Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Andrésar Andar-leikarnir: Stefnir í yfir 500 þátttakendur ÞAÐ stefnir f metaðsókn á Andrésar Andar-leikana f ár, en þeir fara fram f Hlíðarfjalli dagana 21.-24. aprfl og eru opnir börnuni 12 ára og yngri. ívar Sigmundsson forstöðu- maður Skfðastaða gerir ráð f yrir allt að 500 þátttakendum hvaðanæva af landinu. Sá fjöltli mun vera sá mesti sem komið hefur á Andrésar Andar-leik- íina, sem nú eru orðnir árviss viðburður hér á Akureyri. Metaðsókn var í fyrra að leik- unum er 419 þátttakendur mættu til leiks, en leikarnir virðast eiga miklu fylgi að fagna á meðal yngstu skíðaiðkendanna ef marka má fjölgun keppenda ár frá ári, að sögn ívars. „Það er meira að segja hópur frá Grundarfírði bú- inn að boða komu sína. Ég vissi ekki til þess að Grundfirðingar ættu svo gott með skfðaiðkanir. Þá er fjölgun alls staðar annars staðar. Húsvíkingar voru til dæm- is 25 í fyrra á leikunum, en eru nú 47 talsins, Akureyringum fjölgar úr 100 f 150 og svona mætti lengi telja. Þá má gera ráð fyrir að hátt á annað hundrað manns verði með krökkunum á mótsstað. Leikararnir eru að sprengja allt húsnæði utan af sér. Hingað til hafa krakkarnir haldið til í Lundarskóla, en ljóst er að' allur þessi fjöldi getur ekki gist þar. Gera má ráð fyrir að einhver hluti þurfi að halda til f skíðahótel- inu og ef til vill víðar," sagði ívar. Andrésar Andar-leikararnir hafa verið haldnir tólf sinnum og keppt er í svigi, stórsvigi, stökki og göngu. Svo gæti farið að keppa þurfi í alpagreinunum á þremur stöðum í einu vegna þessarar miklu aðsóknar. Verðlaunaaf- hending fer fram á kvðldin móts- dagana í íþróttahöllinni. Þar mun Ómar Ragnarsson einnig skemmta gestum og keppendum. Öldungamóti íslands, sem fara átti fram í Hlíðarfjalli um helgina', hefur verið frestað til 30. apríl og 1. maí. Keppt verður f fjórum aldursflokkum f skíðagöngu kvenna og karla, 35-44 ára, 45-54 ára, 55-64 ára og 65 ára og eldri. í stórsvigi og risa-stórsvigi beggja kynja verður keppt í þremur ald- ursflokkum, 30-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Þátttökutil- kynningar eiga að hafa borist fýrir 26. apríl nk. Raufarhöfn: Ráðstefna um atvinnu- mál í N-Þingeyjarsýslu BDNÞRÓUNARFÉLAG Þingey- inga efnir til ráðstefnu um at- vinnumál f Norður-Þingeyjar- sýslu á Raufarhöfn um helgina. Ráðstef nan hef st f dag klukkan 14 er Þorvaldur Vestmann stjórnarformaður Iðnþróunarfé- lagsúis setur ráðstefnuna. Sfðan verða flutt erindi um út- tekt atvinnumála, verslun, skoðun og rekstur Fiskiðju Raufarhafnar og úrvinnslu sjávarafla. Á eftir hverju erindi verður tfmi fyrir um- ræður og fyrirspurnir. Á sunnudag hefst ráðstefnan klukkan 9 með erindi um ferðamál. Síðan verður rætt um fiskiræktar- möguleika, framleiðslugetu jarð- hitasvæða og möguleika á nýtingu jarðhita..Loks verða panelumræður og er gert ráð fyrir að ráðstefnu- slit verði klukkan 15. Fjölskyldumessur og helgileikir í Glerár- og Dalvíkurkirkjum Fjölskyldumessur verða haldn- ar á sunnudaginn f Glerárkirkju kl. 11.00 og f Dalvíkurkirkju kl. 14.00. f messunni verður fluttur helgi- leikur, byggður á sögunni um Jónas í hvalnum. Flytjendur verða 25 manna kór og sjö manna hljóm- sveit úr Hafralækjarskóla í Aðal- dal. Tónlistin er eftir Michael Hurd og textinn þýddur og staðfærður af sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni og byggður á texta Gamla testament- isins. Robert Faulkner tónlistar- kennari og Sigmar ólafsson skóla- stjóri hafa unnið að þessari upp- færslu með nemendunum, sem eru flestir úr kirkjuskólum Grenjaðar- staðar- og Nessókna. í fréttatilkynningu segir að fjöl- skyldumessa þessi hafi hlotið mikið lof í heimabyggð flytjenda svo að yngri sem eldri eru hvattir til þátt- töku f þessum tveimur fjölskyldu- messum. Yfir 300 starfsmenn SÍS á Akureyri: Skora á SÍ S að að halda áfram rekstri Iðunnar Yfir 300 starfsmenn f verk- smiðjum Sambandsins á Akur- eyri hafa sent stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga áskorun um að halda rekstri skóverksmiðjunnar Iðunnar áfram. Verksmiðjan hefur und- anfarna mánuði verið á sölulista hjá SÍS og ef ekki tekst að selja hana hyggst Sambandið leggja starfsemi skóverksmiðjunnar alfarið niður. Áskorunina und- irrituðu starfsmenn Iðunnar auk allra þeirra annarra verk- smiðjustarfskrafta SÍS sem náðist í á Akureyri. Ólafi Frið- rikssyni yfirmanni verslunar- deildar SIS hefur verið falið þetta mál til athugunar. Eins og fram hefur komið í fréttum stóð til að selja verksmiðj- una til tveggja einkaaðila fyrir skömmu og í tengslum yið þá sölu veitti Iðnlánasjóður styrk til rekstrar- og markaðskannana verksmiðjunnar. Haukur Alfreðs- son, deildarstjóri hjá Iðntækni- stofnun, sagði að niðurstöður könnunarinnar hefðu leitt í ljós að reksturinn gæti verið mun bet- ur kominn í höndum einkaaðila heldur en hjá Sambandinu. Sam- bandsfyrirtækin þyrftu að taka þátt í ýmsum, sameiginlegum gjöldum auk þess sem ýmsir fleiri möguleikar væru á stjórnunar- og framkvæmdaþáttum fyrirtækisins í höndum einstaklinga. Bogi Pétursson verksmiðjustjóri Iðunnar sagði f samtali við Morg- unblaðið að þessi biðstaða verk- smiðjunnar hefði komið henni mjög í koll að undanförnu. Mikil óvissa ríkti um framtíð hennar og væri verksmiðjan nú til dæmis að missa að miklu leyti af sumar- framleiðslunni þar sem ekki hefði verið hægt að taka .neinar al- mennilegar ákvarðanir. „Nú hefur Iðunn verið rekin í 51 ár og fínnst mér að nær væri fyrir SÍS að styrkja okkur til að komast upp úr öldudalnum frekar en að grípa til þess neyðarúrræðis að loka verksmiðjunni. Þetta er eina skó- verksmiðjan sem eftir er á íslandi og trúi ég því ekki að fólkið í landinu vilji láta leggja hana nið- ur. Frjáls álagning hefur greini- lega grafíð undan innlendu fram- leiðslunni. Ég er á móti því að mönnum skuli leyfast það að fara til vanþróaðra landa til þess að græða á fátæka fólkinu þar og síðan er ekkert eftirlit haft með verðmynduninni hér heima," sagði Bogi. Starfsfólk verksmiðjunnar telUr að markaðsmál verksmiðjunnar hafí hingað til verið mjög afskipt. „Ég fór til dæmis í sex daga sölu- ferðalag í haust til þriggja kaup- félaga á Austurlandi þar sem út- lendu skórnir voru augljóslega vin- sælli hjá þeim, sem versluðu inn fyrir kaupfélögin. Þarna er Sam- bandið eingöngu að bregðast sjálfu sér," sagði Bogi. Landað úr Björgúlfi frá Dalvfk. Dalvík: Morgunblaðið/Trausti Þorstónssson. Góður afli hjá togurum Dalvik. MJÖG góður afli hefur verið að undanf örnu hjá togurum Ðalvfkinga. Samtals hafa borist á land í sfðustu viku um 450 tonn og hef ur mikil vinna verið f frystihúsinu við að vinna þenn- an afla. Afli netabáta hefur ekki veríð að sama skapi og hefur veríð fremur rýr að undanf- örnu. Útgerðarmenn vonast þó til að hann farí að gefa sig nú eftir páskastoppið. Á föstudaginn langa kom Björg- vin til hafnar eftir aðeins fjögurra daga veiðiferð með um 150 tbnn af þorski. Landað var í tvo gáma en meginþorri aflans var lagður upp hjá frystihúsi Kaupfélagsins. Björgúlfur kom síðan til hafnar á laugardag fyrir páska með um 140 tonn. Togskipið Baldur landaði skömmu fyrir páska 100 tonnum. í þessari páskahrotu togaranna hefur því verið landað samtals um 450 lestum af bolfíski á Dalvfk. Fréttaritari. Heimspekifyrirlestur um líf saf stöðu nútímamanna Dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson flytur heúnspekifyrirlestur í Gamla Lundi á Akureyri á morgun, sunnudaginn 10. apríl, og hefst hann kl. 15.00. í fyrir- lestrinum mun dr. Eyjólfur fjalla um lífsafstöðu nútíma- manna, annarsvegar trú þeirra á tækniþekkingu og vfsindaiðk- un og hinsvegar hvernig von- brigði fólks á 20. öld hafa orsak- að vantrú á skynsemi og leitt til bölsýni. Dr. Eyjólfur mun gera grein fyrir hvernig heimspekihugmyndir Forngrikkja kunna að verða okkur að liði í glímunni við þennan vanda. Fyrirlesturinn er sá þriðji f fyrir- lestraröðinni um siðferði og tilgang lífsins, en áður hafa dr. Páll Skúla- son og dr. Vilhjálmur Árnason flutt fyrirlestra. Dr. Eyjólfur Kjalar lauk BA- prófí f heimspeki og grísku frá Háskðla íslands vorið 1977. Síðan stundaði hann nám við Princeton- háskólann í Bandaríkjunum og lauk þaðan doktorsprófí árið 1984. Doktorsritgerð hans fjallar um kenningar griska heimspekingsins Plotinosar og mun hún birtast fyr- ir almenning í breskri útgáfu á þessu ári. Hann starfar nú við Heimspekistofnun og sem kennari við Háskóla íslands. Fyrirlesturinn er skipulagður í samvinnu forráðamanna Gamla Lunds og Háskólans á Akureyri. Kaupþing Norðurlands hf.: Haldinn verð- ur fundur um húsnæðismál Vegna þeirrar óvissu sem rikt hefur undanfarna mánuði um afgreiðslu lána frá Húsnæðis- stofnun rfkisins, efnir Kaupþing Norðurlands hf. til fundar um húsnæðismál. Á fundinum mun Katrfn Atla- dóttir, forstöðumaður Byggingar- sjóðs ríkisins, kynna núverandi hús- næðislánakerfí. Katrín mun meðal annars ræða meðferð lánsumsókna, lánsrétt, útgáfu lánsloforða og væntanlega útgreiðslu lána. Allir þeir sem hugsa sér að kaupa eða byggja húsnæði á næstunni eru hvattir til að koma og kynna sér rétt sinn. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu 4. hæð, þriðjudag- inn 12. aprfl nk. og hefst klukkan 20.30. Veitt verður jafnframt rað- gjöf til einstaklinga. Daginn eftir, miðvikudaginn 13. apríl, verða tveir starfsmenn Hús- næðisstofhunar ríkisins til viðtals á skrifstofum Kaupþings Norður- lands hf. að Ráðhústorgi 5. Þar gefst þeim, sem hugsa sér að kaupa eða byggja húsnæði, tækifæri til að fá persónulegar upplýsingar og ráðgjöf um rétt sinn til lána Hús- næðisstofnunar rfkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.