Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Verslunarmenn í Reykjavík sömdu í gærmorgun Aðalmálið að fá frí á laugardögum Margir telja þó launin of lág VERSLUNARFÓLK, sem Morg- unblaðið ræddu við í tveimur stór- mörkuðum f gœr var almennt án- ægt með að samningar höf ðu tek- ist og verkfalli var aflýst. Greini- legt var að f ólk var ánægðast yf ir þvf að geta notið sumarblfðunnar á laugardögum, en margir kvört- uðu þó undan þvf að lftið hefði farið fyrir launahækkun f samn- ingnum. „Mér lfst vel á að þurfa ekki að vinna á laugardögum f sumar," sagði Guð- björg Björnsdóttir, sem var við verð- merkingar f Hagkaupi í Skeifunni. „Ég komst ekki á fundinn þegar greidd voru átkvæði um fyrri samn- inginn, en ég hefði fellt hann vegna laugardagsvinnunnar, maður fær meira en nóg af því að vinna á laug- ardögum á veturna. Að öðru leyti er ég ekki óánægð með vinnutí- mann." Guðbjörg sagðist telja að starfsfólkið væri almennt nokkuð ánægt með samningana, aðalmálið hjá fólki hefði verið að eiga sitt frí f sumar, og það hefði náðst f gegn. Lítíl hækkun frá seinustu samningum „Ég er ekki nógu ánægð með samningana," sagði Ólafía Karls- dóttir, sem starfar f fatadeild Hag- kaups. „Launahækkunin var of lítil frá sfðustu samningum að mínu mati. Launauppbótin og frídagarnir f janúar eru auðvitað bót, en ná engu að sfður skammt. Við fáum yfirleitt borgað nákvæmlega eftir taxta VR hérna, ég er til dæmis með 38.000 krónur á mánuði en hækka ekki nema um 1000-1500 krónur núna. Aðalmálið var nú samt laugardags- fríið f sumar, og það var gott að ná þvf f gegn." „Auðvitað er ég ánægð að það skuli vera búið að semja, það þykir engum gaman að fara í verkfall," sagði Rakel Þ. Matthíasdóttir, kassadama f Hagkaupi. Hún sagðist lftið hafa heyrt af viðbrögðum fólks við samningunum, en þau væru þó yfirleitt jákvæð. „Við hefðum viljað fá hærri laun, þau eru til dæmis ekki há hjá mér, sem er nýbyrjuð og fæ greitt nákvæmlega eftir taxt- anum." Rakel sagðist vera sama um laug- ardagsfríið f sumar, hún hefði ekkert á móti því að drýgja tekjurnar með laugardagsvinnu. „Ég hef nú ekki fylgst mikið með þessum málum, enda nýbyrjaður," sagði Haraldur Stefánsson, sem vinnur í kjötvörudeild Hagkaups. „Mér líst auðvitað vel á að þurfa ekki að vinna á laugardögum yfir sumarið og það virtist aðalmálið í þessum samningum. Annars á ég eftir að kynna mér málið betur, hækkun á launum og fleira." Fyrsta skrefið til styttri vinnutíma „Okkur fannst ekkert sérstakt koma út úr þessum samningum," sögðu þær Guðrún og Elín Margrét, sem voru að raða í hillur í Mikla- garði. „Það hefði átt að leggja meiri áherslu á að hækka við okkur laun- in. Við fáum flest borgað eftir VR- taxtanum hér, sem er um 38.000 hjá okkur." Þær stöllur sögðu að vinnuálagið hefði auðvitað aukist með lengdum opnunartíma verslana, og sögðust telja að nauðsynlegt væri að taka upp vaktafyrirkomulag, ef opnun- artíminn ætti enn að lengjast. Þær voru þó ánægðar með að verslanir yrðu lokaðar á laugardögum í sum- ar. „Það var einum of langt gengið að láta okkur vinna um sumarhel- garnar," sögðu þær, en voru sam- mála um að þessi samningur værí fyrsta skrefið í þá átt að stytta vinn- utímann. Einu f rístundirnar á sunnudögnm „Hljóðið er mismunandi f fólki, sumir eru ánægðir og aðrir ekki," sagði Helgi Guðbjartsson f herrafata- deild f Miklagarði. Hann sagðist telja miklu máli skipta að hækka lág- markslaunin, og það hefði kannski ekki tekist sem skyldi f nýja samn- ingnum, en leiðréttingar á starfsald- urshækkunum væru af hinu góða. „Vinnuálagið er orðið alltof mikið, sagði Helgi. „Maður vinnur hér frá nfu til háifsjö frá mánudegi til fímmtudags, til átta á föstudögum og frá níu til fjögur á laugardögum. Einu frfstundirnar eru á sunnudög- um. Auðvitað vildi maður hafa sama kaup og núna, en geta sleppt laugar- dögunum." „Það eru allir mjög ánægðir að þurfa ekki að vinna á laugardögum, en við hefðum viljað hærri laun - vilja menn ekki alltaf meira?" sagði Oddný Sigurðardóttir, sem vinnur á kassa í Miklagarði hluta úr degi, en er einnig f skóla. Hún sagði að þótt skólafólk væri oft á höttunum eftir helgarvinnu, væri hún ekkert áfjáð f að vinna á laugardögum yfir suma- rið - þá vildi fólk frekar njóta góða veðursins. Á veturna kemur helgar- vinnan sér hins vegar vel," sagði Oddný. Guðbjörg Björnsdóttir Ólaffa dóttir Karls- Rakel Þ. Matt- híasdóttir Haraldur ánsson Stef- Guðrún Lokað á laugardögum yf ir sumarmánuðina Samið um 10% launauppbót í desember Grunnlaun óbreytt frá heildarsamningum SAMNINGAR tókust með Versl- unarmannafélagi Reykjavfkur og ' vinnuveitendum á fímmta tfman- um í gærmorgun. Samið var um kjör afgreiðslufólks f matvöru- verslunum pg stórmörkuðum. Verkfall hafði verið boðað hjá þessum hópi VR-félaga n.k. fimmtudag. I þessu samkomulagi eru felld brott fyrri samningsá- kvæði sem gátu heimilað vinnu á laugardögum og sett var inn nýtt ákvæði um launauppbót f desem- ber. Ennfremur var samþykkt bókun þess efnis, að samningsaðil- ar skulu leita leiða tíl þess, að hægt sé að lengja opnunartfma verslana án þess að vinnutfmi starfsfólks verði óhóflegur. Grunnlaun eru óbreytt frá heild- arsamningum, en þá hækkuðu þau um 2.400 krónur. Samkomulagið verður kynnt á fundi á morgun og eftir helgina verða greidd at- kvæði um það. v Samningaviðræðum hafði lítt mið- að áfram á fimmtudagskvöld, en þá kom fram miðlunartiilaga frá sátta- semjara ríkisins, eftir að hann hafði átt viðræður við aðila, og var hún samþykkt af báðum deiluaðilum. Samkomulagið er um eftirfarandi: Endurskoðun vinnutíma: Okkar sjónarmið er að koma eigi á skiptivinnu - segir Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups FORRÁÐAMENN stórmarkaða, sem Morgunblaðið ræddi við f gær, voru tiltölulega ánægðir með samningana við VR. Bæði Jón Ásbergs- son, forstjóri Hagkaups, og Jón Sigurðsson, framkvæmdastíóri Mikla- garðs, töldu að við endurskoðun vinnutímans myndu kaupmenn Ijá máls á einhvers konar vaktafyrirkomulagi eða skiptivinnu til þess að hægt væri að tryggja langan opnunartfma stórmarkaðanna án of mik- ils álag á starfsfólk. „Við erum ekkert mjög óánægðir, þótt við hefðum ekki haft á móti því að fá að hafa opið á laugardögum í júní og sfðari hluta ágúst," sagði Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups. „Sú skoðun hefur ekki breyst, en auðvit- að munum við virða þetta samkomu- lag." „Það er sjónarmið okkar að leiðin, sem á að fara, sé sú að koma á skip- tivinnu," sagði Jón. „Þarna verður kannski ekki beinlfnis um vaktavinnu að ræða, enda er ekki verið að tala um að hafa verslanir opnar dag og nótt eða alla vikuna. Hins vegar yrði sett ákveðið þak eða hámark á vinn- utíma starfsmanna, en ekki á opnun- artfma verslananna, þannig að hver og einn búðareigandi geti ákveðið hvenær hann hefur atvinnutæki sitt í gangi." Jón sagðist te(ja ákvæðin um jó- lauppbót eðlileg, verslunarfólk ætti skilda umbun f formi launa eða frfdaga eftir desembertörnina. „Stærsta breytingin í þessum samningum er auðvitað sú að ekki verður opið á laugardögum í sumar," sagði Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Miklagarðs. „Fólk'er ekki til- búið í svona mikla vinnu á sumrin og það er ekkert óeðlilegt að verslun- arfólk fái sem mest frí á meðan Htið er um að vera f borginni. íslendingar eiga að njóta sumarsins sem mest. Það er hins vegar mikið álag á fólki í desember og langur vinnutfmi og því er ekkert eðlilegra en að sérstök þóknun k'omi fyrir, eins og gert er ráð fyrir f þessum samningi," sagði Jón. Jón sagðist ekki teh'a útilokað að kaupmenn léðu máls á vaktavinnu- 'fyrirkomulagi við endurskoðun vinn- utfma. „Það er ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir eins konar vaktavinnu þegar opnunartíminn er orðinn svona langur," sagði Jón. „Til þess að slíkt sé hægt þarf hagur verslunarinnar hins vegar að batna. Hið opinbera setur henni þröngan ramma; sem dæmi má nefna að þegar settur var söluskattur á landbúnaðarafurðir, var álagning verslunarinhar lækkuð. Samtímis er mikil samkeppni í versl- uninni. Við vildum gjarnan gera bet- . ur við okkar fólk, en það getum við auðvitað ekki nema reksturinn beri sig." 1. Akvæði um afgreiðslutfma á laugardögum yfir sumarmánuðina eru felld brott. Þau voru þess efhis, að heimilt var að taka upp viðræður og láta fara fram atkvæðagreiðslu á hverjum vinnustað um breytingu frá ákvæðum um laugardagslokun í júní, júlí og ágúst. 2. Nýtt ákvæði var sett inn um launauppbót f desembermánuði. Uppbótin nemur 10% af grunnlaun- um. Þessi uppbót er ætluð starfsfólki f þeim verslunum, sem nýta sér heim- ildir um langan afgreiðslutfma f des- ember. í stað launauppbótarinnar getur hver starfsmaður fyrir sig val- ið að taka tvo aukafrídaga f janúar- mánuði. 3. Launatöfiur voru lagfærðar lítil- lega með tilliti til starfsaldurs. 4. Með nýju ákvæði voru endur- bættar gildandi reglur um aukavakt- ir lyfjatækna f lyfjaverslunum. 5. Tekin voru inn ákvæði um end- urmenntun fyrir starfsfólk f lyfjabúð- um. Þá var samþykkt eftirfarandi bók- un:„Samningsaðilar hafa orðið ásátt- ir um að setja á fót nefnd skipaða fimm fulltrúum frá hvorum aðila sem hafi það hlutverk að móta hugmynd- ir að almennum reglum um sveigjan- legan afgreiðslutfma verslana. í störfum sfnum skal nefndin meðal annars huga að því hvernig samhliða sveigjanlegum afgreiðslutfma yrði hægt að koma fyrir frídagakerfi sem tryggi það að afgreiðslufólk njóti eðlilegs og sanngjarns frftfma jafn- framt sem nefndin við störf sfn hafi að leiðarljósi þarfir neytenda og jafn- an rétt verslana til sveigjanlegs af- greiðslutfma. Nefndin skili hug- myndum til samtakanna fyrir fyrsta nóvember næstkomandi." Morgunblaðið ræddi við Magnús L. Sveinsson formann VR um samn- inginn. Hann var m.a. spurður um hvort þessi bókun þýddi að sam- komulag gæti tekist um lengri af- greiðslutfma verslana f Reykjavík. „Já, ef tryggt er í reglunum, eða hugsanlegu samkomulagi sem kæmi f kjölfar þessa, að vinnutfminn verði skikkanlegur. Ég hef oft sagt það og get endurtekið það, að verslanir mega hafa opið fyrir mér allan sólar- hringinn ef það er tryggt að vinnu- tími fólksins sé skaplegur," sagði Magnús L. Sveinsson. Hann sagði bókunina vera f sama anda og laga- frumvarp það, sem þingmennirni Guðmundur H. Garðarsson og Halld- ór Blöndal ætla að leggja fyrir Al- þingi næstkomandi mánudag og er um vinnuvernd I veralunum. „Þýðing- armest fyrir okkur er þetta ákvæði um afgreiðslutfmann og vinnuveit- endur gerðu sér það held ég ljóst frá upphafí að við mundum aldrei hverfa frá því." Magnús sagði að verkfalls- boðunin hefði rekið áeftir vinnuveit- endum að ganga til samninga og miðlunartillaga sáttasemjara hefði brotið ísinn eftir að lítið hafði gengið í viðræðum á fimmtudag. VR boðar til fundar á Hótel Sögu á morgun, sunnudag, kl 14:00 til þess að kynna samkomulagið. Síðan verður, að sögn Magnúsar L. Sveins- sonar, allsherjaratkvæðagreiðsla um samningana f félaginu eftir helgina. Ekki er enn ákveðið með hvaða hætti hún fer fram, en fyrir hádegi á fimmtudag þurfa niðurstöður að liggja fyrir, en þá átti verkfall að koma til framkvæmda. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd minha umbjóðenda að hafa náð þessu samkomulagi við verslunarmenn," sagði Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna í samtali við Morgunblaðið. „Ég vona það að það hafi orðið til þess að afstýra því verkfalli sem blasir nú við og ég vona það, að afgreiðslu- fólk taki þessu vel og þessi samning- ur verði samþykktur í félaginu. Þarna teygjum við okkur eins langt og hægt er með þessu og við teflum á tæpasta vað. Ég held að þessi samningur feli í sér einhverjar hæstu greiðslur til launþega af öllum þeim samningum sem gerðir hafa verið núna," sagði Magnús E. Finnsson. „Mér lfst engan veginn á samning- inn sem slíkan, kauphækkunin var engin, hún breyttist ekkert," asgði Anna Friðriksdóttir afgreiðslustúlka í Vougue í Kringlunni. Anna á sæti í samninganefnd VR og tók þátt í gerð þessa samkomulags I gærmorg- un. „Svo fengum við smáuppbót á desemberlaun, sem er 10% af mánað- arlaunum sem hægt er að velja um hvort tekin er í fríi eða kaupi. Það var það eina sem á vannst hjá okk- ur," sagði Anna. Hún bætti því við, að það væri vissulega gott að fá frf f sumar, en enn væri óleyst með annan tfma ársins, hvernig af- greiðslutíma verði háttað. Anna sagði að sér litist ekki vel á samning- inn: „Launin eru skammarlega lág og við gátum kannski ekki gart ráð fyrir því að fá eitthvað meira en hin- ir sem búið var að semja við og það er náttúrulega alltaf tönnlast á því, við urðum að sætta okkur við það en engan veginn er maður ánægður með það." Anna sagði að launin hefðu þurft að hækka og kvaðst ekki geta sagt um, hvort þetta sem nú var samið um nægði til að samn- ingarnir verði samþykktir. . Björn Þórhallsson formaður Landssambands verslunarmanna sagði f samtali við Morgunblaðið að hann ætti von á að þessir samningar hefðu áhrif á samninga annarra fé- laga. „Þetta voru nú sérákvæði um laugardagsopnunina hér f Reykjavík. Ég hugsa að það hafi engin áhrif, en það eru önnur atriði sem hafa að sjálfsögðu áhrif," sagði Björn og kvað allar breytingar sem snertu laun hafa þar áhrif. Hann vildi ekki segja hvernig þau ákvæði kæmu inn í samninga annarra, það mundi skýr- ast á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.