Morgunblaðið - 11.05.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.05.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 Moskva: Ritstjóri Glas- nost fangelsaður fyrir að styðja stofnun stjórnar- andstöðuflokks Moskvu. Reuter. SERGEI Grígoijants, ritstjórí óháðs tímarits í Sovétríkjunum, var handtekinn í fyrradag og dæmdur í sjö daga fangelsi fyrír að styðja stofnun stjórnarand- stöðuflokks. Tamara, eiginkona Sergeis Grígoijants, stefndi fréttamönnum til sín í íbúð þeirra hjóna í Moskvu og sagði, að maður sinn hefði verið handtekinn árla morguns á mánu- dag. Hafði lögreglan þá áður ráðist inn í sumarhús, sem Grígoijants hefur notað sem ritstjómarskrif- stofur. Fimm samstarfsmenn hans við tímaritið voru einnig handtekn- ir, þrír dæmdir í fimm daga fang- elsi en tveimur sleppt aftur. Grígoijants, sem stofnaði í fyrra óháða tímaritið Glasnost, tók um síðustu helgi þátt í stofnfundi nýs stjómmálaflokks, Lýðræðisbanda- lagsins, og var fundurinn haldinn í sumarhúsinu hans fyrir utan Moskvu. Þegar fundarmenn, 70 talsins, komu að húsinu hafði lög- reglan umkringt það og lagt hald á síðustu útgáfu tímaritsins. Reuter Hvalahjúkrun Hvalir geta orðið veikir rétt eins og menn en óvíst er um aðhlynningu. Dverghvalurinn á mynd- inni hafði heppnina með sér því hann rak sjúkan á land þar sem hann fannst og var fluttur í Taronga-dýragarðinn í Sydney í Ástralíu. Cathy Horvat sjávarspendýrafræðingur hefur hlúð að honum, en þurft hefur að vakta sjúldinginn allan sólarhrínginn þar sem jafnvægisskyn hans trufl- ast við veikindin og hætta er á að hvalurinn verði afvelta og drukkni. Dverghvalurinn er nú á batavegi. Breska þingið: ERLENT Sergei Grígoijants, ritstjóri Glasnost. Fólkið varð því frá að hverfa en tókst að komast inn í menningar- miðstöð skammt frá þar sem það ræddist við í hálftíma eða þar til lögreglan skipaði því á brott. Stjómmálaskýrendur segja litlar líkur á, að Lýðræðisbandalagið muni koma til með að kemba hær- umar. Þrátt fyrir aukið fijálsræði sé fjölflokkalýðræði ekki á dagskrá í Sovétríkjunum, allra síst þegar andstæðingar Míkhaíls Gor- batsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, eru að herða róðurinn gegn honum. Tillaga um breytingar á fóst- ureyðingarlögnm fallin St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ANDSTÆÐINGUM breytinga á fóstureyðingalögum tókst að koma í veg fyrir, að tillaga um styttingu leyfilegs tíma til fóstureyðinga kæmi til atkvæða. Talið er, að tillagan sé þar með fallin. David Alton, flutningsmaður tillögunnar, segist ætla að berjast fyrír því að fá meirí tíma í þinginu. Tillaga Altons kvað á um, að allar fóstureyðingar eftir 18. viku meðgöngu væru bannaðar. Hún var samþykkt eftir aðra umræðu með Alþjóðleg ráðstefna jarð- skjálftafræðinga í Kína Kínveijar búast við öflugum skjálftum á næstu árum Peklng, Reuter. Jarðskjálftafræðingar hvað- kvarða. Fari skjálftar yfír 6 stig anæva að úr heiminum hittast á Richter-kvarða verður tjón af í Kína í þessarí viku. Búist er völdum þeirra töluvert. í dreifíriti við að jarðskjálftavirkni í Kína sem kynnt verður á ráðstefnu eigi eftir að aukast á næstu árum eftir tíu ára hlé, veldur þetta ráðamönnum og almenn- ingi miklum áhyggjum. „Við gerum ráð fyrir því að næsta jarðskjálftahrina gangi yfir í Kína eftir árið 1990,“ segir próf- essor Chen Yong, yfirmaður kínversku jarðskjálftafræðistofn- unarinnar í samtali við kínverskt dagblað. Miklir jarðskjálftar urðu í Kína á árunum 1966-1976. Jarð- skorpuhreyfíngar voru litlar næstu tíu árin eða þar til árið 1985 þegar stór skjálfti varð í Xinjing-héraði. Að sögn Chens telja sérfræðingar ólíklegt að skjálftar sem búist er við á næstu árum verði eins sterkir og stóri skjálftinn árið 1976 sem lagði borgina Tangshan í eyði og varð 240.000 mannns að bana. „Ekk- ert bendir til þess að ég muni lifa til að sjá annan slíkan skjálfta," sagði Chen, sem er á besta aldri, í samtalinu. Stærstu skjálftar aldarinnar í Kína Tangshan-skjálftinn, sem einn- ig fannst í Peking í 160 kflómetra fjarlægð, mældist 7.8 á Richter- jarðskjálftafræðinga sem hófst í Peking í gær greinir Chen frá því að stærstu skjálftar sem orðið hafa á þessari öld hafí átt upptök sín í Kína. Hinn fyrri varð árið 1920 í Norður-Kína og hinn síðari 1950 í Tíbet. Báðir mældust þess- ir skjálftar 8.6 stig á Richter- kvarða. Kínversk yfírvöld hafa miklar áhyggjur af hættunni á jarð- skjálftum og lögð hefur verið sér- stök símalína frá kínverska ríkis- ráðinu inn á skrifstofu Chens. „Li Peng forsætisráðherra hafði sam- band við mig fyrir skömmu eftir að fólk í Peking hafði fundið smá- skjálfta," upplýsti Chen. Prófess- orinn fullvissaði forsætisráðherr- ann um að ekkert væri að óttast, þetta væri aðeins einn af mörgum smáskjálftum sem árlega eiga upptök sín skammt frá höfuð- borginni. „Jarðskjálftafræðingar telja Peking vera öruggasta stað landsins," sagði Chen við Li Peng. Almenningur í Kína hefur einn- ig áhyggjur af jarðskjálftum og hefur verið bent á að nú séu 12 ár liðin frá skjálftanum í Tangs- han. Samkvæmt gamalli kínverskri stjömuspeki verða end- urtekningar atburða á 12 ára fresti. Chen biður kínversku þjóð- ina að halda ró sinni og segir að hingað til hafí ekki fundist tengsl milli jarðskjálftavirkni og árs Drekans. 970jarðskjálftaritar í Kína Ráðstefna jarðskjálftafræð- inga, sem hófst í gær, stendur í fjóra daga. Hana sækja 400 fræðimenn frá 17 þjóðlöndum auk Kínveija. Að sögn Chens eiga Kínveijar náið samstarf við jarð- skjálftafræðinga víða að en sam- starfíð við Bandaríkjamenn er hvað mest. Hafa þeir aðstoðað við uppsetningu 970 jarðskjálfta- mælistöðva víðsvegar um Kína. „Við erum betur búnir undir stóra jarðskjálfta nú en við vorum árið 1976,“ sagði Chen. Samkvæmt skipun stjómarinnar em allar ný- byggingar byggðar til þess að standast skjálfta minni en 8 stig (af 12) á Mercalli-kvarða. Stórar byggingar í Peking eru hannaðar til að þola enn meira en reglugerð- in kveður á um. Þeirra á meðal er grafhýsi Maós formanns, flug- stöðin, sjónvarpsstöð ríkissjón- varpsins og höfuðstöðvar jarð- skjálftafræðistofnunarinnar þar sem tölvubúnaður, sem fylgist með mælistöðvum um gjörvallt land, er til húsa. 45 atkvæða meirihluta. Tillagan þurfti að koma til atkvæða síðastlið- inn föstudag til að hljóta fullnaðar- afgreiðslu frá neðri málstofunni og fanga síðan til lávarðadeildarinnar. nefnd höfðu verið gerðar tvær breytingar á fóstureyðingarheimild eftir 18. viku — ef fóstur var alvar- lega vanskapað — en tímamörkiln- um var ekki breytt, eins og búist hafði verið við. Ef tillagan átti að ná fram að ganga, var ljóst, að atkvæða- greiðsla um breytingatillögur við tillögu Altons þurfti að hefjast um tvöleytið á föstudag. Andstæðingar fmmvarpsins höfðu tafið upphaf umræðnanna með ræðuhöldum um þingsköp. Þeir sáu til þess, að stöð- ugt var einhver á mælendaskrá. Um klukkan tvö lagði Alton til, að borið yrði undir atkvæði, hvort umræðunni skyldi lokið, en þingfor- seti neitaði því. Þingfundi lauk klukkan hálfþijú án atkvæða- greiðslu. Til að frumvarpið nái fram þarf stjómin að gefa því tíma í þinginu, en ljóst er, að það gerir hún ekki. Næsta föstudag gæti það komið til umræðu, en er þó mjög ólíklegt, því að tvö önnur fmmvörp em á undan. Alton þarf því að fínna ein- hver afbrigði í þingsköpum til að koma fmmvarpinu aftur til um- ræðu, en hver þau ættu að vera veit enginn. David Alton hefur sakað and- stæðinga sína um beita óheiðarleg- um aðferðum, og lævísleg brögð með þingsköp þýði ekki ósigur fyrir sig. Hann lýsti því yfír nú um helg- ina, að hann muni gera allt, sem í sínu valdi standi, til að fá tíma í þinginu og hefur heitið því að betj- ast áfram fyrir styttingu leyfilegs tíma til fóstureyðinga. Kína: 21 f erst í hagléli Þurrkar valda vatnsskorti Peking, Reuter. 21 fórst og þúsundir manna misstu heimili sín í Kína vegna gífur- legs hagéls sem reið yfir í síðustu viku á sama tíma og verstu þurrk- ar sem veríð hafa í Kína í eina öld ollu miklum vatnsskorti i héraði þar sem um 1,3 milljónir manna búa, að því er kínversk dagblöð skýrðu frá á sunnudag. Dagblað alþýðunnar greindi frá því að linnulaust haglél hefði verið í Jiangsu-hérað í Austur-Kína frá mánudegi til fímmtudags í síðustu viku. Á miðvikudag hefðu 17 farist og 170 slasast, auk þess sem 15.000 heimili hefðu eyðilagst og 75.000 skemmst. Þá hefðu 780 verksmiðjur þurft að hætta framleiðslu og vél- ar, hráefni og byggingar hefðu orð- ið fyrir alvarlegum skemmdum í um hundrað þeirra. Blaðið skýrði einnig frá því að einn hefði farist og 150 slasast í hríðinni á mánudag í Henan-héraði í Mið-Kína. Dagblað bænda greindi frá því að þrír hefðu farist, 105 slasast og 300.000 heim- ili eyðilagst eða skemmst í haglélj- um og úrhelli á mánudag í Anhui- héraði í Mið-Kína. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því að 1,3 milljónir íbúa Hubai- héraðs hefðu orðið fyrir barðinu á verstu þurrkum sem orðið hefðu í Kína í eina öld. Margar ár og tjam- ir hefðu þurrkast upp og Tangtze- fljót væri of vatnslítið til áveitu. Dagblað alþýðunnar skýrði frá því að í Heilongjiang, nyrsta héraði Kína við landamæri Sovétríkjanna, væri mesti vatnselgur síðan árið 1949. Af þeim sökum væri ekki hægt að planta þar á einum þriðja akurlandsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.