GUÐN ASONAR, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Anna Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móð- ur okkar, JÓHÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Skagabraut 44, Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, KarlHilmar, Elisabet Karlsdóttir, Sigurður Jóhannsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föðursystur okkar, SIGÞRÚÐAR MAGNÚSDÖTTUR, Borgarnesi. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Þorgerður Oddsdóttir. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, Armanns GUÐJÓNSSONAR, Akureyri. Ragna Jóhannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum inniloga samúð viö andlát og útför mannsins míns. SVEINS GUÐMUNDSSONAR forstjóra. Fyrir mína hönd og annarra aöstandenda, Anna Erlendsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð vegna frófalls GRIMS ENGILBERTS, Njálsgötu42. Laufey Engilberts, Birgir Engilberts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.