Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
39
ðir er
istarfs
Við töldum vera hægt að taka
ákvarðanir um þetta þegar í stað,
og vildum takmarka umræðumar
við það sem augljósiega var hægt
að gera og ná samstöðu um. Sam-
starfsflokkamir lögðu hins vegar
í upphafi fram mjög viðamikil
plögg sem ég hef kallað kosninga-
plögg, og sem augljóslega var
ekki hægt að afgreiða á tveimur
sólarhringum. Alþýðuflokkurinn
gerði sér grein fyrir þessu snemma
í viðræðunum og taldi rétt að taka
ákvarðanir um brýnustu aðgerðir
og halda svo áfram starfinu varð-
andi viðameiri skipulagsbreyting-
ar í éfnahags- og atvinnumálum.
Síðan hörfuðu þeir frá upphaflegri
tillögu sinni um afnám rauðra
strika á lokaspretti viðræðnanna.
Sumar hugmyndir Framsóknar-
flokksins voru í samræmi við það
sem ég hafði lagt fram. Nokkrar
þurfu nánari athugunar við en
aðrar höfðu yfirbragð kosningap-
laggs. Þeir ræddu sérstaklega til-
lögur sínar um afnám vísitölubind-
ingar. Aðeins það afnám í hús-
næðiskerfínu hefði þýtt 7 milljarða
króna útstreymi miðað við núver-
andi verðbólgustig sem væntan-
lega hefði þurft að afla með er-
lendum lánum með tilheyrandi
þenslu og verðbólguáhrifum. Þeir
segja að miðað við 4-5% verðbólgu
kosti þetta 2 milljarða og útreikn-
ingar Þjóðhagsstofnunar styðja
það. Gallinn við þetta er sá að
framsóknarmenn lögðu til meiri
gengislækkun en aðrir og þar af
leiðandi hefðu tillögur þeirra leitt
af sér meiri verðbólgu en við vor-
um að tala um. Þeir vildu því
ganga lengra inn á verðbólgu-
brautina og þessi hugmynd þeirra
um 2 milljarða fær því ekki stað-
ist tillögur þeirra um meiri gengis-
lækkun og meiri verðbólgu.
Hvort heldur sé, er auðvitað
ekki hægt að samþykkja slíkt út-
streymi úr byggingasjóðum og
erlenda lántöku eða skattlagningu
í kjölfarið þótt framsóknarmenn
segðu að vísu ekkert einasta orð
um hvemig þeir vildu mæta út-
streyminu. Það voru atriði af þessu
tagi sem gerðu það að verkum að
ekki var hægt að ná raunhæfu
samkomulagi um brýnustu að-
gerðir sem ég taldi nauðsynlegt
að þessu fylgdu," sagði Þorsteinn.
Þegar Þorsteinn var spurður
hvort það væri ekki feigðarmerki
á ríkisstjóminni að geta ekki náð
samkomulagi um nauðsynlegar til-
lögur sagði hann að það væri auð-
vitað alveg ljóst að menn hlytu
að spyija sig til hvers ríkisstjóm
sé sem næði ekki saman um brýn-
ustu aðgerðir. „Ég hef ekki áhuga
á að sitja í forustu fyrir slíkri ríkis-
stjóm. Þess vegna verður að nást
samstaða um brýnustu aðgerðir
og áframhaldandi stöðugt aðhald
í efnahagsmálum og uppbyggingu
atvinnulífsins ef grundvöllur á að
vera fyrir stjómarsamstarfínu og
við höfum ekki marga daga til að
fá úr því skorið hvort sá grundvöll-
ur sé til. Ég trúi þó ekki öðm en
þeir sem að þessu standa séu til-
búnir þegar á hólminn er komið.
Ég teldi það vera ábyrgðarleysi
að stefna þjóðinni út í kosningar
því það er þörf á ákvörðunum en
ekki slagsmálum í þjóðfélaginu,"
Ssagði Þorsteinn Pálsson.
Ríkisstarfsmenn innan BSRB:
Öll félög hafa
samið nema FÍ S
Samkomulag tókst ekki við BHMR og KÍ
Morgunblaðið/Ólatur K. Magnússon
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra gengur út úr stjómarráðinu eft-
ir að ríkisstjórnin hafði tekið ákvörðun um 10% gengisfellingu.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra:
Verðum að snúa bökum sam-
an o g leysa ágreiningsmálin
„ÞAÐ hefur borist í tal í fjöl-
miðlum hver af stjórnarflokk-
unum hafi tapað og hver unnið
í togstreytunni um efnahagsað-
gerðir. Eg gef lítið fyrir þessa
umræðu. Aðalmálið er hvort
þetta gagnist þjóðinni og það
ræðst af framhaldinu," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra.
„Við jafnaðarmenn höfum alla
tíð hamrað á því að gengisfelling
væri ekkert nema deyfilyf sem
dygði í skamman tíma. Aðalatriðið
væri til hvaða annarra aðgerða
væri gripið svo allt færi ekki strax
aftur í gamla farið. Nú hefur ver-
ið tekin ákvörðun um gengið og
jafnframt hefur að okkar frum-
kvæði verið ákveðið að ræða við
aðila vinnumarkaðarins um hliðar-
ráðstafanir áður en stjómin tekur
endanlegar ákvarðanir um þær
fyrir næstu mánaðarmót.
Uppi hafa verið umræður um
mikla gengisfellingu, allt að
22-23%. Við sögðum að stærð
gengisfellingar yrði að ráðast af
því hvað þurfi til að þær forsendur
sem gefnar voru við ráðstafanim-
ar í lok febrúar standist og til að
tryggja þeim sem þá gerðu kjara-
samninga sömu eða betri stöðu. Á
þessum tíma hefur verð á erlend-
um mörkuðum lækkað, gengi doll-
ars enn sigið og kjarasamningar
undir það síðasta farið fram úr
því sem miðað var við. Til að
bæta þessi skilyrði hefði þurft 8%
gengisfellingu. Seðlabankinn lagði
til 10% og við féllumst á það, enda
hefði meiri gengisfelling ekki hald-
ið.
Einnig voru uppi háværar kröf-
ur um að lögbinda ógerða kjara-
samninga og stroka út rauðu strik-
in með lögum. Við lögðust gegn
því og fengum því framgengt að
efnt yrði til viðræðna við aðila
vinnumarkaðarins. í vetur hafa
verið gerðir kjarasamningar sem
leiðrétta kjör hinna lægst launuðu
með óbeinni aðild ríkisvaldsins.
Ríkisvaldið hefur ákveðnar skuld-
bindingar í þessu sambandi og því
eðlilegt og skynsamlegt að ræða
málið við ábyrgðarmenn samning-
anna áður en menn grípa til þess
neyðarúrræðis að lögbinda breyt-
ingar. Gengisfelling er kjaraskerð-
ing, við drögum enga dul á það.
En við viljum heyra sjónarmið for-
ystumanna verkalýðshreyfíngar-
innar um það hvemig jafna eigi
þeim byrðum. Það reynir þá á vilja
þeirra, ábyrgð og þor. Viðræður
þessar eiga eðli sínu samkvæmt
að fara fram undir forystu forsæt-
ÖLL félög ríkisstarfsmanna í
BSRB nema Félag íslenskra
símamanna gengu frá endur-
skoðun á launalið kjarasanminga
sinna við ríkið um helgina og
sama gildir um Starfsmannafé-
lag Reykjavíkurborgar. Sam-
komulag tókst ekki við BHMR
og Kennarasamband íslands
hafnaði tilboði Launanefndar
ríkisins, en KÍ og Hið íslenska
kennarafélag eru með lausa
samninga.
Endurskoðunin felur í sér að fé-
lögin fá hækkun um einn launaflokk
nú eða á bilinu 3-5% og sömu
áfangahækkanir og kveðið er á um
í samningunum sem undirritaðir
voru á Akureyri. Auk þess launa-
uppbót í desember, sem nemur 30%
af launaflokki 240, en það eru nú
rúmar 17 þúsund krónur. Verð-
lagsákvæði eru hliðstæð þeim sem.
eru í nýgerðum kjarasamningum
verslunarmanna. Samningar opin-
berra starfsmanna voru gerðir
síðastliðið vor og gilda til næstkom-
andi áramóta, en ákvæði eru um
endurskoðun hækki aðrir launþegar
um meira en kveðið er á í kjara-
samningunum. Takist ekki sam-
komulag fer ágreiningurinn í gerð-
ardóm, sem er skipaður tveimur
aðilum frá hvorum auk oddamanns,
mánuði eftir að farið er fram á
endurskoðun.
Samkornulag tókst ekki milli
BHMR og Launanefndar ríkisins
og ber aðilum ekki saman um
ástæður þess. Indriði H. Þorláks-
son, formaður Launanefndar ríkis-
ins, segir að aðilar hafí verið sam-
mála um það markmið að allir
BHMR-félagar hækkuðu um einn
launaflokk, en í ljós hafí komið við
útreikning á tilboði, sem BHMR
isráðherra og við bindum miklar
vonir við þær.
Gengisfelling innan við 10% er
á mörkum þess að reyna á rauðu
strikin í kjarasamningunum og við
höfum góðan tíma til að líta á
áhrifín. Það verður gert þegar þar
að kemur. Þá verður einnig hægt
að meta greiðslugetu þjóðarbús-
ins. Við jafnaðarmenn höfum lagt
fram tillögur um aðgerðir sem
koma eiga strax til framkvæmda
og skipulagsbreytingar, meðal
annars í landbúnaðar- og sjávarút-
vegsmálum, sem þarf að ákveða
núna en skila ekki árangri strax.
Iðulega hefur komið upp ágrein-
ingur um einstök mál í stjómar-
herbúðunum þrátt fyrir að mál-
efnasamningurinn hafi verið
óvenju ítarlegur. En núna stöndum
við frammi fyrir víðtækari ágrein-
ingi, sem snýst um staðfestu og
vilja til að standa við stefnuna í
efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin ætlar sér hálfan
mánuð til að undirbúa frekari að-
gerðir, meðal annars með viðræð-
unum við aðila vinnumarkaðarins.
'Auðvitað verða forystumenn ríkis-
stjómarinnar að snúa bökum sam-
an og leysa ágreiningsmál sín á
þessum tíma,“ sagði Jón Baldvin.
hafí gert ríkinu, að fímmti hluti
félagsmanna þess eða 600 manns
myndu hækka um tvo launaflokka.
Þegar það hafi komið í ljós hafí
ekki verið hægt að ganga að því.
Páll Halldórsson, formaður BHMR,
segir að Launanefndin hafí ekki
treyst sér til þess að standa við sitt
eigið tilboð og hafí ásakað BHMR
fyrir að hafa ekki bent á þetta.
Þeir hafí haft umboð frá aðildarfé-
lögunum til þess að ganga frá end-
urskoðun á þessum grundvelli, en
þar sem það hafí ekki verið ger-
legt, sé nú umboðið aftur hjá aðild-
arfélögunum.
Stjóm og kjararáð Kl hafnaði
tilboði ríkisins um kjarasamning á
fundi sínum á laugardaginn. í
fréttatilkynningu segir að stjóm
sambandsins telji ósæmilegt af
ríkinu að ætla sér að knýja fram
samninga á sama tíma og gengis-
felling vofði yfír og í kjölfar hennar
efnahagsaðgerðir, sem enn hafi
ekki verið gerðar opinberar. „Á
opinbemm vettvangi hafa fulltrúar
Samninganefndar ríkisins ítrekað
lýst því yfir að kennurum væm
boðnar sömu launahækkanir og
aðrir launþegar hafa samið um að
undanfömu. Að dómi Kennarásam-
bands íslands fer því víðsfjarri. Því
fer einnig fjarri að tilboðið komi til
móts við tillögur starfskjaranefndar
um bætt lqör kennara og skójastarf
í landinu. Kennarasamband íslands
getur ekki axlað þá ábyrgð að und-
irrita kjarasamning sem vitað er
að hvorki bætir kjör kennara né
skólastarf í landinu og mun einung-
is verða til þess að auka enn á vanda
skólanna, ekki síst með tilliti til
kennararáðninga næstkomandi
haust," segir ennfremur í fréttatil-
kynningunni.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra.