Morgunblaðið - 11.05.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988
37
1987
5 ^ \. f'
A8456 \K % Iwmw
Breyting á umferðarlögum;
Bifreiðaeftirliti verð-
ur breytt í hlutafélag
Svona munu nýju bílnúmerin líta út.
í FRUMVARPI til breytinga á
umferðarlögum sem samþykkt
var sem lög á Alþingi í gær felst
m.a. að breytt verður um skrán-
ingarkerfi ökutækja og stofnað
hlutafélag sem taki við hlutverki
Viðskiptabann á Suður-Afr-
íku o g Namibíu samþykkt
ALÞINGI samþykkti aðfaranótt
þriðjudags að setja viðskiptabann
á Suður-Afriku og Namibíu. Efri
deild breytti lögunum þannig að
þeim verður ekki beitt vegna inn-
flutnings eða útflutnings sem á
sér stað fyrir 1. janúar 1989 enda
hafi verið samið um slik viðskipti
fyrir gildistöku laganna. Sam-
kvæmt upphaflega frumvarpinu
átti að stöðva öll viðskipti innan
fjögurra mánaða frá gildistöku.
Brot gegn ákvæðum laganna
varða sektum eða allt að þriggja
mánaða fangelsi þegar sakir eru
miklar.
Meirihluti íj'árhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar mælti með sam-
þykkt frumvarpsins með þeirri breyt-
ingu að lögunum yrði ekki beitt
vegna innflutnings eða útflutnings
sem ætti sér stað fyrir 1. janúar
1989. Þeir Jón Magnússon (S/Rvk)
og Júlíus Sólnes (B/Rn) skiluðu inn
séráliti og lögðu til að frumvarpið
yrði fellt. Jón Magnússon mælti fyr-
ir nefndaráliti minnihlutans og sagði
hann m.a. að samkvæmt upplýsing-
um mannréttindastofnunarinnar
„Freedom House“ brjóti rúmlega 100
ríki mikilvæg ákvæði Mannréttinda-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sum
þeirra væru meðal mikilvægustu við-
skiptalanda íslendinga og engum
dytti í hug að beita þau viðskipta-
þvingunum. Jón benti einnig á að
eitt ríki, Grænhöfðaeyjar, sem ís-
lendingar hefðu tekið sérstaklega
undir vemdarvæng sinn, væri sett í
sömu skúffu af Freedom House og
Suður-Afríka hvað mannréttindabrot
varðar. Fannst þingmanninum það
skjóta skökku við að veita öðru ríkinu
sérstaka fjárhagsaðstoð en banna
viðskipti við hitt.
í nefndarálitinu segir m.a.: „í
Evrópu á okkar tímum höfum við tvö
dæmi um einræðisríki sem tekið hafa
upp lýðræðislegt stjómarfar. Þetta
eru Portúgal og Spánn. Meðan ein-
ræðisstjóm ríkti í þessum rílq'um
vom sífellt bomar fram kröfur, m.a.
hér á landi, þess efnis að þessi ríki
yrðu beitt viðskiptaþvingunum. Þeim
kröfum var jafnan hafnað. Þess í
stað áttu þjóðir Vestur-Evrópu, þar
á meðal við íslendingar, blómleg við-
skipti við Portúgal og Spán. Fáir
efast um það nú að það hafi verið
rétt stefna að hafa sem víðtækust
samskipti við Portúgal og Spán á
þessum tfma. Menn em almennt
sammála um að einmitt öflug sam-
skipti við þessi ríki hafi stuðlað að
lýðræðisþróun í þeim og orðið til
þess að lýðræði var komið á í þessum
löndum með jafnfriðsamlegum hætti
og raun ber vitni. Dettur einhveijum
í hug að einhver önnur. lögmál gildi
fyrir Suður-Afríku og Namibíu í
þessu efni en Portúgal og Spán á
sínum tíma?“
Minnihlutinn segir afstöðu sína
fyrst og fremst byggjast á andstöðu
við beitingu viðskiptabanns sem úr-
ræðis til að ná fram pólitískum mark-
miðum. Fmmvarpið sé „órökrétt og
ástæðulaust og til þess fallið að
stuðla að tvískinnungshætti í við-
skiptum íslendinga við aðrar þjóðir."
Bifreiðaeftirlits ríkisins. Einnig
verður tekið upp fastnúmera-
kerfi og mun því sama bifreiða-
númer fylgja ökutæki frá
nýskráningu til afskráningar.
Skiptar skoðanir voru meðal
stjórnarliða jafnt sem sljórnar-
andstæðinga um þessar tvær
breytingar og riðluðust hinar
hefðbundnu fylkingar nokkuð
við atkvæðagreiðslu.
Sú grein fmmvarpsins sem fjallar
um að tekið verði upp fastnúmera-
kerfi var samþykkt með 20 atkvæð-
um gegn 15. 2 þingmenn sátuhjá
og fímm vom fjarverandi. Átta
stjómarliðar greiddu atkvæði gegn
frumvarpinu, þeir Alexander Stef-
ánsson (F/Vl), Eggert Haukdal
(S/Sl), Valdimar Indriðason (S/Vl),
Matthías Á. Mathiesen, samgöngu-
ráðherra, Páll Pétursson (F/Nv),
Pálmi Jónsson (S/Nv), Sólveig Pét-
ursdóttir (S/Rvk) og Sverrir Her-
mannsson (S/Al). Birgir ísleifur
Gunnarsson, menntamálaráðherra,
sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fimm stjómarliðar greiddu svo
atkvæði gegn greininni um að
hlutafélag taki við hlutverki Bif-
reiðaeftirlits ríkisins, þeir Friðjón
Þórðarson (S/Vl), Eggert Haukdal
(S/Sl), Páll Pétursson (F/Nv),
Pálmi Jónsson (S/Nv) og Sverrir
Hermannsson (S/Al).
Fmmvarpið í heild sinni var sam-
þykkt með 19 atkvæðum gegn 10.
Reiknað er með því að hlutafé
Bifreiðaskoðunar íslands hf., sem
verður nafn hins nýja hlutafélags,
verði 80 milljónir króna og að eign-
arhlutur ríkissjóðs verði annaðhvort
41 eða 39 milljónir króna. Stefnt
er að því að fyrirtækið taki að fullu
til starfa í byijun næsta árs.
Númerskilti í samræmi við fast-
númerakerfið verða hins vegar tek-
in upp í áföngum næstu misserin
en þó haldast þau númeraskilti sem
nú em á ökutækjum meðan þau em
á ökutækjaskrá, nema eigandi óski
eftir að einkenna þau með nýjum
skiltum í samræmi við fastnúmer
ökutækis. Áætlað er að árlegur
spamaður af því að taka upp þetta
nýja kerfí nemi tæplega 100 millj-
ónum króna.
Virðisaukaskatturinn samþykktur sem lög:
Milliþinganefnd kanni
bóka- og blaðaútgáfu
Fjórir stjórnarliðar sátu hjá við aðra umræðu
Virðisaukaskatturinn var sam-
þykktur sem lög í neðri deild í
gær. Meirihluti fjárhags- og við-
skiptanefndar bætti átta atriðum
við þann lista sem milliþinganefnd
Frumvarpi Sólveigar Pétursdóttur um breytingu á
hegningarlögunum vísað til ríkisstjómarinnar:
Hefði orðið mikil réttar-
bót til verndar börnum
- segir Sólveig Pétursdóttir
EFRI deild Alþingis ákvað siðastliðið mánudagskvöld að visa frum-
varpi Sólveigar Pétursdóttur (S/Rvk) um breytingu á almennum
hegningarlögum til ríkisstjórnarinnar. í frumvarpinu var lagt til
að ef kynferðisbrot væri „sérstaklega stórfellt“ yrði refsiramminn
víkkaður i 1-16 ár og að sömu reglur gildi um nauðgun persónu
af sama kyni og af gagnstæðu kyni. Sólveig Pétursdóttir sagði
þetta frumvarp vera mikla réttarbót, sérstaklega hvað snerti kyn-
ferðisbrot gagnvart börnum, og gæti haft talsverð varnaðaráhrif,
og værí ekki vanþörf á ef hægt værí að fækka þessum tegundum
afbrota. Þingmanninum fannst það furðulegt að þetta frumvarp
væri ekki afgreitt sem lög þar sem samstaða virtist hafa verið um
afgreiðslu þess meðal allra flokka.
í nefndaráliti allsheijamefíidar þá meðferð legði nefndin til að
segir að nefndinni hafí verið til-
kynnt um að starfandi væri nefnd
á vegum dómsmálaráðuneytisins
sem skipuð hefði verið í samræmi
við ályktun Alþingis frá 22. maí
1984 og væri ætlað að fjalla um
rannsókn og meðferð nauðgunar-
mála og koma með tillögur um
úrbætur á því sviði. Væri búist við
niðurstöðum nefndarinnar á þessu
sumri.
Allsheijamefnd teldi eðlilegt að
frumvarpið væri skoðað í ljósi nið-
urstaðna fyrrgreindrar nefndar
þannig að samræmis væri gætt í
tillögum um breytingar á almenn-
um hegningarlögum hvað ákvæði
núgildandi 194.-203. gr. snerti. í
trausti þess að frumvarpið fengi
málinu yrði vísað til ríkisstjómar-
innar.
„Þetta fmmvarp var flutt í byij-
un nóvember og tóku þrír nefndar-
menn í allsheijamefnd til máls, þau
Salome Þorkelsdóttir, Guðrún Agn-
arsdóttir og Stefán Guðmundsson,
og vom þau öll mjög jákvæð. Jón
Sigurðsson, dómsmálaráðherra,
sagðist þá ætla að láta endurskoða
þessi ákvæði en það hefur ekkert
komið út úr því ennþá," sagði Sól-
veig Pétursdóttir f samtali við
Morgunblaðið. „Ég tel þetta fyrst
og fremst vera réttlætismál til þess
að allir þjóðfélagsþegnar séu jafnir
gagnvart lögunum. Ef við tökum
sem dæmi að karlmaður nauðgar
ungum dreng og smitar hann
Sólveig Pétursdóttir
vísvitandi með eyðni þá er sam-
kvæmt núgildandi lögum einungis
hægt að dæma hann í hámark sex
ára fangelsi. Ef maður hinsvegar
nauðgar stúlku þá er hægt að
dæma hann í sextán ára upp í
ævilangt fangelsi.
Það er nauðsynleg réttarbót sem
felst í þessari leiðréttingu á hegn-
ingarlögunum og kostar ríkisvaldið
þar að auki ekki krónu í fram-
kvæmd. Mér fínnst það því skjóta
skökku við að frumvarpið sé ekki
afgreitt sem lög á þessu þingi.“
á að skoða f sumar, m.a. upp-
gjörstfmabil f landbúnaði og
bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu.
Nefndin mun gera tillögur um
lagabreytingar ef þurfa þykir og
koma þær til kasta Alþingis á
hausti komanda. Minnihlutinn
flutti nokkrar breytingartillögur
við frumvarpið, flestar þess efnis
að matvæli eða menningarstarf-
semi verði undanþegin skattinum,
en þær voru felldar. Þegar greidd
voru atkvæði um frumvarpið sátu
fjórir stjórnarliðar hjá, þeir Alex-
ander Stefánsson, Eggert Hauk-
dal, Sverrir Hermannsson og Ólaf-
ur Þ. Þórðarson. Þeir skýrðu af-
stöðu sina á þann veg að það værí
sérkennileg meðferð að vfsa ný-
samþykktum lögum í milliþinga-
nefnd. Frumvarpið var sfðan tekið
til þríðju og sfðustu umræðu seint
f gærkvöldi og samþykkt sem lög.
Meirihluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar neðri deildar, sem Páll Pét-
ursson mælti fyrir, telur ekki ráðrúm
við núverandi aðstæður að flytja
breytingartillögur við frumvarpið,
enda sé þegar ákveðið að nefnd verði
skipuð til þess að taka frumvarpið
til sérstakrar athugunar og móta til-
lögur um lagabreytingar eftir því
sem þurfa þykir. Slíkar lagabreyting-
ar myndu koma til kasta Alþingis á
næsta hausti.
Meirihlutinn leggur til að nefndin
kanni sérstaklega möguleika á að
fækka undanþágum frá skattskyldu
þannig að aðhaldseiginleikar kerfís-
breytingarinnar með skattskilum
nýtist sem best, jafnframt því sem
betra svigrúm fáist til að vera með
sem lægst skatthlutfall. Nefndin er
samþykk þeim atriðum sem efri deild
samþykkti að láta athuga en telur
að því til viðbótar sé rétt að bæta
við eftirtöldum atriðum: Bóka-,
blaða- og tímaritaútgáfu, Banka- og
lánastarfsemi, vátryggingarstarf-
semi, hlunnindum og landnytjum,
sölu á þjónustu, m.a. með tilliti til
eftirlits og skattskila, uppgjörstíma-
bilum í landbúnaði og íþróttastarf-
semi.
Nefndin ræddi einnig um lista- og
menningarstarfsemi og telur meiri-
hlutinn einboðið að haga kerfísbreyt-
ingunum á þann veg að fjárhags-
grundvöllur þeirrar starfsemi verði
ekki rýrður. Loks leggur nefndin
áherslu á að kerfisbreytingin verði
vel kynnt meðal almennings, fyrir-
tækja og stofnana með öflugu upp-
lýsingaátaki.
Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne)
mælti fyrir nefndaráliti fjárhags- og
viðskiptanefndar. Þórhildur Þorleifs-
dóttir (Kvl/Rvk) sat fundi nefndar-
innar og er samþykk áliti minnihlut-
ans. Steingrímur sagði að með þvi
að leggja virðisaukaskattinn, VA-
SKinn, á í einu þrepi væri sá mögu-
leiki útilokaður að flokka vörur og
þjónustu með tilliti til mikilvægis
fýrir almenning. Upptaka skattsins
hefði einnig í för með sér aukið skri-
fræði og tilkostnað.
Þau Steingrímur og Þórhildur
gagnrýndu sérstaklega að ætlunin
væri að leggja 22% skatt á ýmsa
menningarstarfsemi sem áður hefði
verið undanþegin söluskatti. Einnig
ætti að skattleggja bókaútgáfu
áfram á fullu á meðan tímarit og
blöð væru að öllu leyti undanskilin,
svo ekki væri nú minnst á starfsemi
hljóðvarps og sjónvarps sem skyldi
vera með öllu undanþegin hvort sem
þar heyrðist íslenskt orð eða ekki.
Minnihlutinn teldi að þó núverandi
söluskattskerfi væri gallað þá væru
það ekki nægileg rök fyrir því að
ráðast í upptöku virðisaukaskatts og
alls ekki í þessari mynd. Frumvarpið
væri gallað og illa undirbúið. Það
yrði stóráfall fyrir (slenska menningu
og islenskan landbúnað og myndi
reynast þungt í skauti hinum íslenska
launamanni. Þess vegna legði minni-
hlutinn til að frumvarpið yrði fellt.
Stefán Valgeirsson (Sjf/Ne) sagði
að frumvarpinu yrði líklega gjör-
breytt f haust þegar tillögur milli-
þinganefndarinnar kæmu fram.
Sagði hann að það væri ekki hægt
að benda á nokkur dæmi um svona
vinnubrögð í þingsögunni.
Albert Guðmundsson (B/Rvk)
taldi réttara að Alþingi gengi endan-
lega frá frumvarpinu þegar milli-
þinganefnd hefði lokið störfum. Eins
og frumvarpið væri nú væri það ein-
ungis rammi fyrir fjármálaráðherra.