Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
21
Bylting í viðhorfi
til fiskviimslunnar
verður að koma til
eftirSigurð
Jónsson
Fundaherferð Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi
að undanfömu hefur vakið verð-
skuldaða athygli, enda hefur funda-
sókn verið með ágætum og málefni
Sunnlendinga rædd af snerpu og
framsýni.
Það er eðlilegt að Sjálfstæðisfólk
á Suðurlandi komi saman og ræði
stöðu landsbyggðarinnar. Hvar
stöndum við, hvert stefnir? Þróun
síðustu ára hefur verið okkur lands-
byggðarfólki mjög í óhag. Fólki
fækkar á landsbyggðinni á meðan
Reykjavíkursvæðið þenst út og þar
verður fjölgunin.
Er þetta eðlileg þróun? hljóta
menn að spyija. Er þetta heppilegt
með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar
allrar? Getum við sjálfstæðismenn
eitthvað gert til að hægja á þessari
þróun eða snúa henni við? Um það
þurfum við að ræða og móta stefnu
okkar.
Kjör fiskvinnslufólks —
kvöl landsbyggðarinnar
Það var sláandi að heyra það nú
á dögunum að aukning í verslun
hafi orðið að raungildi um 20% á
landsbyggðinni, en á sama tíma
varð hún rúm 40% á Reykjavíkur-
svæðinu. Þetta segir mikla sögu um
það mál sem við erum nú að ræða.
Ég kem frá bæjarfélagi þar sem
atvinnuástand hefur verið nokkuð
gott, samt sem áður verður engin
fjölgun. Frekar er um fækkun að
ræða síðustu ár.
Ég tel að ein aðalástæðan fyrir
því hvemig komið er sé afkoma
fiskvinnslunnar. í beinu framhaldi
af því er hægt að tala um kjör fisk-
vinnslufólks.'Allir sem vilja, sjá að
þeirra kjör eru léleg. Raunar svo
léleg að til skammar er. Eigi fólk
sem vinnur í fiski að ná sæmilegum
kjörum verður það að þræla sér út
í bónus langan vinnudag og hálf
drepa sig á þrældómi.
Ég vil sérstaklega koma inná
eitt atriði. Þetta atriði skiptir ör-
ugglega miklu fyrir alla byggðaþró-
un í sjávarplássum. Nánast engum
dettur í hug að mennta sig eitthvað
varðandi fiskvinnslu. Það er í sjálfu
sér ósköp eðlilegt, þar sem slíkt er
ekki metið til launa.
Að afmennta í átt frá at-
vinnulífinu
Aftur á móti fara flestir sem feta
menntaveginn í nám sem snertir
viðskipti og þjónustu og koma fæst-
ir til sinnar heimabyggðar að námi
loknu. Þessu þarf að breyta. Við
verðum að mennta fólk til starfa í
fiskvinnslunni og meta það til
launa. Við verðum að hætta að líta
niður á það fólk sem vinnur í fiski,
því miður er það gert í dag. Samt
er það þetta fólk ásamt sjómönnum
sem skapar fyrst og fremst verð-
mætin í okkar þjóðfélagi. Það hlýt-
ur að vera stór spurning, hvort við
séum á réttri leið með fastgengis-
stefnuna. Erum við ekki að blekkja
okkur sjálf? Erum við ekki að halda
uppi fölskum kaupmætti, sem fjár-
magnaður er með erlendum lántök-
um?
Alla vega kemur þessi stefna
niður á okkur á landsbyggðinni.
Með því að skrá gengið rétt væri
örugglega hægt að tryggja fisk-
vinnslunni betri afkomu og því fólki
sem þar vinnur, en auðvitað myndi
þrengja að í innflutningnum.
300 þús. kr. aukabiti á
embættismann
Við úti á landsbyggðinni viljum
gjaman reyna að halda uppi góðri
þjónustu. Við viljum t.d. hafa skóla-
málin í góðu lagi. Kennarar eru
ríkisstarfsmenn eins og allir vita.
Samt þurfa sveitarfélögin að borga
stórar fúlgur úr sínum sjóðum til
að fá kennara til starfa. Greiða
verður flutningskostnað, greiða
verður niður húsnæði, skaffa verður
bamaheimilispláss. Allt kostar
þetta fjármuni. Þannig kostar um
300 þúsund krónur úr bæjarsjóði
að fá einn kennara til starfa. Þetta
samsvarar því að útsvar heillar
áhafnar á bát fer í það að fá einn
kennara til starfa. Svipaða sögu er
að segja um fólk í heilsugæslunni.
Þama taka sveitarfélögin á sig
kostnað vegna ríkisstarfsmanna.
Afleiðingin verður sú að sveitarfé-
lög á landsbyggðinni eiga sífellt
minna og minna til að setja í fram-
kvæmdir. Aftur á móti virðast sveit-
arfélögin á Reykjavíkursvæðinu
hafa nægjanlegt fjármagn í alls
konar framkvæmdir.
Nú skyldi maður ætla að Jöfnun-
arsjóður sveitarfélaga myndi laga
Sigurður Jónsson
„Aftur á móti fara
flestir sem feta
menntaveginn í nám
sem snertir viðskipti og
þjónustu og koma fæst-
ir til sinnar heima-
byggðar að námi loknu.
Þessu þarf að breyta“
þetta dæmi fyrir landsbyggðina.
Því miður er raunin önnur. Ríkis-
valdið hefur sífellt ráðist á þennan
sjóð og skert framlög til sveitarfé-
laga.
Fjármagnsflutningar í heilu
þorpin innan Reykjavikur
Heildarframlag til sveitarfélaga
árið 1986 var kr. 826 milljónir. Það
ár voru 93 milljónir nýttar til raun-
verulegrar jöfnunar, 65 milljónir til
aukaframlaga, 28 milljónir í fólks-
fækkunarframlög. Þá voru 743
milljónir til almennra framlaga. Þar
kemur jöfn upphæð á íbúa allra
sveitarfélaga. Auðvitað spyr maður:
Stendur þessi sjóður undir nafni?
Væri ekki rétt að láta þennan sjóð
virkilega vinna í þá átt að jafna
muninn á við Reykjavíkursvæðið?
Húsnæðismálin hafa oft verið til
umræðu. Það hefur verið mjög slá-
andi að heyra tölur um flutning á
fjármagni frá landsbyggðinni til
Reykjavíkursvæðisins í gegnum
lífeyrissjóðina til húsnæðiskerfisins.
Flutningurinn á fjármagni svarar
til uppbyggingar á heilu þorpunum.
Gallinn er bara sá að þau rísa á
Reykjavíkursvæðinu. Hér verða
menn að snúa við. Það fjármagn
sem myndast í lífeyrissjóðunum
þarf að vera kyrrt í sínu sveitarfé-
lagi og notast þar til uppbyggingar.
Fyrir stuttu hélt Birgir ísleifur
Gunnarsson fund með okkur í Eyj-
um. Þessi fundur var einn af fund-
unum í fundaröð Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Suðurlandi.
Þar kom menntamálaráðherra inn
á mjög merkan þátt að mínu viti,
þ.e. að dreifa menntastofnunum í
auknum mæli um landið. Héma tel
ég að um verulega stórt hagsmuna-
mál sé að ræða, sem virkilega gæti
orðið landsbyggðinni að gagni í að
stöðva flóttann til Reykjavíkur.
Okkur í Eyjum dreymir t.d. um
að fá öflugan skóla útvegsins til
okkar. Þar gætum við menntað fólk
í sjómennsku og í auknum mæli
einnig til fiskvinnslu. Fólk annars
staðar af landinu myndi sækja skól-
ann.
Auðvitað er hægt að færa t.d.
fóstrumenntun út um landið og
einnig kennaramenntun, tækni-
menntun og svo mætti áfram Upp
telja. Hér er um stórt mál að ræða.
Við Sjálfstæðismenn treystum á að
menntamálaráðherra fylgi þessu
máli eftir og komi því í fram-
kvæmd. Við verðum að vinna þann-
ig að Sjálfstæðisflokkurinn skapi
sér enn sterkari málefnastöðu
gagnvart landsbyggðinni, því vissu-
lega er hann Iqolfestan þar. Það
er ekki nægjanlegt að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé sterkur á Reykjavík-
ursvæðinu. Við á landsbyggðinni
viljum að staða Sjálfstæðisflokksins
sé einnig sterk þar.
Höfundur er kaupmaður í Vest-
mannaeyjum ogbæjarfulltrúi.
HÉR ER LAUSNIN
HP LaserJet II gengur nú beint við IBM 36/38
Fyrirfer arlítill
★ Gott verð ★ Aukin afköst ★ Fleiri leturgerðir ★ Gengur jáfnframt við PC tölvur
★ Lausnin sem IBM 36/38 notendur hafa beðið eftir
Söluaðilar:
GÍSLI J. JOHNSEN SF.
n i
é-
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
NÝBÝLAVEGI 16 • PO. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222
%
r<%- Hverfisgötu 33, simi:62-37-37
Akureyri: Tölvutæki - Bókval
VWt Kaupvangsstræti 4, simi: 26100
Okkar þekking í þína þágu