Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLÁÐIÖ, LAUGARDAGÚR 9. APRÍL'léðS' 27 Lýsing bresku far- þeganna á ráninu: Grímu- klæddir ogmeð alvæpni , Lundúnum, Reuter. BRETARNIR átján sem voru um borð f flugvél ríkisflugfé- lagsins í Kuwait sem rænt var á þriðjudag komu tíl Bretlands í gær. Greindu þeir f réttamönn- um frá veru sinni um borð f vélinni eftír að henni var rænt. Bretarnir voru að vonum glaðir að vera komnir í heila höfn en flug- ræningjarnir létu þá lausa á flug- vellinum í Mashad í íran á fimmtu- dag. í samtali við blaðamenn á Heathrow-flugvelli sagði fólkið að ræningjarnir hefðu komið vel fram við farþega vélarinnar sem þó hefðu verið óttaslegnir. „Þeir héldu allan tímann á handsprengju í annarri hendi og byssu í hinni og voru með grímur. Þeir gerðu engum mein en fólk um borð var óttaslegið," sagði David Carew Jones 32 ára markaðsfræðingur við fréttamenn. Susan Silcock sagði að flugræn- ingjarnir hefðu virst ákveðnir í að Kína: Aldinn hershöf ð- ingi kjörinn forseti Reuter Þreyttir en ánægðir Bretar komnir heim éftír að hafa verið f hönd- um flugræningja. láta lífið fyrir málstað sinn. „Þeir krefjast þess að 17 félögum þeirra verði sleppt. Þeir eru reiðubúnir að deyja fyrir félaga sína," sagði Susan. Hún gat ekki sagt til um hverrar þjóðar ræningjarnir eru en annar farþegi sagði að þeir hefðu sagst vera frá Kuwait. Sus- an sagði að mennirnir hefðu talað arabísku og ensku, en þeir hefðu forðast að ávarpa hver annan með nafni. Bresku farþegunum bar saman um að ræningjarnir hefðu skipu- lagt ránið vel. Þeir hafi verið róleg- ir og yfirvegaðir og að farþegun- um hafi liðið bærilega miðað við aðstæður. Þó hafi það vakið ótta þegar ræningjamir slökktu öll ljós í vélinni, skipuðu farþegunum að þegja og beindu vasaljósum í and- lit hvers og eins. „Ég hélt í hvert sinn sem þeir lýstu á mig að það hefði úrslitaþýðingu, þetta fram- ferði vakti ugg," sagði Carew Jo- nes. Peldng, Reuter. KÍNVERSKA þingið kaus Yang Shangkun fyrrum hershöfðingja f embættí forseta f gœr. Hann tekur við af Li Xiannian sem ver- ið hefur forsetí frá þvf embættið var endurvakið árið 1983. Deng Xiaoping fyrrum flokksformaður hélt stöðu sinni innan miðstjórnar hermálanefndar kfnverska kommúnistaflokksins. Kfnverski kommúnistaflokkurinn tilnefnir menn í allar æðstu stöður innan flokksins. Fulltrúar á þingi flokksins greiða sfðan atkvæði um tillögurnar. Aðeins er tilnefndur einn maður í hvert embætti. 2.883 fulltrú- ar greiddu atkvæði um útnefningar flokksins í gær og var þeim heimilt að breyta kjörseðli ef þeir voru ósátt- ir við útnefningu í einstök embætti, að sögn opinberu fréttastofunhar Nýja Kína. Erlendir fréttamenn og sendimenn erlendra ríkja fengu að vera viðstaddir þegar kosning fór fram í gær. Útnefning og kjör Yangs kom ekki á óvart. Hann er annar valda- mesti maður hersins, næstur á eftir Deng Xiaoping, og náinn vinur hans. Yang mun gegna embætti forseta næstu fimm árih. Hann er 81 árs að aldri og gekk til liðs við ungliða- hreyfíngu kommúnistaflokksins í heimahéraði sínu Sichuan 18 ára gamall. Yang hóf nám við Sun Yat- sen háskólann ( Moskvu árið 1927 og sneri heim 1931. Sama ár gekk hann að eiga Li Bozhao leikritahöf- Reuter Yang Shangkun, nýkjörinn for- setí Kína. und, sem lést 1985. Hann hlaut skjótan frama innan Rauða hersins eftir heimkomuna en var dæmdur í 12 ára útlegð árið 1966 fyrir að. vera „and-byltingarsinnaður". Eftir að Deng Xiaoping varð for- maður kommúnistafiokksins var Yangtilnefndur í miðstjórn flokksins og árið 1982 var hann skipaður hers- höfðingi og tók sæti í stjórnmálaráði kínverska kommúnistaflokksins. Hann var formaður kínverskrar sendinefndar sem fór til viðræðna við Bandarfkjamenn á siðasta ári. Varaforseti var kjörinn Wang Zhen. NÝ HOND A CIVIC KYNSLOÐ Ennþá elnu slnnl nýr og byltlngarkenndur HOIMDA CIVIC med breytingum, sem gera HOINIDA CIVIC tvímælalaust fremstan í flokkl minni bíla. Allar gerAir koma nú með vél úr léttmélmi og 16-VENTLA, ýmist með einum eða tvelmur kambósum, sem þýdir meiri orku og minni eyöslu. IMý frábær fjödrun, sem é sér enga hliðstæðu í sambærlegum bílum og óvenju mlkll lengd á mllll hjóla gefur bílnum mjög góða aksturseiginleika og aukln þsagindl í akstrl. Með þessu hefur HONDA sannað enn einu sinni, að þelr framleiða „litla bílinn" með þægindi og rými stóru drekanna en aðalsmerki HONDA í fyrlrrúml: SPARNEYTNI, GÆÐI OG ENDINGU. BILASYNING I DAG KL. 13-17 u y HONDA Á ÍSLANDI Vatnagörðum 24 s. 689900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.