Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 7
- ssei jte*iA .e fliroAaa/auAJ .siaAjaKUOfiOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 r Þúog heima - Nýljóðabók eftir Sverri Pál ÚT ER komin ljóðabókin „Þú og heima" eftír Sverri Pál Er- lendsson. Þetta er fyrsta frums- amda Ijóðabók höfundar, sem er fslenzkukennari við Mennta- skólann á Akureyri, en hann hefur þýtt tvær bækur og sa- mið kennslubók í hljóðfræði og málsögu. Höfundur gefur bók- ina út sjálfur. Sverrir Páll þýddi bókina Kæri herra Guð, þetta er hún Ánna eft- ir Fynn, sem kom út árið 1982 og söguna las hann einnig í út- varp. Þá þýddi hann eftir sama höfund Önnubók, sem kom út fyr- Aðalfundur BÍ í dag Aðalfundur Blaðamannafé- lags íslands verður haldinn í dag, laugardag, í húsakynnum félagsins að Síðumúla 23. Fund- urinn hefst kl. 14. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf og breytingar á siðareglum Blaðamannafélags íslands. SöfnunarféJCaf- hent Heilavernd: Viljum finnaíausn áþví sem er dauða- dómur - segirfonnadur „ Jákvæðu nefndar JC" JÁKVÆÐA nefnd JC fs- lands afhenti í gær samtökun- um Heilavernd rúmar sex milljónir króna, sem nefndin safnaði í febrúar með aðstoð Bylgjunnar og Kvenfélaga- sambands Vestfjarða. Féð verður notað til eflingar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, formaður Jákvæðu nefndarinn- ar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að söfnunin hefði gengið vonum framar, en hún fór fram dagana 19. og 20. fe- brúar með þeim hætti að fólk gat hringt í Bylgjuna og beðið um að lag yrði leikið gegn greiðslu. Kvenfélagasamband Vestfjarða sá um söfhun á Vest- fjörðum og einstök aðildarfélög JC söfnuðu einnig þessa daga. Að sögn . Vilhjálms eru 250-300 manns í hópi þeirra, sem eiga á hættu að látast úr ættgengri heilablæðingu. „Við viljum finna lausn á því, sem nú er dauðadómur fyrir þetta fólk," sagði Vilhjálmur. „Það þarf að gera þessu fólki kleift að lifa við sama öryggi og við hin." Vilhjálmur sagði að Blóð- bankinn, Gunnar Guðmundsson, yfírmaður taugadeildar Lands- pítalans og ýmsir erlendir sam- starfsaðilar hefðu unnið að rannsóknum á sjúkdómnum. Heilavernd mun verja söfnunar- fénu til tækjakaupa og til þess að styðja við bakið á rannsókn- um, þar sem þess er þörf. Utanrfldsráðherra í Washington: Hyggst ræða hvala- mál og ýmis mál- efni varnarliðsins Sverrir Páll Erlendsson ir síðustu jól. Hann hefur stundað íslenzkukennslu við Menntaskól- ann á Akureyri síðan 1974, en auk þess unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið, að undirbúningi Svæðisútvarps fyrir Akureyri og nágrenni og sinnt menningarmál- um nýrðra fyrir Morgunblaðið. Ekkert ljóðanna í bók Sverris hef- ur birzt opinberlega áður. Sverrir Páll sagði í samtali við Morgunblaðið, að bókin hefði verið Kápa bókarinnar Þú og heima í smíðum í fjögur til fimm ár og orðið til smám saman. Ljóðin í bókinni hefðu í upphafi verið mun stærri og meiri verk, en þau hefði hann sniðið og skorið niður í nú- verandi mynd. Segja mætti að ljóð- in væru þrenns konar; orðamyndir eða smáljóð, eins konar endur- minningar frá Siglufirði; myndir af svipuðu tagi, en óstaðbundnar og ljóð um tilfinningar og væntum- þykju. STEINGRÍMUR Hermannsson ut- anrfldsráðherra mun hitta emb- œttismenn í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu í Washington f næstu viku og ræða hvalamál og ýmis mál tengd varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Meðal þeirra eru oUulekinn sl. haust og flutn- ingar fyrir varnarliðið. Fundirnir verða 12. og 13. apríl og sagði Steingrimur í samtali við Morgunblaðið frá Zurieh í Sviss, þar sem hann situr nú fund Sambands frjálslyndra flokka, að drög að þess- um fundi hefðu verið lögð þegar hann hitti George Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í september sl. en þá hefði verið rætt um að ráðherrarnir hittust aftur til að ræða samskiptamál landanna. Steingrim- ur sagðist þó ekki gera ráð fyrir að hitta Shultz i þetta skipti en hann myndi ræða við varautanríkisráð- herrann John C. Whitehead, Roz- ánne Ridgway aðstoðarutanríkisráð- herra, Willian L. Ball nýskipaðan flotamálaráðherra og hugsanlega fleiri embættismenn. Steingrímur sagðist væntanlega myndu ræða um olíulekann á Keflavíkurflugvelli og hættuna sem af honum stafaði fyrir vatnsból á svæðinu. Hann sagðist einnig æ£la að ræða varnarliðsflutningana því hann hefði áhyggjur af því að vegna breytinga á útboðunum núna, þann- ig að flutningarnir eru ekki lengur bundnir við ákveðna stærð skipa, þá kunni flutningarnir að færast alveg til Reykjavíkur frá Njarðvíkur- höfn. Þeir voru áður bundir við stærð skipa en það ákvæði hefur verið fellt út. Steingrímur sagði síðan að ekki væri nema mánuður í fund vísinda- nefhdar Alþjóðahvalveiðiráðsins og ársfund ráðsins í kjölfarið svo sér fyndist einnig ástæða til að ræða þau mál í Washington. FLUG, BÍ LL OG HÚS ^HhhÍP Frjáls á fjórum hjólum ogi„eiginf Að velja sér ferðamátann Flug og bfl er sjáifsagt mál fyrir hvem þann sem vill fá sem mest út úr ferðalaginu. Þessi möguleiki verður enn álitlegri ef þú velur sumarhús að auki, fyrir þig og fjölskylduna (eða ferðafélagana)! Auktu nýrri vídd í Mið-Evrópuferðina með því að ráða ferðinni sjálfur og búa í „eigin" húsi! • Verðdæmi: LUXEMBORG: Flug + bfll í 2 vikur frá kr. 16.210 á mann.* SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki. WALCHSEE: Flug + íbúð í Ilgerhof í 2 vikur frá kr. 25.920 á mann.* Flogið til Salzburg. Tímabilið 10. júlí tíl 28. ágúst. Bfll í B-flokki í 2 vikur kr. 22.160. BIERSDORF: Flug + fl)úð í 2 vikur frá kr. 18.490 á mann.* Flogið til Luxemborgar. Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki í 2 vikur kr. 17.940. SALZBURG: Flug + bfll í 2 vikur frá kr. 22.780 á mann.* Bfll í B-flokki. * Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja — 11 ára. FLUGLEIDIR -fyrírþíg- Allar nánari upprýsingar á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum um allt land og ferðaskrifstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.