Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBIAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 25 Óskar undirbúinn Reuter Undirbúningur fyrir árlega afhendingu Óskarsverðlauna sem fram fer á mánudaginn í Los Angeles stendur nú yfir. Verka- menn unnu að því á fimmtudag að koma fyrir þessum átta metra háu afsteypum af hinum eftirsótta verðlaunagrip framan við Shrine hljómleikahúsið þar sem afhendingin fer fram. Tékkólsóvakía: Vandasamar forystu- breytingar á döfinni Prag, Reuter. MIDSTJÓRN tékkneska kommúnistaflokksins kom saman í gœr, en talið er að mannabreytingar í ríkisstjórninni séu á næsta Ieiti. Enn er óvist hversu viðtækar breytingar þessar verða, en embættismenn flokksins sögðu ljóst að vegna áætlana um að fækka um þrjú ráðu- neyti væri ljóst að einhverjir af hinum valdaminni ráðherrum þyrftu að finna sér önnur störf þar sem hæfileikar þeirra nýttust betur. Aðalritari flokksins, Milos Jakes, flutti setningarræðu í upphafi fund- arins og var það fyrsta ræða hans frá því hann tók við embætti í des- ember síðastliðnum. Ræða hans hefur enn ekki verið birt opinber- lega, en á fimmtudag sagði Jakes að hann myndi fjalla um „endur- byggingu efnahagskerfisins og þró- un sósfalísks lýðræðis." Að undanförnu hafa vestrænir stjórnarerindrekar í Prag velt vöng- um yfir hugsanlegum breytingum og hefur mest verið rætt um framtíð Lubomirs Strougals, forsætisráð- herra. Hann þykir vera með frjáls- lyndari mönnum í forystusveit kommúnistaflokksins, en hann kann að gjalda þeirra staðreyndar að hann er Tékki. í Tékkóslóvakíu er vaninn sá að helstu áhrifastöðum er skipt milli Tékka og Slóvaka, en eftir að Ja- kes var kjörinn aðalritari gegna Tékkar nú þremur af fjórum æðstu embættum landsins. • Kommúnistaflokkurinn á við nokkra valþröng að glíma í þessum efnum, því ef Strougal verður færð- ur rim neðar í valdastiganum mun það varla hljóta góðar undirtektir í Moskvu, en þar á bæ þykir mönn- um sem Tékkóslóvakar hafi verið tregir í taumi þar sem „glasnost" og „perestrojka" eru annars vegar. Japan: Ihnflutningur hafinn á japönsk- um bílum frá Bandaríkjunum Tókýó. Reuter. HONDA-bílaverksmiðjurnar jap- önsku hafa hafið innflutning á japönskum bílum, sem framleidd- ir eru í Bandaríkjunum. Er talið að hér sé fyrst og fremst um tákn- rænan viðburð að ræða, en engu að sfður mikilvægan áfanga f þeirri viðleytni að grynnka á þeim mikla gróða, sem Japanir hafa haft af viðskiptum við Banda- ríkin. „Við vonumst til að þessi innflutn- ingur verði til að draga úr spennu, sem ríkt hefur milli stjórnvalda í Tókýó og Washington vegna við- skipta ríkjanna, og stuðli að meiri jöfhuði," sagði talsmaður Honda í gær. I fyrstu bflasendingunni voru 540 Honda Accord Coupe bílar, sem framleiddir voru í verksmiðjum fyrir- tækisins í Marysville í Ohio. Stefnir Honda að því að flytja inn 5.000 bíla í ár og um 50 þúsund bíla árlega frá árinu 1991. Til samanburðar má geta að allar bandarísku bíla- verksmiðjurnar seldu samtals aðeins um 4.000 bifreiðar til Japans í fyrra. Sú tala virðist ennþá lægri þegar þess er gætt að Japanir seldu 2,2 milljónir bifreiða til Bandaríkjanna í fyira. Japanskar bílaverksmiðjurn- ar seldu um helming framleiðslu sinnar til Bandaríkjanna í fyrra og á bílasalan einn stærsta þáttinn í hinum mikla hagnaði, sem Japanir höfðu af viðskiptum við Bandaríkin í fyrra. Um síðustu áramót var hagn- aður þeirra orðinn 52 milljarðar doll- arar, eða jafnvirði tvöþúsund millj- arða íslenzkra króna. Ávinningur Bandaríkjamanna af innflutningi Honda er mikill. Fyrir hvern seldan bíl aukast líkurnar á því að bandarískur launþegi haldi vinnu sinni. Þar með eflist atvinnu- og efnahagslffið í Bandaríkjunum. r H U I Ð ÍSLENSKA ÖRBYLGJUPOPPIÐ er SUPER POP, gæða popp-maís sem hefur 30 - falda poppun. Það er pottþétt fyrir alla sem stefna að frægð og frama í "poppheiminum". Örbylgjupoppið átti við örðugleika að stríða í upphafi, örbylgjupokarnir voru ekki nógu góðir. Nú er það komið í nýja og betri örbylgjupoka. í nýju pokunum verður poppið meira og betra og við treystum því að örbylgupopparar verði ánægðir með árangurinn. Þetta örbylgjupopp er nú einnig til í ódýrari pakkningum, - prófaðu. ¦*&- Vatnagörðum 14,Reykjavík Sfmi: 3 80 80 SPAÐUISK0DANN C0TTAÐ KEYRANN AUÐVELTAÐBORGANN Cóö greiöslukjör. Handhöfum VISA bjóöum viö 25% útborgun og afganginn á 12 mánuöum. veröfrákr. 176.600.- JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.