Morgunblaðið - 11.05.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 11.05.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Breyttur opnunartími Á tímabilinu 16. maí - 19. september verðurskrifstofa BSRB opin frá kl. 8-16 alla virka daga. BSRB. Jörð til sölu Eyjarhólar í Mýrdal eru til sölu nú þegar. Einnig Grimma L650 upptökuvél og Zetor 7011 með ámoksturstæki. Upplýsingar í síma 99-7315 frá kl. 19.00-20.00. SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖÐ 2 Sjónvarpsbingó á Stöð 2 mánudagskvöldið 9. maí 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hver að verðmæti kr. 50.000,00., frá HUÓMBÆ, TEGUNDXZ1: 90, 69, 24, 40, 2, 63, 44, 79, 54, 33, 14, 50, 68, 4, 53, 42. SPJÖLDNR. 19106. Þegar talan 42 kom upp var HÆTT að spila á aukavinningana. Þegar spilað var um BÍLINN komu eftirfar- andi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt spjald): 89, 57, 62, 88, 26, 74, 1 5, 31,82, 71, 29, 28, 45, 1 9, 43, 60, 34, 76, 61,16, 48, 20, 35, 5, 87, 12, 83, 3, 66, 70, 51, 17,46,8. SPJOLD NR. 12389, 15166,21885. ki OGUR styrkta r felag SÍMAR 673560 OG 673561 rITVÉLAR REíKNlVÉLAR prentarar tölvuhúsgogn Kalevala — Kaielía — Gallén Kallela Myndlist Bragi Ásgeirsson í kjallarasölum Norræna hússins stendur yfír kynning á hinum nafn- kennda kvæðabálki Kalevala, uppruna hans í Karelíu, austur- hluta Finnlands, svo og hluta myndlýsinga þjóðarlistamanns Finna Akseli Gallén-Kallela. Hins vegar er það rangt, sem margur álítur, er stormar á sýning- una til að kynnast list þessa ágæta og fjölhæfa málara, að hér sé á ferð sérstök kynning á list hans. Rétt er, að hér er einungis um að ræða myndlýsingar og skreytingar, sem hann gerði á síðustu árum ævi sinnar. Hugðist hann þá skreyta öll kvæðin 50 að tölu, en entist aldrei aldur til að byija á fyrstu fímm kvæðunum, þar sem segir frá sköpun heimsins og hetj- unni Váinámöinen. Þá er margt ljósmynda á sýningunni frá Finnska ljósmyndasafninu, sem nafnkenndir ljósmyndarar tóku í þorpum karelískra kvæðamanna. Einn af brautryðjendum fínnskrar ijósmyndunar og ljósmyndalistar, I.K. Ihna, og jafnaldri Gallén- Kallela tók mikið af myndum á ferð sinni til Austur-Karelíu 1894, og er hluti þeirra á sýningunni. En prófessor Váino Kaukonen (f. 1911) og ljósmyndarinn Vilho Uomala (1910—1970) áttu kost á því árið 1943 að ferðast um Aust- ur-Karelíu með myndavélar, sem þeir gátu tekið á svarthvitar mynd- ir og litmyndir, en litfílmur voru þá nýlunda. Þetta eru yfírmáta merkar heim- ildir fýrir fínnsku þjóðina, vegna þess að h'ér eru hetjukvæðin upp- runnin, sem héldu lífi í og hleyptu af stað þeirri þjóðarvakningu, sem telja má að hafí fætt af sér Finn- land nútímans. Eftir seinni heimsstyijöldina lenti landsvæðið (Austur-Karelía) innan landamæra Rússlands og all- Akseli Gallén-Kallela á vinnupalli undir freskum sínum í Finnska þjóðminjasafninu 1928. ir íbúarnir, afkomendur kvæða- fólksins, er gaf Finnlandi vitund sína og hjarta, flutt í burt. Þannig eru þetta þjóðargersem- ar, sem verið er að sýna í kjallara- sölum Norræna hússins, mikil og góð sending frá norrænum frænd- um vorum lengst í austri. Finnskir listamenn sóttu sér yrk- isefni í þessi goðsagnakenndu kvæði, einkum eftir að Elias Lönn- rot gaf í fyrsta sinn út heildarverk af fomkvæðum fínnsku þjóðarinn- ar, sem hann hafði safnað og gefið Um fjölmiðlamál — eða Hættuástand skapast varðandi vaxandi fjölda aðila í hryðjuverkasamtökum Undan skllningstrénu Egill Egilsson Aukafyrirsögnin er ekki veru- lega ýkt dæmi fjölmiðlamáls. Það sem eitt sinn hét hætta skal heita hættuástand. Því sem lét sér eitt sinn nægja að gerast, koma upp eða verða, dugar ekki minna en skapast nú orðið. Það sem hét eitt sinn og heitir vafalaust þvi hlut- lausa en virðulega nafni „um“ skal nú heita varðandi. „Þeir aðil- ar sem enn eiga eftir að greiða ...“ hef ég margheyrt. Þetta var látið nægja að kalla „þeir sem ...“ áður en hljóp verð- bólga í orðin. Ég tel að þeir aðilar sem fást við málefni varðandi fjðl- miðla — og fjöldi þeirra hefur farið nýög vaxandi — kunni vel með rétt mál að fara heima hjá sér, en forðist að beita því þegar mest þarf á að halda, af ótta við að hið rétta mál þeirra sé rangt mál — og öfugt. Hin nýja stétt Vér lifum nú öld fjölmiðla sem er engri annarri lík. Upp hefur sprottið kynslóð fjölmiðlunga sem er svo hraðmælt og hraðskrifandi, að heili vor hefur ei undan áð meðtaka það sem á oss dynur. Stjaman skín á þig. Bylgjan bylur á þér. Gufan hjakkar og hjarir. Blöð fjölmiðla. Því miður hefur einungis Ljósvakinn lagt upp laupana. Stöð tvö starir á þig. Á rás eitt er gerð árás á rás tvö. Hinar bíða þess sem verða vill. Jón Óttar hefur tekið að sér bamapössun fyrir streituhijáða foreldra alla laug- ardags- og sunnudagsmorgna, hóf það fyrir einum tíu mánuðum ef ég man rétt. En þetta var eini tíminn sem foreldramir áttu aflögu. Fæð- ingum fjölgar ... afsakið. Ég reyni aftur: Fjöldi fæðinga hefur vaxið á Landspítalanum undanfarið. Segið svo að fjölmiðlun beri ekki ávöxt. Mér er sagt að jafnvel Frakkar og Svíar, sem vom alltaf að fækka sér, þegar ég var lítill, séu nú sýknt og heilagt að fjölga sér. Svo að fjöl- miðlafárið virðist hafa gripið um sig í öðrum löndum einnig. Hvaðerþáað? „Það er allt í lagi alls staðar. Það hlýtur eitthvað að vera farið úr lagi,“ sagði herra Barlómur í Herramönn- unum. Og ég held áfram í anda hans: Það er ekkert að, nema, innihaldið er ekkert. Það er öllu heldur ekkert að nema allt. {loftinu, við tölvuborð- in og ritvélamar þarf að vinna svo hratt að frétt þarf ekki að vera búin að fá tima til að vera sönn, svo ný skal hún vera. Síbyljan krefst hrað- mæltari tungu en svo að nokkur heili hafí undan að fóðra hana á upplýsingum, því síður að annar hafí tíma til að taka við. Það er alls stað- ar. Úti á götum, í fjósum, hænsna- húsum, vandlega byrgt inni í afhýsi leynibruggarans, þar sem syndin er jafnt sem þeir syndlausu, í bílnum, þar sem talandi bflstjórans í farsí- mann keppir um desíbelin við stere- ógræjur tryllitækisins. Aðeins eitt vantar á til fullkomnunar í bflnum. En það er sjónvarpsskermur yfír bflstjóraglugganum, japanskur, 10 sm x 10 sm, sem er nýkominn í fram- leiðslu frá fyrirtækinu Kýraðskíta. Bflstjórinn gæti vel náð góðum kafla úr vídeómynd á löngum beinum kafla ef umferð væri ekki mikil. Til dæmis mætti reyna þetta á Sandskeiðum. The Air Loftið (nútímaíslenska: The air) er alls staðar. Fyrir utan það smáat- riði að innihaldið sé ekki neitt er það eitt til vansa að málfarið er eins og harðlífíð sé hlaupið alla leið upp í heilabúið. Fjölmiðlungsmönnum til afsökunar er stundum nefnt að þeir „vinna svo hratt, greyin". „Þetta er jú atvinna þeiira að gera þetta svona.“ Sjálfiir hafði ég haldið að einmitt mætti gera kröfu til málfars fyrir það að atvinna þeirra sé að beita málinu. Að sláttumaður yrði betri sláttumaður ef hann slægi mik- ið. Að tónlistarmaður yrði góður af því að fást við list sína. En fjölmiðl- ungar eru sem sé eina stéttin sem fer aftur með æfíngunni. Til fróðleiks og nokkurs gamans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.