Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 23 Njarðvíkurkirkja: Ahafnar Knarrarness- ins minnst í DAG, laugardag, klukkan tvö verður minningarathöfn í Njarðvíkurkirkju um mennina, sem fórust með Knarrarnesi KE 399, sem sökk við Garðskaga 12. mars síðastliðinn. Sóknarprestar Njarðvíkur og Keflavíkur, þeir sr. Þorvaldur Karl Helgason og sr. Ólafur Oddur Jóns- son, munu sjá um athöfnina. Kirkju- kórar Njarðvíkur- og Keflavtkur- kirkna syngja. Einar Benediktsson Ljóð Einars Benedikts- sonar í Nor- ræna húsinu L.TÓÐ Einars Benediktssonar verða lesin f sérstakri dagskrá í Norræna húsinu á morgun, sunnudaginn 10. apríl, kl. 16. Það eru leikararnir Arnar Jónsson, Hailmar Sigurðsson, Maria Sig- urðardóttír og Kristíán Franklin Magnús sem lesa Ijóðin. Allir eru velkomnir að hlýða á þennan lestur ljóða Einars Ben. Aðgangseyrir er 500 krónur. Kaffistofan er opin fyrir og eftir ljóðalesturinn. (Fréttutilkynnmg) Landsveit: Tálknveiki herjará eldisfisk Selfossi. TÁLKNVEIKIN sem herjað hefur á seiðiri f fiskeldisstöð Búfisks f Landsveit að undanf urnu er held- ur í rénum en ekki hefur tekist að ráða niðurlögum hennar. Svo virðist sem veikin muni ganga yfir í öllum kerjum stöðvarinnar og taka sinn toll. Aðalbjörn Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að þetta yrði að ganga yfir. Veiki þessi er ekki smitsjúkdómur og Aðalbjörn sagði að margar stöðvar lentu í urfiðleikum með þessa veiki þó mismikið værí. Aðalbjörn sagði tjónið gffurlegt og sérlega tilfínnanlegt á fyrsta ári stöðvarinnar. Hann sagði að þeir hjá Húfiski hygðust gera tilraunir með matfiskeldi á silungi og fara út f það ef vel tækist til. A þann hátt nýttu þeir húsin og gætu bætt sér tjónið vegna tálknveikinnar. Sig. Jóns. Háskólabíó: Sönglistahátíð Pólýfónkórsins Sönglistahátíð Pólýfónkórs- ins nnverður haldin f Há- skólabíói í dag og á morgun. Hátfðin hefst kl. 14.30 báða dag- ana. Á hátíðinni verður flutt efni sem spannar 400 ár í tónlistarsögunni, allt frá Monteverdi til Carls Orff. Flytjendur eru Pólyfónkórinn, Sin- fóníuhljómsveit íslands og ein- söngvarar, samtals um 220 manns, undir stjórn Ingólfs Guðbrandsson- ar. Af þessu tilefni hefur Sinfóníu- hljómsveitinni bæst liðauki ungs hljómlistarfólks, sem er ýmist að ljúka námi við þekkta tónlistar- skóla erlendis, eða eru starfandi hljómlistarmenn á erlendri grund. Sem fyrr sagði verður Sönglista- hátíðin í dag, láugardag, kl. 14.30 og verður hún endurtekin á morg- un á sama tíma. Miðasala í Há- skólabíói hefst kl. 13 báða dagana. Verð miða er frá kr. 800-1200, eftir sætum. Jhjóbdrififfii Lsk\kliil>íll _____iðánlegu verði Nissan Sunny 4WD er rétti bíllinn við allar að- stæður án þess að nokkru séfórnað íþægindum eða sparneytni. • 5 dyra. • 5 gíra beinskipting með fjórhjóladrifs- hnappi. Aflstýri. • 3ja ára ábyrgð. • Greiðslukjör við allra hæfi. - 25% útb. eftirstöðvar á 2 1 /2 ári. Verð frá kr. 626 þús. Ingvar Helgason ht Sýningarsalunnn, Rauðageröi Sími:91-33560
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.