Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRIL 1988 29 Stríðsfangar í Afganist- an óttast heimsendingu Tveir sovéskir fangar vitna Washington, frá fvari Guðmundssyni, frétt- arrítara Morgunblaosins. ÞAÐ ER talið, að það séu allt að 300 stríðsfangar úr Sovét- hernum, sem þjóðfrelsissveitir Mujahedeen-manna hafa tekið tíl fanga eða sem hafa gerst liðhlaupar í Afganistan. Nokkrir þeirra hafa fengið landvistarleyfi á Vesturlönd- um, t.d. í Kanada og f Evrópu- löndum, en meirihlutínn er í haldi í Afganistan. . Fangárnir eru nú hræddir um að þeir verði sendir nauðugir heim tij Sovétríkjanna, ef friður kemst á. Þeir minnast þess, að eftir síðustu heimsstyrjöld, er stríðsfangaskipti bar á góma í friðarskilmálaumræð- unum sagði Stalín: „Það eru engir sovéskir fangar í höndum Þjóðverja heldur eingöngu föðurlandssvikarar." Hann heimt- aði alla striðsfanga framselda og og við því var orðið. Tugir þúsunda sovéskra stríðs- fanga, sem skilað var heim til Rúss- lands, voru dæmdir til langrar fangabúðavistar, en margir hlutu dauðarefsingu. Frumvarp til bjargar . föngununi Vegna friðarsamninganna um Afganistan hafa þrír bandarískir fulltrúadeildarþingmenn borið fram frumvarp til laga þar sem segir að Bandaríkjaforseti skuli gera rað- stafanir til þess að sovéskir stríðsfangar f Afganistan fái fulla vitneskju um ákvæði Genfarsam- þykktarinnar um réttindi stríðs- fanga og reglur, sem gilda í Banda- ríkjunum viðvíkjandi meðferð þeirra. I frumvarpinu er gert ráð Stríðsfangarnir fyrrverandi bera vitni fyrir mannréttindanefnd Bandaríkjaþings. Frá vinstri eru Ser- gei Busov, Ludmilla Thorne túlkur og ígor Kovaltsjuk. fyrir að stríðsfðngum, sem fá hæli í Bandarfkjunum, skuli veitt aðstoð til að læra ensku og til að nema iðn, eða öðlast aðra verklega kunn- áttu, sem myndi veita þeim tæki- færi til að verða bjargálna. Tveir sovéskir strí ðsf angar bera vitni Tveir fyrrverandi stríðsfangar Mujahedeen-manna, sem hlotið hafa landvistarleyfí í Kanada, báru vitni f mannúðarmálanefhd Banda- ríkjaþings fyrir skömmu. Þessir tveir menn eru: ígor Kovaltsjuk, 27 ára, og Sergei Busov, 24 ára. I för með þeim var túlkur þeirra fé- laga, Ludmilla Thorne, ung stúlka, sem hefir unnið ötullega að aðstoð við sovéska stríðsfanga. Hún hefir m.a. farið fjórar ferðir til Pakistans og Afganistans til að tala máli stríðsfanganna. Ungfrúin er sjálf flóttakona frá Sovétríkjunum. Fjöl- skylda hennar flúði frá Rússlandi eftir síðustu heimsstyrjöld og settist að S Bandaríkjunum eftir mikla hrakninga og andstreymi. Tveir öldungadeildarþingmenn mættu á fundi nefndarinnar: Gor- don Humphrey frá New Hampshire, sem sagði „að það væri skömm að því hve Bandarfkjastjórn hefði van- rækt að gera ráðstafanir til að veita stríðsföngum í Afganistan aðstoð, hér væri um hreint og beint mann- úðarmál að ræða. Þessir ungu menn hafa fært miklar fórnir með þeirri ákvörðun, sem þeir hafa tekið. Það er ólíklegt, að þeir muni nokkru sinni snúa heim til sín. Það er mann- úðarskylda okkar, að aðstoða þá," sagði öldungadeildarþingmaðurinn. Frank Lautenberg, öldungadeild- arþingmaður frá New Jersey, tók í sama streng. Átakanlegar iýsingar stríðsfanganna Strfðsfangarnir Igor Kovaltsjuk og Sergei Busov' lýstu dvöl sinni með innrásarhernum f Afganisítan. Þeim hafði verið sagt, að það væri „alþjóðleg skylda" þeirra og S'ovét- ríkjanna að berjast og hjálpa Afgön- um til að vernda það, sem hefði áunnist við apríl-byltinguna og verja þjóðina gegn blóðþyrstum bandarískum heimsvalda-yfir- gangsseggjum. „Ef þið eigið bágt með að skilja þetta, sagði kommis- arinn, þá skal ég skýra það fyrir ykkur á einfaldan hátt: „Ameríska málaliðið er á afganskri grund og það er okkar skylda að fleygja því út. Er það ljóst?" hrópaði kommisar- inn. „Ljóst, herra!" .Svaraði liðið ein- um hálsi. „En aldrei sáum við einn einasta Bandaríkjamann í þau tvö ár, sem ég vár í Afganistan," sagði Sergei Busov. Busov fæddist í smáþorpi í Úral- fjöllum. „Ég var himinlifandi er ég var skráður í Rauða herinn þann 2. apríl 1983. Ég hafði unað af að fylgjast með sjónvarpsþættinum, sem nefnist ,Ég þjóna Sovét- sambandinu". Eg var sérstaklega hrifinn af þrifnaðinum, hvar sem var rúmgóðum vistarverum og tá- hreinu líni. Ég þarf ekki að lýsa viðbrigðunum er ég kom í mína hersveit. Þar var allt öfugt við það, sem ég hafði séð á sjónvarpsskján- um. Eftir tveggja mánaða herþjón- ustu var ég sendur til Afganistan. Til að byrja með var aðaláherslan lögð á stjórnmálalegt uppeldi okk- ar. Á hverjum degi vorum við minntir á, að heimsvaldasinnarnir ætluðu að kæfa apríl-byltinguna og það væri okkar skylda að verja suðurlandamæri okkar sjálfra gegn þessum ófögnuði. Okkur var einnig sagt frá „málaliðinu" bandaríska, eða „dusmans", eins og það var kallað, sem átti að vera alls staðar nálægt. Okkur var Ifka sagt frá skólunum og sjúkrahúsunum, sem herinn okkar væri að byggja hér og þar víða f Afganistan. Slík mann- virki eru nú ekki reist með skrið- drekum! Enda sáust þau hvergi. Svo kom að því," sagði Sergei, „að ég stóðst þetta ekki lengur, lygarnar, þjófnaðina, ánauðina og mann- vonskuna. Ég ákvað að leita inn í fjalllendið og taka því, sem koma kynni. Afgan-skæruliðarnir tóku mér vel. Þeir líktust ekki skæruliðunum, sem ég hafði séð á sovésku vegg- myndunum. Þetta voru bændur, kennarar og verkamenn, bara eins og fólk er flest." Hverjir ná völdum þegar Sovétmenn fara heim? Washington, Nýju-Delhi, Reuter. Nl J ÞEGAR hillir undir friðarsamkomulag varðandi Afganistan og ljóst virðist að sovéski herinn hverfur heim vaknar sú spurning hvað muni gerast f landinu. Flestir sérfræðingar spá því að Iepp- stjórn Sovétmanna falli. Margir telja lfkur á að öngþveiti skaþist á við það sem sigldi f kjöifar þess að Baiidaríkjameiui yfirgáfu Víet- nam árið 1975. „Stjórnin mtin klifra upp veggi sovéska sendiráðsins og halda sér dáuðahaldi f þyrlur Sovétmanna," segir Marshall Goldman, Sovétsér- fræðingur við Harvard-háskólann, „alveg eins og gerðist í Vfetnam síðustu dagana sem stjórnin studd af Bandaríkjamönnum tórði." Robert Neumann sem var sendi- herra Bandaríkjanna í Afganistan á árunum 1963-1973 er á sama máli og segir að Kabúl-stjórnin hljóti að falla þegar sovéski herinn er farinn. „Ef þær upplýsingar sem við höfum eru réttar þá nýtur stjórnin ekki nokkurs stuðnings f landinu og mun hrynja um leið og menn gera sér grein fýrir að Sovét- menn eru á förum." Þegar Neu- mann var spurður hvort blóðbað væri óumflýjanlegt svaraði hann: „Ég myndi ekki taka svo djúpt í árinni en það verða vandræði." Marshall Goldman er þeirrar skoðunar að ekki verði endi bundinn á niðurlægingu Sovétmanna með því að þeir fari heim um miðjan næsta mánuð. „Framhaldið verður Gorbatsjov mjög erfitt. Hann kallar herinn heim vegna þess að hann vill einbeita sér að sovéska efna- hagnum en hann má búast við margs konar niðurlægingu sem Sovétmenn eiga ekki að venjast." Aðrir Sovétsérfræðingar í Bandarfkjunum segja að jafnvel þó núverandi stjórn félli þá verði Bandaríkjamenn að vera á varð- bergi gagnvart áhrifum Sovét- manna f Afganistan. „Fimmtándi maf er ekki loka- skref heldur áfangi í því að tryggja sjálfstæði Afganistans," segir Rob- ert Hunter fyrrum þjóðaröryggis- ráðgjafi Jimmy Carters. Hann bæt- ir því við að Sovétmenn muni ætíð hafa meiri áhrif f Afganistan heldur en Bandarfkjamenn vegna sameig- inlegra landamæra ríkjanna. En hverjir koma til með að berj- ast um völdin í Afganistan? Um er að ræða 17 hópa sem skipta má i eftirtaldar fjórar fylkingar: Lýð- ræðisflokkur þjóðarinnar (PDPÁ); fylgismenn Zahirs Shahs fyrrum konungs sem er í útlegð í Róm; íslamska byltingarbandalagið sem telur átta hópa og Einingarsamtök sjö skæruliðahópa (Mujahideen) með aðsetur í Pakistan. Najibullah forseti sem er 41 árs er leiðtogi PDPA. Flokkurinn hófst til valda árið 1979, rækilega studd- ur af Sovétmönnum. Tvær fýlking- ar berjast um völdin innan PDPA: Parcham (Flaggið) undir forystu Najibullahs og Khalq (Fjöldinn). Búast má við að gjáin milli þeirra breikki eftir að Sovétmenn eru horfnir á braut. Skæruliðahópar og flóttamenn hata Najibullah. Zahir Shah er 73 ára gamall og hefur dvalist í útlegð í Róm síðan honum var steypt af stóli í uppreisn frænda síns, Mohammeds Daouds, árið 1973. Zahir nýtur vinsælda meðal fjölda Afgana, þar á meðal afganskra flóttamanna. Margir segja hann f aðstöðu til að mynda bráðabirgðastjórn. Hann reynir að halda sig utan flokkspólitfskra átaka og bíður eftir hentugu tæki- færi til að láta til skarar skríða. Hann hefur hafnað samstarfi við PDPA og margir heittrúaðir múslímar eru honum andsnúnir vegna tengsla hans við Sovétmenn á sjötta áratugnum. Islamska byltingarbandalagið samanstendur af átta hópum og segist hafa 100.000 skæruliða und- ir vopnum. Bandalagið berst eink- um f Mið-Afganistan þar sem shftar eru fjölmennastir. Bandalagið lýtur stjórn strangtrúaðra klerka. Stað- fest djúp er milli þess og marxist- anna sem nú stjórna landinu. Stærsti hópurinn innan bandalags- ins er Nasr sem telur 40.000 skæru- liða. Honum stjórnar ráð klerka og leikmanna sem á rætur sínar f Teh- eran. Hin íslömsku Einingarsamtök afganskra skæruliða (Mujahideen) skiptast í fjóra hópa strangtrúaðra og þrjá þjóðernissinnaða hópa. Allir hafa þeir aðsetur í Peshawar í Pak- Reuter Sovéski herinn er að öllum lfkindum á heimleið frá Afganistan. Hvað þá tekur við er erfht að segja til um. Flestir vestrænir sérfræð- ingar í málefnum Afganistans spá þvi að leppstiórn Sovétmanna eigi skammt eftir ólifað. istan. Strangtrúaðir vilja koma á klerkaveldi eins og í íran en þjóð- ernissinnar hafa góð sambönd við hinn útlæga konung og vilja hverfa aftur til hefðbúndins stjórnkerfís í Afganistan. Leiðtogi Einingarsamtakanna er Gulbuddin Hekmatyar, 38 ára gam- all atorkusamur foringi. Hann hóf afskipti af stjórnmálum árið 1968 þegar hann var við háskólann í Kabúl. Hann sat f fangelsi f valda- tíð Zahirs Shahs, barðist gegn stjórn Daouds og flýði til Pakistans árið 1974. Skæruliðahópur hans sem aðhyllist fslamskan rétttrúnað nefnist Hezbi-i-Islami, og var fyrsti hópurinn sm fékk hernaðaraðstcð frá Bandaríkjunum. Fylgismenn hans eru mjög agaðir en njóta lítils trausts annarra hópa innan Eining- arsamtakanna. Forveri Hekmatyars . í hlutverki leiðtoga samtakanna var Mohammed Younus Khalis, 68 ára gamall. Hann nýtur fyrst og fremst stuðnings meðal pastúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.