Morgunblaðið - 11.05.1988, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988
„Víljifc tryna. oá láta sem pig
ókcmmtih ykkor... Eg ec á&
l-eyna. c& lifa- cL jpeseu."
HÖGNI HREKKVÍSI
Útrýmum bæði ref og mink
Til Velvakanda.
Ég má til með að gera athuga-
semd viðvíkjandi grein sem kom í
Velvakanda miðvikudaginn 4. maí
sem maður nokkur skrifaði sem
kallar sig „Veiðimann". Hann er
sammál um að ekki beri að friða
minkinn en hann segir að þó ætti
að draga úr hinni kostnaðarsömu
útrýmingarherferð. Ekki er ég sam-
mála þessum veiðimanni, því þetta
er skaðræðis dýr sem drepur silung
í ám og vötnum og alla þá fugla
sem hann nær í. Minkurinn eyði-
leggur líka æðarvarp þar sem hann
kemst að. Veiðimaðurinn segir að
marhnúturinn sé uppáhaldsfæða
minksins, hann segist geta tekið
undir með líffræðingum að þetta
sé hans besta fæða. En ég segi að
minkurinn veiðir marhnút þegar
hann nær ekki í annað.
Svo eru dæmi til þess að minkur-
inn komist inn í hænsnabú. Þá drep-
ur hann ekki eina hænu heldur
bunkar hann þær niður. Svona dýr-
um á að útrýma alveg.
Svo segir veiðimaðurinn: „Ég tel
að hætta ætti alveg grenjavinnslu
nema sannað sé að um dýrbít sé
að ræða. Grenjavinnsla átti rétt á
sér áðru fýrr, en í dag er hún til
skammar. Og heldur þykir mér
kaldhæðnisleg röksemd fyrir yrð-
lingadrápi að þeir gætu orðið
skeinuhættir sauðfé er þeir eltust,
eins og rollan er nú verðmætur
bústofn í dag eða hitt þó heldur.
Ekki er vafí á því að sauðfé er
meiri skaðvaldur í náttúrunni en
refurinn." Þetta segir „Veiðimaður-
inn“, ég er á því að hann hafí lítið
vit á þessu máli eftir þessu skrifí
að dæma. Því ekki drepur sauðkind-
in neitt dýr sér til matar, hún lifír
á grasi. Ég held að þessi „veiðimað-
ur“ leggi sér frekar til munns kinda-
kjöt en refakjöt. Ég ætla að láta
hann vita það að ég hef séð kindur
bruddar uppað augum eftir ref en
þó með lífsmarki. Heldur þú að
þessar skepnur taki ekki mikið út
á meðan þeim er að blæða út. Refur-
inn hefur drepið margar kindur, þó
enn fleiri vorlömb og fullorðnar
kindur. Það á að reyna'að útrýpia
refnum og minknum alveg, því
þetta eru skaðræðis dýr og valda
miklu tjóni. Vona ég að þeir menn,
sem með þessi mál hafa að gera,
haldi þessum málum til streitu og
reyni að útrýma þessum dýrúm.
Ingimundur Sæmundsson
Þessir hringdu ..
Illa farið með láglaunafólk
Ellilífeyrsþegi hringdi:
„Mér ofbýður hverr.ig farið hef-
ur verið með láglaunafólk síðan
núverandi ríkisstjóm tók við. Þar
ber matarskattinn hæst, hann
kemur verst niður á þeim sem
síst skyldi. Allt hefur hækkað
nema eliilífeyririnn og kaupið. Það
er sama þó láglaunafólk leggi
nótt við dag, það nær varla endum
saman".
Lítil umferðarfræðsla
Ottó hringdi:
„Fyrir nokkru voru sýndar
myndir af umferðarslysum á Stöð
2 og er ég viss um að þær hafa
orðið mörgum víti til vamaðar.
Hvers vegna eru svona myndir
ekki sýndar í skólunum? Það er
mjög takmörkuð umferðarfræðsla
í grunnskólum en sýningar á
svona myndum myndu áreyðan-
lega koma að miklu gagni.“
Aðgöngumiðarnir of dýrir
G.S. hringdi:
„Fyrir nokkru var umræðuþátt-
ur í sjónvarpinu um veitingahúsin
og hvers vegna aðsókn að þeim
hefur minnkað. Það eru einkum
tvær ástæður til þess. í fýrsta
lagi eru aðgöngumiðamir alltof
dýrir, það hljóta allir að hugsa sig
um tvisvar áður en þeir kasta 600
krónum í það eitt að komast inn
á veitingahús. Þá eru það
skemmtikraftamir sem stóru veit-
ingahúsin hafa. Þetta hefur verið
sama fólkið síðastliðin 20 ár og
margt af því er orðið þrautleiðin-
legt. Veitingahúsin þyrftu að
breyta til og fá yngri skemmti-
krafta. Það er ekki furða þó fólk
fari til útlanda til að skemmta sér
því þar fær það miklu meira fýrir
peningana."
Víkverji skrifar
Vetur konungur hefur kvatt.
Vorið er komið.
Víkveiji sér víða og heyrir votta
vorsins. Vorboðar - farfuglar -
gleðja augu og eyru. Gróður gægist
úr moldu.
Veturinn, sem er að baki, var
hógvær og snjóléttur fram yfír ára-
mót hér syðra. Hinsvegar blés hann
köldu frá upphafí árs og fram á
vorið. Og hafísinn, landsins fomi
ijandi, var skammt undan. Sendi á
stundum kaldar kveðjur, jaka-
hröngl, upp að norðurströndum.
í veðraham vetrar erum við
minnt á það, hver hnattstaða lands-
ins er. Þá getur sambúð okkar við
umhverfíð, hvort heldur er haf eða
hálendi, orðið erfíð; bilið milli lífs
og dauða skammt.
Okkur hefur hinsvegar samið
betur við veturinn í seinni tíð. Hann
hefur sínar jákvæðu hliðar, herðir
og agar. Það em ekki sízt vetrar-
íþróttir - og tilheyrandi útivist - sem
heilla landsmenn. Þeir þyrpast þús-
undum saman í fannir fjalla, hve-
nær sem færi gefst, fljúga jafnvel
til fjarlægra landa þeirra erinda
einna.
Okkur hefur og lærzt að nýta
jarðvarmann til að gera skammdeg-
ið bærilegra: til húshitunar, raf-
orku, snjóbræðslu, ylræktar, fisk-
eldis og fleiri hluta. Það er hluti
af betri sambúð við veturinn. Vetr-
arborg, eins og Reykjavík, getur
búið bömum sínum enn hlýrra
umhverfí, með yfírbyggð stræti og
torg, ylrækt og gróðri. Það er eng-
in draumsýn. Spumingin er ekki
hvort, heldur hvenær.
að er sumar í sinni. Fólk er
farið að huga að görðum og
spá í gróður. Trén era að vakna
af vetrarsvefni. Þau stóðu að vísnu
í snjóblóma þegar bezt lét í vetur,
en nú er sjálft ævintýrið framund-
an. Þau laufgast næstu vikur. Græn
svæði borgarinnar gefa henni nýj-
an, ferskan og ljúfan svip. Ekki
sakar að benzínið verður blýlaust í
sumar. Það verður jafnvel hægt að
fýlla lungun fersku lofti, eða allt
að því, á bökkum bfla-fljóta borgar-
innar.
Þrátt fyrir sitthvað, sem til bóta
stendur, er Reykjavík fögur borg.
Að vísu er byggð víða of þétt, að
dómi Víkverja. Veggur í vegg. Engu
að síður era hin grænu svæðin all-
nokkur og víða tijálundir. Þessar
vinjar má ekki skerða. Þær gera
umhverfíð, sem er rammi um
mannlífið, fegurra og dagana
ánægjulegri. Þeir borgarstarfs-
menn, sem sinna gróðri, vinna gott
verk. Víkvetji vill gjaman sjá meiri
gróður innan borgarmarkanna.
XXX
Víkveiji gengur á stundum með-
fram Tjöminni á góðviðris-
dögum og hefur gert mörg undan-
farin ár. Rangt væri að segja að
Tjömin hafí verið eða sé kristaltær.
Og oft hafa bakkar hennar verið
lúnir og lasnir. Samt hefur verið
fátt um mótmælendur, þótt kvakað
hafí verið út á „skolpbrúnum" öld-
um hennar. En gott er að ganga á
vit fugla Tjarnarinnar í góðviðri
sumarsins. Kvak þeirra er jákvætt
og ljúft eins og vera ber í grennd
Hljómskálans og fagurra tijálunda.
Ekki fer fram hjá neinum, sem
gengur Tjarnarhringinn, að verið
er að bæta umhverfí Tjamarinnar,
hlaða bakka hennar og fegra .
Víkveiji sniðgengur „hitamálið",
borgarráðhús við borgartjömina,
sem fær bezta fólk til að standa á
öndinni, lfld og þegar Lækjargatan
var breikkuð héma um árið.
Víkveiji setur þó fegran umhverfis
Tjamarinnar, sem að er unnið, í
samband við staðsetningu væntan-
legs ráðhúss. Getur verið að borgar-
ráðhús á þessum stað þýði það að
næsta nágrenni þess, þar með talin
Tjömin og Tjamarsvæðið allt, fái
betra útlit og betri umhirðu hér
eftir en hingað til?
XXX
að heita þinglausnir þá Alþingi
er slitið. Þinglausnadagur þeg-
ar alþingismenn heija þinghlé að
vori. Þessi dagur er nú upp rann-
inn. Fyrsta þingi nýs kjörtímabils
er lokið. Eftir situr ríkisstjómin
með viðfangsefnin og vandamálin,
sem sjaldnast láta sig vanta í mann-
legt samfélag.
Það er lenzka, því miður, að
hnýta í þingmenn. Þeim era að vísu
mislagðar hendur, ekkert síður hin-
um, sem koma þeim á þing. En sitt-
hvað hafa þeir vel gert, ef grannt
er gáð — og stundum má líka taka
viljann fyrir verkið. Mergurinn
málsins er þó sá, að dómi Víkveija,
að þingmenn tala það illa hver um
annan, að ekki er á bætandi. Hann
lætur við það sitja að óska þeim
gleðilegs sumars. Megi þeir mæta
heilir til leiks á haustdögum.