Morgunblaðið - 15.04.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 15.04.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 I Tíu íslenskum myndlistarmönnum boðið að sýna í Danmörku: Sérkennileg list oggottfólk - segir Erik Andreassen formaður Listafélags Lyngby „SÉRKENNILEG list og gott fólk,“ segir danski líffæra- fræðiprófessorinn og listunnandinn Erik Andreassen, er hann er spurður hvað hafi einkennt dvöl hans í Reykjavík undanfarna daga. Andreassen er formaður Listafélagsins í Kongens Lyngby, smábæ rétt utan við Kaupmannahöfn. Þar er lítil höll, Sofienholm, þar sem listin hefur fengið athvarf. Andreassen er nú hér á landi að leita að islenskum myndlistarmönnum til að sýna verk sín í Sofienholm í sept- embermánuði næstkomandi. Hvers vegna leita Lyngbybúar til íslands eftir verkum til að prýða höllina sína í einn mánuð? „Hugmyndin að baki þessari sýningu fæddist eiginlega í fyrra, þegar komu til okkar nokkrir ung- ir íslenskir textíllistamenn," sagði Andreassen. „Við kynntumst þessu fólki og list þess og urðum mjög hrifin. Bæði var þetta gott fólk, sem gaman var að tala við og svo hugsuðum við líka með okkur, að fyrst svona falleg og sönn textfllist fyrirfyndist á ís- landi, þá væri þar áreiðanlega að finna málverk, sem væru sömu eiginleikum gædd. Við þekkjum líka íslenska málara, sjálfiir þekki ég Svavar Guðnason persónulega og allir þekkja Kjarval." „Annars er Halldór Laxness satt að segja aðaláhrifavaldurinn að þaki þessari fyrstu för minni til íslands," sagði Andreassen og brosti. „Venjulegir Danir hafa ákveðnar hugmyndir um ísland, þessa ævintýraeyju, þar sem býr stolt fólk sem okkur fellur vel við. Við sjáum ísland með augum Laxness, af því að við lesum bæk- umar hans. Þess vegna finnst okkur við þekkja bæði fólkið og landslagið, og okkur fannst að hér myndum við finna góða lista- menn.“ „Við vitum að íslendingar eiga merkilegan menningararf, bæði í bókmenntum og myndlist, en líka framúrskarandi unga listamenn," sagði Andreassen. „Danskur myndlistarmaður, Jensen að nafni, hefur dvalist hér í Reykjavík og kynnst mörgu ungu listafólki. Hann segir mér að hann sé alveg heillaður af fjölbreytni listarinnar í þessari litlu borg. Því er nefnilega svo háttað, að yfír alla veröldina ganga sömu al- þjóðlegu bylgjumar, og verkum ungra listamanna í Japan, Banda- ríkjunum og Evrópu svipar öllum saman á einn eða annan hátt. Hér á íslandi höfum við hins vegar séð raunverulega tjáningu mannlífs- ins í verkum ungs listafólks, sem við höfum skoðað." Andreassen sagði aðstæður í Sofienholm allar hinar bestu. Bæjarfélagið í Lyngby eignaðist höllina fyrir nokkrum ámm og þáverandi bæjarstjóri, sem er fyrrum formaður Listafélagsins, beitti sér fyrir því að innréttaðir voru sex sýningarsalir í þessari Morgunblaðið/Bjami Erik Andreassen ásamt konu sinni Áse. gömlu, nýklassísku byggingu. Þar em listaverkasýningar allan árs- ins hring. „Listafélagið hefur fengið frjálsar hendur með það hveija það fær til þess að sýna,“ sagði Andreassen. „Stefnan hefur verið sú að fá unga listamenn, en þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sýningu á verkum ann- arra en ungra Dana. Sýningin verður kölluð „Om islandsk kunst.“ Við vonumst til að geta boðið átta til tíu listamönnum. Við höfum skoðað mikið af myndum, og no- tið þar dyggrar aðstoðar Sveins Bjömssonar vinar okkar, sem hef- ur margoft sýnt verk sín í Dan- mörku. Þau, sem við höfum þegar ákveðið að muni sýna hjá okkur, em Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Hulda Hákonardóttir, Helgi Gísla- son, Tolli, Magnús Kjartansson og Grétar Reynisson. Það er auð- vitað ekki auðvelt að ætla að velja úr tíu bestu listamennina á Is- landi, enda getum við ekki skoðað verk þeirra allra, en við munum ömgglega finna tíu góða, og ger- um okkur miklar vonir um þessa sýningu. Hún verður glæsileg," sagði Andreassen að lokum. íþróttamót og sýningar í Reiðhöllinni ________Hestar_____________ Sigurður Sigmundsson FYRSTA opinbera hestaíþrótta- mótið fór fram um síðustu helgi í Reiðhöllinni í Viðidal. Mótið var haldið af íþróttaráði LH og hestamannafélögunum fimm á Reykjavíkursvæðinu. Þá fór fram sölusýning á hrossum úr Húnavatnssýslum og Borgar- firði. Einnig voru sýnd kynbóta- hross, stóðhestar og hryssur. í íþróttakeppninni tók þátt fjöldi fólks og var keppt í flestum greinum hestaíþrótta. Var árangur athyglis- verður hjá mörgum knöpum og ekki hvað síst hjá bömum og ungl- ingum sem tóku myndarlegan þátt í mótinu og eru þar greinilega á ferðinni margir efnilegir knapar. Á kvöldin fóru fram úrslit en þá voru einnig sýnd fyrrgreind söluhross svo og kynbótahrossin. Mikill fyöldi áhorfenda fylgdist með á laugar- dags- og sunnudagskvöld. I íþróttagreinunum var stiga- hæsti knapi fullorðinna svo sem oft áður Sigurbjöm Bárðarson og hlaut hann 257,2 stig. Sigurbjöm sigraði í fjórgangi á hestinum Fálka frá Gilsá og hlaut þar 47,6 stig, í tölti á sama hesti og hlaut þar 77,6 stig, íslenska tvíkeppni fullorðinna með 125,20 stig. Olympíska tvíkeppni sigraði Barbara Mayer með 73 stig. í fimmgangi fullorðinna sigraði Tómas Ragnarsson á hestinum Snúð. í hlýðnikeppni varð efstur Benedikt Þorbjömsson á Spora. Hindmnarstökk sigraði Þórður Þorgilsson á hestinum Elg. í fjór- gangi unglinga sigraði Haraldur Viktorsson á hestinum Herði og Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigurbjöm Bárðarson varð stiga- hæstur fullorðinna knapa á fyrsta íþróttamótinu f Reiðhöll- inni. Hér situr hann hestinn Fálka frá Gilsá í Eyjafirði. einnig í tölti. Hlýðnikeppni unglinga sigraði Edda Sólveig^ Gísladóttir á hestinum Janúar. í bamaflokki sigraði Edda Rún Ragnarsdóttir í tölti og fjórum gangtegundum. Róbert Petersen sigraði hlýðni- keppni í bamaflokki. Stigahæstur unglinga í eldri flokki varð Halldór Viktorsson með 118,30 stig en hann Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Efst f tölti barna urðu (frá vinstri): Edda Rún Ragnarsdóttir og Kríi, Sigurður Matthíasson og Bróðir, Ragnar E. Ágústsson og Njáll, Jón Steindórsson og Sörli, Gísli Geir Gylfason situr Dropa. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Haraldur Viktorsson úr Kópavogi var sigursæll f eldri flokki ungl- inga. Hann sigraði f fjórgangi og töltí á hestínum Herði. varð einnig stigahæstur í íslenskri tvíkeppni með 116,85 stig. Stiga- hæstur í yngri flokki varð Gísli Geir Gylfason með 101,45 stig en íslenskra tvíkeppni í yngri flokki sigraði Edda Rún Ragnarsdóttir með 98,40 stig. Á milli 20 og 30 hross vom sýnd á sölusýningunni á vegum Félags hrossabænda og vom þau sem fyrr sagði úr Borgarifrði og Húnavatns- sýslum. Þau vom allt frá því að vera nær ótamin og upp í fullmót- aða góðhesta. Aðeins fá hross munu hafa selst af þessum hrossum og em raddir uppi um að framvegis verði haldnar sérstakar sölusýning- ar á hrossum í Reiðhöllinni. Sex stóðhestar í eigu einstakl- inga vom kynntir svo og níu kyn- bótahryssur. íþróttamótið fór vel fram og má Morgunblaflið/Sigurður Sigmunds8on Náttfarasonurinn Krákustígur frá Dallandi var kjörinn glæsi- legastí hestur mótsins. Knapi er Sigurður Marínusson. telja víst að í framtíðinni verði hald- in fleiri slfk mót í Reiðhöllinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.