Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAI 1988
15
G LÆS/ UEG S PA R /FÖT
/Á GÓÐU VERÐI
(Ath. verslun okkar í Glæsibæ hefur verið breytt - verið velkomin)
tjjSl KARNABÆR llíSi KARNABÆR
® Austurstræti 22 " Laugavegi 66 Glæsibæ
Þorlákshöfn
Kirkjan opin
ferðamönnnm
umhelgar
SÓKNARNEFND Þorláks-
hafnarkirkju hefur ákveðið að
hafa kirkjuna opna ferðamönn-
um um helgar í sumar og hafa
þar leiðsögumenn sem veita gest-
um upplýsingar um kirkjuna og
byggðina í Þorlákshöfn.
Kirkjan verður opin á laugardög-
um og sunnudögum í júní, júlí og
ágúst og verða leiðsögumenn þar
viðstaddir frá kl. 15.00 til 19.00
báða dagana. Ef sá tími hentar
ekki má hringja í símanúmer sem
fest verður upp við kirkjudymar.
Vilji hópar hins vegar koma í miðri
viku þarf að láta vita með fyrirvara.
(Fréttatilkynning)
HORFT TIL
HEIMAHAGA
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
HÚNVETNINGUR. Ársrit
Húnvetningaf. í Reykjavík. 12.
árg. 158 bls. 1988.
Atthagafélög eru mörg starfandi
í Reykjavík og setja raunar tals-
verðan svip á félagslíf höfuðstaðar-
ins. Baldur Pálmason, sem rekur
hér fimmtíu ára sögu Húnvetninga-
félagsins, segir að sýslungar sínir
hafi ekki orðið fyrstir til að stofna
hér átthagafélag. Eigi að síður má
af samantekt hans ráða að líf hefur
jafnan verið í félaginu og verkefni
fjölbreytt. Stefna þess hefur verið
að halda tengslum við heimahaga,
ekki aðeins í orði heldur einnig í
verki. Til að mynda hafa félagar
unnið að skógrækt í héraði; stóðu
einnig fyrir lagfæringu eða endur-
byggingu Borgarvirkis. Þá var
byggðasafnið á Reykjum í Hrúta-
firði framarlega á verkefnalistanum
en því komu Húnvetningar á fót í
félagi við Strandamenn. Þar að
auki hefur Húnvetningafélagið ver-
ið skemmtifélag öðrum þræði, eins
og reyndar önnur slík; klúbbur þar
sem fólk hefur komið saman á góð-
um stundum til að gleðjast og ylja
sér við sameiginlegar minningar.
Þótt Húnavatnssýsla sé með fá-
mennari byggðarlögum má heita
að félagið sé tiltölulega fjölmennt.
Minnir það á hversu margir hafa
flust úr héraði til höfuðborgarinnar.
Pálmi Jónsson upplýsir í afmælis-
kveðju til félagsins að fbúar í Húna-
vatnssýslu séu nú rúm fjögur þús-
und en »ef Húnvetningar hefðu
haldið sínum hlut ættu þeir að hafa
verið 7300 á árinu 1986.« Ennfrem-
ur getur Pálmi þess að fólki hafí
»fjölgað í þorpum en fækkað í sveit-
um«. Mun sú þróun samstíga því
sem annars staðar hefur orðið.
Auk efnis, sem tengist aftnæli
félagsins, eru að venju fáeinir frá-
sögu- og minningaþættir í árbók
þessari. Furðu margt geymist þótt
fennt hafi í spor nefnist t.d. þáttur
sem Þórhildur Sveinsdóttir ritar um
gullbrúðkaup á Eyvindarstöðum í
Blöndudal 1893. Og Viðburðarík
ævi heitir þáttur sem Dýrmundur
Ólafsson ritar eftir Margréti Karls-
dóttur frá Bjargi í Miðfirði. Mar-
grét segir frá því er hún hleypti
heimdraganum 13 ára, hélt þá til
Akureyrar til að læra á orgel. Síðar
lá leiðin til Vesturheims þar sem
lífið var »bæði súrt og sætt« að
sögn Margrétar; en þaðan aftur
heim á Frón þar sem Margrét kaus
að eyða ævidögunum. Ekki urðu
þó allir Húnvetningar svo fljótir til
að sjá sig um í veröldinni því Páll
Guðmundsson frá Höfða var kom-
inn um áttrætt, og þar að auki
heilsutæpur í meira lagi, þegar
hann lagði upp í sína fyrstu reisu
til framandi landa sem segir frá í
þættinum Fyrsta utanlandsferðin
sem Herdís Sturludóttir hefur
skráð. Leið Páls lá til sólarstranda
Spánar. Út af fyrir sig kann slík
ferð að þykja hæpið efni í frásögu
nú á dögum. Eigi að síður er fróð-
legt að hafa spurnir af hvemig fjar-
lægt land kemur öldruðum bónda
fyrir sjónir. Og ekki varð þessi
fyrsta ferð Páls hans síðasta, ekki
aldeilis.
Skemmtilegur er líka þátturinn
Starfsstúlka á Hótel Nordpolen eft-
ir Elínu Guðmundsdóttur Snæhólm.
Hótel Nordpolen var á ísafírði.
Margan bar þar að garði. Og mikið
var unnið; starf eins og Elínar
mátti heita samfellt strit, myrkr-
anna á milli. Eitt sinn er Elín var
að líða út af vegna þreytu segir
forstöðukonan við hana: »Stúlka
mín! Á ég að segja yður heimuleg-
heit?« Og hver vaknar ekki ef hann
á von á að upp verði ljóstrað leynd-
armáli?
Eins og fyrr er tekið fram er
Baldur Pálmason
þetta 12. árbók Húnvetningafélags-
ins. Framan af kom ritið út nokkuð
slitrótt en hefur síðustu árin komið
út reglulega. Vonandi verður svo
eftirleiðis því rit sem þetta hefur
hlutverki að gegna, allt eins og fé-
lag það sem að baki því stendur.
Þótt alþýðleg fræðimennska láti
lítið yfir sér og sé að fáu getið
þessi árin stendur hún vissulega
fyrir sínu. Sagnfræðingar framtíð-
arinnar munu geta sótt ærinn fróð-
leik til héraðaritanna.
Ljóðasöngur
TónlSst
Jón Ásgeirsson
Marianne Eklöf mezzo-sópran
og Stefán Bojsten píanóleikari
fluttu „lieder" söngva eftir
Brahms, Sibelíus, Rakhmanínov
og Granados á sjöundu tónleikum
Tónlistarfélagsins, sem haldnir
voru í íslensku óperunni sl. laug-
ardag. Marianne Eklöf er góð
söngkona og söng mjög vel t.d.
Dein blaues Auge eftir Brahms,
Sáv, sáv susa og Flickan kom
ifrán sin álsklings möte eftir Si-
belíus og E1 tra la y el punteado
eftir Granados. Önnur lög voru
ágætlega sungin en henni tókst
best upp í áðurnefndum lögum.
Píanóleikarinn Stefan Bojsten
lék af miklu listfengi. Sjaldan
getur að heyra samtvinnaðan svo
vandaðan og útspekúleraðan und-
írleik en um leið fluttan af slíku
listfengi og sterkri tilfinningu fyr-
ir söng, eins og hjá Bojsten. Hann
bókstaflega talað lék sig inn í
sönglögin.
Hinn prentaða efnisskrá tón-
leikanna var með óvandaðra móti
að þessu sinni og fyrir utan
skemmtilega misprentun, sem
ekki er tiltökumál, er harla undar-
legt að lesa nöfnin á lögum Rakh-
manínovs á ensku, sem söng-
konan söng svo á rússnesku. Það
hefur næstum verið ófrávíkjanleg
venja undanfarið á söngtónleik-
um, að hafa textana í efnis-
skránni og því eru tónleikagestir
orðnir góðu vanir. Víst liggur þar
að baki mikil vinna en vonandi
er hér aðeins um sérstakt tilfelli
að ræað.
Ljóðatónlist er að því leyti til
sérstæð, að þar er tónlistin ekki
endilega lagbundin, heldur nær
ávallt tónræn og tilfinningaleg
túlkun á innihaldi textans. Þess
vegna getur það verið nauðsyn-
legt, þegar erlendir „lieder"
söngvar eru fluttir, að þýða, þó
ekki væri nema lauslega, innihald
texans.
P.S. Þrátt fyrir að undirritaður
sé ekki vanur að fjalla um auka-
lög, þá er rétt að þessu sinni að
geta þess, að síðasta aukalagið,
sem er breskt þjóðlag, var meist-
aralega flutt af Marianna Eklöf.