Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 31

Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 31 Nokkur orð tíl Astu Asmundsdóttur eftir Aðalstein Jónsson Vegna skrifa Ástu sem birst hafa í Morgunblaðinu að undanf- örnu vil ég að þetta komi fram. Ásta hringdi í mig til að biðja um auglýsingu í blað, sem hún og hennar samstúdentar ætluðu að gefa út til þess að fjármagna utanlandsferð. Þetta samtal fór rólega og kurteislega af stað en undirtektir mínar við beiðni Ástu voru dræmar. Ég lofaði þó að láta hana hafa styrktarlínu, en auð- heyranlegt var að hún þóttist eiga heimtingu á einhverju meira, enda fór nú að kveða við annan tón hjá Ástu. Hún sagðist hafa frétt að við værum að leita eftir efnafræð- ingi og af því tilefni hefðum við haft samband við pilt frá Akur- eyri sem væri að útskrifast á þessu vori. Ég sagðist kannast við það mál enda þótt ég hefði ekki per- sónulega komið þar nærri. Ásta spurði þá hveiju það sætti að ekki hefði verið leitað til stúlkna úr hópi verðandi efna- fræðinga. Ég sagði henni að það væru aðallega tvær ástæður sem lægju þar að baki fyrir utan það, að umræddur piltur væri frá Akur- eyri og hygðist flytja hingað með haustinu. Pyrir það fyrsta væri um að ræða starf við vöruþróun á málningu, límum, þéttiefnum og gólfefnum. Þessum efnum þarf að fylgja út á markaðinn og kenna mönnum að nota þau. Hér getur verið um vinnustaði að ræða eins og lestir í skipum, húsaþök, lagn- ingu á gólfefnum í iðnaðar- og íþróttahúsum og svo framvegis. Oft getur verið um erfíðis- og átakavinnu að ræða. Það veit ég af eigin reynslu og það vita aðrir sem reynt hafa, enda þótt Asta þykist vita betur. Það er einu sinni svo að karlmenn eru að jafnaði betur færir til átakavinnu en konur. Ásta var mjög liðtæk skíðakona á sínum tíma og komst iðulega í verðlaunasæti í þeirri íþrótt. En hræddur er ég um að hún hefði ekki oft komist á verðlaunapallinn, ef hún hefði þurft að keppa við piltana sem henni voru samtíða við skíðaiðkun. Sömu sögu má segja um flestar greinar íþrótta, og hliðstæðumar er að fínna í atvinnulífínu líka. Því er ekki að neita að við höfum „Hér getur verið um vinnustaði að ræða eins og lestir í skipum, húsa- þök, lagningu á gólf- efnum í iðnaðar- og íþróttahúsum og svo framvegis. Oft getur verið um erfiðis- og átakavinnu að ræða.“ mörg dæmi um konur sem hafa staðið sig vel í líkamlega erfíðum störfum og af því að hér hefur verið rætt um málningu þá minn- ist ég dugnaðar konu á Húsavík og síðast en ekki síst „Ástu mál- ara“! En þetta heyrir til undantekn- inga. Ég var nýlega á fundi í Þýska- landi þar sem saman komnir voru liðlega sextíu tæknimenn á sviði málningar og skyldra efna. í þess- um hópi var aðeins ein kona. Hvað segir þetta okkur? Ef við aftur á móti tölum um hreinlætis- og snyrtivörur, þá má segja að konur séu þar að sínu leyti betur undir það búnar að þróa slíkar vörur. Þær hafa verið meira í snertingu við þessi efni en karlmenn yfirleitt. Þær vita betur um það sem fyrir er á mark- aðinum af slíkum efnum og um kosti þeirra og galla. Algengt er, að fínna konur við störf á rannsóknarstofu í sápu- verksmiðjum. Þá er komið að hin- um þættinum í sambandi við val milli kynja. Náttúran hefur skap- að konunni ákveðið hlutverk í lífínu, hlutverk sem flestar konur rækta af mikilli alúð og ástúð, en það er að ala böm og þá gjaman fleiri en eitt eða tvö. Það er þess vegna mjög algengt að konur sem stundað hafa lang- skólanám kjósi að eiga sín böm fljótlega að loknu námi. Þetta er ósköp skiljanlegt og reynslan sýn- ir okkur að þannig fer í flestum tilfellum. Sjálfur á ég fímm dætur, sem allar vom komnar í góð störf að loknu langskólanámi. Ein þeirra sem er efnafræðingur, eins og Ásta ætlar að verða, vann í rúmt ár á efnarannsóknarstofu að loknu námi, en eignaðist síðan bam og er nú í hálfu starfí. Hinar fjórar kusu fljótlega að hætta störfum eftir því sem bömin komu til. Ég hef ekki orðið var við annað en að þær hafí tekið þessu sem eðli- legum og sjálfsögðum hlut og ekki kastað hnútum í einn eða neinn út af því. Ég er viss um að þær eiga eftir að koma á vinnu- markaðinn síðar, þegar bömin em komin nokkuð á legg. Það sem hér hefur verið sagt kemur alveg heim við þá reynslu, sem við höfum af konum á um- ræddu aldursskeiði er starfað hafa við okkar fyrirtæki. Engan þarf þess vegna að undra þótt stjóm- endur taki mið af þeirri reynslu við mannaráðningar. Ásta talar um að konur rekist atvinnulega á vegg, þegar þær hitta fyrir menn eins og Aðalstein Jónsson. Ég get aðeins sagt að þær hafa ekki þurft að líða fyrir það hingað til blessaðar. Hitt er annað mál að sá veggur sem Ásta rekur sig á er veggur byggður á reynslu og staðreyndum. Það að konur þurfa að hætta störfum í lengri eða skemmri tíma af ofan- greindudm ofsökum er vandamál sem Aðalsteinn Jónsson getur ekki ieyst. Þær verða að eiga um það við skapara sinn. Að vísu getur verið um pen- ingalegt vandamál að ræða fyrir konur á þessu tímabili en þar þarf þjóðfélagið að grípa inn í. Að lokum vil ég segja þetta við Ástu. Þú kaust að fara með símtal okkar í blöðin en gleymdir reynd- ar að segja að þú hefðir verið að biðja um auglýsingu. Það er lítil háttvísi að fara með „prívat" símtöl í blöðin án sam- ráðs við hinn aðilann. Ég veit ekki hvað þér gekk til, en þú fékkst birtar af þér myndir og það hlýtur að vera einhvers virði. Af minni hálfu er þessum skrif- um lokið. Þú áttir frumhlaupið og þú mátt gjaman eiga lokasprett- inn. Höfundur er framkvæmdnstjóri Efna verksmiðjunnar Sjafnar á Akureyri. JEPPAEIGENDUR! „ALLT" í TOYOTA FRÁ DOWNEY: FJAÐRIR - DEMPARAR - FLÆKJUR - BLÖNDUNGAR - STÝRISDEMPARAR - BODDY UPPHÆKKUNARSETT - „HEAVY DUTY" KÚPLINGAR - AUKABENZÍNTANKAR - TVOFALDIR STUÐARAR - SÍLSRÖR - BRETTAKANTAR - OG MARGT FLEIRA BIDDU UM MYNDALISTA LOFT DRIFLÆSINGAR Air Locker driflæsingarnar aera allar aðrar driflæsingar úreltar. BFGoodrích Hjólbarðar, sem sameina ENDINGU, RÁSFESTU OG MÝKT • E I N • SPICER HJÖRULIÐS- KROSSAR • VIÐGERÐARSETT FYRIR RADIAL HJÓLBARÐA • DRIFHLUTFÖLL • SPIL-STUÐARAR • FJÓRHJÓLASPIL N I G : • DRIFLOKUR • FELGUR • BLÆJUR • BRETTAKANTAR • HALLAMÆLAR , • LOFTMÆLAR (1-20 Ibs.) • RAFMAGNSVIFTUR MICKEY THOMPSON 15/39 x OG 18/39 x W A R N RAFMAGNSSPIL 0.7 - 2.5 - 4 - 5 - 6 TONNA BRAHMA PALLBÍLAHÚS MONSTER MUDDER Góðir greiðsluskilmólar — staðgreiðsluafslóttur OPIÐ: 9.00-18.00 LAUGARDAGA: 13.00-16.00 ATH SÉRPANTANIR AI4RT Vatnagörðuml4 Sími 83188

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.