Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRIL 1988 33 Nokkur atriði um stöðu sjávarútvegsins og fleira eftirEinarÖrn Björnsson Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi hrokkið upp við vondan draum eftir að Alþingi hafði samþykkt nokkur stjórnarfrumvörp er voru að lenda í eindaga, m.a. söluskattsfrum- varpið. Fyrst er að nefna söluskatt á matvæli en hann var ónauðsynleg- ur, því hann torveldaði samkomulag aðila vinnumarkaðarins um nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin á eftir að súpa seyðið af því og ekki síst fjármálaráðherra. Hann hamast við að ríkissjóður verði rekinn hallalaus á þessu ári. Þá á allt að leika í lyndi að hans dómi. Hyggilegra hefði verið að stefna að því að slíkt gerðist á tveimur til þremur árum, en ekki þrengja að þjóðinni eins og nú er gert með óhóflegum skattaálögum. Það sem hefði átt að gera var að fara ofan í saumana á því hvern- ig farið er með fé almennings í ríkiskerfinu og aðallega í kringum þá sem ráða ríkjum í stjórnarráð- inu. Það er hrúgað upp nefndum í kringum ráðuneytin sem flestar eru óþarfar. Kostnaður við alla stjórn- sýslu er langt umfram það sem nauðsyn er á í þjóðfélaginu og ekki hefur það batnað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Hvaða nauðsyn bar til að setja bifreiðaskatt á nýjar og gamlar bif- reiðir, var ekki nóg komið af þeirri skattlagningu? Veit ekki fjármála- ráðherra að bíllinn er það sam- göngutæki sem almenningur notar til flutninga, ferðalaga og til og frá vinnu. Þessi skattur er því óréttlát- ur og ekki í anda Jafnaðarstefn- unnar". Síðan kemur lausnarorðið frá fjármálaráðherra að ríkissjóður verði rekinn hallalaus en hver er afgangurinn? Það eru einar fimmtíu milljónir af yfir sextíu milljörðum Morgunblaðið/Emilla Hjónin Elfn Káradóttir og Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari hafa stofnað „Matreiðsluskólann OKKAR" í Hafnarfirði. „Matreiðsluskólinn OKKAR": Vinsælast að læra að skreyta kökur - segir Elín Káradóttir framkvæmdastjóri „Matreiðsluskólinn OKKAR" tók til starfa við Bæjarhraun 16 f Hafnarfirði í sfðastliðnum mánuði. Fjöldi námskeiða er f boði við skól- ann, ýmist verkleg eða með sýni- kennslu. Skólastjóri „Matreiðslu- skólans OKKAR" er Hilmar B. Jónsson og eiginkona hans, Elfn Káradóttir, er framkvœmdasrjóri skólans. Þau hjón ráku og rit- stýrðu matarritinu Gestgjafanum frá 1981 þar til f haust er leið. Að sögn Elínar og Hilmars er skól- inn ætlaður öllum sem læra vilja réttu tökin við eldamennskuna eða auka á kunnáttu sína. Þannig er boðið upp á ítarleg byrjendanámskeið jafnt sem sérhæfðari kennslu. Of langt mál yrði að telja upp námskeiðin sem í boði eru, en Elín segir kökuskreytinganámskeiðin hafa verið einna vinsælust. „Eflaust teng- ist það fermingunum sem eru um þetta leyti árs," segir hún og bætir við að lfklega séu vinsældir nám- skeiða í að leggja á borð af sömu rót sprottnar. Jafnframt hafa námskeið í au8turlenskri matargerð og fiskrétt- um til hátíðabrigða verið vel sótt. Flest námskeiðanna í „Matreiðslu- skólanum OKKAR" taka aðeins eitt skipti; morgunn, síðdegi eða kvöld- stund. Stöku námskeið eru þó lengri, til dæmis nær almennt grunnnam- skeið í matreiðslu yfir fjögur skipti. Gefin er út stundaskrá til tveggja mánaða í senn, þar sem skráð eru þau námskeið sem í boði eru, verð þeirra, lengd og dagsetning. Þannig getur hver og einn valið tíma sem hentar og raðað saman eigin stunda- skrá ef ætlunin er að sækja fleiri námskeið en eitt. í stundaskrá „Matreiðsluskólans OKKAR" fyrir mars og apríl er boðið upp á 50 mismunandi námskeið. Kennarar við skólann eru átta talsins auk Hilmars B. Jónssonar, ailt sérf- rótt fólk. w> sem fjárlagafrumvarpið hljóðar upp á en er eins og sandkorn í eyðimörk- inni. Fjármálaráðherra er fastur í kerfinu vegna þess að hann skilur ekki að það er megin forsenda að fólkið í landinu sé haft með í ráðum en það hefur fjármálaráðherra ekki gert. Vitanlega er ríkisstjórnin ábyrg fyrir gerðum hans og þess vegna nýtur hún þverrandi trausts í landinu. Þannig blasir þetta við í byrjun janúar, er séð varð að fastgengis- stefnan var blekking. Það birtist í því að aðalgjaldmiðill heimsins, doll- arinn, hafði fallið á síðari hluta ársins. En ríkisstjórnin hélt að sér höndum á meðan atvinnuvegunum er að blæða út. Sjávarútvegur hefur verið rekinn með tapi bæði fiskvinnsla og útgerð er hefur þær afleiðingar að nú blas- ir stöðvun við. En loksins birtust ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum í febrú- ar sl. en hverjar eru þær? 1. Gengi íslensku krónunnar var fellt um 6% miðað við dollar en nægði ekki til að genngismælir- inn stæði á réttu. Gengið hefði þurft að lækka um 10—12% til að standa á réttu striki. 2. Uppsafnaður söluskattur verði endurgreiddur er nemur 587 millj. króna. 3. Launaskattur í sjávarútvegi og iðnaði verði endurgreiddur um kr. 200 millj. frá 1. júlí nk. en því ekki strax? 4. Skuldum sjávarútvegs og físk- vinnslu verði breytt í lán til lengri tíma um kr. 370 millj. Þetta er háðung sem leysir ekki vandann. Matreiðslumeistararnir Sigurvin Gunnarsson og Hilmar B. Jóns- son eru meðal kennara við „Mat- reiðsluskólann OKKAR". Hilmar býr til fiskikæfu f sýni- kennslusal hins nýstof naða mat- reiðsluskóla. Takið eftir speglin- um fyrir ofan borðið. Einar Örn Björnsson „íslendingar verða að snúa vörn í sókn og- standa öflugan vörð um sjávarútveg, landbúnað og iðnað en iðnaðurinn er tengdur að stórum hluta nefndum atvinnu- greinum." Hið rétta er að nú eiga útgerðar- menn og fískvinnslufyrirtæki að taka í taumana og krefjast þess að sá skuldahali er þau hafa dregið á eftir sér verði gerður upp með þeim hætti að skuldaskil verði gerð og strika út uppsafnaðan vanda, sem hefur virkað sem lömun á allar greinar sjávarútvegs. Þá mun sjáv- arútvegurinn fá það lífsrúm er allt leysir úr læðingi og tryggir með því búsetúna um allt land. Samfélagið verður að standa þétt að þessari lausn. íslendingar verða að snúa vörn í sókn og standa öflug- an vörð um sjávarútveg, landbúnað og iðnað en iðnaðurinn er tengdur að stórum hluta nefndum atvinnu- greinum. Allt annað sem virðist hafa forgang í umfjöllun fjölmiðla, og Alþingi er þrúgað af, eru þjón- ustugreinarnar sem eru á brauð- fótum ef atvinnuvegirnir eru ekki reknir með réttum skilningi stjórn- valda. Annars syrtir í álinn. Lokaorð Ef ríkisstjórnin skilur ekki þessi megin sannindi, en ætlar þess í stað að láta „hallarhagfræðinga" vísa veginn þá blasir við upplausn og óvissa sem ekki er séð fyrir endann á. £ íslendingar verða að skilja að nú er ekki aðstaða til að hækka laun hálaunamanna og þeirra sem hafa laun í hærri launaflokkum og hafa auk þess tryggðan lífeyri sem ekki fellur í skaut þeirra er ekki eru í eftirsóttum störfum. Þess vegna á að hækka laun þessa fólks og á það að vera liður í því að koma atvinnu- vegunum á traustari grundvöll. Framangreindum hugmyndum er beint til sjávarútvegsráðherra vegna þess að hálfkák og sýndar- mennska er ekki nema að tjalda til einnar nætur. Þess vegna á sjávarútvegsráð- herra að láta reyna á það í ríkis- stjórninni að fengnum upplýsingum um þau vandræði sem nú geisa í útflutningsframleiðslunni og hvaða vilji er fyrir hendi að leysa vandann er að steðjar og gera þjóðarátak til að tryggja öruggan rekstur og rétta framvindu. Til þess þarf þor, dug og bjart- sýni sem ekki hefur verið of mikið af í ríkisstjórninni. Það þarf ekki síður nýja hugsun og nýja von til að breyta íslenskri þjóðmálabaráttu og virkja fólkið í landinu til sam- starfs um þá breytingu er nauðsyn- leg er í stjórnkerfínu áður en í óefni er komið. Þetta eru varnarorð til sjávarút- vegsráðherra að taka forystuna í þessum málum af myndarskap og festu og vinna með fólkinu í landinu að þessari endurreisn. Höfundur býr að Mýnesi á Héraði. TUDOR FÆRAVINDU - RAFGEYM AR íustt ~^fcsm~ Tilboðsverð á hinum geysivinsælu TUDOR rafgeymum Takmarkaðar birgðir. TUDOR rafgeymir með 9 líf. Umboðsmenn um land allt. BILDSHOFDA 12 s: 680010 msi^ '-**-i'-=fc-usJjfj;jíjr**ajf .5- H«"jfjí -»^?»- JT-ff*"»-ff-».i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.