Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 56
*fgtmÞl*frife WRIGLEY'S EIGIVA MIÐIIMV 27711 MNGH0LTSSTRÆT1 3 Svercir Kristinsson, sölusljóri - Þorieifur Guðmundsson, sölum. ÞóróHur Halldórsson, lógfr.- Unnsteinn Beck hrl, simi 12320 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Aðskiliiaður dóms: og framkvæmdavalds: Frumvarpið verður kynnt á þessu þíngí ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins samþykkti í gær að frumvarp um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði yrði lagt fram á þessu þingi tíl kynningar, en lagði til að nefnd, sem búið hefur frumvarpið til flutnings, starfi áfram og full- vinni frumvarpið fyrir af- greiðslu á nsesta þingi. Þing- flokkur Framsóknarflokksins hefur ekki afgreitt frumvarpið, en á mánudag rennur út frestur til að leggja fram stjórnarfrum- vörp, eigi þau að fá afgreiðslu á þessu þingi. Þorsteinn Pálsson, forsætísráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði við Morgunblaðið að á fundi þingflokksins í gær hefði verið áréttuð sú stefna Sjálfstæðis- fiokksins að að aðskilja bærí dóms- vald og framkvæmdavald en flokk- urinn teldi að vinna þyrfti þetta mál betur. Þorsteinn sagði að ýms- ir þættir frumvarpsins þyrftu at- hugunar við og nefndi sérstaklega umdæmaskipunina, stöðu sýslu- manna eftir að dómsvaldið hefur verið skilið frá, verkefni þeirra og hlutverk, og kostnaðarþætti máls- ins en ekki hefði verið svigrúm við undirbúning frumvarpsins að gera kostnaðarmat á þeim breytingum sem verða með nýjum lögunum. Þorsteinn sagði að flokkurinn hefði þó heimilað að málið yrði lagt fram til kynningar, en lagt til um Ieið, að nefndin sem unnið hefur að undirbúningi frumvarpsins starfi áfram og fái betri og rýmri tíma til að fullvinna verkið og undirbúa málið betur fyrir afgreiðslu á næsta þingi. Fundur vinnuvéitenda og félaganna í Eyjum og á Akranesi: Frekari launabreyt- ingar verða ekki - segir framkvæmdastjóri VSÍ SAMNINGAFUNDI vinnuveit- enda með Verkalýðsfélaginu Snót f Vestmannaeyjum, Verka- lýðsfélagi Vestmannaeyja og Verkalýðsfélagi Akraness, sem hahlinn var í gær, lauk með bók- un vinnuveitenda. Er verkalýðs- félögunum veittur frestur fram •<*¦ til 14. apríl til að afgreiða Akur- eyrarsamninginn. Að sögn Þór- arins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastóra Vinnuveitenda- sambands íslands, kemur ekki íil greina að semja um aðrar launa- breytingar við þessi þrjú verka- lýðsfélðg en þá var samið um. í bókun vinnuveitenda árétta þeir fyrra tilboð sitt, að kjarasamn- ingurinn, sem gerður var á Akur- oyri 21. mars síðastliðinn, gildi einnig gagnvart Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja og Verkakvennafélag- inu Snót, með gildistima frá 21. mars 1988, eins oggagnvart öðrum verkalýðsfélögum, sem samþykkt - ** hafa samninginn. Þá segir enn fremur að til þess að veita frekara ráðrúm til undirbúnings og kynn- ingar á kjarasamningnum hafa VSÍ og VMS fallist á að veita fyrrgreind- um verkalýðsfélögum lengri frest eða til fimmtudagskvölds 14. apríl næstkomandi til þess að afgreiða samninginn á félagsfundum og/eða með skriflegum atkvæðagreiðslum f félögunum. Að sögn Þórarins Þórarinssonar framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins, hefur ekki verið boð- aður nýr fundur með deiluaðilum. „Afstaða atvinnurekenda í Vest- mannaeyjum og á Akranesi og sam- takanna er mjög einörð í þessu máli," sagði Þórarinn. „Það er ekki um það að ræða að semja um aðrar launabreytingar gagnvart þessum þremur félögum. Á því er enginn kostur. Því hljóta þessi félög að standa frammi fyrir því hvort fé- lagsmenn fá kost á að taka afstöðu til þessara samninga og þá um leið hvort þeir eiga að gilda með þessum hætti eða hvort eitthvað annað á að taka við." Frestur til atkvæðagreiðslu innan annarra félaga rennur út 12. apríl og sagði Þórarinn að útlit væri fyr- ir að samningurinn yrði samþykktur hjá öllum öðrum félögum á landinu. Morgunblaðið/RAX Gert við frostskemmdir Frost og veðrun hafa valdið mikliim skenundum á stuðlabergs- stöplunum, sem mynda turnspiru HaUgrímskirkju en 20 ár eru liðin siðan turninn var byggður. Að sögn Karls Sigurbjörnssonar sóknarprests verða skemmdirnar lagfærðar í sumar og var ver- ið að flytia efni i verkpalla upp i turninn í gær. Sparisjóður Rauðasandshrepps: Fjárdráttur rannsakaður Ríkissaksóknari hefur falið Rannsóknarlogreglu ríkisins rannsókn á fjárreiðum Sparisjóðs Rauðasandshrepps á grundvelli skýrslu bankaeftirlits Seðlabank- ans á starfsemi sjóðsins. í athugun bankaeftirlitsins kom f ljós fjár- dráttur sparisjóðsstiórans, og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins skiptir hann miUjónum króna. Sparisjóðsstjórinn hefur sagt af ' sér vegna málsins. Hann hafði starf- að í hlutastarfi við sjóðinn frá árinu 1977 og var eini starfsmaðurinn. Útlit er fyrir að Trýggingasjóður sparisjóða þurfi að greiða peninga inn í sjóðinn til að tryggja innistæður sparifjáreigenda. Sparisjóður Rauðasandshrepps er einn af minnstu sparisjóðum lands- ins. Innistæður voru um 5,3 milljónir um sfðustu áramót. Ákveðið hefur verið að sameina sjóðinn Eyrarspari- sjóði á Patreksfirði. í tengslum við uppgjör fyrif árið 1987 kom í ljós að ekki var allt með felldu og var það tilkynnt til bankaeftirlitsins. Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins segir að athugun- inni sé lokið og skýrsla um hana hafi verið afhent stjórn Sparisjóðs- ins, viðskiptaráðherra og ríkissak- sóknara en sagðist ekki geta sagt néitt frá efnisatriðum hennar. Til að fela það fé sem sparisjóðs- stjórinn tók sér mun hann hafa minnkað bókfærð innlán á móti með þvf að taka blaðsíður með innláns- reikningum fyrir sömu fjárhæð út úr lausblaðabók sem innlánin eru færð inn f. Sparifjáreigendur hjá Sparisjóði Rauðasandshrepps munu ekki tapa fé, þar sem Tryggingasjóður spari- sjóða mun greiða tap hans þannig að Eyrarsparisjóður geti tekið hann yfír sér að skaðlausu. Verslanir lokaðar á laugardögum í sumar: Rýmri verslunar- tími með haustinu FORRÁÐAMENN stórmarkaða, telja að nýr kjarasamningur við VR muni leiða til einhverskonar vaktafyrirkomulags eða skipti- vinnu, til þess að tryggja rýmrí opnunartíma f haust heldur en verður i sumar. Magnús L. Ráðherra leitar umsagnar eft- ir kæru íbúa við Tjarnargötu JÓHANNA Sigurðardóttir fe- lagsmálaráðherra, hefur leitað umsagnar skipulagwstjórnar ríkisíns og byggingarnefndar Reykjavikurborgar, vegna kæru sem henni hefur boríst frá íbúum við Tjarnargötu. Þeir hafa kært heimild bygg- ingarnefndar Reykjavíkur og borgarstiórnar til að hefja framkvæmdir við byggingu væntanlegs ráðhuss. Jóhanna sagði að leitað væri umsagnar skipulagsstjórnar og byggingarnefhdar eins og ráð- herra ber að gera lögum sam- kvæmt þegar slík kæra berst. Kæra íbúanna vegna afgreiðslu skipulagsstjórnar á beiðni borgar- ráðs um stækkun á byggingarreit ráðhússins og send var ráðuneyt- inu 28. mars sfðastliðinn, er enn til athugunar í ráðuneytinu. Sagði Jóhanna að ákvörðun um hana yrði tekin eftir helgi. Sjá nánar um kæru fbúa við Tjarnargðtu á bls. 81. Sveinsson, formaður VR, telur miklum áfanga náð með lokun á laugardögum í sumar, en hann segir jafnframt að verði starfs- fólki tryggður hóflegur vinnu- tfmi sé ekkert þvf til fyrírstöðu að hafa verslanir opnar svo lengi sem kaupmenn viija. Samningar tókust með Verslun- armannafélagi Reykjavfkur og kaupmönnum í gærmorgun. Samið var um lokun verslana á laugar- dögum ^nBr sumarmánuðina og um 10% launauppbót til afgreiðslu- fólks verslana, sem nýta sér langan afgreiðslutíma í desember. Grunn- laun hækkuðu ekki í VR samningn- um frá þvf heildarsamningar voru gerðír í mars. Sérstök bókun var samþykkt um, að nefnd samningsaðila skuli finna leiðir til að verslanir geti haft opið á laugardögum án þess að vinnutími starfsfólks verði óhóf- legur. Sjá nánarí frásðgn af samn- ingi VR og umsagnir hags- munaaðila á bls. 22. Flateyri: Minkur drep- inn í höfninni FUteyri. ÞEGAR starfsmenn Hjálms hf. voru að vinna um borð í Gylli ÍS f Flateyrarhöfn einn daginn f vik- unni urðu þeír varír við heldur óvinsælan gest. Þar var á ferðinni minkur sem hafði smyglað sér um borð f páskafrfinu. Minkurinn var rekinn frá borði og hafnaði hann f sjónum. Snöggur og vel vopnum búinn skrifstofumað- ur Hjálms hf. skaut minkinn f fyrstu atrennu f sjónum. Ekki er algengt að þessi dýr séu á ferðinni f Flateyr- arhöfn en það hefur þó komið fyrir. - Magnea
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.