Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 31
MdRGÚNBL^AÐÍÐ1, ^UGARÐAGUk;9: '&tóÍ.'-ÍéÓÉl ᥠIbúar víð Tjarnargötu: Kæra stækkun á bygg- ingarreit ráðhússins og veitingu graftarleyfis ÍBÚAR við Tjarnargötu haf a kært til Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra afgreiðslu skipu- lagsstjórnar Reykjavíkurborgar á beiðni borgarráðs um 46 fermetra stækkun á byggingarreit væntan- legs ráðhúss við Tjörnina. Er þess farið á leit að ráðherra ógildi ákvörðun skipulagsstjórnar á þeirri forsendu að ekki sé um óverulega breytingu að rœða og að skipulagsstjórn verði falið að fjalla samtfmis um stœkkun bygg- ingarreits og byggingarmagns. Þá er ennfremur kœrð afgreiðsla byggingarnefndar, sem staðfest - hefur verið af borgarstjórn, að veita verkefnisstjórn ráðhuss Reykjavfkur graftarleyfi, sem er heimild til að hefja framkvœmdir. Er óskað eftir að ráðherra ógildi graftarleyfið nú þegar. í greinargerð, sem fylgir kæru íbúanna vegna stækkunar á bygg- ingarreit ráðhússins, segir: „Við get- um ekki fallist á áð umbeðin breyting sé minniháttar, og teljum að beiðnin sé villandi. Fyígiskjöl með beiðninni sýna ótvírætt að sá hluti byggingar- reits ráðhúss sem er úti í Tjörninni stækkar um rúmlega 300 fermetra eða um 16%. Heildarskerðing á yfir- borði Tjarnarinnar er þá orðin um 2.300 fermetrar í stað 1.980 fer- metra áður. Töluna 46 fermetra virðast borg- aryfirvöld fá með þvi að draga u.þ.b. 6 metra breiða landspildu milli gang- stéttabrúnar Vonarstrætis og útveggjar ráðhúss frá þvi svæði i Tjörninni sem fyrirhugað er að fari undir stækkun byggingarreits. Engin breyting hefur orðið á hlutverki þessa svæðis frá staðfestu skipulagi, og því er f hæsta máta óeðlilegt að draga það frá." Bent er á að nauðsyn á stækkun byggingarreits sé afleiðing þess, hve húsið hafi stækkað og telja íbúarnir óeðlilegt að beiðni borgarráðs skuli aðeins taka til byggingarreitsins, þótt í fylgiskjölum komi fram hversu stór byggingin á að vera. Þegar eldri tölur eru bornar saman við nýrri komi í ljós að byggingin hafi stækk- að um 28% að rúmtaki. „Því teljum við að borgarráð hefði átt að sækja samtímis um stækkun byggingar- reits og byggingar. Þar sem það var ekki gert hefði skipulagsstjórn átt að vísa erindi borgarráðs frá, með þeim tilmælum að endurnýjuð um- sókn tæki til allra breytinga á bygg- ingarreit og byggingarmagni húss- ins, bæði hvað varðar hæð þess og stærð í fermetrum og rúmmetrum." f kæru ibúanna vegna graftarleyf- is segir „í byggingarlögum og reglu- gerð er hvergi minnst á graftarleyfi, heldur aðeins talað' um eina tegund byggingarleyfis, sbr. 9. gr. bygging- arlaga. Skyrt er kveðið á um skilyrði fyrir slíku leyfi. Þau fela m.a. í sér að áætlaðar framkvæmdir skuli vera f samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag, sjá 2. mgr. 9. gr. byggingarlaga og grein 3.4.5 f byggingarreglugerð nr. 292/1979. Eins og fram kemur í gögnunum, sem við höfum áður sent ráðherra, fullnægir áætluð ráðhús- bygging ekki þessum skilyrðum. Byggingin er hvorki í samræmi við ákvæði staðfests aðalskipulags né staðfests deiliskipulags af Kvosinni." Sfðar segir ennfremur: „í 4. mgr. 9. gr. byggingarlaga er einnig kveð- ið á um að aðaluppdrættir af bygg- ingu skuli hafa verið samþykktir af Sænsk bókakynning í Norræna húsinu IIALDID verður áfram að kynna bókaútgáf u ársins 1987 á Norðurl- Sndum f Norræna húsinu f dag, laugardag, kl. 16 og að þessu sinni eru sænnkar bækur á dagskrá. Að vanda er rithöfundi frá viðkom- andi landi boðið og gestur frá Svfþjóð verður að þessu sinni Stíg Larsson. Hann les upp úr bókum sínum, en sænski seudikennarinn, Hákan Jansson, kynnir helstu verk, sem komu út f Svfþjóð árið 1987. Stig Larsson er 32 ára gamall og er frá Skellefteá í Norður-Svfþjóð. Hann hefur búið f Stokkhólmi undan- farin 10 ár, þar sem hann stundaði nám við „Dramatiska Institutet" á sama tfma og Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Pyrsta bók hans „ Autist- ema" (Hinir innhverfu) kom út árið 1979 og sfðan hefur hann sent frá sér ýmis skáldverk: Fimm ljóðasöfn, þrjár skáldsögur og fjögur leikrit. Stig Larsson hefur lagt sitt af mörkum til þess að endurnýja sænsk- ar bókmenntir. Það sem þykir ein- kenna verk hans er nokkurs konar „ofurraunsæi", þar sem hann nánast hæðist að þvf, sem hann skrifar um, með ýktri nákvæmni. Auk þess hefur hann nýstárlega afstöðu til siðferðis — sumir lfta svo á, að hann brjóti gegn siðferðisskyldum listarinnar með þvf.að forðast að taka siðferði- lega afstöðu í hlutlausu og kuidalegu raunsæi sfnu. (Fréttatilkynning) byggingamefhd og áritaðir af bygg- ingarfulitrúa, áður en byggingarleyfi er afgreitt. Aðaluppdrættir að ráð- húsinu hafa enn ekki hlotið þessa afgreiðslu." Þátt fyrir að ekki séu forsendur fyrir veitingu byggingar- leyfis hafi byggingarnefnd veitt heimild til að framkvæmdir hefjist með því að veita graftarleyfi. Vitað sé um eitt dæmi þar sem graftar- leyfi var veitt þótt ágreiningur væri í byggingarnefnd, en það var á lóð- inni við Aðalstræti 8 í Reykjavfk. Svo fór að graftarleyfið var fellt úr gildi eftir að nágrannar höfðu kært það. „Við lítum svo á, að graftarleyfið sem byggingamefnd hefur nú veitt og borgarstjórn staðfest, sé f raun dulbúið byggingarleyfi, og hér sé verið að finna leið til að hefja fram- kvæmdir áður en lögboðnum skilyrð- um hefur verið fullnægt. Við mót- mælum þessari meðferð málsins, kærum veitingu graftarleyfis og för- um þess á leit við yður, hæstvirtur félagsmálaráðherra, að þér ógildið þetta graftarleyfi nú þegar." Kynningardagur Iðnskólans á morgun HINN árlegi kynningardagur Iðn- skólans f Reykjavfk verður að þessu sinni f tengslum við Norrænt tækniár og verður opið hús frá kl. 13 tíl 17 á morgun, sunnudag- inn 10. aprfl. Allar verklegar deildir verða til sýnis og munu kennarar og nemend- ur veita upplýsingar, sýna verk nem- enda og námsgögn. Gestum verður leiðbeint um skóla- bygginguna sem er stór og geymir margar og mismunandi deildir. Starf- semi Iðn8kólans er einnig f Vörðu- skólá, en þar verður myndlistarsýning á verkum fyrrverandi og núverandi iðnskólakennara. f Vörðuskóla er bakarf skólans og verða bakaranemar að störfum og sýna nýjungar f kökugerð og skreyt- ingum, einnig framleiða þeir kökur sem veittar verða með kaffí sem gest- um verður boðið uppá f matsal nem- enda Iðnskólans. Ungt fólk og aðstandendur þess eru sérstaklega hvattir til þess að koma og kynna sér námsmöguleika f skólanum. (KréttaUlkynnintr) Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona við eitt verka sinna. Norræna húsið: Björg Þorsteins- dóttír opnar sýningu BJÖRG Þorsteinsdóttir opnar sýningu á verkum sínum f Nor- ræna húsinu f dag kl. 14. Á sýningunni eru á milli 40 og 50 málverk, pastelmyndir og teikn- ingar. Þetta er 12. einkasýning Bjargar. Sfðustu einkasýningar hennar í Reykjavík voru í Gallerí Borg og Norræna húsinu 1985. Björg Þorsteinsdóttir stundaði myndlistamám í Reykjavík, Stutt- gart og París og hefur unnið jöfnum höndum við graffk og málverk. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, m.a. í „Scand- inavia Today" f Bandaríkjunum 1982, „Icelandic Art 1944-1979" í Minnesota Museum of Art 1979, „Nordiska kvinnor málare och tekn- are", sem var farandsýning um Norðurlönd 1980, og „íslensk ab- straklist í 40 ár" á Kjarvalsstöðum 1987. Verk eftir Björgu eru í eigu lista- safna á íslandi og ennfremur safna og stofnana á Norðurlöndum, Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Spáni og Júgóslavíu. Björg hefur verið virk f félagsmálum fslenskra myndlistarmanna. Hún var for- stöðumaður Ásgrfmssafns á árun- um 1980-1984. Sýningin verður opin milli kl. 14 og 22 daglegatil ogmeð 24. aprfl. A0 HOfíÐAH %? VtRKSMIÐJU ÚJSAIA Á SHBM í ÞÚSUHUmil Opiöfrákl.12ti/18 Laugardaga frá kl.10 til16 IDNADARMANNAHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.