Morgunblaðið - 11.05.1988, Side 23

Morgunblaðið - 11.05.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 23 Samtök ungra öku- manna verða stofnuð ið um það atriði eitt öðru fremur að viðhalda ofstjórnun á gengis- málum. Þegar öllu fólki er talin trú um það að þetta verði að vera svona, og ekkert sé til ráða. Og þegar þetta er svona, og almenningur trúir þessu í raun og veru og menn vilja ekki út úr ógöngunum, stefnum við í átt til örbirgðar. Meiri kjaraskerðing Það skiptir ekki öllu máli hvaða dæmi eru tekin, hvort við tölum um skattlagningu á ferðamanna- þjónustuna, bóndann í samkeppni við cheerios, bakarann og dalíkök- una, að ekki sé nú minnst á þá fáránlegu hugmynd að flytja út vörur frá landinu, allt þetta virðist algjört aukaatriði í núinu, í formi gengisstýringar. Svo flytja nátt- úrulega allir skynsamir menn suð- ur á bóginn eftir því sem reikning- urinn hækkar, með millilendingu og viðdvöl í Reykjavík. Tillaga I framhaldi af þessu kem ég með beinharða tillögu: Sala á erlendum gjaldeyri verði gefín frjáls og hlúð verði að út- flutningsatvinnugreinum þjóðar- innar. Hliðarráðstafanir Þar sem aðal hagstjómartækið fellur í valinn, legg ég til eftirfar- andi sem umræðugrundvöll: Erlendur gjaldeyrir verði skatt- lagður og þau verðmæti sem við það fást verði notuð í öfluga sam- félagshjálp og hlúð að fólki hér innanlands. Þá væri hægt að ráð- stafa þessum peningum (án gæp- salappa) að hluta til þess að greiða til baka þeim atvinnufyrirtækjum sem þættu þjóðhagslega hagkvæm og þyldu ekki viðkomandi skatt- lagningu í augnablikinu. Einnig væri hægt að hugsa sér vissa pen- ingauppsöfnun sem tæki við sveifl- um frá degi til dags viku til viku, eða mánuði til mánaðar, allt eftir því hvemig menn upphugsuðu sér framkvæmdina á uppboðinu á pen- ingunum. Það yrði jafnvel ekki til þess að æra óstöðugann þótt tekið yrði nokkurra milljarða lán til þess að lina sveiflumar í byijun. Þótt eignir okkar íslendinga séu skuld- um vafnar verðum við að halda velli. Ef þjóðin heldur ekki velli er það erfítt mál og við höfum fengið jarðteikn. Föstudagurínn langi Þessa blaðagrein ritaði ég á föstudaginn langa. Svo týndist greinin, en ég hafði verið svo ánægður með hana að ég fór í glósur sem ekki var búið að henda og er búinn að skrifa greinina upp á nýtt, allt öðruvísi og eitthvað vantar, en meiningin er sú sama. Ein heillegasta glósan sem ég fann var svona: Þegar ég er núna að rita þessa grein, á föstudaginn langa, er ég að velta því fyrir mér hver titillinn eigi að vera. Hann gæti t.d. verið me, og niðurlagið hefði þá hljómað eitthvað svona: Einu sinni voru tvær kindur að bíta gras, og önn- ur sagði — me, þá sagði hin, ah, þetta var einmitt það sem ég ætl- aði að fara að segja. Niðurlagið skiptir kannski ekki öllu máli, en það er öiyggisatriði og skiptir miklu máli fyrir skógar- höggsmanninn að vita það, að þegar trén haf verið höggvin, kem- ur: Timbur... Jólin Auðvitað átti titillinn að vera Timbur. í millitíðinni heyrði ég einn góðan sem passar mikið betur við en hann er svona: Tvö svín tóku tal saman og annað sagði, heyrðu, trúir þú á líf eftir jólin? eftírSigvrð Helgason Miklar umræður hafa farið fram í fjölmiðlum að undanfömu um hraðakstur á götum höfuðborgar- innar. í flestum tilfellum koma þar við sögu ungir ökumenn, með tak- markaða reynslu. í allri þessari umijöllun er beðið um hugmyndir um leiðir til úrbóta. Laugardaginn 30. apríl síðastliðinn birtist í Morg- unblaðinu grein eftir Ásgeir Pét- ursson bæjarfógeta í Kópavogi um þetta efni. Þar kemur hann á framfæri athyglisverðum hug- myndum. Hann leggur til að ungmennun- um sjálfum verði falið að leita leiða til að draga úr þeim alvarlega vanda sem við er að stríða. Hann leggur til að stofnuð verði samtök ungra ökumanna og bifreiðaeig- enda. Sérstök áhersla verði lögð á „Það sem skiptir mestu máli á næstu mánuðum er að tryggja, að ungt fólk sem tekst á við akstur bifreiðar geri sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem hon- um fylgir.“ frumkvæði þeirra í öllu þessu starfí. Sambærileg hugmynd Valgarðs Briem formanns Umferðarráðs hefur verið til umfjöllunar á vett- vangi Umferðarráðs á undanföm- um mánuðum. Á síðasta fundi ráðsins var ákveðið að stofna sam- tök eða klúbb ungs fólks í umferð. Umfjöllun fleiri aðila gefur þessum hugmyndum byr undir báða vængi og mun væntanlega ekki líða lang- ur tími þar til efnt verður til stofn- fundar slíkra samtaka. En hvað geta þessi samtök gert? Hveiju fá þau breytt? Það er er- fítt að svara þeirri spumingu. En eitt er víst, að tilkoma þeirra skap- ar umræður meðal ungs fólks um mikilvægi þjálfunar og góðrar framkomu í umferðinni. Og hver veit nema að á þessum vettvangi þyki það kostur að komast leiðar sinnar í umferðinni án þess að lenda í slysum eða óhöppum. Áróður og umfjöllun um um- ferðarmál hefur löngum haft þá eðlilegu eiginleika að hinir eldri em að reyna að hafa vit fyrir unga fólkinu. Það er góðra gjalda vert. En það sem skiptir mestu máli á næstu mánuðum er að tryggja, að ungt fólk sem tekst á við akstur bifreiðar geri sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem hon- um fylgir. Það sem vantar uppá núna er að svo virðist sem nýliðar í akstri viti ekki hveijar afleiðing- ar t.d. hraðakstur og kappakstur getur haft í för með sér. Sú vitn- eskja verður að ná til þeirra. Við megum ekki láta sára reynslu eina leiðbeina þeim í því sambandi. Án efa er áhrifaríkt til að ná árangri í þessum málum að skapa einhvers konar hvatningu. Hvatn- ingu sem ieiði til aukinnar að- gæslu og ábyrgðartilfinningar. Fámenn þjóð eins og við íslending- ar getum aldrei sætt okkur við þær miklu fómir sem færðar em í umferðinni. Við getum síst af öllu sætt okkur við að lífí og heilsu ungs fólks sé ógnað með ógætilegu framferði í umferðinni. í leiðara Morgunblaðsins föstu- daginn 6. maí sl. er vitnað í fyrr- nefnda grein Ásgeirs Péturssonar og áhersla lögð á að þeir sem stjóma umferðarmálum gefí þeim gaum og tiyggja að fjárskortur megi ekki standa í veginum fyrir slíkri starfsemi. Undir það er ástæða til að taka nú í upphafí sumars. Umferðarráð hvetur alla til þess að hugleiða á hvem hátt megi ná til ungra ökumanna. Ekki síst viljum við hugmyndir frá unga fólkinu sjálfu. Síminn á skrifstofu Umferðarráðs er 91-27666. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. HÉR ER LAUSNIN HP LaserJet II gengur nú beint við IBM 36/38 =u< Fyrirferáarlítill , „ / Hentar fyrir Ritvang 36 Smækkuö útskrift Öll útprentun j / ^ IBM 5219 prentara \ Hágæðjaletur samháefður Auðveldur í uppsetningu Margar leturgerði ★ Gott verð ★ Aukin afköst ★ Fleiri leturgerðir ★ Gengur jafnframt við PC tölvur ★ Lausnin sem IBM 36/38 notendur hafa beðið eftir Söluaðilar: GÍSLI J. JOHNSEN SF. n % NYBVLAVEGI 16 • P.O BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SIMI 641222 SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverlisgölu 33, sími: 62-37-37 AkureyriiTölvutæki-Bókval Kaupvangsstræti 4, simi: 26100 Höfundur er loðdýraræktandi að Böggvistöðum og Ytra Holti við Dalvík. Okkar þekking í þína þágu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.