Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Fundur utanríkisráðherra Evrópuráðsins:
Utanríkisráðherra minnti
á hlutverk smærri ríkja
FUNDUR utanríkisráðherra Evrópuráðsins var haldinn í Strasbourg
5. og 6. mai síðastliðinn, og lagði Steingrímur Hermannsson, utanrík-
isráðherra, áherslu á það á fundinum, að gagnkvæmt traust á milli
Austurs og Vesturs byggði á jákvæðu hugarfari, og minnti á hlut-
verk smærri ríkja í því sambandi. Utanríkisráðherra lýsti jafnframt
þeirri skoðun sinni, að Vestur-Evrópuríkin hefðu hag af þvi að
umbótastefna Sovétríkjanna yrði sem árangursrikust.
Á fundinum sem haldinn var Genfarsamkomulagsins um Afg-
undir forsæti Jacques F. Poos, ut-
anríkisráðherra Luxembourg,
ræddu utanríkisráðherramir sam-
skipti Austurs og Vesturs í ljósi
síðustu þróunar alþjóðamála, svo
sem afvopnunarviðræðna stórveld-
anna, væntanlegs leiðtogafundar
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og
hanistan. Jafnframt ræddu ráð-
herramir framvindu mála á Ráð-
stefnunni um öryggi og samvinnu
í Evrópu. Samskipti Evrópuráðsins
og nokkurra Austur-Evrópuríkja
vom einnig til umræðu svo og
möguleikar á nánari samvinnu þar
á milli.
Starfsfólk veitmgahúsa
samþykkti sammngiim
ALMENNUR fundur Félags
starfsfólks í veitingahúsum sam-
þykkti nýgerðan kjarasamning
félagsins með 40 atkvæðum gegn
1 sfðastliðinn miðvikudag. í félag-
inu eru um 1.100 manns.
Kjarasamningur milli félagsins og
viðsemjenda þess var undirritaður á
þriðjudag. Hann er í flestum greinum
hliðstæður þeim samningi, sem gerð-
ur var við verslunarmenn fyrir stuttu
og gildir frá 1. maí til 10. apríl á
næsta ári.
Ástand mála fyrir botni Miðjarð-
arhafsins og við Persaflóa var einn-
ig rætt. Utanríkisráðherramir
minntu á umræður sínar á 80. ráð-
herrafundinum í maí 1987, þar sem
hvatt var til alþjóðlegrar friðarráð-
stefnu allra aðila til lausnar ágrein-
ingsmála við botn Miðjarðarhafsins.
ísraelsk stjómvöld vom hvött til að
hafa í huga hvaða áhrif framferði
þeirra á hemumdu svæðunum
hefði, meðal annars með tilliti til
samningaumleitana um varanlegan
frið í þessum heimshluta.
Samskipti iðnvæddra rílq'a og
þróunarlanda voru einnig ítarlega
rædd á fundinum, en nú stendur
jrfír svonefnt Norður-Suður átak
Evrópuráðsins, sem ætlað er að
vekja athygli á samstöðu og gagn-
kvæmum tengslum þróaðra ríkja
og þróunarríkja.
Kalevi Sorsa, utanríkisráðherra
Finnlands, sat hluta fundarins. Er
þetta í fyrsta skipti sem fínnskur
utanríkisráðherra situr ráðherra-
fund Evrópuráðsins, og fögnuðu
utanríkisráðherramir því að finnsk
stjómvöld hefðu ákveðið að hefja
viðræður um mögulega aðild Finn-
lands að Evrópuráðinu.
120 umsóknir um hús-
næði í Sunnuhlíð komnar
MIKIL eftirspum er eftir vemduðum þjónustuibúðum fyrir aldraða
hjá samtökunum Sunnuhlíð i Kópavogi. Stjóm samtakanna stendur
nú í viðræðum við Kópavogsbæ um lóðir undir nýjar íbúðir.
Sunnuhlíð, sem er byggð upp af samtökum tíu klúbba og félaga,
byggði hjúkrunarheimili fyrir 42 einstaklinga á árunum 1980-82,
og 40 þjónustuíbúðir fyrir aldraða sem teknar vora í notkunárið 1987.
Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar,
sem stýrir framkvæmdum á vegum
Sunnuhlíðar, þá hefur orðið stöðvun
á framkvæmdum þar sem lóðir
undir nýjan áfanga vantar, en verið
væri að ræða við Kópavogsbæ og
einnig Rikisspítalana varðandi þau
mál. Liggja nú þegar fyrir 120
umsóknir um íbúðir án þess að
nokkuð hafí verið auglýst.
Sagði Ásgeir að þetta gæfi
glögga mynd af því hve gífurleg
þörf væri fyrir húsnæði fyrir aldr-
aða af því tagi sem sem Sunnuhlíð
stendur að uppbyggingu á, en þar
væri um að raeða fyrirkomulag sem
ekki hefði þekkst áður. Eldri borg-
aramir þurfa ekki að stofna til
neinna skuldbindinga, og enginn
einstaklingur væri eigandi að sinni
íbúð, heldur fengi hann samning
um fbúðarrétt til æviloka, og í stað
afsals fengi hann bankatryggingu
fyrir andvirði íbúðarinnar. Ef við-
komandi einstaklingur vildi síðan
flytja úr íbúðinni, þá fengi hann
peninga sína greidda til baka.
Kvaðst Ásgeir álíta að þetta væri
það fyrirkomulag sem koma skyldi,
enda styddi hin gífurlega eftirspum
þá skoðun.
Eigendur og
Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum
skuldabréfum í umboðssölu.
Ný spariskírteini 7,2-8,5% ávöxtun umfram vcrðbólgu
Eldri spariskírteini 8,5-8,8% ávöxtun umfram verðbólgu
Veðdeild Samvinnubankans 10.0% ávöxtun umfram verðbólgu
Samvinnusjóður íslands hf.* 10,5% ávöxtun umfram vcrðbólgu
Lind hf.* 11.0% ávöxtun umfram verðbólgu
Glitnir hf. 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu
Önnur örugg skuldabrcf 9,5-12,0% ávöxtun umfram verðbólgu
Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu
* Með endursöluábyrgð Samvinnubanka íslands hf.
• Við innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar
Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. hæð,
@ 91 - 20700
Morgunblaðið/Silli
Kaupfélagsstjóri KÞ, Hreiðar Karlsson, í ræðustól, meirihluti stjóm-
ar við háborðið.
Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga
Bókfært tap 55,2
mill]ónir króna
Húsavfk.
AÐALFUNDUR Kaupfélags
Þingeyinga var haldinn á
Húsavík síðastliðinn sunnudag
og sátu hann 127 kosnir fulltrú-
ar. Rekstur félagsins gekk erfið-
lega á árinu eins og hjá flestum
kaupfélögum. Bókfært tap 55,2
miljj. en neikvæð fjármagns-
myndun til rekstrar 35,2 mil\j.
króna.
í skýrslum formanns Baldvins
Baldurssonar og kaupfélagsstjóra
Hreiðars Karlssonar komu fram
ýmsar skýringar á orsökum þessara
afkomu. Kaufélagsstjórinn taldi að
þar væri stærsti gerandinn afkoma
verslunarinnar, sem orsakaðist
meðal annars af verulegu launa-
skriði, ásamt gífurlegri hækkun
fjármagnskostnaðar. Vandi verzl-
unar í dreifbýli væri nú mjög til
umræðu, enda almennir. Verslunar-
hættir fólks hefðu breyst hratt
síðustu árin. Batnandi samgöngur
og vaxandi ferðalög innanlands sem
utan, ættu þátt í þessu öllu. Þessum
breytingum yrði verzlun dreifbýlis-
ins að mæta, hvort sem líkaði betur
eða verr.
Afkoma sláturhúsareksturs hefði
verið sýnu lakari á síðasta ári en
því næsta á undan og væri þar við
mikinn vanda að fást.
„Þótt áföll nýgenginna missera
hefði orðið kaupfélaginu þungt í
skauti," sagði kaupfélagsstjórinn,
„má ekki leggja árar í bát. Með
markvissum og ákveðnum aðgerð-
um getum við fært marga hluti til
betri vegar. Við verðum til dæmis
að ná spamaði í rekstrinum, minnka
birgðahald og þá fjárbindingu, sem
því fylgir, samhliða ýmsu öðru að-
haldi í rekstri. En ráðstafanimar
yrðu ekki þrautalausar í fram-
kvæmd, en þær em óhjákvæmileg-
ar, til að viðhalda þeirri kjölfestu,
sem samvinnustarfið er í byggð
okkar og mannlífi."
Rætt var á fundinum að leggja
niður rekstrareiningar, sem ekki
tækist að endurskipuleggja þannig,
að þær bæru sig. Til að draga úr
þeirri vaxtabyrði sem hvílir á félag-
inu, er til athugunar að selja ýmsar
eignir, bæði fasteignir, sem félagið
leigir öðmm og eignarhluti í ann-
arri atvinnustarfsemi.
Fram kom að nokkur árangur
hefði náðst í bættum rekstri félags-
ins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs,
afkoma upp í fjármagnskostnað
væri betri en á síðasta ári, en vaxta-
kostnaður væri enn óviðráðandi.
Fjárfesting félagsins á síðast-
liðnu ári nam 26,4 millj. króna.
Starfsmenn voru að meðaltali 222
á síðastliðnu ári.
Úr stjóm félagsins áttu að ganga
formaður stjómar Baldvin Baldurs-
son Rangá og var hann endurkos-
inn, en í stað Guðmundar Sigurðs-
sonar, Fagranesi, sem baðst undan
endurkosningu, var kosinn Ari
Teitsson, Hrísum og í varastjóm
var kosin Halldóra Jónsdóttir,
Grímshúsum.
- Fréttaritari
Samtalstónleikar
með verkum eftir
Atla Heimi Sveinsson
— á tónlistarhátíð Utvarpsins í Bremen
SAMTALSTÓNLEIKAR verða
haldnir í Menningarmiðstöðinni
Schauburg i Bremen á miðviku-
daginn, þar sem flutt verða verk
eftir Atla Heimi Sveinsson og
verður hann staddurá sviðinu á
meðan, til skrafs við áheyrendur.
Flutt verða fimm verk og era
flytjendur bæði íslenskir og þý-
skir.
Atli Heimir sagði tónlistarhátíð
þessa, Pro Musica Nova, eina virt-
ustu hátíð nútímatónlistar í Þýska-
landi og að í ár væri áhersla lögð
á tónlist frá Rúmeníu og Norður-
löndunum. Atli Heimir er eina tón-
skáldið á hátíðinni sem fær heila
tónleika helgaða verkum sínum.
Hann sagði mikið hafa verið að
gerast í sínum málum í Þýskalandi
að undanförnu, en vildi ekki að svo
stöddu tjá sig um hvað væri í bígerð.
„Ég vil ekki útblása mig um stóra
samninginn, sem kannski verður
ekkert úr, einsog sumir" sagði Atli
Heimir.
Verkin sem flutt verða á tónleik-
unum eru; “Aldarmót“, sem Buch-
berger-Kvartettinn frá Frankfurt
flytur, en það verk var samið í til-
efni af 100 ára afmæli Listasafns
íslands, “21 tónmínúta", einleiks-
verk fyrir flautu, sem flutt var á
World Music Base í Köln og vakti
mikla hrifningu," Fremur hvítt en
himinblátt", klarinetttrío sem flutt
hefur verið víða, nú síðast í Tokyo
á“Scandinavia Today“, “Hrífandi
hringdansar", verk fyrir klarinett,
selló, básúnu og píanó, og loks nýtt
verk; “Til dæmis...“,sem verður
frumflutt á tónleikunum.
íslensku tónlistarmennimir sem
flytja verk Atla Heimis eru Sigurð-
ur I. Snorrason, Oddur Bjömsson,
Amþór Jónsson og Anna Guðný
Guðmundsdóttir. Bandarískur
flautuleikari búsett í Köln, Carin
Levine, flytur “21 tónmínútu.“
Auk Atla Heimis og tónlistar-
mannanna mun framkvæmdastjóri
íslensku tónverkamiðstöðvarinnar,
Bergljót Jónsdóttir, verða með í
förinni og freista þess að koma
verkum íslenskra tónskálda á fram-
færi. Og ætti þessi árangur Atla
Heimis að liðka fyrir öðrumíslensk-
um tónskáldum á erlendum vett-
vangi.