Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 15
£?SW .tffWA P HTJOAriflAÍVTA.1 OnPAJ8WUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 M 15 Umsjónarmaður Gísli Jónsson Mig langar til þess að nefna hér dæmi af sígildum íslenskum stíl. Málsgreinaskipun er einföld, hann er sagnsterkur, ríkur af aðalsetningum og fullkomin andstaða hins nafnorðaríka enskuskotna stofnanastíls sem nú spillir tungu okkar. Dæmið er úr sögu Þórsnesinga, Eyr- byggja og Alftfirðinga, en hún er löngum til hagræðis nefnd Eyrbyggja. „Þetta sumar andaðist Þorgrímur Kjallaksson, en Ver- mundur mjóvi, sonur hans, tók þá við búi í Bjarnarhöfn. Hann var vitur maður og stundar heil- ráður. Styrr hafði þá og búið um hríð undir Hrauni inn frá Bjarnarhöfn. Hann var vitur maður og harðfengur. Hann átti Þorbjörgu, dóttur Þorsteins hreggnasa. Þorsteinn og Hallur voru synir þeirra. Ásdís hét dótt- ir þeirra, drengileg kona og held- ur skapstór. Styrr var hér- aðsríkur og hafði fjölmennt mjög. Hann átti sökótt við marga menn, því að hann vó mörg víg, en bætti engin." Hér lét umsjónarmaður feit- letra sagnirnar í hinni stuttu og skýru lokamálsgrein. Hann ætl- ar ekki að leggja frekar út af þessu í bili og ekki að búa til neina skopstælingu í nútímastíl. Umsjónarmaður lætur nægja að taka bara eitt raunverulegt dæmi. Læknir nokkur sagði í sjónvarpsviðtali að það þyrfti að „veita sem mest gæði í þjón- ustu". Látum nú vera, þótt ekki dugi lengur að þjóna, heldur þurfi að veita þjónustu. En hér eyðir nafnorðastíllinn ekki að- eins sögnum, heldur ráðast nafnorðin einnig til atlögu við náfrændur sína, lýsingarorðin. Það dugði ekki að veita sem besta þjónustu, með einu lát- lausu lýsingarorði, nei, heldur „veita sem mest gæði í þjón- ustu" og enski nafndrðastfllinn er fullkominn (render maximum quality in service). Auðvitað eru ekki allar syndir guði að kenna, og kannski höfum við enskuna stundum fyrir rangri sök, höfum hana að blóraböggli, sektar- lambi eða syndahafri. Þó fer ég ekki ofan af því, að „neikvætt hegðunarmynstur" sé ættað úr ensku (negative behavior patt- ern), en það fyrirbæri heitir óþægð á sveitamáli mínu. „Þessi eru kvenna heiti ókennd í skáldskap: Víf og brúður og fljóð heita þær kon- ur er manni eru gefnar. Sprund og svanni heita þær konur er mjög fara með dramb og skart. Snótir heita þær er orðnæfrar eru. Drósir heita þær er kyrrlát- ar eru. Svarri og svarkur, þær eru mikillátar. Ristill er kölluð sú kona er sköruglynd er. Rygur heitir sú er ríkust er. Feima er sú kölluð er ófröm er, svo sem ungar meyjar eða þær konur er ódjarfar eru. Sæta heitir sú kona er búandi hennar er af landi farinn. Hæll er sú kona kölluð er búandi hennar er veginn. Ekkja heitir sú er búandi henn- ar varð sóttdauður. Mær heitir fyrst hver, en kerlingar er gamlar eru. Eru enn þau kvenna heiti er til lastmælis eru og má þau finna í kvæðum, þótt það sé eigi ritað. Þær konur heita eljur er einn mann eiga. Snör heitir sonar kvon. Sværa heitir vers móðir..." Þetta var úr 85. kafla í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Gaman væri að geta lífgað við orðin snör (=tengdadóttir) og sværa (=tengdamóðir). Eigum við að reyna? Lýsingarorðið orðnæfur, sem Snorri hefur um snótina, merkir orðsnjall eða djarfmæltur. Gam- an er að velta fyrir sér merking- arbreytingu orðsins drós. Engin ástæða er til að efast um sann- indi orða Snorra, enda þótt orðið hafi síðar fengið niðrandi merk- ingu. Ég held það skýrist líka, ef við hyggjum að ýmsum skyld- um orðum, sem ekki þykja hrós- verð. Drós er talið skylt droose í hollenskum mállýskum, en sú sögn merkir að vera syfjaður. 431.þáttur Þá er komið að ísl. drasinn= latur eða sljór, sbr. drattast (áfram), drasla, en frummerk- ing þeirrar sagnar er „að róta einhverju með erfiðismunum", drasl og dralla eða drolla= slóra, fara sér hægt. Drasa er slúðursaga, og dræsa (sem nú er notað til niðrunar líkt og l drós) merkir líka eitthvað senv dregið er, óg fer bráðum að sjást til lands í sögninni að draga. Þegar kona er nefnd ristill, dettur umsjónarmanni í hug rísa og reisn og hugsar sér þá konu myndarlega. En um rygur (eða rýgur) sem hvort tveggja merk- ir bæði mennska konu og tröll- konu hafa upprunaorðabækur harla fátt að segja. • • Snorri Sturluson var svo hátt- prúður maður, að rita ekki last- yrði kvenna, þótt hann kynni þau úr kvæðum. Hann hafði hins vegar á takteinum mörg lastyrði um karla, og skal að fáeinum dæmum hyggja, Er hann hefur talið nokkur heiti garpa og hreystimanna, koma andyrðin, svo sem þirfingur, blotamað- ur, skauð, skræfa, skrjáður (skrjóður), sleyma, teyða, dugga, dási, dirokkur (dírokk- ur), dusilmenni og vílmögur. Þetta var úr safni Snorra um vesalmennin. Nískur maður heitir hjá hon- um hnöggvingur, glöggving- ur, mælingur, vesalingur, féníðingur og gjöflati. Óvitur maður heitir m.a. fífl, afglapi, gassi, ginningur, gaur, glóp- ur, snápur og fóli. En sóði eða illa búinn maður heitir hraumi, skrápur, skrokkur, skeiðklofi, flangi, fjósnir, slinni, slápur og dröttur. Haldið þið að eitthvað af þessu sé nothæft? • Hlymrekur handan kvað: Er heyrði 'ann hundana spangóla, tók Halldór á rás burt frá Angóla. Honum héldu engar skorður, hann hljóp fyrst í norður, svo veginn heim - vestur í Þanghóla. Góð f iskmáltíð Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Eftir hátíðir er það alltaf til- hlökkunarefni að bera fram létta og góða fiskmáltíð. Ef ekki er völ á nýjum fiski má snúa sér að fryst- um flökum, sem seld eru pökkuð í stórmörkuðum og öðrum matvöru- búðum. . Suðurlanda-fiskréttur 400 g ýsu- eða þorskflök, 4 matsk. smjörlflri eða smjög, 3/4 tsk. salt, 1 laukur, V2 púrra, 1 gulrót, 3-4 sellerístönglar, 2-3 kartöflur, 1 teningur grænmetis- eða fisk- kraftur, 1 ds. niðursoðnir tómatar, 1 dl þurrt hvítvín, 1 lárviðarlauf, 200 g rækjur, 1 tsk. timian, steinselja. Fiskurinn skorinn í hæfileg stykki, smjörið (ca. 2 matsk.) brætt í potti og fiskstykkin sett út í, salti stráð á og fískurinn látinn sjóða í nokkrar mínútur við vægan hita. Laukur og grænmeti hreinsað og skorið í sneiðar. Það sem eftir er smjörsins sett á pönnu, grænmetið sett út í og látið sjóða í nokkrar mínútur við mjög vægan hita. Þá er krafti og tómötum (ásamt legi) bætt út á, vín (eða vatn) og lárviðar- lauf sett á og látið sjóða í ca 10 mín. Bragðbætt að smekk. Rétt áður en fískurinn er fram borinn er fískur og rækjur sett sam- an við, hitað en má ekki sjóða eftir það. Steinselju stráð yfír, soðnar kartöflur eða gott brauð borið með. Ætlað fyrir 2-3. Gratineradur fiskur í rjómasósu 400 g fískflök, ýsa eða þorskur, 1 púrra, 1 matsk. smjör, (eða smjörlíki), V2 tsk. salt, örlítill pipar, 1 dl rjómi eða rjómablanda, 1 dl sýrður rjómi, 2-3 matsk. tómatsósa (úr flösku). Smjörið sett í pott, fískstykkin sett út í og látin taka lit. Fiskurinn síðan settur í ofnfast fat, púrran skorin í sneiðar, sem fyrst eru sett- ar í smjörið í nokkrar mín. en síðan lagðar ofan á fískstykkin. Salti og pipar stráð yfír. Rjóma, sýrðum rjóma og tómatsósu hrært saman og hellt yfír fiskinn í fatinu. Fatið sett í ofninn og haft þar til litur er kominn á sósuna og fískurinn er gegnumsoðinn. Borið fram með soðnum kartöflum. Ætlað fyrir 2-3. Suður- landa fisk réttur. LEIKRIT ? BARNA- STRIGASKÓR 595 Litir: Ljósblátt og Ijós- bleikt. Stærðir: 22 - 30. 5% staðgreiðsla. Póstsendum. T0PP, KRINGMN KBIneNU S. 689212. *^ )»----SIOHUfN S&^ VELTUSUNÐI2. 21212 Höf um til sölu nokkra mjög vel með f arna og f allega Opel Corsa og Ford Fiesta bíla af árgerð 1986-1987. Þessa bíla bjóðum við á afar hagstæðu verði og með einstökum greiðsluskilmálum. BíLVANGURse s. 687300 og 38910 Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 9-18 Opið laugardaga frá kl. 13-17 RITVELAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.