Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 t VALTÝR PÉTURSSON er látinn. Herdís Vigfúsdóttir. t Hjartkaer vinkona mín og fraenka okkar, GUÐRÚN tNGVARSDÓTTIR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Vitastfg 11, andaöist laugardaginn 14. maí. Vigdfs Gissurardóttir og systkinabörn. t Móöir okkar, AÐALHEIÐUR S. SIGURÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 118, lést á Vífilsstaöaspítala aöfaranótt 16. maí. Þorsteinn Kristjánsson, Guðrún Kr. Jörgensen, Sigurður Kristjánsson, Brynhildur Kristjánsdóttir. Systir okkar, + PÁLÍNA TÓMASDÓTTIR, andaöist föstudaginn 13. maí. Sigurður Tómasson, Helga Tómasdóttir, Guðrún Tómasdóttir, AAalheiður T ómasdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐFINNA SKAGFJÖRÐ, Snorrabraut 42, andaöist á Elliheimilinu Grund 15. maí. Jón Skagfjörð, Unnur Kristjánsdóttir, Sigrfður Skagfjörð, Ingimar Guðmundsson og barnabörn. t Ástkaer móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, LÁRA JÓHANNSDÓTTIR, Stóragerði 9, lést á Borgarspítalanum, laugardaginn 14. maí. Jóhanna Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐLAUG VERÓNIKA FRANZDÓTTIR, áður húsfreyja á Skálá, Skagafirði, lést 14. maí. Sigrún Eiðsdóttir, Elfas Sigurjónsson, Auður Eiðsdóttir, Hilmir Asgrfmsson, Hjálmar Eiðsson, Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir mín, OLGA LAUFEY ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans aö morgni 16. maí. F.h. okkar systra og annarra ættingja, Ágústa Olsen. Faöir minn, + JÓHANN M. KRISTJÁNSSON, lést laugardaginn 14. maí á öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni 10b. Magnús Blöndal Jóhannsson. Stígur Hannes- son — Minning Fæddur 15. ágúst 1920 Dáinn 3. maí 1988 Ég man fyrst eftir Stíg afa þeg- ar ég var um fimm ára gamall, þá vorum við að fara um borð í flóabát- inn Baldur. Við vorum að fara út í Flatey, með okkur voru amma, Habba og fleira fólk. Þetta var fyrsta ferðin sem ég fékk að fara með afa og ömmu, þær áttu eftir að verða mun fleiri. Mér og afa kom alltaf mjög vel saman og aldrei man ég eftir að við höfum rifíst eða þráttað yfír einhveiju. Um hverja einustu helgi í mörg ár fórum við á rúntinn, iðu- lega fyrst niður á bryggju og síðan útum allt. Þessir rúntar þar sem við tveir töluðum um heima og geima eru mér ógleymanlegir. Afí var ótrúlega fróður um fólk og umhverfíð sem hann bjó í, hann þekkti næstum hvem einasta mann. götur og hús. Þegar ég var tíu til tólf ára var ég með mikið af dúfum og lenti í hálfgerðum vandræðum með að fóðra þær. Ég skýrði afa frá þesu og hvort hann vildi hjálpa mér. Við fórum niður í Sundahöfn í korngeymsluna og þegar við kom- um þangað segi ég við afa að ég sé með svolítið af peningum fyrir kominu. Þá segir hann: „Nei, bíddu nú hægur, við skulum nú tala við þá fyrst." Við fórum inn, töluðum við þá og fengum komið frítt. Þá segir afi við mig: „Pétur, kurteisi kostar ekki peninga." Ég lærði al- veg óskaplega af þessu braski okk- ar. Mín kynni af Stíg Hannessyni voru mjög góð, ég man eftir honum sem prúðmenni og góðum manni. Þetta eru mín kynni af afa og þann- ig vil ég minnast hans. Ég votta Ingibjörgu ömmu minni og aðstandendum samúð mína. Pétur Ingi Arnarson Kallið er komið komin er nú stundin vinarskilnaðar viðkvæm stund vinimir kveðja vininnn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (VB) + Átkær móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, tengdadóttir og systir, KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Skjólbraut 1, Kópavogi, lést þann 13. maí sl. í Vífilsstaöaspítala. Jarðarförin auglýst síöar. Anna Lind Borgþórsdóttir, Birgir R. Ólafsson, Sigurður R. Borgþórsson, Berglind Borgþórsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Kristján Elíasson, Kristfn Jóhannsdóttir og systkin. t Faðir okkar, fósturfaöir, afi og stjúpfaöir, SVEINBJÖRN FRIÐFINNSSON, lést á Hrafnistu aðfaranótt 16. maí. Fyrir hönd aðstandenda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðmundur B. Sveinbjarnarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Birna Garðarsdóttir, Birgir Ottósson. + VALENTÍNUS ALBERT JÓNSSON fyrrverandi bóndi að Réttarholti, Gnúpverjahreppi, lóst 14. maí sl. AAstandendur. + Faðir okkar, INGVAR LOFTSSON, andaöist 22. apríl. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Ágúst ingvarsson, Stefán Ingvarsson. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför EYJÓLFS SNÆBJÖRNSSONAR, Heiðargerði 92. Virðing sú sem minningu hans hefur verið sýnd er mikils metin. Edlth Nicolaidóttir, Sigrfður Jónsdóttir, Sigrfður Eyjólfsdóttir og fjölskylda, Ellen Snæbjörnsdóttir og fjölskylda, Búi Snæbjörnsson og fjölskylda. + Eiginmaöur minn, GUÐJÓN GÍSLASON, Miðtúni 90, er lóst sunnudaginn 8. maf sl. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju i dag þriðjudaginn 17. maí kl. 16.30. Fyrir hönd aöstandenda. Karen Gfslason. í dag er til moldar borinn Stígur Hannesson, Hólmgarði 11, Reykjavík. Mig langar til að minn- ast tengdaföður míns og vinar með nokkrum orðum. Stígur var fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1920, sonur hjónanna Hannesar Stígssonar og Olafíu S. Einarsdóttur. Stígur var fimmti í röðinni af átta bræðrum. Arið 1944 giftist hann Ingibjörgu Jónsdóttur frá Stapakoti, Ytri- Njarðvík, sem var hans styrka stoð í fjörutíu og fjögurra ára hjóna- bandi. Eignuðust þau átta mann- vænleg böm sem em: Helga, hús- móðir, gift Garðari Steinþórssyni; Hannes, húsgagnasmiður, giftur Rögnu Pétursdóttur; Einar, bakara- meistari, ógiftur; Jóna, húsmóðir, gift Emi Einarssyni; Halldór, húsa- smiður, giftur Önnu Ríkharðsdótt- Kveðjuorð: Ragnar Stefánsson Kveðja frá stjórn Fulbright- stofnunarinnar á íslandi Ragnar Stéfánsson ofursti var sannur heiðursmaður í þess orðs fyllstu merkingu. í honum vom sameinaðir margir þeir bestu eigin- leikar, sem einn maður getur verið gæddur: trygglyndi, skyldurækni, góðmennska og mannkærleikur. Þessir eiginleikar Ragnars komu fram í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur í þjónustu beggja þeirra landa, sem_ hann unni svo mjög: ættlandinu íslandi, þar sem hann var fæddur, og Bandaríkjun- um, landinu sem ól hann upp, og hvort sem hann vann við borgara- leg störf, var í herþjónustu, við kennslu, hvort heldur í opinbem lífí eða í sínu einkalífí. Ragnar var í stjóm Fulbright- stofnunarinnar á Islandi í 20 ár, frá 1964 til 1984, og þar miðlaði hann ómælt af sínum tíma, sinni atorku og sinni þekkingu í því skyni að rækta og bæta menntun- ar- og menningartengsl og sam- skipti milli Bandaríkjanna og ís- lands. Heil kynsióð íslendinga, sem hafði hug á skólagöngu í Banda- ríkjunum, leitaði aðstoðar hans og verður framlag hans þar seint full- þakkað. Bandaríkjastjóm heiðraði hann formlega fyrir nokkmm árum, þegar sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, Marshall Brement, afhenti honum viður- kenningarskjal fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf hans í stjóm- inni, er hann lét af störfum sínum þar. Þeir okkar í stjóm Fulbright- stofnunarinnar, sem urðu þess heiðurs og þeirrar ánægju aðnjót-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.