Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Feðgaimnning: Gunnlaugur Þorgils- son — Árni Kristínn Gunnlaugsson Gunnlaugur Fæddur 25. sept. 1946 Dáinn 12. mars 1988 Árni Kristinn Fæddur 24. október 1967 Dáinn 12. mars 1988 Og þá varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, Sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson). Laugardaginn 12. mars sl. bárust mér þau hörmulegu tíðindi að Knarrarness KE 399 væri saknað og að brak hefði fundist á floti á þeim slóðum sem vitað var síðast um bátinn. Um borð voru mágur minn Gunnlaugur Þorgilsson, sonur hans Árni Kristinn og annar ungur drengur, Birkir Friðbjörnsson. Til að byrja með héldum við dauðahaldi í vonina um að þeim hefði tekist að komast í björgunar- bát og myndu finnast fljótlega. En með hverri klukkustund sem leið dofnaði sú von og að kvöldi varð maður að horfast í augú við þá stað- reynd að fá aldrei aftur að sjá eða heyra Gulla, þennan duglega og skemmtilega mann og að lífi þess- ara þriggja vösku sjómanna væri lokið. Gulli, eins og hann vár alltaf kallaður, var fæddur þann 25. sept- ember 1946 á ísafirði og var sá sjötti í röðinni af 10 systkinum. Foreldrar hans eru Þorgils Arnason og Lára Magnúsdóttir sem búsett eru á ísafirði. Að framfleyta svo stórri fjölskyldu á erfiðum tímum var ekki alltaf létt verk, en öll þeirra börn komust vel til manns og ekki síst Gulli sem var athafna- og dugn- aðarforkur. Gulli kvæntist Ingibjörgu Þór- hallsdóttur árið 1967 og eignuðust þau fjögur börn: Arna, sem nú hef- ur fylgt pabba sínum yfir landa- mærin miklu, Jón, Báru og Þórey. Gulli og Imma slitu samvistum fyrir nokkrum árum, en á milli þeirra ríkti áfram vinátta sem getur tengt fólk saman eftir svo mörg sameiginleg ár. Um svipað -leyti kynntist Gulli Eygló Kristjánsdóttur og bundust þau tryggðaböndum þó hvorki væru þau gift né byggju í sama húsi. Hún var sönn stoð og stytta Gulla í öllum hans afhöfnum og vinnufélagi hans fram á hans síðasta dag Ég sem þetta skrifa kynntist Gulla skömmu eftir að ég giftist Ásbirni bróður hans. Gulli og fjöl- skylda hans bjuggu þá á Neskaup- stað og sumarið 1974 fórum við hjónin „hringveginn" eins' og svo margir aðrir og gistum þá hjá þeim Gulla og Immu. Það þarf ekki að orðlengja það, en í þessari heimsókn kynntist ég þeim mesta ærslabelg og grínista sem mér hefur til þessa hlotnast viðkynning við. Fyrsta kvöldið á Neskaupstað var ég kom- in með verk bæði í maga og kjálka af hlátri. Þegar Gulli „komst í stuð" var hann alveg óborganlegur. Frá- sagnagáfa hans var með ólíkinduin og lék hann alltaf allar persónur sem við sögu komu. Þ6 að Gulli grfnaðist þannig með menn og málefni, þá var hann aldrei rætinn, hann sá bara skoplegu hliðarnar á lífinu svo miklu betur en við hin. Meira að segja núna á þessum erf- iðu vikum sfðan hann fórst hefur skopskyn hans hjálpað okkur yfir erfiða hjalla. Hugurinn reikar til baka á vettvang minninganna og þá koma upp í hugann ýmis skemmtileg atvik og prakkarastrik sem gera það að verkum að í miðri sorginni verðum við að skellihlæja. En þrátt fyrir gáskann sem ein- kenndi hann var Gulli ekki síður maður alvöru og einbeitni og hlýju átti hann lfka að miðla okkur. Fannst mér þetta ekki síst áberandi síðasta sumar er hann og Eygló komu hingað til Djúpuvíkur í heim- sókn til okkar hjónanna. Þá fundum við hversu mikið hann bar hag okk- ar fyrir brjósti og að hann hikaði ekki við að breyta ferðaáætlunum sínum vegna þess að við þörfnuð- umst aðstoðar í nokkra daga. Og þó að langt væri á milli þeirra bræðra í landfræðilegum skilningi þá var ekki hið sama að segja um samband þeirra, því að þeir töluðu oft saman f síma. Það var alltaf gaman að spjalla við Gulla.og oft kom fyrir að hann hringdi til okkar utan af sjó. Það getur heldur ekki talist nema eðlilegt, vegna þess að frá unga aldri var starfsvettvangur hans sjórinn og var hann vart kom- inn af unglingsaldri er hann eignað- ist sinn fyrsta bát. Útgerð smábáta hefur aldrei verið tekin út með sældinni og máltækið segir að „aldrei sé á vísan að róa", en Gulla tókst með sinni þrautseigju og bar- áttugleði'að komast býsna langt á þeim vettvangi. Hann réri fyrstu árin frá Neskaupstað en síðar frá Sandgerði eftir að fjölskyldan flutti á Suðurnesin. Fyrir nokkrum árum keypti Gulli fiskverkunarhús sem hann gerði á miklar endurbætur og hafði þar orðið menn við verkun á saltfiski. Einnig seldi hann ferskan fisk beint til útlanda í gámum sem var töluvert arðbærara en sala inn- anlands. Þegar ég var að setja þessar línur á blað báðu tengdaforeldrar mínir mig að bæta við einhverju frá þeim. Sonarmissir er alltaf erfiður, en í þessu tilfelli leyfi ég mér að full- yrða að áfallið sé óvenjumikið og að auki er þetta fyrsta skarðið sem höggvið er í þennah stóra systkina- hóp. Þorgils og Lára þakka Gulla syni sínum og Árna sonarsyni sínum samfylgdina og þau biðja Guð að leiða þá' um ókunna stigu. Þau munu aldrei gleyma þeim t Konan min og móðir okkar, GERÐUR BJÖRGMUNDSDÓTTIR, Túngötu 8, Stöðvarfirði, lést í Landspítalanum 7. apríl. Grétar Jónsson og börn. t Móðir okkar, er látin. KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja Bergi, Keflavík, Börnin. mörgu jólum sem þau eyddu nú á efri árum hjá Gulla og Immu. Ekki heldur öllum hringingunum frá Gulla bæði úr landi og af sjó. Að- eins tveim dögum fyrir slysið talaði hann við „gömlu konuna" eins og hann orðaði það, utan af sjó, hress að vanda en lét illa yfir aflabrögðum og gæftaleysi. í dimmum skugga af löngu liðnum vetri, mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, en hvarfstu út á hafíð, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. (Tónias Guðmundsson). Þegar kemur að því að segja ein- hver orð um Árna gerist mer óhægt um vik. Hvoru tveggja er að ég þekkti hann miklu minna en pabba hans og einnig er svo ungur maður nærri því eins og óskrifað blað hvað lífsreynslu varðar. En vonandi bæt- ir þar einhver um sem betur þekkti hann en ég. Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan við fjölskyldan vorum viðstödd fermingu hans. Engan ór- aði þá fyrir þvf að lífsbraut hans yrði svo stutt og má víst þakka fyrir að framtíðin er okkur hulin hvað slíkt varðar. Söknuður okkar allra er sár, en auðvitað sárastur hjá þeim sem stóðu þeim feðgum næst í daglegu lffi. Elsku Lára og Þorgils, Imma og börn, Eygló og fjölskylda, við Asi og börnin okkar sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorginni. Djúpuvík í aprfl, Eva. í dag, 9. apríl, fer fram í Njarðvíkurkirkju minningarathöfn um þá sem fórust með mb. Knarra- nesi 11. mars sl. Með honum fórust Gunnlaugur bróðir minn og sonur hans Arni. Mig langar með örfáum orðum að senda mínum kæra bróður hinstu kveðju. Þar er margs að minnast, en einkum hans góða og glaðværa viðmóts. Eftir að hann fluttist suður var hann alltaf mættur til að taka á móti manni ef hann mögulega gát. Það besta við Gulla var að þó maður væri eitthvað niðurdreginn og miður sín gat hann alltaf komið manni til að brosa og það er mikils virði í lffinu. Alltaf átti maður at- hvarf í íbúðinni hans, það var alveg sjálfsagður hlutur. Að leiðarlokum vil ég þakka honum allt sem við áttum saman, þær stundir eru ógleymanlegar. Einnig kveð ég með hlýjum huga frænda minn sem átti svo stutta Blóma-og skreytingaþjónusta Cj hvert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200 ævi. Þeir höfðu alltaf verið sam- ryndir feðgarnir og kvöddu þetta líf saman. Ég bið Guð að blessa minningu þeirra og gefa eftirlifandi ástvinum styrk. „Tfminn steðjar sem streymi á, stýrum í Jesú nafni, Þótt bátur sé smár og báran há þá brosir hans land fyrir stafni." (S.E.) Hjördis Ég vil minnast Árna vinar míns, sem fórst af slysförum, asamt föður sínum og skipsfélaga. Við Árni kynntumst á sjómannadaginn 1986 og urðum við mjög góðir vinir upp fráþví. Hann Árni var góður drengur og tryggur vinur. Vin eins og Arna eignast maður aðeins einu sinni og tekur mig sárt að kveðja hann svona skjótt og skyndilega. Með þessúm fátæklegu órðum vil ég votta fjöl- skyldu hans samúð mfna í þeirra mikla missi, er þau hafa orðið fyrir og bið Guð að styrkja þau og blessa. Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn. I gegnum bárur, brim og voðasker nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engia þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Newman) Huginn S. Þorbjörnsson Okkur langar til að minnast frænda okkar Árna Kristiris, sem fórst með Knarrarnesinu KE-399 þann 12. mars sfðastliðinn ásamt föður sfnum, Gunnlaugi Þorgils- syni, og vini, Birki S. Friðbjörns- syni. Árni Kiddi eins og hann var kall- aður fæddist á Neskaupstað 24. október 1967, sonur Ingibjargar Þórhallsdóttur og Gunnlaugs Þor- gilssonar. Hann var elstur fjögurra systkina en næstur honum er Jón Agnar, 19 ára, þá Bára, 12 ára, og yngst er Þórey, 11 ára. Fram að 10 ára aldri bjó Árni Kiddi á Neskaúpstað ásamt fjöl- skyldu sinni í litla húsinu við Mela- götuna eins og við kölluðum það. Þangað var alltaf gaman og nota- legt að koma. Kringum þá bræður söfnuðust venjulega margir krakk- ar og var því oft mikið líf og fjör á sandhólnum sem var við húsið, en hann var mjög vinsæll staður fyrir hina ýmsu leiki og uppátæki, svo þeir sem gátu og fengu að vera með nutu sfn svo sannarlega en aðrir fylgdust með úr fjarlægð. Árið 1977 fluttist fjölskyldan til Njarðvíkur og tókst á við þær breyt- ingar sem fylgja því að flytja úr rótgrónu umhverfi á n$an stað. Helsta áhugamál Arna Kidda fram eftir aldri var fótboltinn og var hann tekinn fyrir af krafti eins og annað sem hann fékk brennandi áhuga á. En á unglingsárunum breytast viðhorfin og margt fer á annan veg en ætlað er. Var það svo með Arna Kidda, því tónlistaráhug- inn tók við af fótboltanum og varði hann miklum hluta af sínum fritf ma í þetta nýja áhugamál. Eftir að grunnskólanámi lauk fór Árni Kiddi út á vinnumarkaðinn og vann hann lengst f landi við ýmis . störf en sfðustu 2—3 árin var hann á sjó með föður sínum. Voru það hans orð að þar lfkaði honum vel og þar vildi hann vera. Sumarið 1982 er okkur minnis- stætt því þá fór Árni Kiddi ásamt Jóni bróður sínum og nokkrum öðr- um fjölskyldumeðlimum til Sikileyj- ar. Við sem vorum með honum þar munum seint gleyma því hversu rfka áherslu hann lagði á að færa mömmu sinni og systrum eitthvað fallegt úr þessari ferð. Því það ein- kenndi Arna Kidda nokkuð hve annt honum var um móður sína. Já, við þekktum Árna Kidda sem krakkar og hafði hann ákveðnar skoðanir og hugmyndir á hlutunum. Á seinni árum hafði samskiptum fækkáð vegna ólfkra áhugamála en við finnum fyrir því að hann var einn úr frændsystkinahópnum. Elsku Imma, Jón Agnar, Bára og Þórey. Við biðjum góðan guð að vera með ykkur á erfiðum stund- um. Innilegar samúðarkveðjur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson.) Þórhallur, Soff ia, Elva Rut, Þórhildur, Ester, Agnes. Birkir Steinn Frið- björnsson - Minning Fæddur 16. mai 1970 Dáinn 12. mars 1988 í dag kveðjum við og minnumst okkar einlæga vinar Birkis Steins, er kvaddi þennan heim aðeins sautj- án ára að aldri okkur öllum að óvör- um. Hann var einn af þeim er aldrei skdrti lífsþrótt eða gleði og áttum við margar góðar stundir með hon- um. Hvert sem hann fór fylgdi hon- um gleði og hamingja svo gaman var að vera með honum. Hann var einlægur og traustur vinur, var alltaf til staðar ef hans var þörf og lét aldrei á sér standa að gera öðrum gott jafnvel þótt það þýddi að hann þyrfti að fórna sínum áformum. Hraustur var hann og ekki skorti dugnaðinn. Hann valdi lífsbraut sína snemma. 011 tengdist hún sjón- um á einn eða annan veg og veitti vinnan honum lífsánægju er hann leit á sem áhugamál jafnt sem lífsafkomu. Þó svo hann sé ekki meðal okkar lengur, lifir hann . enn í hjörtum okkar og vart líður svo dagur að við minnumst hans ekki í gjörðum okkar. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (Valdimar Briem.) Andreas Jacobsen, Astrun Sigurbjörnsdóttir, Melkorka Sigurðardóttir, Óskar Marino Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.