Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 59 Hann gat þó góðu heilli dvalið mikið á heimili sínu og þar naut hann slíkrar ástúðar og umhyggju eiginkonu sinnar, sem kom þó ekki á óvart, vegna þeirrar hlýju, sem þau jafnan sýndu hvoru öðru. Aldr- ei vék hún frá rúmi mannsins síns, hvort sem hann var á sjúkrahúsum eða á heimili sínu. „Ekkert er of gott fýrir Hauk minn,“ sagði hún. Þá lágu böm þeirra hjóna ekki á liði sínu, að hjálpa til við að annast föður sinn og hjálpa til á heimilinu. Oft var margt um manninn á Hlíðarveginum, enda ekkert skrýt- ið, þegar tekið er á móti fólki með slíkri hlýju eins og þar er gert. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Hauki. Það var gott að leita til hans ef eitthvað bjátaði á, því alltaf hafði hann einhver ráð og maður gat farið ánægður frá hon- um. Elsku Fríða mín, missir þinn og fjölskyldunnar er mikill og sár, en minningin um ástríkan eiginmann, föður og einlægan vin, mun lifa í hjörtum 'ökkar. Með þessum orðum kveð ég kær- an tengdaföður, með hjartans þökk fyrir allt og allt. Guðrún S. Pálmarsdóttir í dag er til moldar borinn Hauk- ur Sigurðsson stýrimaður. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Óneitanlega koma upp í hugann margar ánægjulegar minningar frá samstarfi okkar, en Hauki kynntist ég þegar hann réðst til mín sem stýrimaður á togarann Bergvík frá Keflavík haustið 1979. Þó hafði ég þekkt hann áður, þegar hann og fjölskylda hans bjuggu um tíma á Suðureyri við Súgandafjörð. Haukur virtist hijúfur maður við fyrstu kynni, en þegar kjmnin urðu nánari kom í ljós hver mannkosta- og öðlingsmaður hann var. Hann var góð fyrirmynd ungra manna, ósérhlífinn dugnaðarforkur. Hauk- ur kunni vel til verka um borð í togara og var ætfð reiðubúinn að leiðbeina ungum mönnum sem vildu læra, og þá var gott að lenda á vakt með honum. Menn báru strax virðingu fyrir honum, ekki vegna hávaða og láta, þótt auðvitað heyrð- ist stundum hressilega í honum, heldur voru það fas hans og fram- koma sem því olli. Samstarf okkar stóð á fimmta ár, eða þar til Haukur fór alfarið í land og hóf störf hjá BYKO. Það væri margt hægt að skrifa um mann eins og Hauk, hann og hans kynslóð. Þetta eru mennimir sem lögðu grunninn að velferð þjóðar- innar með sjósókn sinni. Yfirleitt fómm við saman í bíl til skips, og var þá komið við í eldhúsinu hjá Fríðu og þeginn kaffíbolli áður en lagt var á Reykjanesbrautina. í þessum ferðum og við önnur tæki- færi var oft glatt á hjalla og átti Haukur þá til að kasta fram stöku, en hann var hagmæltur vel, þótt ekki hafi því mikið verið flíkað. Ég vil að lokum votta hans góðu konu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð okkar. Kristinn Gestsson og fjölskylda. Btónjmtofa Fnðjinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. Hafðu þökk fyrir hjartans mál hug og þrek og vilja. Gleðji nú drottinn góða sál gefi oss rétt að skilja. (H.H.) í dag verður til moldar borinn Haukur Sigurðsson skipstjóri, Hlíðarvegi 55 í Kópavogi. Síðustu sex árin var Haukur starfsmaður hja BYKO, Bygginga- vömverslun Kópavogs hf. á Skemmuvegi 2, og viljum við þakka honum samfylgdina með nokkrum línum. Lokið er nú langri baráttu við erfiðan og strangan sjúkdóm, sem Haukur átti við að stríða hin síðustu misseri. Hann tókst á við sitt hlut- skipti af karlmennsku og jafnvel kímni, svo sem honum var eigin- legt. Þar fór engin hópsál, þar sem Haukur var. Hann var fæddur að Hnausi í Villingaholtshreppi í Flóa 26. sept- ember 1922. Þar bjuggu þá foreldr- ar hans, Sigurður Þorgilsson bóndi og Vilhelmína Eiríksdóttir. Á áttunda ári missir hann móður sína, en 1930 flytur faðir hans að Straumi við Hafnarfjörð og þar elst hann upp og sækir bamaskóla til Hafnarfjarðar. Að Straumi venst hann hinum tveimur aðalatvinnugreinum þjóð- arinnar, landbúnaði og sjávarút- vegi. Hann hefur snemma farið að taka til hendinni, því maðurinn var starfsamur og fylginn sér. Hann nam við Héraðsskólann á Laugar- vatni, og lauk þaðan burtfararprófi vorið 1942 og prófi frá Stýrimanna- skólanum 1947. Sjómennsku byijaði hann sumar- ið 1940 og alfarið frá 1942 til 1982 er hann hefur störf hjá BYKO. Hann var stýrimaður og skip- stjóri bæði á bátum og togurum allt frá því hann varð stýrimaður og síðan skipstjóri á bv. Neptúnusi. Um þann þátt munu aðrir fjalla, sem kunnugri eru, en hann var bæði fengsæll og fýlginn sér. Svo sem fyrr segir var sjó- mennskan aðalstarf Hauks, en áhugasvið hans var víðara og stærra. Hann var prýðilega hag- mæltur, svo sem við samstarfsmenn hans fengum oft að njóta, því grunnt var í kímnina. Hann unni og landinu og ég leit þannig til að bóndi hefði hann einn- ig orðið góður, því hann unni gróðri og fegurð, enda áhugasamur úti- vistarmaður og stangveiðimaður góður. Haukur gekk að eiga Hólmfríði Sigríði Bjamadóttur 1. júlí 1950 og hófu þau búskap í Reykjavík, en 1955 byggðu þau og fluttu að Hlíðarvegi 55, þar sem þau hafa búið síðan. Þeim varð sjö bama auðið. Hólmfríði, bömum, bamabömum og öðm skylduliði vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim vel- famaðar. En við sem störfuðum með hon- um geymum ljúfar minningar um góðan dreng og félaga, sem fyrst leitaði að hinu jákvæða í fari manna, áður en metið var, og sinnti skyldustörfum af hógværð, festu og dugnaði. Jarðneski andi, hvað er vor heimur? í ómælisdjúpi ein brothætt skel. Þar sker oss í augu sólna seimur með sigur viljans og ódauðlegt þel. Algeimsins mál er hörpu hreimur, sem hjörtu nema og skilja vel. Maður, hvers virði er moldar seimur, móti því einu - sigrir þú hel? (Einar Benediktsson) Við þökkum samfylgdina og biðj- um honum góðs byijar. Starfsfólk BYKO Minning: SvavarH. Jóhanns- son - bókari Fæddur 21. júní 1914 Dáinn 3. maí 1988 Útför Svavars H. Jóhannssonar bókara fer fram í dag, þriðjudaginn 17. maí, en hann lést 3. maí sfðast- liðinn eftir stutta legu. Svavar Hafstein Jóhannsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1914 og var hann því tæplega 74 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Jó- hann Hafstein Jóhannsson, for- stöðumaður Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, og Guðlaug Ámadóttir frá Kirkjufeijuhjáleigu í Ölfusi. Svavar var 5. bam þeirra hjóna, en þeim varð 11 bama auð- ið. Eitt þeirra lést hins vegar á fyrsta aldursári. Það má því ætla að stundum hafí verið þröngt í búi, enda munnamir margir. Svavar var því ungur að ámm þegar hann tók fyrst til hendi og þáði nokkra aura að launum. Allur afrakstur vinn- unnar rann til heitnilisins. Skóla- ganga Svavars hófst í Miðbæjar- bamaskólanum, en þegar hann lauk þar námi tók vinnan við. Hann varð innanbúðarmaður í verslun Kaup- félags Borgfirðinga við Laugaveg og liðléttingur í versluninni Kjöti og fiski hjá Hálfdáni Eiríkssyni. Sfðar átti Svavar eftir að leggja fyrir sig margvísleg störf; leggja vegi, reisa útvarpsstengur, sendast og stunda millilandasiglingar. Ung- ur réðst hann á skip og sigldi til Þýskalands, en það var fátítt á þessum árum að 16 ára drengur úr almúgastétt héldi til framandi landa, nema þá helst til Kaup- mannahafnar. Líklega hefur Svavar ekki grun- að þegar hann hóf störf sem sendi- sveinn hjá J. Þorlákssyni og Norð- mann að hér ætti framtíð hans að miklu leyti að ráðast. Jón Þorláks- son var um þessar mundir þingmað- ur og formaður Sjálfstæðisflokksins og þótt hann væri önnum kafinn fylgdist hann vel með fyrirtækinu. Jón tók fljótlega eftir því að Svavar var ekki seinn að leggja saman og draga frá og einnig hinu að hann dró fimavel til stafs. Hann ákvað því að styrkja Svavar til náms og vildi að hann lyki fyrst verslunar- prófi, en læsi síðan verkfræði. Haustið 1932 hóf Svavar nám í Verslunarskólanum og gekk námið prýðilega, en veturinn 1933—34 fékk hann slæma lungnaveiki og lá lengi rúmfastur. Svavar las síðan utanskóla næsta vetur og lauk prófi með ágætiseinkunn vorið 1935. Sama árið lést Jón Þorláksson vel- gjörðarmaður hans og fór því svo að ekkert varð úr verkfræðináminu. Þá bauðst honum staða á Manntals- skrifstofu Reykjavíkurborgar og slíku boði gat ungur fjölskyldumað- ur ekki hafnað á þrúgandi kreppu- ámnum. Svavar starfaði með hléum á Manntalsskrifstofunni í rúmlega 20 ár. Eftir hemámið 1940 var hann um hríð verkstjóri hjá breska hemum. Á ofanverðum sjötta áratugnum hóf Svavar störf hjá Skattstofu Reykjavíkur, en veturinn 1960—61 settist hann aftur á skólabekk og lauk kennaraprófí. Byijaði Svavar síðan að kenna í Iðnskólanum og vom aðalkennslugreinar hans bók- færsla og skrift. Hann kenndi. sleitulaust í Iðnskólanum í um það bil áratug og á tímabili einnig í Stýrimannaskólanum. Um tíma var Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Granit Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður hann verslunarstjóri skólaverslunar Iðnskólans. Árið 1971 réðst Svavar á ný til Skattstofunnar og sinnti þá ýmsum erindarekstri; var m.a. sendur til Ólafsvíkur til að huga þar að skattamálum og var um tíma skattstjóri í Vestmannaeyjum. Árið 1974 þegar Svavar var sex- tugur hóf hann rekstur bókhalds- stofu. f fyrstu vann hann heima hjá sér, en síðar fékk hann inni hjá Jóni Brynjólfssyni í húsi nr. 76 við Hverfisgötu. Þegar Jón lést „erfði" Svavar húsnæðið og rak þar skrif- stofu til dauðadags. Svavar var flórkvæntur og eign- aðist 8 böm. Þau era í aldursröð: Freygerður Erla verslunarstjóri í Reykjavík, Garðar kaupmaður í Garðabæ, Hilmar veslunarmaður f Reykjavík, Öm kaupmaður í Reykjavík, Droplaug húsmóðir í Danmörku, Kristófer Ingi blaða- maður í Reykjavík, Ása Hlín leik- kona í Reykjavík og yngstur er Svavar Hrafn námsmaður í Reykjavík. Svavar kom vel fyrir, hár og herðabreiður og andlitsfríður. Hann bar sig ætíð vel og ófáir kölluðu hann glæsimenni. Svavar var vel lesinn og fróður og hafði gaman af þvíað segja frá, en hann kunni líka þá sjaldgæfu list að hlusta. Hann hafði mikið yndi af söng og kveðskap og kunni mikið af ljóðum, enda átti hann sjálfur auðvelt með að yrkja. Svavar ferðaðist mikið og á ferð- um sínum skoðaði hann fomfrægar byggingar, sögn og leikhús, en slíkt tók hann mjög fram yfir sólar- strendur og hótelbari. Tæplega 16 ára varð Svávar íslandsmeistari í knattborðsleik (billjarð) og hafði ætíð gaman af þeirri íþrótt. Sjötug- ur að aldri sigraði hann ömgglega á öldungamóti í knattborðsleik og var hann þá ríflega áratug eldri en næestelsti keppandinn. Svavar saftiaði ekki gulli í kist- ur, enda var hann greiðvikinn og örlátur. Hann var maður augna- bliksins og naut þess. Ég held að honum hafi þótt býsna gaman að lifa. Sá sem þessar lfnur skrifar kynntist Svavari fyrir fáeinum árum þegar hann tók að sér bók- hald fyrir okkur hjónin, en við höfð- um þá stofnað lítið fyrirtæki. Þó að ég hafi ekki þekkt Svavar nema í fáein ár finnst mér einhvem veg- inn eins og ég hafi alltaf þekkt hann. Ég hafði mikla ánægju af því að kynnast honum. Ég kveð hann því með þakklæti og virðingu og sendi öllum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Leifur A. Símonarson í dag er til moldar borinn góður vinur minn og fyrmrn samstarfs- maður, Svavar H. Jóhannsson, en hann lézt í Landspítalanum 3. maí síðastliðinn. Er mér ljúft að minn- ast hans með nokkmm kveðjuorð- um. Svavar fæddist í Reykjavík 21: júní 1914, sonur hjónanna Guðlaug- ar Ámadóttur og Jóhanns Hafsteins Jóhannssonar, er um áratuga skeið var forstöðumaður manntalsskrif- stofu Reykjavíkur. Þau hjón eignuð- ust 11 böm og komust 10 þeirra upp til manndómsára. Svavar var að eðlisfari starfs- glaður og strax á unglingsámm sfnum fór hann að vinna við ýmis störf við verzlun eða skrifstofú og einnig réð hann sig í millilandasigl-" ingar. Á þeim ámm var ekki um auðugan garð að gresja hjá almenn- ingi, hvað þá unglingum, en Svavar var vinnufús og vildi koma sér áfram og því stefndi hugur hans til skólanáms. Hann hóf nám við Verzlunarskóla íslands haustið 1932 og var þá svo lánsamur að njóta velgjörðar Jóns Þorlákssonar, fyrrv. ráðherra, varðandi skólanám- ið, en Svavar hafði um nokkurt skeið starfað við fyrirtæki hans. Þrátt fyrir nokkurt heilsuleysi á þessu tímabili þá sóttist honum námið vel og lauk prófi með prýðis- einkunn vorið 1935. Svavar átti um þetta leyti fyrir fjölskyldu og heimili að sjá og þá fékk hann starf á Manntalsskrif- stofu Reykjavíkur og vann þar hátt í tvo áratugi. Árið 1957 fær hann svo vinnu á skattstofu Reykjavíkur og hlaut þar fulltrúastarf, en sagði starfinu lausu í ársbyijun 1966. í maí 1963 var Svavar að fyrirlagi ríkisskattstjóra og Qármálaráðu- neytis lánaður til að gegna skatt- stjórastörfum í Vestmannaeyjum vegna fráfalls þáverandi skatt-, stjóra. Gegndi hann þeim störfum fram til september sama árs. Sýnir þetta þann trúnað og traust sem Svavar naut hjá yfirmönnum sfnum' við stofnunina. Segja má um Svav- ar, að hann væri svo fjölhæfur, að sama væri hvaða verkefni honum væri falið, var þar allt vel og rösk- lega af hendi leyst. Var hann jöfn- um höndum við endurskoðun skatt- framtala og bókhaldsrannsóknir. Veturinn 1960—1961 vildi Svav- ar afla sér meiri menntunar og hefur nám við Kennaraháskólann og lýkur prófi þaðan. Síðar fær Svavar stöðu sem kennari við Iðn- skólann í Reykjavík og var þar um 10 ára skeið. Hann lagði aðal- áherzlu á bókhalds- og skriftar- kennslu. Svavar var einkar tölu- glöggur og því áttu reikningur og bókhald mjög vel við hann, en skriftarkennslan var honum hug- fólgin, því hann unni fagurri skrift og sjálfur hafði hann snilldarrit- hönd, svo orð var S gerandi. Eftir að Svavar hættir kennslu sinnir hann ýmsum störfum, m.a. við skatt- og bókhaldsrannsóknir fyrir það opinbera. Árið 1974 ræður Svavar sig til vinnu á endurskoðun- arskrifstofu Jóns Brynjólfssonar hér f borg og eftir andlát Jóns starf- rækti hann eigin bókhalds- og um- sýsluskrifstofu á sama stað allt til dauðadags. Svavar var fjórkvæntur og eign- aðist 8 böm sem öll em mannkosta- fólk og gengið hafa menntaveginn eða haslað sér völl f athafnalífinu. Greiddi hann götu þeirra af föður- legri umhyggju svo sem honum var unnt. Ekki fór fram hjá manni, að Svavar var listhneigður í eðli sínu, hafði mikla ánægju af leiklist og tónlist og þó einkanlega ljóðlistinni, en sjálfur fékkst hann nokkuð við að yrkja kvæði. Þá hafði hann mik- inn áhuga og yndi af að ferðast til annarra landa, einkum á seinni ámm, ekki til að liggja á baðströnd- um heldur til þess að kynnast menn- ingu og mannlífi þjóðanna. Að lokum vil ég árétta það sem áður er sagt, að í embættistíð undir- ritaðs á skattstofu Reykjavíkur var Svavar mjög góður og ábyggilegur starfsmaður við vandasama vinnu og er mér þökk í huga fyrir ánægju- legt samstarf. Ég votta aðstandendum hans innilega samúð. Guð blessi minn- ingu Svavars H. Jóhannssonar. Stefán J. Bjömsson fv. skrifstofustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.