Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 % mn pTedsion hjörulids- krossar pEI<K^ FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 I^^SÍMI 84670 V/INSÆLI HUGBÚNAÐURINN HUGBÚNAÐUR - TÖLVUR - HÖNNUN KENNSLA - ÞJÖNUSTA - RAöGJÖF SKERFISÞRÚUN HF. Armúli 38. 108 Reykjavík Simar: 688055 - 687466 eðaheilar samstæour Leitið upplýsinga UMBODS OG HEILDVFRSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44 Stjórn Félags ráðgjafarverkfrœðinga. Frá vinstri, fremri röð: Rúnar G. Sigmarsson, Pétur Stefánsson formaður og Ólafur Erlingsson varaformaður. Aftari röð: Sigurbjörn Guðmundsson framkvæmda- stjóri, Karl Ömar Jónsson og Gunnar Torfason. HAMLAR GEGN EÐLI- LEGRITÆKNIÞRÓUN Frá aðalfundi Félags ráðgj af arverkfr æðinga Félag ráðgjafarverkfræðinga hélt aðalfund sinn í húsi Verk- fræðingafélags íslands föstudaginn 6. maí 1988. Gestur fundarins var Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra. Formaður félagsins, Pétur Stef- ánsson, flutti ræðu og ræddi mál- efni byggingariðnaðarins. Hann gerði tíða byggingargalla að sér- stöku umræðuefni og taldi þá að frátöldum alkalískemmdum einkum afleiðingu skorts á byggingarstöðl- um, skorts á hönnunareftirliti og ófullnægjandi og tíðast engu gæða- eftirliti á vinnustað. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra ávarpaði síðan fundinn og lagði í ræðu sinni áherslu á íslenskt hugvit sem útflutningsverðmæti. í því samhengi greindi hann frá því að Orkint hf., útflutningsfyrirtæki Orkustofnunar, hefði nú gerst eignaraðili að Virki hf. með það í huga að sameina krafta einkafram- taksins og hins opinbera við að koma íslenskri tækniþekkingu á framfæri erlendis. Það mál sem helst brennur á ráðgjafarverkfræðingum í dag er hin breytta samkeppnisstaða gagn- vart opinberum stofnunum og fleir- um eftir að sérstakur söluskattur var lagður á þjónustu verkfræð- inga. Sú staða mun enn versna með tilkomu virðisaukaskattsins og hækkaðri skattprósentu. Fram kom á fundinum að Finnar undanþiggja þessa þjónustu alfarið veltuskatti og Svíar reikna aðeins fimmtung andvirðis þjónustunnar til skatt- stofns og ná með því fram að inn- skattur og útskattur vega nokkurn veginn salt, þ.e. þjónustan er nán- ast skattfijáls. Jafnvel hinir skattaglöðu Danir hafa sett lög og reglugerðir til að draga úr óeðli- legri samkeppnisröskun á þessu sviði. Fundurinn samþykkti með- fylgjandi ályktun um virðisauka- skattinn: „Aðalfundur Félags ráðgjafar- verkfræðinga haldinn 6. maí 1988 ályktar eftirfarandi um frumvarp til laga um virðisaukaskatt sem nú liggur fyrir Alþingi til afgreiðslu. — Fundurinn telur að virðis- aukaskattur með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir leiði til verulegs samdráttar í starfsemi ráðgjafarverkfræðistofa jafnvel svo að óháðum verkfræðiráðgjöfum og fyrirtækjum þeirra fækki verulega. — Með ákvæðum frumvarpsins óbreyttum verður að mati fundarins grundvelli kippt undan samkeppnis- stöðu verkfræðistofa gagnvart eig- in verkfræðiþjónustu ríkisstofnana og sveitarfélaga. — Fundurinn telur að óbreytt ákvæði frumvarpsins um skatt- skyldu opinbera stofnana þegar um samkeppni við atvinnufyrirtæki er að ræða, sbr. 4. lið 3. greinar, og heimildarákvæði til ijármálaráð- herra um að leggja virðisaukaskatt á eiginþjónustu, sbr. lok 3. greinar, séu gagnslaus eða gagnslítil vegna þess að erfítt eða ómögulegt verður að framfylgja þeim þannig að eðli- Ieg samkeppnisstaða verði tryggð. Þetta sjónarmið hefur reyndar kom- ið fram í bréfí fjármálaráðuneytis- ins til Félags ráðgjafarverkfræð- inga í sambandi við söluskatt á verkfræðiþjónustu. — Fundurinn varar því mjög ein- dregið við að frumvarpið verði sam- þykkt í óbreyttri mynd og telur að ef svo fari sé hætta á að starfsemi sjálfstæðra verkfræðiráðgjafa og verkfræðistofa sem í dag hafa 300—400 starfsmenn í sinni þjón- ustu flytjist að verulegum hluta inn í opinberar stofnanir. — Fundurinn telur ennfremur að samþykkt frumvarpsins óbreytts muni hamla gegn eðlilegri tækni- þróun á íslandi." Stjóm félagsins var endurkjörin en hana skipa: Pétur Stefánsson, formaður, Gunnar Torfason, Karl Ómar Jónsson, Ólafur Erlingsson og Rúnar G. Sigmarsson. (Frá Félagi ráðgjafarverkfræðinga) HONDA eigendur Auglýsing vegna blýfrís bensíns. Eftirtaldir bilar skulu nota Super 98 octan en alls ekki blýfrítt bensín. 1) Honda Prelude árg. 1983-1988. 2) Allar gerðir með beinni innspýtingu (PGMFI). Allar aðrar Honda bifreiðir frá árg. 1974-1988 geta notað blýfrítt bensín án nokkurrar breytingar á vélarstill- ingu eða öðru. Mótorhjól og rafstödvar/dælur mega nota blýfrítt bensín að vild. Vinningsnúmer 1 umferðarhappdrætti ÁRLEGA vinna saman lög- reglumenn og Umferðarráð i miklu átaki í umferðarvakn- ingu. í því sambandi hefur verið gef- ið út landsritið Ferðafélaginn sem á í ár 5 ára afmæli. Það er því vel við hæfí að útgáfan í ár verði endurskoðuð og bætt með tilliti til þjóðarátaks um öryggi í umferðinni. í fyrra dreifði lögreglan happ- drættismiðum til bama sem voru spennt f bílbeltin í aftursæti bif- reiðar auk landsritsins Ferðafé- lagans, þá gaf einig tannvemd- umarráð harðfisk í bílana. Tvö fyrirtæki gáfu vinninga í bama- happdrættið, það var Reiðhjóla- verslunin Öminn, sem gaf tvö hjól og Kristjánsson hf., sem gaf mik- inn fjölda af leikföngum. Ósóttir eru nokkrir vinningar og því birt- um við í síðasta sinn öll númerin sem komu upp í fyrra. Reiðhjól frá Erninum: 4917, 3014. Leikföng frá Kristjánsson hf.: 7367, 3014, 7367, 630, 7126, 1032, 2382, 3376, 2513, 6999, 11098, 8381, 5042, 9774, 10685, 879, 8767, 9947, 3127, 11675. Vinningsnúmer birt án ábyrgð- ar. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.